Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
87
Nútíma-
fólkí
einkalífi
o g starfi
BÓKAÚTGÁFA Helgarpóstsins
hefur gefið út bókina Nútíma-
fólk í einkalífi og starfi eftir
sálfræðingana Álfheiði Stein-
þórsdóttur og Guðfinnu Eydal.
í formála segja höfundamir: „Við
höfum oft hugleitt þá staðreynd,
að ekki skuli hafa verið gefín út
hérlendis sálfræðileg bók, sem flall-
aði um líf fullorðins fólks í íslensku
umhverfí. Slíka bók hefur vantað
að okkar mati. í þessari bók eru
dæmi úr fortíð, nútíð og framtíð. í
henni eru svipmyndir úr lífínu. En
„Nútímafólk" er ekki tæmandi lýs-
ing, 0g í henni er ekki endilega að
finna auðveldar og einfaldar iausn-
ir. Við reynum að gæða efnið lífi
með lýsingum á fólki og aðstæðum
þess. Dæmin eru tilbúin en hins
vegar algeng og flestir eiga eflaust
eftir að kannast við sjálfa sig í
þeim eða hluta þeirra."
Nútímafólk skiptist í fjórtán
kafla. Bókin er 223 blaðsíður að
stærð og prentuð f P'rentsmiðju
Ama Valdemarssonar. Ljósmyndir
tók Gunnar Gunnarsson, útlit kápu
sá Jón Óskar um.
Bókaútgáfan
Breiðablik:
Launást-
arinnar
BÓKAÚTGÁFAN Breiðablik
hefur sent frá sér bókina Laun
ástarinnar, eftir Caroline Co-
urtney í þýðingu Eddu Óskars-
dóttur. Carqline Courtney er
þekkt nafn í dag sem ásta- og
spennusagna rithöfundur og er
þýdd á fjölda mála og núna á
Islandi í fyrsta sinn á vegum
Breiðabliks.
Um innihald bókarinnar segir í
fréttatilkynningu: „Lavinia er full
örvæntingar. Róbert bróðir hennar
hefur tapað öllum eignum þeirra í
spilum. Nú neyddist hún til að gift-
ast Saltaire greifa, manni sem hún
hataði. Þegar hún hittir markgreif-
ann af Andover verður hún yfír sig
ástfangin. En til að hljóta þann
fnann, sem hún elskar, verður hún
að leika á Saltaire.
Höfðar til
.fólksí öllum
starfsgreinum!
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Grímuklæddi ríddarínn
í útgáfu Breiðabliks
BÓKAÚTGÁFAN Breiðablik
hefur sent frá sér bókina Grímu-
klæddi riddarinn, eftir Caroline
Courtney í þýðingu Eddu Óskars-
dóttur. Þessi spennandi ástar-
saga gerist í Englandi á 18. öld.
Um innihald bókarinnar segir
útgefandi: „Grímuklæddi riddarinn
er spennandi skáldsaga um ást og
rómantík. Lúsíndu, dóttur jarlsins
af Waverly, er bjargað úr klóm
stigamanna af grímuklæddum ridd-
ara, en tapar um leið hjarta sínu.
Sterkir armar hans héldu fast utan
um hana meðan þau riðu eftir auð-
um veginum gegnum ilmandi
vomóttina. Lúsinda var sannfærð
um að hann heyrði hvemig hjarta
hennar barðist. Mundi hann í raun
og vem fara með hana þangað sem
hún hafði sagst eiga heima? Eða
ætlaði hann að færa hana á burt
með sér?
Faðir hennar stendur fast á þeirri
ákvörðun sinni að hún giftist Charl-
es Somerford, manni sem hún hefur
óbeit á. Hún verður að finna
óþekkta manninn, hann einn getur
bjargað henni. En hvernig á hún
að fara að því? Hún veit ekki einu
sinni hvað hann heitir. En Lúsinda
er huguð stúlka og tekur málin
sínar hendur."
Verð
49.500.-
Pioneer hljómtækin hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt enda meðal
mestu gæða hljómtækja í heiminum.
Hljómbær tryggir gæði og greiðslukjör.
HLJPMBÆR^——
HVERFISGÖTU 103 SiMI 25999
Umboðsmenn,- Po/ffðAkranesl, BókaskemmanAkianesi, KaupfólagBorgtirðinga, Seríaísafirðl, Kaupfélag Skagfirð/ngaSauðórkiöki, /ÆAAkureyri, Radíóver
Húsavfk, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirðl, Ennco Neskaupstað, Djúpið Diúpavogi,
Homabœr Homafirði, Kaupfélag Rangœinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi, RósÞoriökshöfn, Fofova/Keflavik, Rafeindaþjónusta ÓmorsVestmannaeyjum
ÓMÓTSTÆÐILEGAR STÆÐUR
FRÁ PIONEER
Verð
31.044.-
Verð
46.400.-