Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
7
eftir dauða Krists á krossinum opin-
berast hann tveimur mönnum og
býður þeim að útbreiða fagnaðarer-
indið. Upp frá þessu skiptast
gyðingar í tvo hluta; þá sem trúa
að Jesús sé sonur Guðs og þá sem
það gera alls ekki. Þeir sem trúa
því, lærisveinamir, eru fyrstu
kristnu mennirnir.
Þetta var þó varla rétti tíminn
fyrir gyðinga til þess að sinnast,
því Rómveijar eru ákveðnir að
mylja þá mélinu smærra og fer
Tíberíus keisari (James Mason) þar
fremstur í flokki.'
Jesús á krossinum, leikinn af
Michael Wilding.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
SIMI 27211
AUSTURSTRÆTI 10
Stöð tvö:
A því herrans ári
í kvöld hefst nýr fram-
0"| 25 haldsþáttur á Stöð tvö,
“‘ en framhald hans verður
flutt á nokkrum næstu kvöldum.
Þáttur þessi greinir frá upphafí
Kristindóms og upphafi endaloka
Rómaveldis.
Myndin byijar árið 30 og segir
frá því þegar Jesús frá Nazaret
(Michael Wilding) hefur nýverið
verið krossfestur að skipan Pílatus-
ar (Anthony Zerbe). Fjórum dögum
Ekki tekst honum það þó, en
ekki batnar ástandið þegar Caligula
(John McEnery) tekur við, situr við
sama hjá Kládíusi (Richard Kiley)
og nær blóðbaðið hápunkti þegar
geðsjúklingurinn Neró (Anthony
Andrews) tekur við.
Þessir þættir eru framleiddir af
Vincenzo Labelia, en hann skrifaði
handritið í félagi við breska rithöf-
undinn Anthony Burgess. Áður
hefur Labella framleitt þætti eins
og „Jesús frá Nazaret" og „Marco
Polo“, sem íslenskir sjónvarpsáhorf-
endur eiga að kannast við.
James Mason í hlutverki Tíberí-
usar keisara.
í samvinnu við Delta flugfélagið í Bandaríkjunum býður Samvinnuferðir-Landsýn
stórkostlegt tækifæri til að uppgötva Ameríku eða jafnvel heimsækja ættingja og
vini. Frá New York geturðu valið þrjá áfangastaði á áætlunarleiðum Delta, sem ná
til margra helstu borga Bandaríkjanna. Ferðatilhögun og dvalartíma á hverjum
stað ræðurðu að eigin vild. Ef þú vilt sjá meira geturðu fengið 1 -4 borgum bætt í
hringinn fyrir aðeins 2.400 krónur hverja.
Þetta einstaka Ameríkutilboð er háð ákveðnum takmörkunum. Nánari upplýsingar
áskrifstofum Samvinnuferða Landsýnar í Austurstræti.
* Miðað við flug til New York.
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 28899
Hótel Sögu við Hagatorg ■ 91 -622277 Akureyri: Skipagötu 18 • 96-21400 8