Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 i*okk*iomi Tónleikar í Höllir VÆRI þetta ekki jafn- ábyrgt blað og raun ber vitni hefði maður freistast til þess að láta Bonnie-Bömmer vera fyrirsögn þessar- ar greinar. Föstudag- inn 6. voru nefnilega haldnir tónleikar í Laugardagshöll, þar sem Bonnie Tyler átti að vera aðainúmerið. Svo var alls ekki. Þeir sem áttu kvöldið voru nefnilega íslensku hljómsveitirnar For- ingjarnir, Skriðjökl- arnir og Rikshaw. Það voru Foringjarnir sem hófu tónleikana með fautaþéttu rokki og kom- ust áheyrendur fljótt í stuð þrátt fyrir að hljóm- burður hefði mátt vera betri í upphafi. Merkilegt má heita hvað þessi hljómsveit hefur náð mik- illi samstillingu, þegar til þess er litið að hún er aðeins nokkurra mánaða gömul. Eiríkur Hauksson heiðr- aði Foringjana með nærveru sinni undir lokin á dagskrá þeirra, en þá rokkaði hann með þeim við mikinn fögnuð áheyr- endanna og luku þeir því með laginu „The Final Countdown", sem Europe hefur gert frægt að und- anförnu. Að leik Foringjanna loknum skriðu Skriðjöklar inn á sviði. Hljómsveitar- stjóri sýndist mér nú reyndar vera lávarðurinn af Alkóhóli, en það kom ekki að sök, þess líflegri var flutningurinn. Fyrir ut- an að taka slagara eins og „Hestinn", minntu þeir einnig á sígild lög eins og „Manjana" og tóku þá áheyrendur allir undir sem einn maður væri. í raun uppgötvaði maður þar og þá að rokktónleikar á ís- landi eru bara húmbúkk. Þetta eru allt sveitaböll. Síðasta íslenska hljóm- sveitin var Rikshaw og í raun hefði hún átt að vera síðasti dagskrárliðurinn. Piltarnir í Rikshaw sýndu það og sönnuðu að þeir eru komnir á atvinnu- mannastigið með fum- lausum leik og sviðsfram- komu. Þó mætti Richard Scobie, söngvarinn, sækj- ast meira eftir jarðsam- bandi við áheyrendur. Eftirtektarvert var að heil hrúga af aðstoðarfólki var með Rikshaw á sviði, bak- raddir, saxófónleikari, aðstoðarhljómborðsleik- ari, bongóleikari og hvað ekki. Þeim var flestum of- aukið. Líklegast hefði nægt að vera með saxist- ann og annan stýrimann á hljómborð. En burtséð frá hljóð- færaleiknum er auðheyri- legt að þeim hefur líka farið fram í lagasmíðum. Ekki svo að skilja að þeir hafi sent frá sér eitthvað rusl áður, en nýju lögin sem þeir fluttu nú var toppefni og rík ástæða til þess að hlakka eftir plöt- unni. Víkur nú að Bonníar þætti Tyler. Það var nú ijótan! Hnátan getur að vísu sungið sæmilega, en ég hélt að þeir dagar væru liðnir að reynt væri að bjóða fólki upp á lát- bragðsleik við undirleik segulbands. Rétt er að Bonnie hafi sungið þarna um kvöldið, en hljómsveit- in gerði ekkert annað en að hreyfa varirnar. Var Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir það vægast sagt fárán- legt að sjá þessa lúa þykjast syngja bakraddir, sem allir vissu að voru kvenraddir á segulbandi. Bjarni Ijósmyndari gerði ítrekaðar tilraunir til þess að finna segulbandið, sem um var að ræða, en það tókst því miður ekki. Ann- ars hefðum við birt mynd af því. Hérmeð er skorað á Bonnie Tyler og hennar nóta að halda sig sem fjærst skerinu meðan svona óþverrabrögð eru viðhöfð. Á efri myndinni sjást Richard Scobie og Sigurður Gröndal íléttri sveiflu. Þráttfyrir myndinahértil hliðarer Ijóst að Rikshaw veðurengan reyk. Bót er hins vegar í máli þar sem að íslensku hljómsveitirnar voru fylli- lega 1.000 króna virði og verðum við að vona að þær troði sem oftast upp. Meira af slíku! Ekki er hægt að Ijúka þessu spjalli án þess að geta kynnisins, en það var enginn annar en Pétur Steinn, hinn almagnaði útvarpsmaður Bylgjunnar. Stóð hann sig með slíkri prýði að varla verða haldnir aðrir tónleikar á næstunni án hans. A.M. Bonnie Tyler ásamt gíta rleikaranum sem ekki var Skriðjöklarnir. A myndina vantar Díónýsos. Morgunblaöið/Bjarni ^^—^—^^—i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.