Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 STRÍÐIÐ SÁRA VIÐ SUÐURGÖTU Sagt frá bók Sagnf ræðistof nunar: Réttvísin gegn Ólafí Friðrikssyni eftirJakob F. Asgeirsson Stríðið sára við Suðurgötu spratt af hingaðkomu rússneska drengsins Nathans Friedmann sem Olafur Friðriksson hafði með sér úr Rússlandsför haustið 1921. Drengurinn hafði misst föður sinn í borgaiastyrjö 1 dinni og hugðist Ólafur taka hann i fóstur. En pilturinn gekk með smitandi augnsjúkdóm sem ekki hafði orðið vart hér á landi og lagði landlæknir til að honum yrði meinuð Iandvist. Úrskurð- uðu stjórnvöld að svo skyldi verða, en Ólafur tregaðist við, neitaði að láta drenginn af hendi og eftirleikinn þekkja allir: Suð- urgötuslaginn, liðssafnað á báða bóga, hernaðarástand, hand- tökur, utanför piltsins, málaferli og blaðadeilur. Hafa þessir at- burðir ýmist gengið undir nafninu drengsmál, Ólafsmál eða hvíta stríðið, eins og samnefnd bók Hendriks Ottóssonar. — Ein af jólabókunum núna varpar að ýmsu leyti nýju Ijósi á þetta gamla hitamál sem setti Reykja- vík á annan endann fyrir 65 árum: Réttvísin gegn Ólafi Frið- rikssyni o.fl. — Heimildir. Bók þessi er 16. bindið í ritsafni Sagnfræðistofnunar sem Jón Guðnason dósent stýrir, en þeir Pétur Pétursson þulur og Haraldur Jóhannsson hagfræðingur sáu um útgáfuna. Bókin geymir allar veiga- mestu heimildir í þeim málaferlum sem hlutust af Suðurgötuslagnum, en auk þess hefur Pétur Pétursson skrifað ítarlegan inngang að bók- inni og skýrir þar frá aðdraganda "l og eftirmálum þessarar einstæðu uppákomu. Pétur er eins og kunnugt er allra manna fróðastur um drengsmálið og hefur sýnt mikla elju við söfnun frumheimilda, farið í þijú lönd að afla upplýsinga og rætt við hundruð manna sem voru hnútum kunnugir. Er mörgum eflaust í minni að vetur- inn 1981—82 stjórnaði hann tólf útvarpsþáttum um drengsmálið. Við heimildakönnun sína kveðst Pétur enga afstöðu hafa haft aðra en að safna frumheimildum, öllum staðreyndum málsins og leggja þær síðan fram á aðgengilegan hátt, svo að hver og einn geti dregið sínar eigin ályktanir. A þetta leggur Pét- ur sérstaka áherslu í ritgerð sinni og segir þar í upphafi máls: „Enn í dag, þegar þessar línur eru ritaðar, nærfellt 65 árum eftir að atburðir gerðust, vekja umræður um mál piltsins spurningar og efa- semdir, deilur og óvissu. í inngangi þeim er hér birtist og málskjölum sem fylgja, verður ei unnt að kveða upp áfellis- né sýknudóma, utan þeirra, sem upp voru kveðnir á sinni tíð. Eigi að síður má ætla að lesend- ur verði margs vísari við lestur málsskjala og fylgiseðla af ýmsu tagi.“ I stuttu spjalli okkar komst Pétur m.a. svo að orði um drengsmálið: „Það þótti svo stórkostlegur at- burður að það klauf þjóðfélagið eftir endilöngu, eins og sprunga sem myndast í eidsumbrotum, eins kon- ar Almannagjá, og það hefur aldrei gróið um heilt síðan.“ Það er rétt sem Pétur segir hér að framan að bókin gefí lesendum kost á að draga sínar eigin ályktan- ir — og af því spyr ég Er þetta ekki full djúpt tekið í árinni? Eða höfum við seinni tíma menn ekki gert okkur grein fyrir því hver al- vara var á ferð þessa nóvemberdaga 1921? Ólafur Friðriksson var byltinga- maður. „Friður milli þeirra sem eiga framleiðslutækin og verkalýðsins getur aldrei átt sér stað,“ skrifaði hann í Alþýðublaðið 10. nóvember 1921, nýkominn úr fjögurra mán- aða dvöl í Rússlandi þar sem hann sat þing Komitem, Alþjóðasam- bands kommúnista. Ólafur talaði um það margsinnis að „gera fram- leiðslutækin að þjóðareign“ og sagði að „stéttastríðinu" myndi ekki ljúka fyrr en: „þjóðin sjálf á fram- leiðslutækin og hinn starfandi lýður sjálfur árangurinn af vinnu sinni. Þá fyrst hættir stéttastríðið, hvort sem þetta nú hefst fram með góðu, eða með þvi að beita hörðu,“ skrif- aði hann í nóvember 1921. þannig var oft á tíðum ekki ann- að að skilja á Ólafí Friðrikssyni en meiningin væri að gera byltingu að hætti bolsévika í Rússlandi. Það er ví nokkur von að uggur gripi um sig meðal borgaranna þegar for- sprakki „ by lti ngarman na“ bauð yfirvöldum byrginn, þóttist hafínn yfir lög og rétt og fylgjendur hans knésettu lögreglu bæjarins. Upp á hveiju myndu þeir taka næst? Það er alveg ljóst að yfírvöld voru í fullum rétti þegar þau mein- uðu Nathan litla Friedmann land- vist. Sótthræðsla var mikil í landinu aðeins þremur árum eftir að spánska veikin gekk yfír — og í lögum um eftirlit með útlendingum frá 18. maí 1920 sagði að „rétt“ væri að „meina þeim útlendingum að setjast hér að eða dveljast hér, sem: ... 2) Haldnir eru næmum sjúkdómi, enda þótt eigi sé lögskylt að beita sóttvömum, ef landlæknir telur ástæðu til að meina manni landvist þess vegna.“ Þá er ástæða til að geta þess að ef innflytjendur til Bandaríkjanna og Kanada voru trachoma-sjúklingar þá var þeim bönnuð landvist. Þessi augnsjúkdómur var þá óþekktur á Islandi, en landlæknir, Guðmundur Hannesson, leitaði álits augnlækna á því hvort væri „ókleift, með varúð á heimilinu og lækniseftirliti, að komast hjá smit- un, því ómannúðlegt væri að vísa drengnum úr landi nema brýn nauð- syn krefði". Augnlæknamir kváðu svo ekki vera og töldu nauðsynlegt að vísa sjúklingnum úr landi. í framhaldi af því skrifaði landlæknir bréf til Stjómarráðsins og sagði meðal annars: „Mér er fullkunnugt um að tillög- ur augnlæknanna em á góðum rökum byggðar. Þar sem sjúkdómur þessi ílendist er hann alvarlegur og hrein landplága. Meðferð á honum er mjög langvinn og margir missa sjón að meira eða minna leyti. Sér- staklega er hann talinn hættulegur þar sem húsakynni eru þröng, en svo er víðast hér á landi. Smitunar- hættan er þá meiri. Ég tel því sjálfsagt að banna sjúkl. að setjast hér að.“ Þar með var ekki aftur snúið. Stjórnvöld gerðu það sem landlækn- ir lagði til. Ólafur Friðriksson taldi strax að hér væri um að ræða póli- tískar ofsóknir gegn sér: piltinum myndi ekki hafa verið vísað úr landi ef einhver „mektarbokki" hefði haft hug á að taka hann í fóstur. Auk þess væri þessi sjúkdómur „treg- smitandi“ og þar með ekki stoð í lögum fyrir brottvísun úr landi. Ólafur sagði ennfremur að þessi munaðarlausi piltur myndi enga framtíð eiga fyrir sér ef hann væri hrakinn einsamall út í víða veröld, en hins vegar með góðra manna hjálp hér á landi mætti fremur bú- ast við að hann kæmist yfir hræðilega lífsreynslu í Rússlandi og gæti gengið menntaveginn. Þann 14. október 1921 fyrirskip- uðu stjómvöld að Nathan Fried- mann skyldi „fara af landi burtu eigi síðar en með gufuskipinu Botníu í þessari viku“. Föstudaginn 18. nóvember voru þrír lögreglu- menn sendir heim til Ólafs Friðriks- Ólafur Friðriksson í ræðustól. sonar að sækja piltinn þar eð ljóst þótti að Ólafur myndi ekki láta hann af hendi sjálfviljugur. Kom strax til átaka og þurfti lögreglan að bijóta upp hurðir og taka dreng- inn með valdi af Önnu, konu Ólafs. En er þeir hugðust hverfa á brott mættu þeir ofurefli liðs á tröppum hússins við Suðurgötu 14 og „sum- ir höfðu barefli, tunnustafí o.fl. í höndum og börðu á lögregluþjónun- um.“ Segir í lögregluskýrslu: „Lenti þama í allmiklum ryskingum og slagsmálum svo nokkrir menn voru slegnir í rot. I þessu uppþoti misstu lögregluþjónarnir drenginn, sem var þá fluttur inn í húsið aftur.“ Lögreglan reyndi inngöngu á nýjan leik en án árangurs og varð loks frá að hverfa, tómhent. Fjölmennur flokkur Ólafsmanna hélt vörð um húsið næstu sólar- hringa og Ólafur skrifaði harðorðar greinar í Alþýðublaðið og kvaðst mundu beita öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir brottflutning drengsins. Mikil spenna ríkti í bæn- um og fór dagvaxandi. I blaðinu Verkamaðurinn á Akureyri 26. nóv- ember var fjallað um drengsmálið út frá sjónarmiðum stjómar Al- þýðuflokksins og þar sagði: „Strax eftir föstudagsslaginn tók stjóm Alþýðuflokksins að skipta sér af málinu og fékk stjómarráðið til að ganga inn á að sjá drengnum fyrir sjúkrahúsvist erlendis og mynd“. Þann 22. nóvember lét ríkisstjórnin kveðja út sérstakt lög- reglulið bæjarbúa og byssur danska herskipsins Islands Falk sem lá á höfninni voru mannaðar. I dagbók Valtýs Stefánssonar þennan dag segir svo: „Reykjavík er í hernaðarástandi, lögregla er í öllum götum og menn mega ekki hópa sig saman, bannað- ir allir mannfundir og nú á að ráðast að Ólafí kl. 12. í gærkövld kom lögreglan til Hákensens í Iðnó kl. 11.30 og sagðist taka húsið fyr- ir lögreglustöð. Þeir hafa haft 400 manns í nótt og verði við allar opin- berar byggingar. Foringinn er Jóhann skipstjóri á Þór. Þeir hafa lífsuppeldi í tvö ár. Ólafur tók eng- um sáttaboðum og kvað enga ástæðu komna fram, sem réttlætt gæti þá ráðstöfun að visa drengnum úr landi og þaðan af síður gæti réttlætt framkomu lækna og stjóm- ar í þessu landi. Færði hann rök fyrir þessu í Alþýðublaðinu hvem daginn eftir annan og skýrði gang málsins frá upphafí. . . . Á þriðjudagskvöldið hélt stjóm Alþýðuflokksins fund með sér, sem stóð yfir í 8 tíma. Var þar að lokum samþykkt að gera þetta mál ekki að flokksmáli og einnig, að stjóm flokksins tæki við ritstjóm Alþýðublaðsins (þ.e. úr höndum Ólafs). Sá fundurinn ekki annan veg til að afstýra borgarastyijöld fyrst ekki var komið sættum á með Ól- afi og stjórn ríkisins.“ Málið var semsé í algerum hnút og ófriður í lofti. Samkvæmt minniskompum Val- týs Stefánssonar komst sá orðróm- ur á kreik í bænum kvöldið 22. nóvember að Ólafur og menn hans hygðust „taka Stjórnarráðið á sitt vald og draga rauða fánann að húni“. Og Vilhjálmur Finsen símaði til Tidens Tegn í Osló að „uppreisn bolsévika“ hefði verið gerð í Reykjavík að „ekta rússneskri fyrir- Suðurgata 14. Hús Margrétar Árnason, systur Ólafs Friðrikssonar. Lögregla og liðssveit Jóhanns skip- herra umkringja heimili Ólafs 23. nóvember 1921. Landakot i baksýn. (Ur bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.