Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 75 BERTB. PAMKER VALEDICTION Classy, tough nnd Ihr i Iting - tlie inief n.it ionat bestseller Óhugnaður á spítalanum Bækur Af Spenser spæjara Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Stöku sinnum getur verið bráð- hressandi að sökkva sér niður í hæfilega sakamálasagnabunka og lesa nokkrar bækur sama höfund- ar, ég tala nú ekki um ef sama söguhetjan er í bókunum svo að nokkur kynni takast. ¦ Robert Parker er afkastamikill sakamálasagnahöfundur í Banda- ríkjunum, liðlega fimmtugur og er doktor í heimspeki frá háskólanum við Boston. Hann er prófessor við Norðausturháskólann í Massas- chussetts og kennir bókmenntir. Hann hefur ritað ýmsar bækur sem tengjast fræðigrein hans en þar fyrir utan fæst hann svo við að skrifa bækur um einkaspæjarann Spenser — skrifað með s-i — og hafa þær orðið vinsælar. Fyrir eina þeirra, Promised Land, fékk hann Edgar Allan Poe-verðlaunin í Bandaríkjunum fyrir tíu árum. Ég hef lesið mér til óblandinnar kæti þrjár af Spenser-bókum Park- ers. Þær heita Early Autumn, Valedictíon og Savage Place, all- ar gefnar út af forlagi Penguins í Bretlandi. Sú síðastnefnda, Savage Place, gerist í grennd við Hollywood. Candy Sloan, ljómandi sæt og bráð- greind sjónvarpskona, er að komast á snoðir um svínarí og mútur innan kvikmyndabransans. Hún hefur grun um að ýmsir velmetnir borgar- ar og háttskrifaðir séu viðriðnir þetta og kemur í ljós að líklega hefur hún á réttu að standa. Hún lendir í ýmsum hættum og sér að við svo búið má ekki standa; hún verður að fá sér lífvörð og hjálpar- mann. Þá kemur Spenser spæjari frá Boston til sögunnar. Söguþráðurinn er hraður og skemmtilegur og þokkaleg stígandi í frásögninni, samtölin eru snöfur- lega gerð. Að vísu tekst Spenser ekki fullkomlega að vernda Candy fyrir óþokkunum, satt að segja er hún bara drepin áður en yfir lýkur. En það er bót í máli að Spenser tekst að hefna hennar með áhrifa- ríkum hætti. í Early Autumn birtist glæsikona á skrifstofunni hjá Spenser og biður hann ásjár. Hún og eiginmaður hennar eru nýlega skilin og fimmt- án ára gamall sonur þeirra á að búa hjá móður sinni. Aftur á móti hefur nú faðirinn tekið soninn nán- ast traustataki og vill líklega ekki leyfa honum að koma heim til móð- ur sinnar aftur. Spenser fer á stúfana og hefur upp á því hvar faðirinn býr. Hann lætur sig ekki muna um að fara þar inn í húsa- kynnin, hefur upp á drengnum og fær hann til að koma á brott með sér, líkklega til að fara með hann heim til móðurinnar. Þetta er allt slétt og fellt og eiginlega ætti sög- unni hér með að vera lokið. En Spenser spæjari sér að það eru maðkar í mysunni og málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir. Horgunblaðið/Þorkell Ásmundur Jónsson og Bubbi hampa hér gullplötuni sínum og blómum. Bubbi fær gullplötu Síðasta bókin " sem ég las, Valediction, segir svo frá rannsókn Spensers á mannráni dansstúlku nokkurrar. Við sögu koma trúarof- stækismenn og menn sem maður hefði talið til máttarstólpanna, en reynast æði skuggalegir. Allar sögurnar bera ámóta ein- kenni og ég veik að í upphafi. Samtölin voru mér alveg sérlega að skapi. Þótt Parker sé á stundum með fullmiklar málalengingar og ekki virðist alltaf liggja fyrir hvað séu aðalatriði og hvað aukatriði eru þetta allt skemmtilegar bækur. Myndin sem við fáum af Spenser er ágætlega gerð: Kaldhæðinn er hann, orðheppinn og einatt stóryrt- ur og stundum hranalegur. En fyrir innan töff umbúðir slær göfugt hjarta. Fyrir utan að Spenser er glúrinn og þótt hann geri mistök og takist ekki alltaf það sem hann ætlar sér; þá er hann bara mann- eskjulegri fyrir bragðið. BUBBI Morthens f ékk á f immtu- dag afhenta gullplötu fyrir sölu á nýjustu plötu hans, „Frelsi tíl 8ölu". Það var hljómplötuút- gáfan Gramm, sem veittí honum þessa viðurkenningu, en athöfnin fór fram að á blaðamannafundi, sem útvarpað var beint á Rás 2. Ásmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Grammsins, sagði að í síðustu viku hcfði „Frelsi til sölu" Jóhanna Kristjónsdóttir Mary Higgins Clark:Viðsjál er vagga lífsins Þýðing:Gissur Ó. Erlingsson Útg. Skjaldborg 1986 MARY Higgins Clark er mörgum lesendum hér kunn og að minnsta kosti ein bóka hennar önnur hefur komið út á íslenzku. Hér er Katie de Maio aðalpersónan, hún er ung og aðlaðandi, lögfræðingur að menntun og starfar við það. Hún þarf að dvelja nætursakir á sjúkra- húsi vegna umferðaróhapps, sem hún lendir í. Þá verður hún vitni að dularfullu atviki fyrir utan spítal- ann. Gæti átt sér stað, að morð hefði verið framið? Hún áttar sig ekki á þessu í fyrstu, enda er mar- tröðin rétt að hefjast. Á sjúkrahús- inu - sem nýtur mikils álits-virðist sem skuggalegar tilraunir séu gerð- ar. Þegar kona leitar eftir fóstur- eyðingu er fóstrið að vísu numið brott. En gæti verið, að það væri síðan sett í aðra konu? Og hvað á þetta raunar allt að þýða. Þessum aðgerðum hlýtur að fylgja áhætta og einhverjar grunsemdir eru að vakna, þar eð undarlega margar konur hafa látizt þarna á sjúkrahús- inu á skömmum tíma. Enginn veit að ráði um þetta nema læknirinn sem framkvæmir aðgerðirnar. Og hver er hann og hvað vakir fyrir honum. Margt verður til að ýta undir grun Katie og lögreglulæknisins Richards, en það er engu líkara en þau reki sig alls staðar á vegg og málinu miðar ekkert. Fleiri morð eru framin og augljóst, að þau tengjast því sem Katie sá út um gluggann þarna um nóttina. Lækii- irinn gjörvulegi dr. Highly, sem er elskaður og dáður af sjúklingum Mary Higgins Clark sínum, kemur við sögu en það er ótrúlegt, að hann sé eitthvað við þetta riðinn. Og þó. Hann hefur altjend ekki alveg hreint mjöl í pokahorninu. Mary Higgins Clark er meistari í að halda athygli lesenda sinna. Það gerir hún hér sem fyrr. Og af svokölluðum afþreyingahöfundum er hún meðal þeirra beztu, sem ég les. Undir lok þessarar bókar var mér þó farið að blöskra, hversu seinlega gekk að upplýsa málið og bjarga Katie frá yfírvofandi bana. s Svo leystist allt að lokum. Og þá verður maður dálítið óhress yfir því að hafa flýtt sér þessi ósköp að lesa söguna. Að minnsta kosti þangað til maður krækir í aðra Higgins bók. Þýðingin mætti vera vandaðri. Það er mikill misskilning- ur, að menn geti leyft sér að kasta til höndunum að þýða afþreyinga eða reyfarabækur. Fyrir utan að Mary Higgins Clark á skilið, að sögur hennar séu betur meðhöndl- aðar. selst í fimm þúsund eintökum, en ljóst væri að salan næmi nú a.m.k. sjö þúsundum eintaka. Gullplata er veitt flytjendum, þegar fimmþús- und plötur hafa selst. Ásbjörn Kristinsson, sem alþjóð þekkir sem Bubba Morthens, sagði að hann væri mjög ánægður með þessar viðtökur og kvaðst vona að þetta væri vísbending um það sem koma skyldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.