Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 ÞINGBRBF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Tillaga á kosningaþingi: „Kjördæmaslag- ur um varaflugvöll“ Akureyri? - Egilsstaðir? - Húsavík? „Allar áætlunarflugvelar til Keflavíkurflugvallar verða að hafa annann flugvöll nothæfan innan seilingar, þegar þær koma til Keflavíkur. Skiptir þá engu máli, hvort að þar sé logn og heiðskírt og því spáð næstu daga eða ekki. Vélin þarf alltaf að hafa eldsneyti, ekki aðeins til ákvörðunarstaðar, heldur einnig til síns varavallar". Það er Rúnar Guðbjartsson, flugstjóri, sem þanning komst að orði í blaðagrein um nauðsyn varaflugvallar fyrir alþjóðaflug- völlinn við Keflavík, er þjónaði millilandaflugi á Norður-Atlants- hafi. Hann segir jafnframt að því meir sem flugvélar verði að bera af eldsneyti vegna hugsanlegs flugs til varaflugvallar, t.d. í Prestwick í Skotlandi, þeim mun minna sé um „arðbæra hleðslu“, vegna takmarkaðs burðarþols vélarinnar. Þessi reyndi flugstjóri telur það ekki aðeins mikilvægt örygg- isatriði að hafa alþjóðlegan varaflugvöll hér á landi, heldur spari slíkur völlur, væri hann til- tækur, íslenzku millilandaflugi fjallháar fjárhæðir, sem skipti hundruðum og jafnvel þúsundum milljóna króna. Fjórir staðir ræddir Það eru fyrst og fremst fjórir flugvellir sem komið hafa til tals þegar fjallað er um alþjóðlegan varaflugvöll hér á landi: Sauðár- króksflugvöllur, Akureyrarflugvöll- ur, Egilsstaðaflugvöllur og Aðaldalsflugvöllur við Husavík. Nefnd, sem fór ofan í sauma á máli þessu, komst að þeirri niður- stöðu, að Sauðárkrókur væri álit- legasti staðurinn af þessum §órum. Fyrir skemmstu báru allir þing- menn Norðurlandskjördæmis eystra fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi, þessefnis, að ríkisstjórnin láti fara fram, svo fljótt sem kostur er, rækilega úttekt á möguleikum þess að Akureyrarflugvöllur þjóni sem varaflugvöllur fyrir millilanda- flug. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.) sagði m.a. í framsögu: Eyþjóð á faraldsfæti Utanferðir Islendingar eru langleið- ina í eitt hundrað þúsund á ári. Hingaðkomur erlendra ferðamanna verða dijúgum fleiri í ár: áætlaðar um eitt hundrað og tíu þúsund. Ótalinn er allur sá grúi fólks sem Sauðárkrókur? flýgur um íslenzkt flugstjórnar- svæði á ferðum milli hins gamla og nýja heims, Evrópu og Ameríku: millilendir á Keflavíkurflugvelli eða stikar yfir Atlantsála í einu flug- skrefi. Varaflugvöllur á Islandi fyrir millilandaflug varðar allt þetta fólk. - Myndin sýnir einn af íslenzku flugfákunum á Orlyflugvelli við París. „Hér er, herra forseti, sem sagt lagt til að kanna þann kost, sem ég held að allir hljóti að geta orðið sammála um að væri nærtækastur og langhagkvæmastur fyrir okkur Islendinga, ef hann reynist sæmi- lega vel fær, og það teljum við flutningsmenn, sem eru auk mín allir þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra, sem sæti áttu á Alþingi í upphafi þessarar viku, sjö að tölu...“. Sauðárkrókur - Egils- staðir Pálmi Jónsson (S.-Nv.) hélt hins- vegar fram Sauðárkróksflugvelli, sem beztum kosti til alþjóðlegs varaflugvallar. Hann sagði m.a. orðrétt: „Þær nefndir, sem um þetta mál hafa fjallað, hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sauðárkrókur væri álitlegasti staðurinn fyrir varaflug- völl af þessum fjórum og þar með álitlegasti staðurinn á íslandi - og flugráð hefur eindregið lagt til að slík ákvörðun verði endanlega tek- in. Hæstvirtur samgönguráðherra hefur lýst í raun samþykki sínu við þessa stefnu, en hann hefur ekki endanlega staðfest þær tillögur sem fyrir liggja um þetta efni, vegna þess að enn skortir nokkuð á að tiltekin formsatriði séu Ieyst varð- andi lengingu flugbrautar á Sauðárkróki og aðrar þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru fyrir vara- flugvöll..." Jón Kristjánsson (F.-Al.) taldi óhjákvæmilegt að uppbygging Eg- ilsstaðaflugvallar verði næsta stórverkefnið í gerð flugmannvirkja hér á landi. Hann sagði flugvöllinn samgöngumiðstöð Austurlands. Um hann hafi farið 65.000 far- þegar á liðnu ári. Orðrétt sagði Jón: „Ég minni á að Egilsstaðaflug- völlur er völlur þaðan sem stundað er millilandaflug til Evrópu, héðan frá Reykjavík í gegnum Egilsstaði til Færeyja, þannig að frá þeim velli væri hægt að stunda flug til Evrópu í vaxandi mæli, ef hann væri vel upp byggður. Það væri hægt að stunda það flug frá Aust- urlandi...að sjálfsögu kemur Egils- staðaflugvöllur fyllilga til greina sem slíkur ef út í það er farið. Hann kemur næstur Sauðárkróki hvað veðurfar snertir“. UMSÓKNIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 94 tveggja til fjögurra herbergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 100 eldri íbúðir sem koma til endursölu síðari hluta árs 1987 og fyrri hluta árs 1988. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu VB Suðurlandsbraut 30, frá mánudeginum 15. desember 1986, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga—föstudaga kl. 9—12 og 13—16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 16. janúar 1987. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. ÍSLENSKA OPERAN Jólagjafakort okkarfást áeftirtöldum stöðum: Islenskuóperunni, bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, ístóni, Freyjugötu8, Fálkanum, Suðurlandsbraut8. Bókabúð Sígfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Jólagjafakort okkarfást áeftirtöldum stöðum: íslenskuóperunni, bókabúðLárusar Blöndal, Skólavörðustig2, ístóni, Freyjugötu8, Fálkanum, Suðurlandsbraut8. Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.