Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 59 Morgunblaðið/HSH Verið er að byggja þriðja áfanga við nýtt hótel á Kirkjubæjarklaustri. Hótelið er byggt í einingum. Kirkjubæjarklaustur: Aukið hótelrými með viðbyggingu við Hótel Bæ Kirkjubæjarklaustri. NÚ STENDUR yfir viðbygging við Hótel Bæ á Kirkjubæjar- klaustri. Þar er um að ræða þriðja áfanga við nýtt hótel sem byggt er í einingum. Fyrir voru tvö hús með samtals 22 herbergj- um en það sem nú er í byggingu verður með 14 2ja manna her- bergjum, og verður tekið í notkun 1. júlí. Síðan er fyrirhugað að tengja húsin þijú saman með byggingu á tveim hæðum, þar sem verður mat- salur, eldhús setustofá og væntan- lega ráðstefnusalur á efri hæð. Sú bygging mun leysa af hólmi gamla hótelið á Klaustri sem er í eigu sömu aðila. Það er Ferðaskrifstofa ríkisins sem hefur hótelreksturinn með höndum allt árið. Yfir sumarímann er grunnskólinn á Klaustri líka tek- inn undir reksturinn og verður hótelið með u.þ.b. 70 tveggja manna herbergi í leigu. Að sögn Margrétar Isleifsdóttur hótelstjóra er að venju, nú þegar mjög mikið bókað mánuðina júlí og ágúst. HSH 39 leiðsögumenn útskrifaðir LEIÐSÖGUSKÓLA Ferðamála- ráðs var slitið 22. maí sl. og voru þá 39 nýir leiðsögumenn útskrif- aðir. Birgir Þorgilsson, ferða- málastjóri, afhenti þeim prófskírteini og óskaði þeim vel- farnaðar í starfi. Forstöðumaður Leiðsöguskólans, Birna G. Bjarn- leifsdóttir, þakkaði Ieiðsögunem- unum gott samstarf á námstímanum. Leiðsöguskólinn var að þessu sinni til húsa í Menntaskólanum í Kópavogi, en þar er þegar hafin kennsla á ferðamálabraut auk þess sem skólinn efndi til námskeiða fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu í vor. Sl. sumar komu fleiri erlendir ferðamenn til íslands en nokkru sinni áður og varð skortur á þjálfuð- um leiðsögumönnum til að kynna erlendum gestum okkar Island. Nú þegar 39 nýir leiðsögumenn bætast í hóp þeirra sem fyrir eru í starfi er þess vænst að ekki verði skortur á leiðsögumönnum á þessu sumri, þótt búist sé við enn auknum fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Hópferðabíllinn er vinnustaður leiðsögumanna. Hér eru nokkrir af leiðsögunemunum að leggja upp í prófferð i mai sl. EFÞÚ VIIIVERA VISS... Þú hefur tvær megin ástæöur til þess að koma við í Lands- bankanum áður en þú ferð til útlanda. Sú fyrri er Gjaldeyrísþjónusta Landsbankans Á yfir 40 stöðum á landinu afgreiðum við gjaldmiðla allra helstu viðskiptalanda okkar í seðlum, ferðatékkum og ávís- unum. Auk algengustu teg- unda, s.s. dollara, punda og marka, selur Landsbankinn t.d. hollenskarflórínur, portú- galska escudos, ítalskar lírur og svissneska franka í ferða- tékkum. Með því að kaupa gjaldeyri þess lands sem ferðast á til, sparast óþarfa kostnaður og fyrirhöfn. Síðari ástæðan fyrirheimsókn íLandsbankann er SJÓVÁ jHl íslands tryggt ER vel TRYGGT Banki allra landsmanna Ferðatrygging Sjóvá: Mörg óhöpp geta hent á ferðalögum, ferðatrygging Sjóvá ersvarið. Hún innifelur: - Ferðaslysatryggingu, - Ferðasjúkratryggingu, - Ferðarofstryggingu, - Farangurstryggingu, - SOS-neyðarþjónustu. Ferðatrygging Sjóvá er því einföld og örugg. Gjaldeyrir úr Landsbankanum - ferðatrygging frá Sjóvá, - eftir það getur þú verið viss. o&q :un .1Uct liV^I iíiiiii Dii iiiiiiii iiVáV .mubiiöd l£Jíi ma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.