Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 135. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Noregur: Gro biður Reagan afsökunar Osló, Rcuter. GRO HARLEM Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, hefur sent Bandarílqaforseta bréf þar sem hún harmar ólöglega sölu norskrar vopnaverksmiðju á tölvubúnaði til Sovétríkjanna og viðurkennir að sljórnvöld hafi ekki brugðist rétt við. í bréfinu segir einnig að norska stjómin muni grípa til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, en norska lögreglan rannsakar nú hvort um fleiri tilvik ólöglegs útflutnings hafi verið að ræða hjá vopnaverksmiðj- unni, Kongsberg Vaapenfabrikk, sem er í eigu ríkisins. Furstadæmið Sharjah: til valdaráns Fjölskyldu- deilur leiða Bahrain, Reuter. BRÆÐRADEILUR í furstadæm- inu Sharjah á Arabíuskaga tóku óvænta stefnu f fyrradag, þegar Sheikh Abdel-Aziz lýsti þvf yfir að hann héldi nú um valdataum- ana. Yngri bróðir hans, soldáninn Mohammed al-Quassimi, var ásamt fjölskyldu sinni á Englandi þegar Abdel-Aziz sætti lagi og tók völdin. Æðsta ráð Sameinuðu furstadæmanna hefur málið nú til umfjöllunar, en Abdel-Aziz hefur sagst munu hlfta úrskurði þess þó svo að það hafi ekki eiginlega lög- sögu f málinu. Abdel Aziz, sem er 48 ára gam- all, heldur því fram að efnahags- stefna bróður hans sé á góðri leið með að gera út um efnahag lands- ins, en telur auk þess að soldáninn sé of mikill sveimhugi til þess að geta stjómað landinu. í furstadæm- inu búa um 220.000 manns, en það er skuldum vafið og telja fjármála- sérfræðingar að þær nemi um einum milljarði Bandaríkjadala. Ver fursta- dæmið nú um helmingi tekna sinna til vaxtagreiðslna af téðum lánum. íslendingar héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlega í fyrra- dag, 17. júní. Meirihluti landsmanna naut einstakrar veðurblíðu og varð hún eflaust til þess að mun fleiri tóku þátt í hátíðahöldunum en ella. Þau fóru mjög vel fram um allt land. Mynd þessi var tekin í Hallargarðin- Þjóðhátíðardagur Morgunblaðið/Einar Falur um við Fríkirkjuveg og sýnir hluta þess gífurlega mannfjölda, sem safnaðist niður í miðbæ í góða veðrinu til þess að halda upp á 43 ára afmæli lýðveldisins. Sjá ennfremur ávarp forsætisráðherra og fréttir af hátiðahöldunum á miðopnu. Götuóeirðir brjótast út víðs vegar í Suður-Kóreu Seoul, Reuter. GÍFURLEGUR mannfjöldi barð- ist í gær við óeirðalögreglu víðs vegar um Suður-Kóreu. Mótmæli stúdenta gegn stjórn Chuns Doo Sviss: Mestu rigningar í manna minnum ZUrich, frá Önnu BjamadAttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ELSTU menn muna varla aðrar eins rigningar og íbúar megin- lands Evrópu þola nú. í Sviss er kalsaveður, en nú þegar hefur mælst meiri úrkoma en allajafna í mánuðinum öllum. Eru ár og vötn orðin barmafull og flóða- hætta mikil. Ástandið er sérlega slæmt í mið- hluta Sviss og hefiir lögreglan í Luzem gert miklar varúðarráðstaf- anir skyldi Vierwaldstattersee flæða yfir bakka sína. Frekari rign- ingar geta valdið miklu tjóni og eins er voðinn vís ef hitastig hækk- ar og leysingar aukast. Rigningarnar hafa haft neikvæð áhrif jafnt á bændur sem borgarbúa og eru jafnvel regnhlífasalar óá- nægðir, þvi regnhlífar seljast best þegar úrkoman kemur fólki á óvart, en þessa dagana fer enginn regn- hlífarlaus út úr húsi. Veðurspáin lofar góðu fyrir suð- Reuter Þessi mynd var tekin í jámbrauta- safninu í Luzem og segir sina sögu. urhluta Evrópu um helgina. Sama skúraveðrið með einstaka hagléli á hins vegar að halda áfram fyrir norðan Alpafjöll og rofar varla til fyrr en í byijun næstu viku. Hwan, sem nýtur stuðnings hers- ins, hafa nú breyst í götubardaga og er talið að tugir þúsunda hafi látið til sín taka, og voru þar bæði námsmenn og almennir borgarar á ferð. Hingað til hafa nær eingöngu róttækir stúdentar haft sig i frammi, en nú virðist fleirum blöskra harkaleg hand- tök Chuns við stjórnartaumana. Miklar óeirðir blossuðu upp í Seoul, höfuðborg landsins, Inchon, Pusan, Kvangju, Taegu og Taijon. í Pusan mótmæltu áttatíu þúsund manns á götum úti þegar hæst lét, að því er haft var eftir lögreglu. Erfitt hefur reynst að fá áreiðan- legar fregnir af átökunum, en vitað er töluverður mannfjöldi liggur slas- aður eftir átökin. Enn sem komið er hafa þó engar fréttir borist af mannnskaða. Að sögn sjónarvotta í Seoul hafa ofbeldisverk orðið æ algengari og má nefna að nokkur hundruð náms- menn réðust á fjörutíu óeirðarlög- regluþjóna, rifu af þeim gasgrímur og vopn og börðu til óbóta. Hermt var að stjómleysi og ring- ulreið hefði gripið um sig í nokkrum borgum öðrum en Seoul. Mótmæl- endur í borginni Taegu í suðuaust- urhluta landsins helltu olíu á veg með þeim afleiðingum að slökkvi- liðsbifreið fór útaf. Greip fólkið þá til sinna ráða og sprautaði úr dælu hennar á lögreglu. Eldur var lagður að sex lögreglustöðvum að minnsta kosti og árásir á lögregluþjóna tíðar. Víðtækar óeirðir hafa nú verið i Suður-Kóreu um tíu daga skeið. Upphaf óánægjuöldunnar má rekja til 13. apríl, en þá tilkynnti Chun ákvörðun sína um að fresta viðræð- um við stjórnarandstöðuna um endurbætur í lýðræðisátt þar til Ólympíuleikunum á næsta ári væri lokið. Óeirðimar hófust hins vegar á miðvikudag í síðustu viku þegar hann tilkynnti að hann hygðist gera Roh Tae-Woo, fyrrverandi hers- höfðingja, að eftirmanni sínum, en Chun lætur af völdum í febrúar næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.