Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 31
VBfif IVitn. .ðt HtTOAQtlTBÖM .(nOA,lfJHUDflOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 31 Aukavinna í Norður-Finnlandi: Sveitanienn gegna her- þjónustu í hjáverkum Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. OLE Norrback, landavarnaráð- herra Finnlands, og leiðtogar stéttarsambands bænda eru sam- mála finnskum hernaðaryfir- völdum um að auka megi varnargetu Finnlands með því að ráða karlmenn í dreifbýlinu, einkum í norðurhéruðum, sem hermenn í hjáverkum. Norrback varnarmálaráðherra segir í finnska dagblaðinu Uusi Suomi á mánudaginn að varnar- málaráðuneytið sé að undirbúa tilraun sem á að hefjast á næsta ári. Ætlunin er að bjóða bændum í Norður-Finnlandi, og hugsanlega einnig sjómönnum í skeijagarðin- um, aukavinnu nokkra daga á viku í hernum. Hugmyndin er að slá tvær flugur í einu höggi, auka varn- argetu landsins og styrkja efnahag dreifbýlisbænda. Bændur eiga erfitt með að afla sér aukatekna, en í norðurhéruðum landsins eru náttúruskilyrði fyrir landbúnað yfirleitt slæm. Lögð er þó áhersla á að afskekktari sveitir haldist í byggð ekki síst í landa- mærahéruðum. Formaður stéttarsambands bænda, Heikki Haavisto, sagði á sunnudaginn á bændaþingi að til- raun þessi með herþjónustu væri kærkomin og sýndi að ríkisvaldið hefði áhuga á að bæta lífskjör fólks í dreifbýlinu. Almenn herskylda er í Finnlandi. Af því að Finnland er hlutlaust ríki hafa Finnar orðið að treysta á eigin hermátt. Árgangar yngri manna fara minnkandi og hefur því verið íhugað að gera einnig konur her- skyldar. Mikið hefur verið rætt undanfar- in ár um lélegar varnir Finna á þeim svæðum þar sem hernaðar- bandalögin horfast í augu, þ.e. á því svæði Finnlands sem liggur milli Kolaskaga og Norður-Noregs. Mönnum er ennþá ofarlega í huga það atvik fyrir nokkrum árum er sovézkt æfingaeldskeyti villtist inn í finnska lofthelgi. Finnska strand- gæslan varð þess ekki vör og orrustuflugvélar flughersins kom- ust ekki í loftið fyrr en það hafði brotlent. Hefur stjórnin af þeim sökum haft á stefnuskrá sinni að efla varnargetu á norðurslóðum. Af því að herinn getur ekki bætt við mönnum ótakmarkað, hefur ein leiðin verið að færa hersveitir norð- ur á bóginn. En nú stendur semsé einnig til að fá Lappa til að gæta heimahéraða sinna í aukavinnu. Danmörk: Tom Hoyem lætur af embætti Græn- landsmálaráðherra - verður rektor Evrópuháskólans Kaupmannahöfn, frá Niels Jörgfen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. TOM H0YEM, Grænlandsmála- ráðherra dönsku ríkisstjórnar- innar, mun brátt láta af störfum til þess að taka við embætti sem rektor Evrópuháskólans á Eng- ■ ■■ 1 ERLENT landi, en hann er rekinn af Evrópubandalaginu. Tom Hoyem er í Miðflokknum og hefur farið með málefni Græn- lands frá kosningunum 1982. Hann var áður menntaskólarektor, en hefur ennfremur sinnt blaða- mennsku og var meðal annars fréttaritari Berlinske Tidende í Svíþjóð um nokkurt skeið. Auk þess hefur hann ritað fjölda greina í dönsk og erlend blöð og eftir hann liggur fjöldi bóka um ýmis málefni. Annars er það um Grænlands- ráðuneytið að segja, að gert er ráð fyrir að það verði lagt niður innan tíðar. Almennt er talið að það verði lagt niður um leið og grænlenska heimastjórnin fær heilbrigðismálin í sínar hendur hinn 1. janúar næst- komandi. Þeir fáu málaflokkar, sem enn verða í dönskum höndum þá, munu væntanlega verða umfjöllun- arefni einstakra deilda hinna ýmsu ráðuneyta og verður Grænland þá komið á sams konar bás og Færeyj- ar í dönsku stjómkerfi. Tom Hoyem. Aldursforseti erlendra fréttaritara Líkast til hefur enginn erlendur fréttaritari starfað jafn lengi og Alista- ir Cooke, sem hefur unnið fyrir breska útvarpið BBC í rúmlega 41 ár. Um þessa helgi verður pistill Cookes, sem nefnist „Bréf frá Banda- ríkjunum“, sendur út í 2000. skipti. Cooke kvaðst ekki ætla að nota þetta tækifæri til að koma einhveijum boðskap á framfæri: „Það er hlutverk trúboðanna,“ sagði hann. Þáttur Cookes fjallar að þessu sinni um auglýsingamenningu í Bandaríkjunum og heilsuæði Bandaríkja- manna. Chernobyl: 27 þorp of meng- uð til íbúðar í bráð Chernobyl, Kiev, Reuter. Hreinsunarstarfi hefur verið hætt i 27 þorpum í nágrenni kjarnorkuversins í Chernobyl. Þorpin urðu illa úti i kjarnorku- slysinu í Apríl á síðasta ári. Geislunarstyrkurinn þar er svo mikill að ekki hafa verið gerðar áætlanir um að flytja íbúana heim aftur. Embættismenn í Kiev og Chemo- byl segja að hreinsunarstarf gangi vel og áætlað sé að flytja meiri- hluta fyrrum íbúa hættusvæðisins umhverfís kjarnorkuverið heim aft- ur. Hins vegar séu nokkrir landskik- ar svo geislavirkir að þeir muni ekki komast í byggð aftur í bráð. 7.000 sjálfboðaliðar vinna nú að hreinsunarstarfi á svæðinu. Menn vinna aðeins hálfan mánuð í senn í tvo til þtjá mánuði þar til viss mörk geislavirkni mælast í líkama þeirra. í byijun næsta mánaðar munu hefjast í Chemobyl réttarhöld yfir fyrrum starfsmönnum kjamorku- versins, en þeir em sakaðir um að hafa valdið slysinu með óleyfilegri tilraunastarfsemi. Réttarhöldin munu standa í um það bil þtjár vik- ur og að sögn embættismanna munu 50 manns bera vitni. 67 af starfsmönnum versins voru reknir eftir slysið og 27 þeirra hafa verið reknir úr kommúnistaflokknum. f MEÐ RÉHUM ÚTBÚNAÐI ÞARF EKKI STÓR ORÐ UM ÁRANCURINN. PÚ GETUR LÁTIÐ VERKIN TALA JAMES-SCOTT vööluskórpgvöölusokkar Neoprene vöðlur fluguhjól Beridey Trilene niðsterkar línur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.