Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 34
fftei IvtfH. .0) HUbAfiOTfsÓM .öjriAJfívtíJbflOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987
34
Stúdentar settu
svip á hátíðarhöldin
17. júni hátíðarhöld fóru fram
með hefðbundnum hætti á Akur-
eyri og settu þeir 113 stúdentar,
sem brautskráðir voru þennan
dag, mikinn svip á bæinn eins
og mörg undanfarin ár.
Skrúðganga fór frá Ráðhústorgi
að íþróttavellinum og þar hófst
hátíðardagskrá kl. 14.30. Þá hófst
skemmtidagskrá kl. 17.00 á vellin-
um og kl. 21.00 um kvöldið komu
félagar úr Leikklúbbnum Sögu og
sýndu nokkur atriði. Útidansleikur
var síðan haldinn á Ráðhústorgi þar
sem Stuðmenn og Sniglabandið
héldu uppi ijörinu fram á nótt.
Nokkrir nýstúdentamir i stúku íþróttavallarins á 17. júni.
Menntaskólinn á Akureyri brautskráði 113 stúdenta;
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Tel æskilegt að skól-
arnir fái aukið frelsi
— sagði Jóhann Sigurjónsson skólameistari meðal annars við skólaslitin
Skemmtiatriðin nutu hylli yngstu kynslóðarinnar.
BRAUTSKRÁÐIR voru 113 stúd-
entar frá Menntaskólanum á
Akureyri sl. sunnudag, 14. júní,
þar af 11 úr öldungadeild. Braut-
skráning fór að þessu sinni fram
í iþróttahöllinni, en sl. 22 ár hefur
skólanum verið slitið í Akureyrar-
kirkju. Þar komust færri að en
vildu. Menntaskólinn á Akureyri
hefur nú starfað i 107 vetur, þar
af 57 vetur sem menntaskóli. Dúx
að þessu sinni varð Sólveig Ása
Árnadóttir með 9,10 í meðalein-
kunn.
Stöðug endurnýjun
Jóhann Siguijónsson, skólameist-
ari, sagði meðal annars í ræðu sinni:
„Góður skóli á ekki aðeins að kenna
nemendum sínum að fylgja grund-
vallarreglum í mannlegum samskipt-
um heldur á skólinn einnig að gera
nemendur sína að góðu fólki. í MA
hefur alla tíð verið kappkostað að
veita nemendum góða undirstöðu-
menntun í greinum sem gagnast þeim
best til framhaldsnáms og til þátttöku
í daglegu starfí í þjóðfélaginu. Þar
sem þjóðfélagið er sífellt að breytast
verður skólinn að taka tillit til þeirra
breytinga. Skólinn verður því að vera
í stöðugri endumýjun og hafa frelsi
til að fara þær leiðir sem að dómi
bestu manna gerir skólanum kleift
að ná þeim markmiðum sem hann
stefnir að.
Aukið frelsi
Við þetta vaknar sú spuming hver
eigi að móta stefnu í skólamálum. Á
stefnumótunin að vera miðstýrð og
koma ofan frá eða eiga skólarnir
sjálfir að móta sína stefnu hver fyrir
sig? Eiga allir skólar að steypast í
sama mót, starfa eftir sömu náms-
skrá, taka samræmd próf, hafa sama
skólaár og láta þannig samfélagið og
almenningsálitið móta skólana? Eða
er sundurleitni og margbreytni til
góðs? Eiga skólamir að fá frelsi til
að fara sínar eigin leiðir, vera sá
vaxtarbroddur sem mótar samfélagið
í stað þess að láta það móta sig? Ef
skólamir missa aldrei sjónar af þeim
markmiðum sem þeir settu sér er það
skoðun mín að ekki megi takmarka
um of frelsi þeirra til eigin stefnumót-
unar.
Enskur guðfræðingur sem uppi var
á síðustu öld sagði: „Krefstu ekki
frelsis fyrr en þú veist hvemig þú
átt að nota þér það.“ Geta skólarnir
axlað þá ábyrgð sem fylgir auknu
frelsi, vita þeir hvemig þeir eiga að
nota sér það, til að nálgast þau mark-
mið sem sett hafa verið eða eru þessi
orð min um aukið frelsi skólunum til
handa aðeins háleit orð sem heimskir
fleipra."
Akureyri skólabær
Jóhann sagði að ávallt hefði verið
leitast við að halda í þau sérein-
kenni, sem gert hefðu MÁ af því sem
hann nú væri. Reynt hefði verið að
varðveita það frelsi sem skólinn yrði
að hafa til þess að sýna þann fmm-
leika og fmmkvæði sem honum bæri.
„Það er því mikilvægt að ráðamenn
og almenningur í landinu kynnist
betur því starfí sem fram fer innan
veggja skólanna, skilji hlutverk þeirra
og leggi þeim lið. Þetta er sérstak-
lega mikilvægt hér á Akureyri, sem
er að verða skólabær okkar íslend-
inga, þegar nú er tekinn til starfa
háskóli. Fyrir rúmum 60 ámm þegar
Bjami frá Vogi barðist sem mest
gegn stofnun MA sagði hann: „Þið
megið vera viss um að nú heimta
þeir bráðum háskóla." Háskóli á
Akureyri er orðinn að vemleika.
Næstelsta menntastofnun landsins
býður hann velkominn í hópinn og
óskar honum alls góðs.“
SÓLVEIG Ása Árnadóttir dúxaði
í ár frá Menntaskólanum á Akur-
eyri með 9,10 í meðaleinkunn. Hún
er frá Öndólfsstöðum í Reykjadal,
dóttir Arna Guðmundar Jónssonar
og Þorgerðar Kristjönu Aðal-
steinsdóttur.
Þegar blaðamaður náði tali af
Sólveigu Ásu í gær var hún önnum
kafín við að taka saman pinkla sína
þar sem hún hugðist eyða sumarsæl-
unni í sveitinni heima við heyskap
og fleira tilfallandi. „Ég er síðan að
hugsa um að sækja um í Háskóla
íslands og beinist hugurinn helst að
Gísli Jónsson sæmdur
heiðursmerki MA
Síðastliðið haust hófu 530 nemend-
ur nám í dagskóla við MA og um 100
nemendur f öldungadeild. Afföll á
haustannarprófum í janúar vora þau
minnstu í mörg ár, en ellefu nemend-
ur hurfu frá námi í verkfalli kennara
í mars. Skólameistari sagði að aðsókn
að skólanum væri mikil á þessu vom
og neita þyrfti mörgum um skólavist
og heimavist næsta vetur. „Þessu
veldur að sjálfsögðu húsnæðisskortur
og þó svo að nú horfí bjartar með
viðbvggingu við heimavist og aukið
kennslurými, en gert hefur í mörg
ár, mun enn líða langur tími þar til
hið nýja húsnæði, sem er í undirbún-
ingi, verður tekið í notkun."
Gísli Jónsson, menntaskólakenn-
ari, lætur af störfum nú í vor, en
hann hóf kennslu við skólann árið
1951. Gísli var sæmdur æðsta heið-
ursmerki MA, gulluglunni, við at-
höfnina á sunnudaginn og er hann
fímmtándi einstaklingurinn sem hlýt-
ur þessa viðurkenningu en hana hlaut
fyrstur Kristján Eldjám forseti á 100
ára afmæli skólans.
Góðar gjafir
Viðstaddir skólaslitin vom 10 ára
stúdentar, 25 ára stúdentar, 40 og
50 ára stúdentar. Skólanum bámst
góðar gjafír frá þessum árgöngum.
50 ára stúdentar gáfu Brittanicu-
safnið, 40 ára stúdentar gáfu bóka-
sjúkraþjálfanámi. Einu sinni ætlaði
ég í fþróttakennaraskólann, síðan
beindist hugurinn að læknisfræði svo
ég held að sjúkraþjálfínn sé nokkurs
konar millivegur."
Sólveig Ása er næstyngst sex
systkina, fjögurra systra og tveggja
bræðra. Hún var í héraðsskólanum
að Laugum áður en hún fór í MA.
Auk MA sagðist hún hafa sótt um
í MR, en heimavist MA réð úrslitum
um val hennar á skóla og á heima-
vistinni bjó hún í þrjá vetur. Hún
sagðist yfírleitt hafa lært jaftit og
þétt heima, en þó væri hún ekki
flokkinn Landið þitt, íslenska
sjávarhætti eftir Lúðvík Kristjánsson,
Kortasögu íslands og fslandsmyndir
Mayers. 25 ára stúdentar munu
standa fyrir útgáfu á verkum Þórar-
ins Bjömssonar, skólameistara, og
mun Hjörtur Pálsson ritstýra verkinu,
sem kemur út fyrir jól. 10 ára stúd-
entar gáfu skólanum tölvubúnað.
Fyrir 60 ámm eða árið 1927 þreyttu
próf við Menntaskólann í Reykjavik
sex nemendur sem fengu allan sinn
undirbúning við Menntaskólann á
Akureyri og teljast þeir því fyrstu
stúdentamir frá MA. Einn þeirra, Jón
Guðmundsson, var viðstaddur braut-
skráningu nýstúdenta nú. Aðrir, sem
þá brautskráðust, vom þeir Bárður
Isleifsson, Brynjólfur Sveinsson, sem
kenndi við MA í 43 ár, Eyjólfur Eyj-
ólfsson frá Skálateigi í Norðfírði,
Jóhann Skaftason, sýslumaður, og
Þórarinn Bjömsson, skólameistari,
sem lést árið 1968.
Kennaraverkföll
Jóhann sagði í samtali við Morgun-
blaðið að árgangurinn, sem nú hefði
verið að ljúka prófum, hefði orðið
fyrir miklum tmflunum á námsferli
sínum. Þau hefðu orðið fyrir tveimur
kennaraverkföllum á öðm ári sínu í
skólanum, á því ári sem teldist mikil-
vægast enda væm þau þá að setjast
þannig að hún liti aldrei upp úr bók-
unum. „Ég æfí frjálsar íþróttir og
ætla að keppa á landsmóti ung-
mennafélaganna fyrir HSÞ á
Húsavík í surnar." Áuk sveitastarf-
anna heima í sumar ætlar hún að
þjálfa krakka í frjálsum íþróttum
þangað til hún heldur suður í frekara
nám. „Mér fínnst mjög gott að koma
heim í sveitasæluna annað slagið.
Þó langar mig heldur að nýta mér
það sem ég hef lært frekar en að
setjast að í sveitinni," sagði hinn
nýútskrifaði dúx að lokum.
í sérbrautimar. í upphafi innrituðust
188 nemendur í árganginn, en af
þeim hefðu aðeins 102 brautskráðst
nú. Þau misstu tíu kennsludaga úr á
haustönn á öðm ári og þrjár og hálfa
viku á vorönn sama ár. Þá lá kennsla
niðri í ellefu daga í vetur vegna kenn-
araverkfalls. „Það ríkir óneitanlega
upplausnarástand hjá nemendum
þegar svona gerist og er það þeim
gífurlegt áfall, sem þau í mörgum
tilvikum búa að í lengri tíma,“ sagði
Jóhann að lokum.
Friðarhlaupið
fyrir norðan
FRIÐARHLAUPIÐ er nú tæp-
lega hálfnað kringum landið
og er nú hlaupið á Norður-
landi. Hlaupið hófst í
Reykjavík þann 12. júní og
því lýkur á Lækjartorgi þann
28. júní. Þá hefur friðarkynd-
illinn verið borinn rúmlega
3.000 km en friðarhlaupið er
skipulagt i náinni samvinnu
við íþróttafélögin á hverjum
stað.
Hlauparamir lögðu upp frá
Kópaskeri kl. 8.30 í gærmorgun,
komu til Húsavíkur kl. 16.10
og til Akureyrar kl. 23.07 í
gærkvöldi. í morgun var síðan
haldið frá Akureyri kl. 10.15
áleiðis til Dalvíkur þar sem kom-
ið verður kl. 13.36. Þá er ferð-
inni heitið til Ólafsfjarðar og
áætlað að koma þangað kl.
15.15 og til Hofsóss er áætlaður
komutími kl. 20.57 í kvöld. í
fyrramálið, laugardagsmorgun,
verður lagt af stað frá Hofsósi
kl. 9.00. Komið verður til Sauð-
árkróks laust eftir 12.00 og í
Varmahlíð kl. 14.02. Stoppað
verður á Blönduósi kl. 17.57 og
komið verður að Reykjum í
Hrútafirði kl. 23.11 annaðkvöld.
Á sunnudagsmorgun verður lagt
upp frá Reykjum kl. 9.00 og
komið verður til Hólmavíkur kl.
20.16 á sunnudagskvöld.
Stefni á sjúkraþjálfanám
— segir Sólveig Ása Árnadóttir, dúx Menntaskólans á Akureyri