Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 17. júní - þjóðhátíÖardagur íslendinga Borgarbúar imigengiist þjóðhátíðina með sóma Guðný Ragnarsdóttir, leikkona, flutti ávarp fjallkonunnar á Austurvelli. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar leggur blómsveig að minnisvarðann um Jón Sigurðsson. — segir Júlíus Hafstein formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur „ÉG held að Reykjavíkur- borg geti verið stolt af því hversu vel tókst til við hátíð- arhöldin á 17. júní. Allt gekk með eindæmum vel fyrir sig og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur. Það er kannski dæmigert fyrir þennan dag að í miðbænum söfnuðust saman 40-60 þús- und manns en þrátt fyrir það komu engin vandamál upp. Borgarbúar umgengust þjóð- hátíðina með mikilli reisn“, sagði Júlíus Hafstein, for- maður Þjóðhátíðarnefndar í samtali við Morgunblaðið. „Það gefur auðvitað augaleið að undirbúningur fyrir svona hátíð tekur langan tíma. En við erum með starfsfólk sem er vel þjálfað í því að undirbúa stórhá- tíðir og ekki má gleyma því að við lærðum mikið á hátíðarhöld- unum í kringum 200 ára afmæli borgarinnar sem við getum nýtt okkur núna. Það auðveldar okk- ur líka mjög starfið að tækja- kostur borgarinnar er betri en hann hefur áður verið. Þar ber auðvitað hæst hin nýju hljóm- flutningstæki borgarinnar, sem ollu töluverðum deilum í borgar- stjórn á síðasta ári. Hver man ekki eftir öllu ískrinu og berg- málinu sem var fylgifiskur stórhátíða hér áður fyrr? Nú heyrist allt skýrt og vel eins og allir þeir tugþúsunda gesta er lögðu leið sína í bæinn á þjóðhá- tíðardeginum geta borið vitni um. Það kom mér þó á óvart, þeg- ar ég gekk um í miðbænum, hversu lítið maður sá í búðar- gluggum sem minnti á þjóðhátíð- ardaginn. Ég man að hér áður fyrr var algengt að verslunareig- endur skreyttu glugga sína og stilltu þar upp myndum af Jóni Sigurðssyni, forseta. Þetta sést varla lengur. Mér fínnst það vera óijúfan- legur hluti af 17. júní að minnast þessarar frelsishetju sem átti hvað mestan þátt í því að koma á fullveldi landsins. Það vill svo auðveldlega gleymast að þjóð- frelsi er ekki einhver sjálfsagður hlutur, fyrir því þurfti þjóðin að beijast um aldaraðir. Það má segja að fyrsti hlekkurinn undan oki Dana hafi brostið þegar Skúla Magnússyni tókst að hnekkja á einokunarverslun Dana. Það er nauðsynlegt að fjölmiðlar minni okkur á hvers vegna við höldum þennan dag hátíðlegan, fræði okkur um sög- una á bak við.“ sagði Júlíus. Forseti íslands sæmir 16 íslendinga fálkaorðu FORSETI Islands hefur sæmt eftirtalda íslendinga heiðursmerki hinnar islensku fálkaorðu: Frú Aðalheiður Jónsdóttir, Bjargi, Borgamesi, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum. Emil Ásgeirsson, bónda, Gröf, Hrunamannahreppi, riddarakrossi fyrir störf að félags- og menning- armálum. Guðlaugu Snorradóttur, fv. skólastjóra, Kópavogi, riddara- krossi fyrir störf í þágu heymar- skertra. Halldór S. Rafnar, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf í þágu blindra og sjónskertra. Séra Halldór Reynisson, fv. for- setaritara, Hruna, Hrunamanna- hreppi, riddarakrossi fyrir embættisstörf. Hallgrím Jónsson, forstjóra, Reyðarfirði, riddarakrossi fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Hermann Þorsteinson, fram- kvæmdastjóra, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf að kirkju- og kristindómsmálum. Ingimund Ingimundarson, bónda, Hóli, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum. Kristin Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóra, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf að bindindis- málum. Láms H. Blöndal, fv. bókavörð, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að menningarmálum. . Ludvig Hjálmtýsson, fv. ferða- málastjóra, Reykjavík, stórridd- arakrossi fyrir störf að ferðamál- um. Magnús G. Jónsson, dósent, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að kennslu- og menningar- málum. Magnús Thoroddsen, forseta Hæstaréttar, Reykjavík, stórridd- arakrossi fyrir embættisstörf. Pál Siguijónsson, forstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Sigríði Ellu Magnúsdóttur, ópemsöngkonu, riddarakrossi fyr- ir störf í þágu sönglistar. Valgerði Helgadóttur, fv. hjúkmnarkonu, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf í þágu sjúkra. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Edda Guðmundsdóttir, forsætisráðherrafrú, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir og Júlíus Hafstein, formaður Þjóðhátíðarnefndar, hlýða á ávarp fjallkonunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.