Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 40
(T|l m 40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Dómsdags endaleysa Kvikmyiidir Arnaldur Indriðason Einn á reiki (Survivor). Sýnd í Laugarásbíói. Stjörnugjöf: ★ Bandarísk. Leikstjóri: Michael Shackleton. Aðal- hlutverk: Chip Mayer, Richard Moll og Sue Kid. Það gætir nokkurrar óná- kvæmni í auglýsingu Laugar- ásbíós á þessari kindarlegu vísindaskáldskaparmynd. Sagt er að hún sé um mann sem telur sig vera „einn á reiki á stjömu sem eytt var með kjamorkusprengju.“ Þetta er ekki bara hvaða stjama sem er heldur jörðin sjálf. Og fyrst hann er á reiki á stjömunni hefur henni varla verið eytt. En það er nú kannski ekki nema von að upp komi mis- skilningur vegna þessarar myndar því það er eins og leik- stjórinn Michael Shackleton hafi verið ráðinn til að mgla með söguþráðinn þangað til hann hefur orðið að næstum óleysanlegri gátu. Það er ekki nóg með að klippt sé aftur í tímann í óvissum tilgangi held- ur er líka klippt fram í tímann í algeru tilgangsleysi nema auðvitað aðalpersónan sé skyggn sem hún er ekki. Þannig er talsvert erfitt að fylgjast með hvar í tíma mynd- in gerist í þessu og þessu atriði og líka hvar hún er tek- in því eina stundina er aðalper- sónan inni á miðri eyðimörk en hina komin á haf út. „Einn á reiki“ segir frá geimfara sem var (aleinn?) í Challenger II geimferjunni sinni þegar Jörðin var lögð í eyði í kjamorkustríði. Síðan em liðin allt uppí sjö ár (ekk- ert ömggt) og hann hefur verið á ferðalagi í eitt ár á leið til staðar sem gamall Tyrki (sem við aðeins heymm í) hefur sagt honum að vatn og fólk sé að fínna. Staðurinn er gamalt orkuver þar sem geðsjúkur Ameríkani ræður ríkjum og rússneskir og amerí- skir vísindamenn rífast um hvorir byijuðu stríðið. Stundum er reynt að ná fram gömlu Mad Max áhrifun- um í ofbeldi og mslahaugsleg- um sviðsmyndum og stundum er Leoneísk spaghettílykt að myndinni. En oftast er hún þó hvorki fugl né fískur, mgl- ingslegt hrúgald, ömurlega skrifuð, ömurlega leikin og ömurlega framsett. Það þarf að hafa sig allan við til að skilja framvinduna og það er fráleitt þess virði. Úr J.ögregluskólanum 4. Endurtekið efni Litlir herramenn árinu þar á undan eða eru þeir kannski famir að gera tvær myndir á ári? Lögregluskólinn númer fjögur er a.m.k. kominn í bæinn og við getum farið að hlæja að sama fólkinu segja sömu brandarana og hafa í frammi sömu fíflalætin og áður. Og við sitjum með sömu brosin og skellum stöku sinnum uppúr eins og í fyrra og hitteð- fyrra nema núna er það eins og af gömlum vana. Brosunum fer líka ört fækkandi eftir því sem fjær dregur frum- myndinni og því meira sem sótt er á sömu gömlu brandaramiðin verður aflinn rýrari eins og oft vill henda. Myndin ber það með sér að hún er gerð á stuttum tíma og í flýti svo hægt yrði að koma henni í kvikmyndahúsin áður en fólk gleymdi alveg mynd númer þijú. Það nennir enginn að halda samhengi í frásögninni, stutt en yfirleitt ófyndin og kjánaleg brandaraatriði taka við hvert af öðm og það er fátt nýtt í þeim. í þetta skiptið finnur lögreglu- foringinn Lassard (Georgé Gaynes) uppá því snjallræði að fá borgara til liðs við lögregluna til að skapa gott andrúmsloft þeirra á milli. Borgaramir fá þjálfun hjá Mahoney (Steve Guttenberg) og félögum öllum úr fyrri myndunum og við taka hinar gamalkunnu uppákomur. Það var ekki laust við að þreytusvipur væri á Steve Gutten- berg. Hann á að vísu vinsældum sínum Lögregluskólamyndunum að þakka að einhveiju leyti en síðan fyrsta myndin var gerð hef- ur ferill hans tekið miklum breytingum til batnaðar og maður fínnur strax hvað hann er orðinn utangátta í þessum kjánalegu en ótrúlega vinsælu myndum. Herramenn?? (The Whoopie Boys). Sýnd í Regnboganum. Stjömugjöf: x/t. Bandarísk. Leikstjóri: John Byrum. Aðalhlutverk: Michael O’Keefe og Paul Rodricues. Það er spuming hvort ekki sé of sterkt til orða tekið að kalla myndina Herramenn??, sem sýnd er í Regnboganum, gamanmynd. Hún er svona eins fyndin og þvottur á snúru. En hvað er þá hægt að kalla hana? Kjánaleg mistök? Henni mistekst a.m.k. að draga uppúr manni hlátur, hvemig sem hún reynir. Það sem á að vera fynd- ið verður heimskulegt, það sem á að vera gaman verður leiðin- legt, það sem á að vera fjörugt er þreytandi. Öll myndin er eins og klámbrandari sem er bara klám. Michael O’Keefe og Paul Rodrigues leika vini, „furðulega spilagosa, ósvífna hrekkjalóma og svikara", eins og frétt frá Regnboganum lýsir þeim. O’Ke- efe er hreinræktaður Ameríkani og Rodrigues er af spænskum upprana eða s-amerískum. Þess vegna er O’Keefe aðalgaurinn sem ung og falleg stúlka af moldríkum ættum biður að kvænast sér svo hún fái arfínn sinn leystan út, en Rodrigues er varaskeifan. Ekkert mál fyrir Jón Pál, hugsar O’Keefe með sér, en fyrst þarf hann að læra á siði og venjur ríka fólksins í langleiðinlegasta hluta myndar- innar, og þá er mikið sagt. Þeir O’Keefe og Rodrigues sigla í gegnum þetta ofsakátir og fjör- ugir og skemmtilegir og svo ofsavissir um að þeir séu það og meðvitaðir um eigin ágæti að þeir era óþolandi. Breski úrvalsleikarinn Den- holm Elliott kennir þeim reglur forréttindastéttarinnar og það besta sem maður getur gert er að vorkenna honum í hlutverk- inu. Eftir að John Gielgud lék þjóninn í Arthur hefur stefnan verið að hafa aldraðan, breskan skapgerðarleikara í aukarallum í svona kómedíum og Elliott reynir hvað hann getur hér en hlutverkið og efnið er svo ómerkilegt að hæfileikum hans er stórlega misboðið. MicftaeJ O’k ngVes l myndinní°u Paul nn,Herramean?? Ef þið getið valið um að fara að sofa og fara á þessa mynd þá vitið þið hvað gera skal. Og dreymi ykkur vel. Lögregluskólinn 4: Allir á vakt (Police Academy 4: Citizens on Patrol). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: ★ Bandarísk. Leikstjóri: Jim Drake. Handrit: Gene Quint- ano. Framleiðandi: Paul Masl- ansky. Helstu hlutverk: Steve Guttenberg, Bubba Smith, David Graf og Michael Winslow. Næst á dagskrá: Endurtekið efni frá því í fyrra, hitteðfyrra og smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. 1927 60 ára 1987 FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Þórsmörk — helgarferð 19.-21. júní: Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferöir um Mörkina. Nœsta miðvikudagsferð verður kl. 08 miðvikudag 24. júnf. Ferðafélag islands. Grensáskirkja Almenn samkoma verður í kvöld og laugardagskvöld kl. 20.30. Norræni bænahópurinn tekur þátt í samkomunni. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Nefndin. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir 26.-28. júní: 1. Vatnsnes — Borgarvlrki — Haukadalsskarð — Búðardalur. Gist í svefnpokaplássi á Reykjum í Hrútafiröi og seinni nóttina á Laugum í Sælingsdal. Gengið veröur um Haukadalsskarö. Far- arstjóri: Árni Björnsson. 2. Þórsmörk — gist f Skag- fjörðsskála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Fl', Öldugötu 3. Sumarleyfisferðir ferðafélagsins 2. -10. júlf (9 dagar) Aðalvík. Gist i tjöldum á Látrum f Að- alvík. Daglegar gönguferðir frá tjaldstað. 3. -8. júlf (6 dagar): Landmannalaugar — Þórs- mörk. Gengið á fjórum dögum til Þórs- merkur. Gist í gönguhúsum F[ á leiðinni. 7.-12. júlf (6 dagar): Sunnan- verðir Austfirðir — Djúplvogur. Gist í svefnpokaplássi. Dags- ferðir farnar frá Djúpavogi, þar sem náttúrufegurð er mikil. 10.-16. júlf (6 dagar); Land- mannalaugar — Þórsmörk. Uppiýsingar og farmiðasala á skrifstofu Fl. Öldugötu 3. Pantið tímanlega í sumarleyfisferðirnar. Ferðafélag (slands. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Þórsmörk — helgarferð og dagsferðir 19.-21. júnf verður helgarferð til Þórsmerkur. Gist í Skag- fjörösskála/Langadal. Upplýs- ingar og farmiðasala á skrifstofu F.l. Miðvikudagsferðir til Þórs- merkur hefjast 17. júnf og næsta ferð veröur 24. júnf og síðan alltaf á miðvikudögum til 1. sept. Þeir sem áætla sumarleyfi i Þórsmörk ættu að notfæra sér þessar ferðir. Dagsferð til Þórs- merkur kostar kr. 1.000.- Brott- för kl. 8.00. Göngustígar f Þórsmörk Samtök sjálfboðaliða verða f Þórsmörk dagana 19.-28. júní við lagningu göngustígs á Vala- hnúk. Þeir sem heföu áhuga á að taka þátt i starfi sjálfboöaliö- anna ættu aö hafa samband við skrifstofu F.l. og láta skrá sig. Fimmtudag 18. júnf — Helð- mörk. Síöasta Heiðmerkurferð sum- arsins verður farin 18. júní og er brottför kl. 20.00 frá Um- feröarmiðstöðinni. í þessari ferð verður gengið um skógarreit Ferðafélagsins og fá þáttakend- ur grein Páls Lindals um Heiömörk afhenta. Ókeypisferö. Helgarferðir: 26.-28. júnf kl. 20.00 Vatnsnes — Borgarvirkl — Haukadals- skarð — Búðardalur. Gist í svefnpokaplássi á Reykjum og Laugum. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F.i. 3.-5. júlf — Hagavatn — Jarl- hettur. 3.-5. júll Hagavatn — Hlöðuvelllr — Geysir/gönguferö með við- leguútbúnað. Feröafélag íslands. ÚTIVISTARFERÐIR Helgarferðir 19.-21. júní 1. Þórsmörk — Goöaland. Góð gisting i Útivistarskálunum Bás- um. Gönguferðir við allra hæfi. Fararstj. Ingibjörg S. Ásgeirsd. 2. Núpsstaðarskógar. Tjaldað við skógana. Gönguferðir m.a. við Tvilitahyl, Súlutind og víðar. Mikil náttúrufegurð. Fararstj. Reynir Sigurðsson. Uppl. og farm. á skrifstofunni Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sunnudagur 21. júní Sólstöðuferðir f Viðey. Brottför frá kornhlöðunni i Sundahöfn kl. 13.00 og kl. 20.00. Verð kr. 350, fritt f. börn 12 ára og yngri m. foreldrum sinum. Viðey er sögu- fræg eyja og útivistarparadís. Þar eru merkar minjar um fyrri tíð. Kaffiveitingar í nýjum veit- ingaskála. Góö leiðsögn. Jónsmessunæturganga Útivist- ar verður þriðjud. 23. júni kl. 20.00. Sjáumst, Útivist, ferðafélag. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudag 21. Júnf kl. 13.00. Djúpavatn — Sog — Höskuldar- vellir. Ekið að Lækjarvöllum og gengið þaðan. Verð kr. 500,00. Sunnudag 21. júnf kl. 20.00. Esja — Kerhólakambur/sól- stöðuferð. Gengiö á Esju með Ferðafélag- inu lengsta dag ársins. Verð kr. 400,00. Þriðjudag 23. júnf kl. 20.00. Jónsmessunæturganga. Verð kr. 600,00. Laugardag 27. júnf kl. 08.00. Hekla. Ferðin tekur um 10 klst. Verð kr. 1.000,00. Laugardag 27. júnf kl. 13.00. Viðey. Siglt frá, Sundahöfn, gengið austur á eyjuna. Sunnudag 28. júnf kl. 13.00. Vindáshlíð — Seljadalur — Fossá/önnu.- afmællsgangan. Brottför i allar ferðirnar er frá Umferðamiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bll. Frítt fyrir börn f fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. Xrú og I íf Smlftjuvcgi 1 . Kópavogl Raðsamkomur dagana 18.-26. júni kl. 20.30 öll kvöld á Smiðju- vegi 1, Kópavogi. Ræðumenn: Tony Fitzgerald og Halldór Lárus- son. Þú ert velkominn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.