Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 49

Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 49 séra Jóns Sveinssonar „Nonna" í Nonnahúsi. Að varðveita og gera við gömul hús svo þau haldi reisn sinni og nýtist ætluðu hlutverki er mikið vandaverk. Að svo vel tókst til sem var með Nonnahúsið má óbeint þakka frú Gunnhildi því að hún fékk tengdason sinn, Stefán Jóns- son arkitekt, til að leggja á ráðin og leiðbeina í þeim endurbótum sem gerðar voru á húsinu. Starf Stefáns var mikið og allt látið í té án endur- gjalds, en klúbbnum ómetanlegt. Heimili Gunnhildar, Kirkjuhvoll, var í næsta nágrenni Nonnahúss. Það var mikið glæsiheimili, þekkt fyrir gestrisni og höfðingsskap, sem við Zontasystur fengum oft að njóta, bæði er gesti klúbbsins bar að garði og ekki síður er við sjálfar sátum fundi þar heima. Við minnumst með innilegu þakklæti þeirra Zontasystra, sem þá áttu heimili sín í innbænum. Það voru þær Gunnhildur Ryel og Ragn- heiður O. Bjömsson. Við fengum svo oft hlýjar, ógleymanlegar mót- tökur á báðum þessum heimilum þegar komið var frá vinnu í Nonna- húsi, óupphituðu, veturinn 1957, en þá var undirbúningur þar á loka- stigi fyrir opnun safnsins. Nonnahús var opnað með viðhöfn þann 11. nóvemberþað ár. Þá flutti Gunnhildur, ásamt fleirum, ræðu og sagði frá uppbyggingu safnsins, en margir höfðu lagt þar hönd að verki. Síðan eru liðin 30 ár. Nafn Gunnhildar Ryel er skrifað stórum stöfum í sögu Zontaklúbbs Akur- eyrar. Árið 1962 flutti hún alfarin til Reykjavíkur og dvaldi þar til æviloka en áður en við sáum á bak þessari góðu og merku konu suður samþykktum við hana sem heiðurs- félaga í Zontaklúbbnum. Frá því er leiðir skildu bárust klúbbnum mörg bréf og kveðjur frá frú Gunnhildi og allt fram til þess síðasta lifði áhugi hennar fyrir vel- ferð klúbbsins og starfinu í Nonnahúsi. Við flytjum aðstandendum henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Zontasystur í Zontaklúbbi Akureyrar einnig hag okkar starfsmannanna, sem unnum undir hans stjóm, sem bestan. Þar sýndi hann þá réttsýni sem honum var ætíð töm. Það var ávallt uppörvandi þegar hann kom í verslanimar. Hann var fljótur að koma auga á það sem betur mátti fara. Kristinn var glæsimenni í sjón og raun og sómdi sér alls staðar vel og hafði svo einstakt lag á að vekja glaðværð og stemmingu með nærveru sinni. Ekki spillti góð söng- rödd hans þar fyrir og hvaða íslendingur hefur ekki notið þess að hlusta á tvísöng þeirra Kristins Þorsteinssonar og Jóhanns Kon- ráðssonar. Kristinn átti fmmkvæði að því að við útibússtjórarinir fómm á iðn- aðarsyningar í Reykjavík og heimsóknir til nærliggjandi kaup- félaga til að kynnast starfsháttum þeirra. í þessum ferðum var hann fararstjóri og hélt uppi íjöldasöng og fékk okkur til að leggja eitthvað af mörkum. Mer er minnisstætt á ferð til Reykjavíkur, þegar við fór- um fyrir Hvalfjörð í grennd, við Geirshólma, í ljósaksiptunum er Kristinn fór með kvæðið „Helga Jarlsdóttir" eftir Davíð Stefánsson. Frábær rödd hans naut sín við upp- lesturinn. Ég vil geta þess að Kristinn mun hafa átt fmmkvæði að því að við útibússtjómamir fór- um í mánaðar kynnis— og starfs- dvöl til Kaupmannahafnar. í einkalífi sínu var Kristinn gæfu- maður. Hann gekk að eiga Lovísu Pálsdóttur, glæsilega og greinda konu, og vom þau samhent. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið og em þau: Gunnlaugur Páll, full- trúi, Guðrún Anna, píanóleikari og Margrét Halldóra, húsmóðir. Við starfsmenn Kristins fengum að kynnast þeirri gestrisni og glað- værð, sem ríkti á heimili þeirra hjóna. Ég þakka Kristni góð og löng kynni og votta eftirlifandi eig- inkonu hans og fjöldskyldu þeirra samúð mína. Blessuð sé minning Kristins Þor- steinssonar. Kristinn Pálsson NÆTURUTVARP: út) Rás 2 I loftinu allan atfk sólarhringinn um allt land. Nær til vinnandi fólks, fólks I frli, fólks við skemmtun og fólks á ferð. Frá 24—7 er verðið 70 kr. fyrir sekúnduna. R (KISÚTVARPIÐ AUGLÝSINGADEILD SÍMI693060 KVÖLDÚTVARP: Rás 2 er ódýr og Epjflfc höfðar til flestra ald- urshópa. Rásin býður uppá vandaða kvöld- dagskrásem nærum land allt. Frá 19-24er verðið 140 kr. fyrir sekúnduna. KLllKKURNAR ÞRJAR \K\Sir\f\l k>iinir nyja líina og ný verð á leiknum auglýsingum MORGUN- OG SÍÐDEGISÚTVARP: u£) Rás 2 nær til fólks JaK við leik og störf um land allt. Rásin heyr- ist I sumarbústaðnum, tjald- inu og bilnum. Frá 7—19 er verðið 225 kr. fyrir sekúnduna. ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.