Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 14

Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Gestur og Rúna MYNDLIST Bragi Ásgeirsson Það þykir jafnan nokkur við- burður er þau hjón Gestur Þor- grímsson og Sigrún Guðjóns- dóttir opna sýningu hér í borg svo velþekkt sem þau eru af list sinni. Það hefur og jafnan verið stöðug- ur straumur af fólki í Gallerí Borg þau skipti, sem ég hef litið inn á sýningu þeirra, sem var opnuð sl. fimmtudag og stendur fram yfir næstu helgi. Aðstreymi að sýningum er ann- ars ekki með besta móti um þessar mundir og jafnvel ekki þó úrvals- verk Kjarvals hangi uppi og er þá mikið sagt. Samkvæmt viðteknum leikregl- um sýnir Gestur myndir í rúmtaki en Rúna skreytingar í brenndum leir ásamt teikningum. Samstarf þeirra á listasviði er orðið langt og dtjúgt því að 40 ár eru síðan þau komu heim frá námi og hófu fyrstu sjálfstæðu umsvif sín á Laugamesinu, sem þau kenndu við staðinn. Seinna fluttu þau leirbrennsluna um set eða á Laugarásinn en eru nú komin til Hafnarfjarðar. Þau hjónin dvöldu í góðan tíma á gistivinnustofu norræna lista- bandalagsins í Svíavirki fyrir tveim árum og virðast hafa unað sér vel þar. í það minnsta hafa orðið tals- verðar breytingar á list Gests, sem kemur fram í fjölbreyttari efnis- hugsun. Sömu sögu var reyndar einnig að segja um annan íslenzkan myndhöggvara er þar dvaldist og í báðum tilvikum hefur útkoman orð- ið til góðs. — Þannig getur það haft mikil og góð áhrif á listamenn að breyta um umhverfí og hér virðist Svea- borg hafa sérstöðu fyrir íslendinga og þá einkum myndhöggvara. Um- hverfíð er það sem við gætum sagt í hæsta máta myndrænt og „skúlptúrellt“. Það á vel við hinn einfalda stíl Gests að vinna þannig í hart og áferðarfallegt efni og raunar má vinna á þennan hátt í ótal tilbrigð- um. Hef ég beðið þess í fleiri ár að sú þróun, sem hefur átt sér stað í jarðrænum efnisskúlptúr, næði til íslands en hér eru t.d. Finnar og Danir mjög framarlega í flokki. Gestur er alveg samur við sig í þessum verkum sínum, að viðbættri nýrri efnishugsun og hann hefur að mínu viti ekki komið sterkari frá sýningu í annan tíma ... — Rúna hefur alla tíð verið skemmtileg andstæða Gests nema hvað þeim er báðum einfaldleikinn hugstæður. Hún hefur alla tíð hald- ið sig við hið skreytikennda og í yndisþokkafullum stíl, sem um margt minnir á hinn danska Bjöm Wiinblad en býr þó yfír sterkum persónueinkennum. Engar umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í verkum Rúnu á undanfomum ámm en hún ræktar sitt svið af miklum ágætum og teygir það á marga vegu. Táknræn- ar teikningar hennar, — eða kannski heldur teikningar byggðar á táknum, eru gerðar af miklu list- fengi. COMFY RIDER BARNABÍLSTÓLL HAUSTTILBOÐ Höfum fengið takmarkað magn af þessum viðurkenndu stólum á sérlega hagstæðu verði. Nú kr. 2.967 áður kr. 3.980 * Samsýning SIM Samband íslenzkra myndlistar- manna gengst um þessar mundir fyrir sýningu á gjafaverkum í sýn- ingarsal FIM á Garðastræti. Er sýningin sett upp í þeim tilgangi að afla fjár til starfsemi sambands- ins og eru öll verkin á sýningunni seld á hóflegu verði eins og það heitir í fréttatilkynningum. Mikill fjöldi mynda er á sýning- unni enda hafa félagsmenn yfirleitt brugðist vel við tilmælum um verk á sýninguna — þó vantar flesta hina eldri enda gengur víst illa að sann- færa þá um tilgang stéttarfélags sem þessa. En víst er að mikil þörf var á því er það var stofnað árið 1981 enda hafði FÍM vanrækt þessa hlið réttindamála listamanna ekki síður en önnur réttindamál. Hér vek ég fyrst og fremst at- hygli á þessu framtaki og vil hvetja sem flesta að líta inn í hinn vistlega sal því að þar eru ýmsar kræsingar fyrir augað. Ekki sakar svo að festa sér verk á góðu verði og styðja um leið hart þurfandi samtök myndlist- armanna. Satt að segja er ég nokkuð efasamur um þýðingu slíkra sýn- inga því að reynslann hefur sýnt að með þessu formi kemur inn æði blandað og tilviljunarkennt samsafn verka — eiginlega það sem nefna mætti uppsóp, þótt ágæt verk fljóti með. Þegnskylda listamanna til sam- taka sinna ætti að vera slík að hver og einn léti af hendi rakna eitt til tvö úrvalsverk á 5—10 ára fresti til ftjálsrar ráðstöfunar. Og varðandi sjálfan sýningarsal- inn þá lýsi ég undrun minni á því búðarholusjónarmiði, sem ríkjandi er í þeim málum en í þeim tveim tilvikum, sem fest hafa verið kaup á sýningarrými, hefur um opið verzlunarrými verið að ræða. Sýningarsalir þurfa alls ekki að vera í götuhæð og margan frægan hef ég heimsótt um dagana úti í heimi á hæðum uppi, jafnvel 4.-5. hæð og það jafnt í Evrópu sem Ameríku. Hins vegar hef ég tekið eftir því hve mikil áhersla er víðast lögð á gott skrifstofu- og vinnslurými enda fer þýðingarmesta starfsemin fram þar og sú sem úrslitum ræður um gengi starfseminnar. Þegar slíkt er ekki tekið með í reikninginn eða er af vanefnum er engin furða þó að hlutir fari úr- skeiðis. En ég fer ekki nánar út í þá sálma hér en vek hins vegar sér- staka athygli á sýningunni. Að sjálfsögðu gefur form hennar ekki tilefni til sérstakrar umfjöllunar. Geggjað sumar Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Geggjað sumar (One Crazy Summer). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: ★ Bandarísk. Leikstjóri og handritshöfundur: Savage Steve Holland. Framleiðandi: Michael Jaffe. Kvikmyndataka: Isidore Mankofsky. Tónlist: Cory Lerios. Helstu hlutverk: John Cusack, Kristen Goelz, Demi Moore og Bobcat Goldth- waite. Síðast þegar leikstjórinn og handritshöfundurinn Savage Steve Holland, framleiðandinn Michael Jaffe og unglingaleikar- inn John Cusack gerðu mynd saman varð útkoman Allt í hönk (Better Off Dead). Það var kær- komin unglingamynd af því að hún gerði grín að sjálfum ungl- ingamyndunum og heppnaðist sæmilega (en ekki meira) af því Holland hafði svolítið geggjaða kímnigáfu og var eins óhátíðlegur og hugsast gat. Það eimir enn svolítið eftir af geggjaðri kímninni í nýjustu myndinni hans, Geggjað sumar (One Crazy Summer), sem sýnd er i Bíóhöllinni, en Holland er orðinn svo hátíðlegur og hann er farinn að taka sjálfan sig og ungl- ingamyndina, sem hann áður skopaðist að, svo alvarlega að það er næstum ekkert gaman að hon- um lengur. Það sem hann áður hló að og spottaði er núna orðið ofboðslega væmið og yfírborðs- legt og ömurlega einfalt og ófrumlegt. Þetta á einkum við þegar Demi Moore og John Cusack hittast frammi fyrir myndavélunum og það gerist því miður alltof oft. Rómantíkin á milli þeirra er álíka rafmögnuð og kolaofn. Annars ætti nafnið að segja ykkur allt sem þarf. Geggjað sum- ar hljómar eins og enn ein fijó- tunnin færibandaframleiðslan handa unglingunum að gleypa í sig í sumarfríinu. Og hún er það. Cusack leikur Hoops sem nýút- skrifaður úr menntaskóla fer með vini sínum til smábæjar á eyjunni Nantucket undan strönd Ný- fundnalands. Demi Moore leikur Kassöndru sem erfír land eftir afa sinn en eftir því sækjast Bec- kersted-feðgamir til að reisa á því veitingahús. Bobcat Goldth- waite leikur kunningja Hoops og hjálparkokk með sinni venjulegu málhelti og æsingi (maður er far- inn að halda að hann sé löngu hættur að leika og sé svona kolr- uglaður). Það örlar stundum á paródíunni og þá virkar mjmdin best. Minnis- stætt er atriðið þegar Hoops fer í mat til elskulegrar ömmu vinar sfns og hún réttir honum reikning fyrir matnum. Örfá önnur em hlægileg. John Cusack er einstak- lega heppilegur fyrir fáránleika- fyndni Hollands en fær alltof sjaldan að sýna það hér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.