Morgunblaðið - 10.09.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
”21
Umræður á röngum for-
sendum eru marklausar
eftirJón
Kristjánsson
Morgunblaðið hefur flallað nokkuð
um samvinnumál nú að undanfömu.
Þeir eru ekki fæddir í gær á Moggan-
um og þessi umræða þjónar ákveðn-
um tilgangi. Hún á að sýna að
umsvif Sambandsins séu svo mikil
að ríkisvaldinu og þar með lýðveldinu
íslandi stafi ógn af. Einn þáttur þess-
arar umfjöllunar var sá að leggja
forsætisráðherranum Þorsteini Páls-
syni þá klissju í munn að hann vildi
vera forsætisráðherra lýðveldisins
íslands en ekki Sambandslýðveldis-
ins íslands. Já, fyrr má nú vera
hræddur við Sambandið.
Þessi fyrirgangur á rætur sínar
að rekja til þess að Sambandið og
nokkur samstarfsfyrirtæki þess buðu
í Útvegsbankann. Þá sögu þarf ekki
að rekja. Hins vegar hagræðir Morg-
unblaðið dálítið sannleikanum í sinni
umfjöllun til þess að ná þeirri niður-
stöðu sem þeir telja henta málstað
sínum. Það vill því miður oft brenna
við þegar rætt er um samvinnumál
í blaðinu.
Skipulag samvinnu-
félaganna
Mesta rangfærslan í þessari um-
ræðu allri er sú að samvinnuhreyf-
ingin í landinu er sögð vera ein
samsteypa sem lúti í raun sömu
stjóm. Til þess að sýna fram á hve
fráleit þessi umræða er verður ekki
hjá komist að rekja enn einu sinni
megindrættina í skipulagi og upp-
byggingu samvinnustarfsins í
landinu, og biðjja Morgunblaðið að
birta þessar línur lesendum sínum
til fróðleiks.
Grunneiningamar í samvinnu-
starfínu í landinu eru kaupfélögin.
Starfandi kaupfélög eru nú 36 talsins
og er hveiju um sig stjómað af kjör-
inni stjóm og aðalfundi. Þau eru með
öðmm orðum algjörlega sjálfstæðar
einingar. Kaupfélögin eiga sameigin-
legan vettvang, sem Sambandið er
til þess að sjá um fyrir sig ákveðin
verkefni. Meðal þess sem Sambandið
hefur á hendi er rekstrarleg ráðgjöf
ef um hana er beðið, en þessa ráð-
gjöf hafa margir viljað túlka sem
yfirstjóm Sambandsins yfir kaup-
félögunum.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er
öfiugt fyrirtæki í einkageiranum. Ef
sagt er að Sambandið og kaupfélög-
in séu eitt fyrirtæki mætti alveg með
sama rétti segja að frystihúsin innan
Sölumiðstöðvarinnar væri hluti af
henni, og sama fyrirtækið. Mér er
til efs að frystihúsaeigendur eða for-
svarsmenn Sölumiðstöðvarinnar líti
svo á, og við samvinnumenn höfum
ekki eitt mikilli prentsvertu til þess
að halda slíku fram.
Auðhringnr?
Sambandið hefur þá sérstöðu með-
al íslenskra stórfyrirtækja að vera
stjómað af aðalfundi, þar sem sitja
fulltrúar sem eru kosnir samkvæmt
reglum fulltrúalýðræðisins, en ekki
með tilliti til þess hve mikið fjármagn
liggur að baki atkvæði þeirra. Þessi
fundur kýs stjóm Sambandsins og
felur henni mikla ábyrgð. Að kalla
fyrirtæki með slíkan bakgrunn auð-
hring er mikil fjarstæða. Það er
reyndar einkennileg sú löngun sem
einkaframtaksmenn hafa til þess að
setja keppinautum sínum skorður
með löggjöf. Ef það skortir laga-
ákvæði um einokun og hringamynd-
un í landinu er það ekki síður vegna
einkaframtaksins en samvinnuhreyf-
ingarinnar.
Vel má vera að ástæða sé til þess
að endurskoða slíka löggjöf, en það
er ekki vegna samvinnuhreyfíngar-
innar hérlendis og ástæðulaust er
að blanda henni sérstaklega inn í þá
umræðu, frekar en umsvifum ann-
arra stórfyrirtækja.
Sannleikurinn er sá að kaupfélögin
eða Sambandið hafa ekki einokunar-
aðstöðu á neinu sviði. Það er að vísu
svo á nokkrum stöðum, þó örfáum,
út um landsbyggðina sem kaupfé-
lagsverslun er ein starfandi í viðkom-
andi byggðarlagi. Það er undantekn-
ingarlaust vegna þess að
einkaframtakinu hefur ekki þótt
svara kostnaði að setja sig þar nið-
ur. Þess má og geta að markaðs-
svæðin eru alltaf að stækka og
þróunin stefnir óðfluga í þá átt að
landshlutamir og jafnvel allt landið
verði eitt markaðssvæði.
Staðhæfingar um einokun og
hringamyndun byggja á röngum for-
sendum og em því marklausar.
Sérréttindi?
Ein staðhæfingin enn sem gjaman
er dregin upp þegar mikið liggur við
er að samvinnuhreyfíngin njóti sér-
réttinda í skattamálum. Þetta hefur
aldrei verið rökstutt með viðhlítandi
hætti. Sannast sagna hefur tekju-
skattur ekki íþyngt fyrirtækjarekstri
nú undanfarin ár og er einkarekstur
þar síst undanskilinn. Það er undar-
legt að kveina fyrir hönd tekjuskatts-
iausra fyrirtækja að einhver
skattfríðindi samvinnuhreyfingar-
innar sem em ekki til nema í höfði
samkeppnisaðilanna séu að gera út
af við einkaframtakið í landinu. Hvað
skil á óbeinum sköttum eins og sölu-
skatti snertir þolir samvinnuhreyf-
Jón Kristjánsson
ingin áreiðanlega samjöfnuð við
hvem sem er og þá er ekki sterkt
til orða tekið.
Lokaorð
Þróunin hér á næstu ámm og ára-
tugum mun áreiðanlega verða sú að
fyrirtæki með ólík rekstrarform
munu heyja samkeppni. Það er eðli-
legt og verður áreiðanlega fólkinu í
landinu til góðs, að hafa hér blandað
hagkerfi. Það er eðlilegt að það séu
skiptar skoðanir um ágæti samvinnu-
reksturs, einkareksturs eða ríkis-
reksturs, en tilbúnar forsendur í
rökræðum um þessi efni og síendur-
teknar rangfærslur em þreytandi
fyrir þá sem vita betur. Þau atriði
sem þurfa að vera ljós í þessari
umræðu em þau að samvinnuhreyf-
ingin er fjöldahreyfíng margra
eininga sem hver lýtur sinni stjóm.
Hún nýtur engra sérréttinda fram
yfir einkaframtakið og hefur ekki
einokun á neinu sviði.
Höfundur er einn af alþingis-
mönnum Framsóknarflokks.
„ÞEGAR ÉG RÉÐ DEREK FYRIR 18
ÁRUM VISSI ÉG AÐ HANN MYNDI
SLÁ ÖLL SÖLUMET í BRETLANDI!“
Jón Olgeirsson, FYLKI LTD
Hinn 8. janúar s.l. setti Derek enn nýtt, breskt
sölumet. Þá seldi hann 279 tonn af þorski úr tog-
aranum Vigra fyrir rúmar 16 milljónir króna.
Þegar ég réð Derek fyrir 18 árum seldi hann aðal-
lega afla úr Norðursjó. Núna sérhæfir hann sig í
sölu stórra farma af þorski af íslandsmiðum. Og
árangurinn er glæsilegur.
Derek er mættur á markaðinn við sólarupprás,
fer á milli kaupenda, hlustar, þreifar fyrir sér,
finnur hvernig vindurinn blæs . . . punktar hjá sér
verð og undirbýr hernaðaráætlun dagsins; þína
sölu. Kl. 7:00 byrjar slagurinn. Derek er tilbúinn.
Uppboðið hefst. Hraðinn er ótrúlegur. Spenna og
átök. í sömu andránni gerast hundrað hlutir sem
geta haft áhrif á söluna. Með leikni leiðir hann
kaupendur að takmarkinu - nýju bresku sölumeti
fyrir þig.
Ertu með afla? Hafðu samband.
FYLKIR LTD
ÖRUGGASTA LEIÐIN AÐ SÖLUMETI
WHARNCI.IFFE ROAD. FISH DOCKS. GRIMSBY. TELEX 527173 FYLKIR G. BRETLANDI. PÓSTFAX 55134.
SÍMAR: (90-44-472) 44721 OG 53181. HEIMASÍMAR: 43203 (JÓN OLGEIRSSON) OG 823688 (THEODÓR GUÐBERGSSON).
ARGU5/SIA