Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Amboð og gangverk Myndlist BragiÁsgeirsson Myndhöggvarafélagið hefur sýnt mikinn dug og framkvæmda- semi frá því að það var stofnað árið 1972 og ber þar hæst at- hafnasemi félagsins á Korpúlfs- stöðum. Sú athafnasemi hefur margoft verið tíunduð í fjölmiðlum og því óþarft að gera það á þessum vett- vangi en nú hyggst félagið kynna starfsemi sína á staðnum með nokkrum helgarsýningum á verk- um einstakra félagsmanna og það er tilefni þessara lína. Fyrstur til að ríða á vaðið er Hollendingurinn Kees Visser sem fyrir löngu er orðinn hálfur íslend- ingur ef ekki meir. Visser sýndi allmörg skúlptúrverk úr grjóti og stáli um síðustu helgi. Ávala gijót- hnullungana hafði hann sagað niður á ýmsan hátt og gert úr eins konar umhverfísverk. En það voru þó stálskúlptúramir sem töldust þungamiðja sýningarinnar og vöktu óskipta athygli þeirra, sem sóttu sýninguna heim, en þeir voru allnokkrir þrátt fyrir að Korpúlfsstaðir teljist ekki í alfara- leið né innanbæjar. Visser hefur spennt saman ýmsa hluti sem helst verða fyrir manni á vél- og stálsmiðjum svo sem hverfíhjól og hvers konar aðra tilfallandi hluti úr vélasam- stæðum ýmiss konar. Minna þessir skúlptúrar stund- um á geimskip eða byggingar- fræðilegar tilraunir forvitra listamanna svo sem Rússans Vladimir Tatlin (1885—1945) og er þá ekki leiðum að líkjast. Skúlptúrverkunum er haldið saman með þvingum sem spenna upp verkin og skapa allt í senn jafnvægi, hreyfingu og rýmistil- finningu. En helst fjalla þeir um það hvemig hægt er að nota þetta þunga og harða efni, jafnvel á þann hátt að það virki lauflétt og sé í þann veg að heija sig til flugs út í himingeiminn. í stuttu máli sagt var þetta eftirminnileg sýning en mikill meinbugur er það á framkvæmd- inni, svo lofsverð sem hún nú annars er, að ekki skuli sýning sem slík vera uppi um tvær helg- ar í stað einnar. Það er nefnilega lítill ávinningur fyrir fólk að lesa Kees Visser um sýningar sem þegar eru af- staðnar. En á þessu er mögulegt að ráða bót hvað næstu sýningar varðar og minna skal á að slík tilhögun hefði margfalt kynningargildi. Agnes Löve Ágústa Ágústsdóttir Einsöngur Tónlist Jón Ásgeirsson Ágústa Ágústsdóttir sópran og Agnes Löve píanóleikari héldu tón- leika í íslensku óperunni sl. laugar- dag. Á efnisskránni voru íslensk sönglög og óperuaríur eftir Mozart, Puccini, Bellini og Wagner. Ágústa hefur þegið í vöggugjöf feikna fal- Sjálfajæðar eðaheílar samstæður Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN lega og mikla rödd og þegar hún tók til við söng höfðu fáir trú á því að henni tækist að tileinka sér þá tækni, sem kreija verður þá söngv- ara um er svo vilja kalla sig. Það vill svo til að líkamsþroski leikur þama stórt hlutverk og fullmótuð manneskja á erfitt verk fyrir hönd- um, og jafnvel næsta óvinnandi, að þjálfa raddböndin og virkni þeirra, svo og að tileinka sér alla þá margslungnu samofnu þætti, er tengjast tónlist sem listgrein. En Ágústa hefur til að bera þann metnað og skapstyrk að sækja því fastar á sem þyngist fyrir fæti og nú hefur hún skapað sér þá stöðu að hafa gert hið ótrúlega, að sigr- ast á þeim hindrunum sem margir sáu áður ófærar vera. í aríunum eftir Wagner, Draum Elsu og Bal- löðu Zentu, og Cast Diva eftir Bellini, gat að heyra hversu rödd Ágústu hefur vaxið að glæsileik og þrótti og hún á þama mikið til að vinna úr í átökum við stór verk- efni, eins og t.d. „dramatísk" hlutverk í óperum. Það eina sem mætti tiltaka og er í sjálfu sér frekar ábending, er að á lágu registri og f veikum söng er stuðningurinn of mikill, svo að tónunin verður á köflum stíf. Þama hallar á, sem ekki þarf því röddin er það hljómmikil en hefur þau áhrif að bæði blæ- og styrkmunur verður of greinilegur við skiptisvið raddarinnar. Agnes Löve píanóleikari lék und- ir og var leikur hennar feikna vel útfærður, svo að ekki verður á betra kosið, þrátt fyrir að kuldinn f óper- unni væri nærri óþolandi og við þau mörk að telja verður, kurteislega sagt, hreina ósvífni að bjóða Iista- mönnum og tónleikagestum upp á slíkt. Með þessum tónleikum hefur Ágústa Ágústsdóttir náð markverð- um áfanga og nú er að vinna úr því sem áunnist hefur og takast á við stóru verkefnin. Hafliðadagar á fiðlu og píanó Norræna húsið stendur fyrir kynningu á tónverkum Hafliða Hallgrímssonar, en honum vom í fyrra veitt tónskáldaverðlaun Norð- urlandaráðs. Hafliða þarf ekki að kynna fyrir lesendum, því hann hefur þegar haslað sér völl sem feikna góður sellisti og fyrir tónsmíðar sínar hefur hann þegið margvfslegan sóma og alþjóðlega viðurkenningu. Hafliði er eki „aðeins" tónlistar- maður, heldur og heimspekilega sinnaður og málar og yrkir í orð, enda er lífíð og listin honum einn og sami akurinn, sem sáð skal í með alúð og gleðjast yfir þegar ríkulega er uppskorið. Með í þessa mynd verður að fella gamansemi og glaðlyndi, sem kom einkar vel fram í fyrirlestrinum er Hafliði hélt um tónsmíðar sínar. Að halda fyrir- lestur um eigin verk þætti mörgum listamanninum trúlega erfitt eða ógerlegt en hjá Hafliða varð þetta áreynslulaust og jafnvel gaman- samt, þar sem hann gerði ekki tilraun til að stæra sig eða stækka, heldur aðeins að sýna það sem hann hafði fengist við, jafnvel nemenda- verkefni og þar með hve litlu var sáð til í upphafí. Hann gat tveggja kennara sinna í tónsmíði og það var Peter Max- well Davis er studdi Hafliða til átaka við tólftónatæknina en Alan Bush beindi huga hans að íslenskum þjóðlögum, sem efnivið til stílkönn- unar. Það voru einmitt tónverk er tilheyra þessu tímabili í tónsköpun Hafliða, sem Halldór Haraldsson píanóleikari lék á þessum tónleik- um. Pyrra verkið er Fimm stykki fyr- ir píanó og ber hver kafli sérstakt nafn, sem gefur til kynna að tólf- tóna-aðferðin ein sé ekki fullnægj- andi forsenda sköpunar, en nöfnin gefa hugmyndir um myndræn við- horf höfundar. Fyrsti kaflinn nefnist Forspil en síðan heita þeir Ský, Speglun, Hillingar og Draum- ar. Þetta eru hljómfalleg tóna- mjmstur, sem Halldór Haraldsson lék fallega. Seinna verkið heitir Fjögur stykki fyrir píanó og þar eru það íslensku þjóðlögin sem ofíð er í. Þetta eru ekki útsetningar heldur tónverk þar sem ofíð er úr ýmsum Hafliði Hallgrímsson þáttum þjóðlagsins og gegna hlut- verki þemaðs, bæði hvað snertir tónræna framvindu verksins og blæmótun alla. Kaflarnir bera yfir- skriftina Vögguljóð á vetrarkvöldi, Við skulum halda á Siglunes, Ljós- geislinn og Grímseyjargæla. Það sem einkennir þessi verk er hljóm- ljúfur leikur með stef og blæbrigði, sem Halldór Haraldsson lék fallega. í forstofu Norræna hússins, var til sýnis eitt og annað sem tengist umsvifum Hafliða, námi hans og störfum en eitt var þar ekki að finna og það voru myndverk hans, sem gestir hafa trúlega talið áhugaverð til athugunar og hvar margt fallegt og elskulegt er að finna, er fellur vel í myndina af listamanninum Hafliða Hallgrímssyni. Samleikur á f iðlu og píanó Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari og David Tudd píanóleikari héldu samleikstónleika á vegum Tónlist- arfélags Kristskirkju sl. sunnudag og fluttu sónötu eftir J.S. Bach, Béla Bartók og Richard Strauss. Talið er að Bach hafí samið fiðlu- sónötumar sex á árunum 1717—21 er hann starfaði í Cöthen en að þessu sinni var það sú fjórða í c-moll sem Hlíf og Tudd fluttu. Þrátt fyrir ágætan leik vantaði stílfestu, einkum er varðar hend- ingamótun og samspil raddanna, sem er mikilvægt vegna fjölraddaðs ritháttar. Önnur sónata eftir Bartók er samin 1922 og frumflutt í London árið eftir. í þessari sónötu má merkja eitt og annað sem síðar komst í tísku en aldamótamennimir rejmdu sig við fyrirbæri eins og hljómklasa, alls konar tóntaksbrell- ur, hamrandi hljóðfall, ómstreytur og nýjungar í formskipan. Það er sérstakt við þessa sónötu að hljóð- færin eru sjálfstæð og skiptast ekki á tónhugmyndum, þó form kaflanna sé klassískt, þ.e. að fyrri kaflinn er í sónötuformi en sá síðari í rondó- formi. Síðasta verkið var sónata eftir Richard Strauss sem meistarinn samdi 1887, fyrir hundrað árum, og er meðal þess síðasta sem hann „reit“ í klassískum stfl og formi. David Tutt og Hlíf Siguijónsdóttir. Þama má heyra Brams, Schubert og Beethoven en einnig þar sem hið tuttugu og þriggja ára gamla tónskáld er að glíma við sjálfa sig, því árið eftir sendir hann frá sér tónaljóðið Don Juan. Fiðluröddin er tiltölulega einföld en aftur á móti er píanóröddin ofsalega erfið, sem mun líklega vera hugsuð fyrir hljómsveit. Hvað sem þessu líður var skemmtilegt að heyra þessa sónötu sem var í heild vel leikin. Hlíf Siguijónsdóttir er ágætur fiðlari þó oft hafi henni tekist betur upp en nú. David Tutt er frábær píanisti og átti marga góða spretti í Bartók og Strauss. Líklegt er að hljómanin í félagsheimili Krists- kirkju sé ekki sem best fyrir samleik fiðlu og píanós, því fíðlan nær trú- lega ekki sömu enduróman og píanóið, jafnvel þegar mjúklega er leikið undir og ólíkt því sem á sér stað í samleiksverkum þeim er nefn- ast sónötur. Þar eru hljóðfærin nýtt til jafnræðis, oft með stór- brotnum tilþrifum og krafti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.