Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 ERLENT Persaflói: íranskir byssubát- ar ráðast á olíuskip Átta hermenn, þar á meðal hátt- settur hershöfðingi, létust á sunnudag er herþyrla brotlenti skömmu eftir flugtak á Basilan- eyju í suðurhluta Filippseyja. Að sögn vitna náði þyrlan af gerðinni Huey 177 ekki að taka sig á loft og rakst á kókospálma. Þyrlan sprakk þegar hún féll til jarðar. Einungis einn farþeganna slapp lífs úr slysinu. Bahrain, Baghdad, Reuter. ÍRANSKIR fallbyssubátar gerðu árásir á tvö olíuskip á sunnan- verðum Persaflóa í gær. Annað skipið er í eigu bandaríska olíu- fyrirtækisins Exxon og er ekki vitað tíl þess að mannfall hafi orðið. írakar tilkynntu á sunnu- dag að flugvélar þeirra hefðu gert loftárásir á tvö olíuskip á flóanum en alls hafa þeir skýrt frá 12 slíkum árásum undan- farna viku. Að sögn heimildarmanna í Bahr- ain réðust tveir íranskir fallbyssu- bátar á olíuskipið „Esso Freeport" er það var á siglingu skammt und- an strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna á leið út úr Persa- flóa. Skutu bátamir eldflaugaknún- um sprengjum að skipinu en unnu ekki mikið tjón og hélt skipið áfram siglingunni. „Esso Freeport" er 260.000 lestir og siglir undir fána Bahama. Skipið var fulllestað olíu frá Saudi-Arabíu. Tveimur klukkustundum síðar gerðu tveir íranskir fallbyssubátar árás á gríska olíuskipið „Filikon L“ skammt norður af Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Litlar sem engar skemmdir urðu á skip- inu. Herstjóm íraka tilkynnti á sunnudag að íraskar flugvélar hefðu ráðist á tvö olíuskip skammt undan strönd írans. Undanfama viku hafa írakar hert mjög árásir sínar á skip sem flytja plíu frá íran og olíuvinnslustöðvar írana. Hafa þeir tilkynnt um 12 árásir undan- fama viku. íraskar flugvélar réðust í síðustu viku þrívegis á grískt olíu- skip sem íranir höfðu tekið á leigu og herma fréttir að það sé logandi á reki á flóanum. Þá skýrðu írakar frá því í gær að gerðar hefðu verið loftárásir á olíuvinnslustöðvar í suð- ur- og í vesturhluta írans. Sagði talsmaður íraka að árásunum yrði haldið áfram þar til íranir féllust á vopnahlésviðræður. Ráðamenn og yfírmenn herafla írana komu saman til fundar í gær til að skipuleggja nýja stórsókn gegn írökum þrátt fyrir áskoranir leiðtoga Arabaríkja um að samið verði um vopnahlé. Telja heimildar- menn víst að árásunum verði beint að borginni Basra í suðurhluta ír- aks, sem er önnur stærsta borg landsins. Sjúkraflutningamenn bera farþega úr þotunni, sem fórst í Denver, inn á sjúkrahús. Þotu hvolfdi í flugtaki í Denver: Reuter Reuter Vinstrisinnaðir verkamenn ganga til forsetahallarinnar í Manila. Þeir mótmæla þvi að stjómin skuli hvetja borgarana til að sameinast í sérsveitum til höfuðs kommúnistum. Filippseyjar: Stjórnin hrósar sigri vegna handtöku Riveras Fai'þegar héngu á hvolfi í sætunum ræddi við blaðamenn og sagði að mikil hræðsla hefði gripið um sig í farþegaklefanum þegar þotunni hvolfdi á flugbrautinni. Farþegamir hefðu æpt og veinað af hræðslu en sjálf hefði hún farið með bæn. Richard Boulware, talsmaður flugvallarstjóra, sagði orsakir slyss- Maniia, Reuter. STJÓRN Filippseyja hrósaði sigri f gær eftir að Juanito Ri- vera næstæðsti maður kommúni- staflokks landsins hafði verið handtekinn á sunnudag. Corazon Aquino forseti sagði að hér væri um kaflaskil í baráttu stjórnar- innar við kommúnista að ræða. Hershöfðingjar á Filippseyjum segja að handtaka Riveras sé stærsti sigur stjómarinnar í viður- eign við kommúnista síðan Rodolfo Salas, yfirmaður hers kommúnista, náðist á síðasta árí. Bardagar á götum höfuðborgar- innar færast nú í vöxt. Stuttu eftir ræðu Aquinos forseta bámst fregn- ir um að sveit kommúnista hefði skotið til bana flotaforingja í her landsins. Celso de la Cruz var á leið í strætisvagni til höfuðstöðva flot- ans þegar vopnaðir menn myrtu hann. 56 menn lifðu flugslysið af en 26 biðu bana Denver, Reuter. ÞOTA af gerðinni DC-9 fórst í flugtaki frá Stapleton-flugvellin- um í Denver í Colorado f Bandaríkjunum á sunnudag með þeim afleiðingum að 26 manns biðu bana. Óhappið átti sér stað þegar lyfti sér frá flugbrautinni í kafaldsbyl. Óljóst er hvað slys- inu olli en talið að henni hafi hvolft er vængur rakst í flug- brautina. Flugvirki, sem var farþegi í ann- arri flugvél, sagði að þotan hefði verið komin 10 til 15 metra frá jörðu þegar hún tók að vagga titr- andi vængjum. Hefði annar þeirra rekizt í jörðina með þeim afleiðing- um að þotan hefði sveiflast yfir um og skollið á brautina á hvolfi. Brotn- aði skrokkurinn í þrennt og köstuð- ust partamir hálfan kílómeter. Þeir sem komust Iífs af hengu sumir á hvolfi í sætum sínum í margar klukkustundir. Síðasta far- þeganum var bjargað fimm stund- um eftir óhappið. Þeir sem biðu bana köstuðust flestir úr sætum sínum og út úr flugvélinni þegar hún brotnaði. Báðir flugmennimir biðu bana og af fimm manna áhöfn flugvélarinnar komust aðeins tvær flugfreyjur lífs af. Björgunarstarf gekk mjög erfíð- lega, enda frost, hvassviðri og svartabylur allan tímann. Björgun- armenn bmgðu á það ráð að blása heitu lofti inn í flugvélina til þess að halda hita á þeim, sem lifðu af. Nota varð öflugar stálklippur til að losa fólk úr flakinu. Libby Smoot frá Ketchum í Idaho slapp ómeidd úr hildarleiknum. Hún Tyrkneskir kommúnista- leiðtogar teknir höndum Ankara, Reuter. TVEIR tyrkneskir kommúnista- leiðtogar voru handteknir í gær á flugvellinum i Ankara. Haydar Kutlu og Nihat Sargin höfðu að sögn lögfræðinga þeirra verið undanfarin sjö ár í sjálfskipaðri útlegð i Evrópu. Stuttu eftir að mennimir stigu út úr flugvél Lufthansa á leið frá Vestur-Þýskalandi tók Iögregla þá höndum. John Bowden enskur lög- fræðingur mannanna sagði að handtaka þeirra hefði verið brot á mannréttindasáttmála Evrópuráðs- ins. Bowden var einn af íjölmörgum vestrænum mönnum sem fylgdu Kutlu og Sargin til Tyrklands. Þar á meðal voru þingmenn frá Grikk- landi, Ítalíu, Spáni, Danmörku, Frakklandi og Vestur-Þýskalandi. „Við erum hingað komnir á lögleg- an máta til að sjá hvemig ástatt er um lýðræðið í Tyrklandi . . . Við fengum ekki að fylgja mönnun- um á friðsamlegan hátt heldur vorum við aðskildir. Það er ekki lýðræðislegt," sagði Bowden við fréttamenn. Stjómmálaskýrendur segja að Kutlu og Sargin vilji koma hinum fhaldssama forsætisráðherra, Turg- ut Ozal, í klípu en nú eru tvær vikur til kosninga í landinu. Einnig vildu þeir hamla inngöngu Tyrklands í Evrópubandalagið. Reuter Björgnnarmenn leita í braki þotunnar, sem fórst við Denver. Eins og sjá má á hjólabúnaði flugvélarinnar liggur hún á hvolfi. ins ókunnar. Aðeins væri vitað að annar vængurinn hefði rekizt í jörð- ina og að síðan hefði henni hvolft. Hann sagði að flugbrautarskyggni hefði verið aðeins 200 metrar þegar óhappið átti sér stað. Margar flug- vélar hefðu farið á loft um daginn við samskonar veðurfarsaðstæður og ekkert í skorizt. Þotan var í eigu flugfélagsins Continental Airlines og á leið frá Denver til Boise í Idaho. Um borð voru 76 farþegar og fimm manna áhöfn. Af 51 sem bjargaðist hlaut 21 aðeins smáskrámur. „Aðkoman var hyrllileg, allt á rúi og stúi,“ sagði John Wyckoff, lögregluþjónn í Denver. Að sögn embættismanna má fullyrða að manntjón hefði orð- ið mun meira ef eldur hefði komið upp í flugvélinni. Vængir hennar tættust í sundur og flæddi eldsney- tið úr tönkum og þykir kraftaverk að eldur skyldi ekki kvikna. Flugslysið í Denver er hið næst- mannskæðasta í Bandaríkjunum á þessu ári. í ágúst síðastliðnum biðu 156 manns bana þegar þota frá Northwest Airlines fórst við Detro- it. Aðeins einn komst lífs af, fjögurra ára stúlka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.