Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987
39
Ráðstefna um
ökukennslu
og umferðar-
menningu
UMFERÐARRÁÐ, Ökukennara-
félag íslands, Dóms- og kirkju-
málaráðuneytið, Bifreiðaeftirlit
ríkisins og Fararheill 87 efna
tíl ráðstefnu um ökukennslu og
umferðarmenningu í Holiday
Inn hótelinu á morgun.
Eftir að ráðstefnan hefur verið
sett, klukkan 9.15, mun Jón Sig-
urðsson, dómsmálaráðherra, flytja
ávarp. Erindi flytja t.d. Guðbrand-
ur Bogason, formaður Ökukenn-
arafélags ísiands, en hann fjallar
um stöðu ökukennslunnar, Guð-
mundur Þorsteinsson, námsstjóri,
sem talar um tilraunir með fræði-
legt ökunám í framhaldsskólum,
Salome Þorkelsdóttir, alþingis-
maður, ræðir um það hvemig
ökukennslan kemur henni fyrir
sjónir, Ólafur W. Stefánsson, skrif-
stofustjóri í Dómsmálaráðuneyt-
inu, talar um endurskoðun
reglugerðar um ökupróf og öku-
kennslu, Böðvar Bragason, lög-
reglustjóri, fjallar um ökuferilsskrá
og Rögnvaldur Jónsson, yfirverk-
fræðingur, ræðir um æfingasvæði
fyrir ökumenn.
Undir lok ráðstefnunnar verða
pallborðsumræður um ökukennslu,
hvemig megi bæta hana og þar
með umferðarmenningu. Ölafur
H. Þórðarson, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs, slítur síðan ráð-
stefnunni klukkan 16.55 sam-
kvæmt dagskránni.
Olíulekinn á
Keflavíkurflugvelli:
Gatið á leiðsl-
unni á við nögl
litla fingurs
Keflavik.
OLÍULEKINN á Keflavíkur-
flugvelli fannst loks á laugar-
dag. Lekinn reyndist vera í
gamalli olíuleiðslu frá árinu
1953. Hleypt var vatni á leiðslu-
rnar og námu leitartæki frá
Vatnsveitu Reykjavíkur lekann
á stað sem menn höfðu ekki
hugmynd um að olíuleiðsla væri
i jörðu. Gatið á leiðslunni reynd-
ist á stærð við nögl litla fingurs.
Mikill þrýstingur er á leiðslunni
þegar dælt er og náðu 75 þúsund
lítrar af díselolíu að leka út á
mánuði áður en lekinn upp-
götvaðist.
Friðþór Eydal blaðafulltrúi
vamarliðsins sagði í samtali við
Morgunblaðið að þama hefði átt
að byggja olíugeymi og við lagn-
ingu olíuleiðslunnar hefði verið
gert ráð fyrir því og settur botn-
langi að þeim stað sem tankurinn
átti að vera. Olíugeymirinn hefði
aldrei verið reistur og menn gleymt
tilvist olíuleiðslunnar.
Að sögn Friðþórs hefur ekki enn
verið tekin ákvörðun hvað gert
verður við jarðveginn á svæðinu,
en tvær hugmyndir væru uppi.
Önnur væri að jarðvegurinn yrði
brenndur í malbikunarstöð Aðal-
verktaka, en hin tillagan gerði ráð
fyrir að flytja jarðveginn á sorp-
haugana og brenna hann þar.
Sérfræðingar telja að vatns-
bólum Keflvíkinga og Njarðvíkinga
sé ekki hætta búin vegna olíum-
engunar og ekkert hefur komið
fram sem bendir til þess. Vatns-
bóli í nágrenni staðarins hefur
samt verið lokað af öryggisástæð-
um.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir HJÁLMAR JÓNSSON
16. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna:
Stöðugleiki verðlags eitt
brýnasta hagsmunamálið
SEXTÁNDA þing Landssambands íslenskra verzlunarmanna, sem
haldið var á Akureyri um helgina fór fram í friði og spekt. Deilur
milli verslunarmanna af landsbyggðinni og úr Reykjavík leystust
með farsælum hætti. Samþykktar vo'ru tillögur um breytingar á
skipulagi samtakanna, sem auka ítök landsbyggðarfólks I samtök-
unum og félög verslunarmanna á landsbyggðinni hafa nú jafnmarga
fulltrúa í framkvæmdastjórn og Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur, eða fimm, en ellefti fulltrúinn kemur frá Verslunarmannafélagi
Hafnarfjarðar.
Landssambandið
sterkara og-
samhentara
„Ég er ánægður með þetta þing.
Ég tel að þegar við stöndum upp
frá þingi sé Landssamband
íslenskra verslunarmanna sterkara
og samhentara en það var fyrir
þingið," sagði Bjöm Þórhallsson,
sem endurkjörin var einróma for-
maður sambandsins. Hann sagði
að á þinginu hefði tekist að leysa
ágreining innan sambandsins milli
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur og félaga af landsbyggðinni.
Samþykktar hefðu verið skipulags-
breytingar, sem fækkuðu fulltrúum
VR hlutfallslega á þingunum.
Sömuleiðis hefði verið samþykkt
ályktun um breytingu á starfs-
háttum, sem hann vænti að full-
nægði að mestu kröfum lands-
byggðarfélagana um breytingu þar
á. Að vísu yrði það að koma í ljós
í störfum þeirrar stjómar sem kjör-
in var, hvemig henni tækist að
vinna úr því veganesti.
Verslunarmannafélög á lands-
byggðinni stofnuðu með sér samtök
í jólaföstusamnmgunum í desember
á síðasta ári. Ástæðan var sú að
samtökin töldu félagsmenn sína
lítið eiga sameiginlegt með VR
vegna þess að yfirborganir væm
algengar á höfuðborgarsvæðinu,
en kauptaxtamir giltu út á lands-
byggðinni. Viðhorfin hafa breytst
síðan, enda upplýst á þinginu að
75% afgreiðslufólks í verslunum í
Reylqavík er á töxtum á bilinu
33-39.700 krónur. Þá voru sam-
þykktar breytingar á lögum lands-
sambandsins, þess efnis að einn
fulltrúi verði kjörinn á þing sam-
bandsins fyrir hvetja 150 félags-
menn eða færri. Séu félagsmenn
fleiri en 150 á félagið rétt til þess
að kjósa fyrir hverja 150 eða brot
úr 150 umfram hinna fyrstu félags-
menn. Þessi lagabreyting gerir það
að verkum að fulltrúum lands-
byggðarinnar fjölgar hlutfallslega,
en VR átti tæp 70% af fulltrúum
á þinginu nú, enda stærsta verka-
lýðsfélag í landinu.
„Landsbyggðarsamtökin em bú-
in að koma því til leiðar að ég
held að starfsemi innan LÍV auk-
ist,“ sagði HansínaÁ. Stefánsdóttir
frá Verslunarmannafélagi Ámes-
sýslu. „Það verður sú breyting á
stjóminni að þar verða jöfn hlut-
föll iandsbyggðarinnar annars
vegar og VR hins vegar og svo
oddamaður úr Hafnarfirði. Virkni
innan sambandsins ætti því að geta
aukist, en það byggist á því að
framkvæmdastjóm fylgi eftir þeim
samþykktum sem komu frá laga
og skipulagsnefnd þingsins," sagði
Hansína. Hún sagði að landsbyggð-
arfélögin hefðu ekki verið nógu
virk og sambandið I heild hefði
heldur ekki verið nógu virkt. Stofn-
un samtaka landsbyggðarfélag-
anna hefði orðið til þess að koma
af stað mikilli umræðu, sem aftur
hefði orðið til þess að starfið hefði
aukist.
Kjaramálin í
brennidepli
Helsta mál þingsins vom kjara:
mál, svo sem vænta mátti. í
kjaramálaályktun sem samþykkt
var segir meðal annars að efna-
hagsþróun síðustu mánaða, svo og
aðgerðir ríkisstjómarinnar gefi
ekki tilefni til bjartsýni við upphaf
samningagerðar. Ljóst sé að að-
gerðir ríkisstjómarinnar komi illa
við allt launafólk og því hljóti
verkalýðshreyfingin í heild að mót-
mæla. í kjarasamningum á síðasta
ári hafi náðst víðtæk samstaða
verkalýðshreyfingarinnar, atvinnu-
rekenda og ríkisvalds um aðgerðir
til að ná tökum á verðbólgunni,
tryggja kaupmátt og koma á stöð-
ugleika í íslensku efnahagslífi.
Verkalýðshreyfingin ein hafi staðið
sem þegar hafi tekið gildi. Verði
áform ríkisstjómarinnar að vem-
leika, sé það enn sem fyrr launa-
fólkið, sem ætlast sé til að greiði
niður óráðsíu stjómvalda.
Verdbólgn verði
haldið niðri
Þingið samþykkti að leggja meg-
inþunga á eftirfarandi atriði I
komandi kjarasamningum. Verð-
tryggingu launa og að yfirborganir
komi inn í taxta. Þrátt fyrir vem-
lega hækkun lægstu launa í
kjarasamningum í fyrra hafi launa-
hlutföll ekki breytst láglaunafólki
í hag vegna aukins launaskriðs. 1
Leggja þurfi áherslu á að dag-
vinnulaun dugi til framfærslu
heimilis og í fjórða lagi að áunnin
réttindi starfsmanna haldist við
flutning milli vinnuveitenda.
í fimmta lagj að raunvemlegu
launajafnrétti sé komið á. Það sé
óþolandi staðreynd að þrátt fyrir
lög um launajafnrétti karla og
kvenna séu konur yfírleitt mun
verr launaðar, þó þær vinnu sömu
störf. í sjötta lagi að haldið verði
áfram þeirri vinnu sem hófst með
gerð fastlaunasamninga og feli í
hræddur um að ýmislegt verði þar
til erfiðleika," sagði Bjöm Þórhalls-
son aðspurður um horfumar í
kjaramálunum. „Við lögðum á það
áherslu í kjaramálaályktuninni að
það þurfi að hækka lægstu laun
og færa þau nær þeim launum sem
almennt em greidd. Þá var mikil
áhersla lögð á það á þinginu að
varðveita það sem áunnist hefur í
baráttunni við verðbólguna. Það
er mikil áhersla lögð á það í álykt-
uninni og sömuleiðis heyrðist það
á tali manna og umræðu allri um
kjaramálin, að umfram allt yrði að
sjá til þess að verðbólgan færi ekki
á skrið á nýjan leik. Jafnframt
bentu menn á að það dygði ekki
að verkalýðshreyfíngin ein axlaði
byrðamar," sagði Bjöm ennfrem-
ur.
Einhugnr um kjör
í stjórn
Þingið samþykkti breytingar á
Ijölda stjómarmanna, sem em nú
21 og 10 til vara, en vom 19 áður
og 7 til vara. Þar af em 11 í fram-
kvæmdastjóm, tíu í sambands-
stjóm og tíu til vara. Sambands-
stjómin er nýmæli, en áður vora
Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
Frá þingi Landssambands íslenskra verslunarmanna. Björn Þórhallsson, formaður sambandsins, í
ræðustól.
við þá samninga, bæði atvinnurek-
endur og ríkisvald hafí bmgðist.
Síðan segin „16. þing LÍV legg-
ur megináherslu á, að sá árangur
sem náðist í baráttunni við verð-
bólguna á síðasta ári, fyrst og
fremst fyrir frumkvæði verkalýðs-
hreyfíngarinnar verði ekki að engu
f;rður með aðgerðum stjómvalda.
því sambandi bendir þingið á, að
orsakir verðbólgu er ekki að fínna
í kauptöxtum launafólks.
Þótt stigið hafí verið skref í átt
til launajöfnunar með gerð síðustu
kjarasamninga, er enn mikið verk
óunnið. Hinn gífurlegi launamunur
sem viðgengst er óþolandi. Þar
bera atvinnurekendur mesta
ábyrgð. Yfírborgamir og launa-
skrið sýna svo ekki verður um villst
að það er hægt að greiða hærri
laun en kauptaxtar segja til um.“
Þá er harðlega mótmælt þeim
áformum ríkisstjómarinnar að
leggja enn frekari byrðar á launa-
fólk með álagningu söluskatts á
matvæli. Þingið telji að með slíkri
skattlagningu sé afkomu fjölda
heimila teflt í tvísýnu og lögð er
áhersla á að söluskattur á matvæli
geti ekki orðið skiptimynt í viðræð-
um um kjarasamninga. Skorað er
á ríkisstjómina að hætta við öll
áform um skattlagningu matvæla
og felldar verði niður þær álögur
sér að taxtamir verðir færðir nær
greiddu kaupi. Það sé með ölli óvið-
unandi að kaup og kjör verslunar-
manna séu háð geðþóttaákvörðun-
um einstakra vinnuveitenda.
Þá er að lokum lögð áhersla á
að baráttu þeirri sem hófst á
síðasta ári við að halda niðri verð-
bólgu verði haldið áfram. Þingið
leggi áherslu á að stöðugleiki f
verðlagi sé eitt brýnasta hags-
munamál launþega.
Að lokum segir í Iqaramálaálykt-
uninni: „Enn sem fyrr veltur á
miklu að verkalýðshreyfingin sé
samstiga í baráttunni fyrir bættum
kjöram. Þótt áherslur séu ekki all-
ar þær sömu, ber nú sem áður
brýna nauðsyn til samstöðu. Það
er auðsætt að það er hagur at-
vinnurekenda að verkalýðshreyf-
ingin komi sundmð til samninga,
þeim mun betri er þeirra samnings-
staða.
Látum ekki stundarhagsmuni
einstakra hópa glepja okkur sýn,
stöndum saman og verjum þau
réttindi sem náðst hafa fram með
áratuga baráttu og sækjum ný.
Vinnum saman að því að skapa
betra og réttlátara þjóðfélag".
„Ég er satt að segja ekki mjög
bjartsýnn á að hyggilegir samning-
ar náist á skömmum tíma. Ég er
kjömir tveir menn úr hveijum
landsfjórðungi f aðalstjóm og vara-
stjóm var skipuð þremur fulltrúum
frá Reykjavfk og einum úr hvetjum
lands^órðungi.
Einhugur var á þinginu um Iq'ör
í stjóm landssambandsins. Eins og
fyrr sagði var Bjöm Þórhallsson
einróma endurkjörinn formaður.
Aðrir í framkvæmdastjóm vom
kjömin Jóna Steinbergsdóttir,
Hannes Þ. Sigurðsson, Grétar
Hannesson, Böðvar Pétursson,
Friðrik Jónsson, Guðmundur Jóns-
son, Hansfna Á. Stefánsdóttir, Leó
Kolbeinsson, Kristinn H. Gunnars-
son og Magnús Pálsson.
í sambandsstjóm vom kjömir
þessir aðalmenn: Reynir Jósefsson,
Guðrún Jóhannsdóttir, Sigurlaug
Sveinbjömsdóttir, Guðrún Þórs-
dóttir, Ingibjörg R. Guðmunds-
dóttir, Bjöm Gunnarsson, Jón
ísaksson, Gunnlaugur Guðmunds-
son, Jóhanna Vilhelmsdóttir og
Salmar Jóhannsson.
Varamenn í sambandssstjóm
vom kjömir Guðmundur Karlsson,
Laufey Bjamadóttir, Sólveig
Sveinsdóttir, Þóra B. Ögmunds-
dóttir, Steinn Gunnarsson, Gyða
Guðmundsdóttir, Margrét Runólfs-
dóttir, Þóra Pétursdóttir, Þorsteinn
Bjamason og Ingimar H. Georgs-
son.
BB
r