Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 46

Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 +- með færanlegum rímluin HURÐIR HF Skeifan 13-108 Reykjavík-Sími 681655 HÚSASMIÐJAN HF. SÚÐARVOGI3-5, REYKJAVÍK, SÍMI: 687700 Fáðu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst. Fermítex losar stíflur í frárennslisþíp- um, salernum og vöskum. Skaðlaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirkt og sótthreínsandi. Sg? VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 IMÉM LYNGHÁLSÍ 3 SÍMAR 673415 — 673416 Heimsmeistaramótið í brids: Alslemman í hjarta var spiluð í laufabút Brids GuðmundurSv. Hermannsson BANDARÍ KJAMENN unnu sig- ur í báðum flokkum heims- meistaramótsins í brids á Jamaíka fyrir skömmu. Bermudaskálin hefur því verið í Bandaríkjunum samfleytt í 11 ár en árið 1976 tókst Banda- rikjamönnum loks að sigra Bláu sveitina itölsku. í þetta skipti voru það ekki ítalir sem voru Bandaríkjamönnum þyngstir í skauti heldur Bretar sem sýndu af sér ótrúlega seiglu. Þeir þurftu fyrst að spila 14 umferða undankeppni sem Bandaríkjamenn- imir fengu að sleppa, síðan 160 spila undanúrslit gegn Svíum og loks 176 spila úrslitaleik gegn Bandaríkjunum. Og þegar 160 spil- um var lokið af úrslitaleiknum voru Bretamir aðeins 14 stigum undir. En þá var úthaldið líka búið og í síðustu 16 spilunum skomðu Banda- ríkjamennimir 58 stig gegn 8 og unnu úrslitaleikinn með 354 stigum gegn 290. Tony Forrester var jám- karlinn í liðinu og spilaði alls 752 spil á tveimur vikum og sleppti 32. í þessum þætti verður litið á spil frá heimsmeistarakeppninni. Sömu spilin vom spiluð í úrslitaleikjum mótsins, eins langt og úrslitaleikur kvennaflokksins náði, en hann var 128 spil. Þar unnu Bandaríkjamenn sigur á Frökkum. Þetta spil kom fyrir í þriðju lotu úrslitaleikjanna; það er ekki oft sem spilarar fá jafn góð spil og þessir suðurspilarar. Norður gefur; AV á hættu. Norður Vestur ♦ 109654 ¥ 109 ♦ G7 ♦ 7632 ♦ DG2 ¥76 ♦ 1086432 ♦ 54 Austur ♦ 83 ¥ G52 ♦ KD95 ♦ DG109 Suður ♦ ÁK7 ¥ ÁKD843 ♦ Á ♦ ÁK8 Eins og spilið liggur vinnast 7 hjörtu í NS, en sá lokasamningur er varla raunhæfur. 6 hjörtu virðast þó ekki eiga að verða mönnum of- viða, en spil á borð við suðurhöndina era oft erfíð viðureignar, og fæstir spilaramir á Jamaíka réðu við þau. í úrslitaleik kvennaflokksins stopp- uðu keppendur í 4 og 5 hjörtum. í úrslitaleik opna flokksins fengu Bretamir Flint og Sheehan að glíma við þessi spil. Þeir spila að mestu eðlilegt kerfí, með þeirri undantekn- ingu að þeir snúa við opnun á passi og eðlilegu laufí. Það var því vestur sem fékk að opna. Vestur Norður Flint Austur Suður Sheehan — 1 lauf pass 2 lauf pass 2 hjörtu pass 3 hjörtu pass pass 3 grönd pass 5 hjörtu Laufopnunin sýndi 0—11 punkta en 2 lauf vom alkrafa og vestur tvíafmeldaði síðan. Stökkið í 5 hjörtu sýndi 11 slaga hönd og því hefði Flint átt að geta metið spaða- drottninguna og tvílitinn í laufi til slaga. Bandaríkjamenn áttu þvi góðan möguleika á að græða á spilinu og það var Hugh Ross sem fékk ófreskjuna upp á höndina. AV sátu John Armstrong og Tony Forrester, en mynduðu nýtt par í mótinu og spililðu saman flókið kerfi sem byggði á veikum opnunum og sterku passi. Og þeir tóku Bandaríkja- mennina í bólinu: Vestur Norður Austur Suður Forrester Lawrence Armstr. Ross — pass 1 tigul! 2 lauf pass pass pass 1 tígull sýndi 0—7 punkta og jafna hönd eða 0—10 punkta og skiptingarspil. Ross hélt að 2 lauf væri eftir sem áður alkrafa en Law- rence passaði í þeirri trú að Ross ætti lauf. Sýningarsalurinn sprakk úr hlátri yfir þessum ógæfulega lokasamn- ingi og flestir misstu af því að Ross stóð sig nokkuð vel í úrspilinu. Hann tók hjartaútspilið með kóng, lagði niður hjartaásinn og spilaði þrisvar laufí. Ef Armstrong hefði gert sér grein fyrir laufastöðunni hefði hann getað skipt í lítinn tígul og hnekkt spilinu en þess í stað tók hann fjórða trompið og þá átti Ross afganginn. Bretamir græddu því 8 impa en vom ekki ánægðir og sáu eftir að hafa ekki fengið 11 impa. En þetta var eina sveiflan sem kom úr spilinu því það féll í leik Svía og Taiwan- búa um 3. sætið: þar spiluðu bæði lið 6 hjörtu og þótti ekki mikið. Næsta spil er úr undanúrslitaleik Breta og Svía. Það lætur ekki mik- ið yfír sér en samt kom úr því hæsta tala sem skrifuð hefur verið á skor- blað í sögu keppninnar um Be'rmudaskálina. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 106 ¥765 ♦ ÁK73 ♦ Á764 Vestur ¥3 ♦ G109864 ♦ KD852 Suður Austur ♦ ÁK854 ¥ DG102 ♦ D5 ♦ 103 ♦ D9732 ¥ ÁK984 ♦ 2 ♦ G9 Flint og Sheehan spiluðu 3 tígla í AV við annað borðið og unnu þá slétt, 110 til Bretanna. Við hitt borð- ið kom þessi ótrúlega sagnröð: Lístmunír með myndskreYtíngu eftír Sígrunu Eldjám! LJL HÖFÐABAKKA. 9 REYKJAVÍK SÍMI 68541

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.