Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Garðakaup í Garðabæ: Býður ATVR hús- næði endurgjalds- laust í tíu ár HRAFN Bachmann kaupmaður hefur fyrir hönd Kjötmiðstöðv- Fiskverð ákveðið í dag? Núgildandi verð staðfest Verðlagsráð sjávarútvegsins mun í dag að öllum líkindum staðfesta verð á öllum tegundum botnfisks, sem við lýði hefur ver- ið á Norðurlandi, Vestfjörðum og Akranesi. Samkvæmt því mun tveggja kílóa þorskur kosta upp úr sjó nálægt 32 krónum. Upp úr áramótum fór að tíðkast umtalsverð yfirborgun á físk, sem m.a. leiddi til þess að verð á físki upp úr sjó var gefíð fijálst um mánaðamótin maí/júní. Þá þegar hafði fískverð hækkað um 10-15% frá gildandi lágmarksverði. Eftir að verð var gefíð frjálst var samið um fast verð á físki víðast hvar um landið með tilvísun í verð á físk- mörkuðum í Reykjavík og Hafnar- fírði. Mikill styrr hefur staðið um fíjálst fískverð og ein helsta ástæða þess að frelsi við verðlagningu á físki hefur liðið undir lok er sú, að fískverkendur og útgerðarmenn hafa hafnað þeirri leið. arinnar hf., sem nýlega festi kaup á versluninni Garðakaup í Garðabæ, boðið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins afnot af húsnæði í Garðakaupum endur- gjaldslaust í tíu ár. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, stað- festi í samtali við Morgunblaðið í gær að bréf hefði borist frá Hrafni þessa efnis, en að ekki hefði verið tekin afstaða til til- boðsins að svo komnu máli. Höskuldur sagði að í bréfí Hrafns hefði verið vísað til at- kvæðagreiðslu bæjarbúa árið 1986, þar sem yfírgnæfandi meiri- hiuti lýsti sig fylgjandi áfengisút- sölu í bænum. Þar sem ekkert hefði enn gerst í þessum málum kveðst Hrafn í bréfínu reiðubúinn til að láta ÁTVR í té hluta af hús- næði Garðakaupa endurgjaldslaust í tíu ár með rafmagni og ræstingu. Höskuldur sagði að ekki hefði enn verið tekin afstaða til þessa tilboðs, en afrit af bréfí Hrafns hefði verið sent til fjármálaráðu- neytisins og bæjarstjómar Garða- bæjar. Hann sagði að venjan væri sú að ÁTVR gerði tiliögu um hvaða tilhögun þeir vildu hafa um útsölur en fjármálaráðuneytið tæki síðan endanlega ákvörðun. Vigdís gefur kost á sér áfram VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, gaf siðdegis í gær út eftirfarandi yfirlýsingu: „Þeim tilmælum hefur verið beint til mín að ég gefi kost á mér við forsetakjör, sem fram á að fara á komandi sumri, fyrir kjörtímabilið 1988-1992. Eg hef ákveðið að verða við þessum til- mælum. Umboðsmenn mínir verða Svanhildur Halldórsdóttir fulltrúi, Háaleitisbraut 30, og Þór Magn- ússon þjóðminjavörður, Bauga- nesi 26, bæði í Reykjavík." Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti íslands 1980. Hún var sjálfkjörin árið 1984. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Frá formannafundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær. Morgunblaðið/Þorkell Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Nefnd geri tillögur um framtí ðar stefnu Á að skila áliti fyrir landsfund 1989 MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins ákvað í gær að setja á Iaggimar nefnd sem á að gera tillögur um framtíðarstefnu flokksins. Áætlað er að nefndin skili tillögum sínum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður árið 1989. Skýrði Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokksins, frá þessu í upphafi for- mannafundar Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í ValhöU í gær. Sameiginlegur flokksráðs- og formannafundur Sjálfstæðisflokksins hefst að Hótel Selfoss klukkan tíu í dag. Þorsteinn Pálsson sagði við setn- þjóðmálaályktunar næsta landsfund- íngu formannafundarins að talið hefði verið rétt að skipta fundinum á þennan hátt í tvennt. Fyrri daginn væri ætlunin að ræða flokksstarfíð inn á við en síðari dagurinn notaður í að ræða og móta pólitfska stefnu- ar Sjálfstæðisflokksins. í þeirri ályktun verði mörkuð stefna flokks- ins á öllu helstu sviðum þjóðmála með ítarlegri hætti en að jafnaði er gert í almennum stjómmálayfirlýs- ingum landsfunda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður efnt til stefnumótunarstarfs af þessu tagi sem hefur gefíst mjög vel. Til þess að stýra þessu verki mun miðstjóm flokksins á næstunni til- nefna hóp manna sem hafí það verkefni að skila næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins yfirlýsingu þar sem vegferð íslensku þjóðarinnar inn í 21. öldina verði mörkuð." Flokksráðs- og formannafundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn að Hótel Selfoss í dag og hefst hann klukkan 10 með ræðu Þorsteins Páls- sonar, forsætisráðherra. Útvarpsráð átelur vinnubrögð fréttastofu mörkun. Miðstjóm flokksins sagði hann m.a. hafa rætt um að móta stefnu Sjálfstæðisflokksins inn í nýja framtíð en við stæðum nú að ýmsu leyti á tímamótum. Þessi mál þyrfti að taka til gaumgæfílegrar athugun- ar og hefði því verið skipuð sérstök nefnd sem gera ætti tillögur um stefnumótun flokksins inn í nýja öld. Á fundi miðstjómar Sjálfstæðis- flokksins í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Næsti lands- fundur verður að öllu óbreyttu haldinn árið 1989, en þá verður að- eins áratugur til aldamóta. Aldamótin nálgast þó ekki aðeins samkvæmt lögmáli tímatalsins held- ur er að hefjast öld hátækni og nýrrar þekkingar. Ný upplýsingaöld og tímabil ört vaxandi samskipta milli þjóða. Af þessu tilefni samþykkir mið- stjóm Sjálfstæðisflokksins að efna nú þegar til undirbúnings að gerð MIKLAR umræður urðu á fundi útvarpsráðs í gær vegna frétta- flutnings Ríkisútvarpsins dagana 9. til 13. nóvember um samskipti Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrum forsætisráðherra, við leyniþjónustu Bandarikjanna. Svo og vegna fréttaflutnings sjón- varpsins 14. nóvember, eftir að ljóst var að heimildir fyrir frétt- inni voru rangar. Á fundinum var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1, eftirfarandi til- laga: „Útvarpsráð átelur harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð vom við fréttaflutning um Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, dagana 9. til 14. nóvember og beinir þvi til útvarpsstjóra að hann láti hlutlausa aðila kanna með hvaða hætti slíkt getur gerst." María Jóhanna Lámsdóttir, full- trúi Kvennalistans, greiddi atkvæði á móti tillögunni og lét bóka eftirfar- andi. „Fréttaflutningur fréttastofu Ríkisútvarpsins um Stefán Jóhann Stefánsson var byggður á heimildar- manni, sem fréttastofan taldi ekki ástæðu til að vefengja. Heimild fréttastofunnar reyndist síðan ekki traust og hefur fréttastofan nú skýrt málið fyrir almenningi og tel ég að þar með sé málinu lokið." Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: í dag UESBÚK MORGUNB LADS I NS Ekkert tílefni til að blanda sér í kjarasamninga nú „Tímabært að koma inn í,“ segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra telur tíma- bært að ríkisstjómin fari að koma inn í kjarasamningana, með þvi að taka upp viðræður við samningsaðila, eftir að upp úr slitnaði á milli Verkamanna- sambands íslands og vinnuveit- enda. í samtali við Morgunblaðið vildi hann þó ekki segja hvað ríkisstjórain gæti gert til að liðka fyrir samningunum. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra segir aftur á móti að sú staða sem nú er komin upp i samningunum gefi ekkert tilefni til þess að ríkisstjórnin blandi sér f málið. Þorsteinn sagði: „Við gáfum á sínum tíma út þá yfírlýsingu að ríkisstjómin væri tilbúin til við- ræðna við aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að ná niður verðbólgu. Forsenda þess sem kallað hefur verið þjóðarsátt var að þeir kæmu sér sjálfir saman um launastefnu sem samiýmdist stefnu ríkisstjóm- arinnar. Nú hefur orðið uppstytta í viðræðum þeirra og það gefur ríkisstjóminni ekkert tilefni, nema síður væri, til að blanda sér í mál- ið. Ábyrgðin hvílir á þeim sjálfum." Steingrímur sagðist vonast til að slit samningaviðræðnanna útilokaði ekki þjóðarsátt í tengslum við nýja kjarasamninga. „Við höfum vitað að mikið hefur borið á milli, en það hefur gert það fyrr. Fall dollarans og mikil þensla í þjóðfélaginu hefur valdið miklum vandræðum nú. Þrátt fyrir það hef ég vonast eftir að samningar tækjust fljótt. Ég get þó ekki sagt að ég hafí orðið undr- andi á viðræðuslitunum," sagði Steingrímur. „Það er um að gera fyrir stjóm- ina að koma inn í þetta núna. Það verður að gerast með viðræðum við samningsaðila til að kanna hvað hægt er að gera til að stuðla að samkomulagi. Orð eru til alls fyrst og það hefur alltaf legið fyrir að stjómin er til viðræðu um þessi mál á breiðum grundvelli," sagði ut- anríkisráðherra einnig. Ekki vildi hann þó nefna hvað ríkisstjómin gæti gert til að liðka fyrir samning- unum. Þorsteinn sagði að aðstæður hefðu breyst undanfamar vikur. Með falli dollarans hefðu viðskipta- lqjör landsins snarversnað með tilheyrandi áhrifum á afkomu þjóð- arbúsins og tekjur þjóðarinnar. „Það er mikill misskilningur að hægt sé að hækka kaupið með því að fella gengið, eins og jafnvel tals- menn launþega vilja. Gengisfelling er kaupmáttarskerðing í eðli sínu,“ sagði Þorsteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.