Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 N óvemberkaktus Þegar blómgróður utanhúss er sölnaður og skammdegið færist yfír má ætíð bæta nokkuð upp sumarmissinn með því að prýða vistarverur blómstrandi gróðri. Hann litar og lífgar umhverfí sitt og gerir það notalegt, jafnt á heimilum sem vinnustöðum. Hér er þó orðin fábreytni í innigróðri sem skartar blómum þegar þessi tími er kominn. Þó er sitt lítið af hverju fyrir hendi. Það sem fyrst og fremst er um að ræða er jóla- stjama, kóraltoppur, nóvember- kaktus og pálsjurt. Einnig mun aðeins votta fyrir alpafjólu og stofualparós, en aðaltími hennar er þó síðar á vetuma. Nóvemberkaktus, sem hér skal vikið ögn að, er býsna nýr af nálinni í ræktun hérlendis. Hann dregur nafn sitt einfaldlega af því að hann byijar oftast að sýna blómskrúð sitt um það leyti sem þessi næstsíðasti mánuður ársins fer í hönd. Nú kunna ýmsir að ímynda sér nóvemberkaktus sem einhveija kúlu eða súlu alsetta hvössum þymum eins er og sér- kenni flestra kaktusa, en þann klæðnað skortir hann með öllu. Að útliti er nóvemberkaktusinn nauðalíkur venjulegum jólakaktus sem ættaður er frá Brasilíu og er gamall í ræktun og víða algeng- ur á heimilum, enda er hann að mestu leyti afsprengi hans, eins og greinilega má sjá séu þeir bom- ir saman. Báðir em þeir með flata, liðskipta stöngla sem minna mjög á blöð og gegna sama hlutverki. Stöngulliðimir em gljáandi græn- ir, skomir þvert fyrir og á nóvemberkaktus oftast greinilega tenntir, en að því leyti má að- greina hann frá venjulegum jólakaktus. Blóm nóvemberkaktusins em löng, frekar mjó og aðeins óreglu- leg að lögun. Sést þetta best þegar blómin fara að opna sig en þau standa nokkur saman á liðendum. Nóvemberkaktus getur verið mjög blómfús. Aðalliturinn er rauður en einnig era til bleikblómstrandi og hvít afbrigði auk fleiri litablæ- brigða, því kynbætur hafa komið mikið við sögu upp á síðkastið. í ræktun hefur nóvemberkakt- us lengi látið lítið á sér bera utan Frakklands og Þýskalands, þar sem hann aftur á móti hefur ver- ið í miklum metum afar lengi. Á seinni ámm hefur hann þó skotið upp kollinum víða og hvarvetna fengið mjög góðar viðtökur. Nóvemberkaktus dafnar best og blóm hans verða fegurst á lit- inn við fremur svalan hita. Á meðan hann blómgast er því gluggi ákjósanlegri staður en aðr- ir innanhúss. Eftir að blómhnapp- amir em komnir í ljós, er mikilvægt að fylgjast vel með vökvun. Vatn má aldrei skorta því þá fellir plantan blómhnappa. Þá verður að sýna vissa aðgát, því jurtin er seti og hefur ekki öflugt rótarkerfí. Forðast skyldi að láta vatn standa í skál undir plöntunni nema mjög skamman tíma, helst aðeins 10 mín. eða svo, sé vökvað í skál. Á meðan á blómgun stendur er rétt að nota næringu við og við. Eftir blómg- un, sem varir í nokkrar vikur, er hægt á vökvun og plantan þannig hvfld fram undir vorið. Aldrei skyldi þó dregið það mikið úr vökvun að stöngulliðir þomi inn. Að vori kemur síðan umpottun til álita, í moldarblöndu sem geymir gnægð af lífrænum efnum. Eins og öðmm kaktusum er auðvelt að fjölga nóvemberkaktus er vora tekur með stöngulliðum. Setja 2—4 liði niður í pott. Óli Valur Hansson BILDSHOFDl 6 verksiæöi fyrir vörubíia \ þungavinnuvélar , penta-bátavéiar ^sLyvarahlulir SUDURLANDSBRA UT 16 skrifstofur V fólksbílaverkstæði j V, varahlutavcrslun/ /Á, fólksbíla yufk FOSSVOGUR SKEIFAN 15 söludeild SKEIFAN 13 réttinga verkstæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.