Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 31 farþega sem ferðast með þessari einu flugvél okkar. Hins vegar hðf- um við keypt 200 milljón banda- rikjadala [nú um 7,5 milljarða] tryggingu vegna hugsanlegra slysa á farþegum hennar, svo og tjóns á farangri, vörum og pósti sem hún flytur og tjóns á mönnum og munum sem hún gæti valdið á jörðu niðri," sagði Þórður. Vátryggingarfjárhæðir ábyrgðar- trygginga ökutælq'a eru nú 38,8 milljónir króna fyrir hvert vélknúið ökutæki sem flytja má fleiri en tíu farþega en 19,4 milljónir króna fyrir önnur ökutæki, að sögn Ólafs W. Stefánssonar skrifstofustjóra í Dómsmálaráðuneytinu. Ingvar Sveinbjömsson, lögfræð- ingur Brunabótafélags íslands, taldi að þessar fjárhæðir dygðu í langf- lestum tilvikum til að greiða slysa- og dánarbætur vegna umferðar- slysa. „Til dæmis," sagði Ingvar „þegar steypubíll keyrði á rútu, árið 1982, lést ökumaður steypubílsins, 14 farþegar rútunnar slösuðust og einn þeirra varð 100% öryrki. Ábyrgðartrygging steypubflsins, sem var í órétti, nægði hins vegar til að greiða allar bætur í þessu til- viki. Ef hún hefði hins vegar ekki nægt til þess, hefði ábyrgðartrygg- ing rútunnar greitt það sem upp á vantaði. í mati skipta tekj- ur bótaþega máli Þegar metið er hvaða bætur skuli greiða vegna umerðarslysa er, meðal annars, farið eftir því hversu miklar tekjur hinn slasaði hafði fyrir slysið samkvæmt skattframtölum. í sum- um tilvikum eru eingöngu greiddar bætur vegna röskunar á högum við- komandi farþega. Dánarbætur vegna umferðarslysa fara t.d. eftir aldri hins látna, svo og tekjum þeirra sem fá bætumar. í sumum tilfellum, til dæmis ef um ungabam er að ræða, er eingöngu greiddur jarðar- fararkostnaður,“ sagði Ingvar. Gunnar Ólason, deildarstjóri hjá Tryggingu hf., sagði að farþegar strætisvagna, langferðabifreiða og leigubifreiða væru ekki tryggðir fyr- ir hærri upphæð en sem næmi vátryggingarfjárhæð ábyrgðar- tryggingar viðkomandi bifreiða. „Það er unnið að því að hækka þess- ar fjárhæðir verulega á öðmm Norðurlöndum," sagði Gunnar. „Það breytir engu fyrir farþegana hvort bifreiðimar em kaskótryggðar, því slysabætur hækka ekki við kaskó- tryggingu. Nægi til dæmis vátrygg- ingarfjárhæð ábyrgðartryggingar langferðabifreiðar ekki til að greiða bætur vegna slysa á farþegum þarf eigandi hennar að greiða það sem upp á vantar. Ef hann á hins vegar ekki eignir fyrir mismuninum situr farþeginn uppi með skaðann af því," sagði Gunnar. Hannes Þ. Sigurðsson, forstöðu- maður markaðssviðs Sjóvár, sagði að reglugerð um vátryggingar vegna loftferða skylduðu flytjanda að vá- tryggja hvem einstakan farþega fyrir slysum eða dauða að fjarhæð 36.500 gullkrónur. „Vátryggingaify- árhæð þessi," sagði Hannes, „er greidd án tillits til þess hvaða ástæð- ur valda því að farþegi slasast eða lætur lífið í flugslysi. Vátryggingar- félögin selja nú svonefnda öku- manns- og farþegatryggingu með ábyrgðartryggingum bifreiða. Öku- manns- og farþegatryggingin greiðir eingöngu dánarbætur, útfararkostn- að eða örorkubætur vegna ökuslysa. Þessar bætur em einungis greiddar í hlutfalli við það tjón sem tjónþoli fær tjón sitt ekki bætt af lögboðnum vátryggingum ökutækja. Samkvæmt siglingalögum eiga farþegar skipa í mörgum tilvikum rétt á víðtækum bótum frá viðkom- andi skipafélagi. Meginreglan er þó sú að skipsfarþegar eiga ekki rétt á bótum frá viðkomandi skipafélagi nema yfirsjón þess eða vanræksla háfi valdið slysinu. Ef sannað er að gáleysi flugmanns, bílstjóra eða skipstjóra hefur valdið slysi ber við- komandi eigandi flugvélar, bifreiðar eða skips ábyrgð á slysinu og þarf því að greiða bætur vegna þess. Ef yfírsjón eða vanræksla flugfélags, skipafélags eða eiganda langferða- bifreiðar hefur valdið slysi er ábyrgð þeirra fyrir hendi,“ sagði Hannes. Fjölbreytt helgihald í Laugarneskirkju SUNNUDAGINN 22. nóvember verður fjölbreytt helgihald í Laug- ameskirkju. Kl. 11 verður guðs- þjónusta fyrir alla fjölskylduna. En í vetur hefur guðsþjónusta sunnu- dagsins verið þannig að bæði böm og fullorðnir em saman í guðs- þjónustunni fram að prédikun, þá fara bömin niður í safnaðarheimilið með leiðbeinendum sínum og fá þar fræðslu við sitt hæfí, en guðsþjón- ustan heldur áfram. Þegar guðs- þjónustu lýkur fara foreldrar baraanna og aðrir sem vilja niður í safnaðarheimilið. Þar er verið að ljúka fræðslustarfinu og geta hinir fullorðnu þá jafnvel tekið þátt í lokasöngnum með bömunum eða horft á eitthvað sem þau hafa verið að æfa eða gera. Einnig er kaffi á könnunni, svo fólk getur sest niður og spjallað saman, þá fá bömin „kirkjudjús". Þetta form á guðs- þjónustum hefur gengið alveg sérlega vel og hefur kirkjan verið nánast full af fólki hvem sunnudag. Næsta sunnudag, 22. nóvember, vemr hægt að fá keyptar léttar Laugaraeskirkja veitingar eftir guðsþjónustu, þannig að kirkjugestir geti sleppt því að taka til mat þegar heim kemur. Konur úr Kvenfélagi kirkjunnar sjá um þennan hluta. Helgistund með vand““ aðri tónlist Þennan sama dag verður helgi- stund kl. 17.00 með vandaðri tónlist. Sönghópurinn Hljómeyki flytur söngdagskrá með eftirtöldum verkum: Ave Maria eftir De Prés, Exultate Deo eftir A. Scharlatti og Aldasöng eftir Jón Norðdal. Einnig mun Ann Toril Lindstad leika ein- leik á orgel kirkjunnar. Lesnir verða ritningarstaðir og höfð bænagjörð. Enginn aðgangseyrir verður og all- ir em velkomnir. Jón D. Hróbjartsson sóknarprestur. SPARNADARFtRÐIR m FERÐASKRIFSTOFAN URVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. góðs af útsjónarsemi og reynslu starfsfólks okkar í sparnaðarferðum til Glasgow og Trier. Afsláttur, afslöppun, fróð- leikur og fjör í frábœrum ferðum. CIASCOW Helgarferðir: Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunuerði. 16.140,- Fimm daga ferðir: Frá þriðjudegi til laugardags. Fimm dagar - fjórar nœtur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunuerði. Verð frá kr. Jj$0,m Sérstakt afsláttarkort er innifalið í sparnaðarferðum Úruals til Glasgow. Það gildir í 13 uöruhús- um, fatauerslunum. matsölustöð- um, nœturklúbbum, leður- og skinnauöruuerslunum og séruersl- unum með rafmagnsuörur og skartgripi. TRIÍR Uppselt! &0:*£9.i lúv. Trier í Vestur-Þýskalandi er einnig sérstaklega falleg og spenn- andi borg. Þar bjóðum uið upp á gott hótel, miðsuœðis í borginni, uið aðal uerslunargötuna. Fararstjórinn okkar, Friðrik G. Friðriksson, er ykkur til halds og trausts og stendur m.a. fyrir skemmtisiglingu og uínsmökk- unarferð um Mosel. 1 Trier er fínt að uera og frábœrt að uersla. Fjórir dagar - þrjár nœtur. Flug, gisting í tueggja manna her- bergi m/morgunuerði, akstur til og frá flugueíli og íslensk farar- stjórn. '"“'19.600.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.