Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 + AF INNLENDUM VETTVANGI ÞORSTEINN BRIEM Ábyrgðartryggingabætur farþega: Hámarksbætur við flugslys 830 þúsund krónur Lagafrumvarp um breytingu á fjárhæðinni í undirbúningi HÁMARKSBÆTUR vegna flugslyss sem farþegi í flugvél, eða að- standandi hans, getur fengið, samkvæmt svokölluðum Varsjár- Haagsamningi, sem íslendingar eru aðilar að, eru 36.500 guUkrónur [nú um 830 þúsund íslenskar krónur] að sögn Birgis Guðjónssonar skrifstofustjóra i samgönguráðuneytinu. Svokölluð loftferðalög, sem Al- þingi samþykkti árið 1964, eru m.a. staðfesting á Varsjár-Haag- samningnum," sagði Birgir. „Sam- kvæmt samningnum má semja um hærri ábyrgð en hann kveður á um. íslendingar, sem flytja flugfarþega, eru skyldugir til að tryggja þá sam- kvæmt samningnum. Allir flugfar- þegar eiga rétt á bótum, sama á hvaða aldri þeir eru. Það er unnið að því á alþjóðavett- vangi að hækka þær hámarksbætur, sem samningurinn kveður á um, upp í 100 þúsund SDR, [nú um 5 milljón- ir islenskra króna] sem eru hámarks- bætur sem greiða skal samkvæmt svokölluðum Montrealsamþykktum. Flestar þjóðir eru komnar vel á veg með að breyta sinni löggjöf til sæm- ræmis við þær samþykktir. Sömu reglur gildi um flugslys og sjóslys Menn vilja að sömu reglur um bótafjárhæðir vegna flugslysa gildi ails staðar í heiminum og það er keppikefli að þær fjárhæðir verði þær sömu og alþjóðasamningar um siglingar kveða á um. Hámarks- bætur samkvæmt þeim eru 100 þúsund SDR fyrir hvem skipsfar- þega sem slasast eða andast. Þeir samningar voru staðfestir af Alþingi árið 1985. f samgönguráðuneytinu er unnið að endurskoðun á loftferða- lögunum og reglugerð um vátrygg- ingu vegna loftferða frá árinu 1965 en lögin og reglugerðin eru að sjálf- sögðu náskyld mál. Þá má nefna að farþegar geta tryggt sig sérstaklega hjá tryggingafélagi ef þeir óska þess,“ sagði Birgir. Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, sagði að í sam- gönguráðuneytinu væri í undirbún- ingi lagafrumvarp um breytingar á tryggingakafla loftferðalaganna. „í frumvarpinu," sagði Hreinn, „má búast við að takmörkunarfj árhæð ábyrgðartrygginga flugfarþega verði hækkuð upp í 100 þúsund SDR. Frumvarpið verður trúlega lagt fram á Alþingi í vetur. Við fylgj- umst vel með því sem er að gerast í tryggingamálum flugfarþega í ná- grannalöndum okkar, t.d. gekkst ráðuneytið fyrir fundi um þessi mál f september sl. sem Birgir Guðjóns- son og kollegar hans í nágrannalönd- um okkar sátu," sagði Hreinn. Bjöm Jensson, skrifstofustjóri hjá Tryggingu hf., sagði að flugfélögin þyrftu ekki að greiða meira en 830 þúsund krónur í bætur fyrir hvem flugfarþega nema þeir hefðu slasast vegna stórkostlegs gáleysis eða ásetnings af hálfu viðkomandi flug- félags. „í sumum tilfellum hafa flugfélögin keypt hærri tryggingu en þau eru þá að kaupa tryggingu vegna slysa sem hlotist hafa vegna stórkostlegs gáleysis af þeirra hálfu. Það breytir þvi í sjálfu sér engu fyrir farþegana, þeir geta einungis fengið þá hámarksfjárhæð sem loft- ferðalögin kveða á um. Bætur til hvers og eins fara eftir trygginga- fræðilegum útreikningum og ef ungabam hefur látist í flugslysi er hugsanlegt að í bætur fyrir það verði einungis greiddur jarðarfararkostn- aður,“ sagði Bjöm. Bjami Bjamason, deildarstjóri hjá Reykvískri endurtryggingu hf., sagði að enda þótt sannað þætti að stórkostlegt gáleysi flugfélags hefði valdið flugslysi myndi tryggingafé- lagið samt sem áður greiða þeim slösuðu bætur. „Strangt til tekið," sagði Bjami „ætti tryggingafélagið þó endurkröfurétt á hendur flugfé- laginu í því tilfelli enda þótt flugvélin hefði verið kaskótryggð. Trygginga- félagið myndi þó ekki endurkrefja flugfélagið um bætumar nema sönn- ur hefðu verið færðar á að refsivert athæfí flugfélagsins hefði valdið slysinu," sagði Bjami. Hörður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Emis hf. á ísafírði, sem kaupir farþegatrygg- ingu af Tryggingu hf., sagði að það kæmi sér mjög á óvart að farþegar flugfélagsins gætu ekki fengið meiri bætur en um 830 þúsund krónur hver, nema sannað þætti að stór- kostlegt gáleysi eða ásetningur flugfélagsins hefði valdið slysinu. „Hver farþegi i flugvélum Emis er tryggður fyrir 90 þúsund banda- ríkjadali [nú um 3,4 milijónir íslenskra króna]. Ég hélt að sérhver farþegi flugfélagsins ætti rétt á bót- um upp að þeirri upphæð," sagði Hörður. Ólafur Kristinsson, Endurskoðun- armiðstöðinni hf. á Egilsstöðum, sagði að farþegar Flugfélags Aust- urlands væru tryggðir fyrir 20 þúsund bandaríkjadali hver [nú um 750 þúsund íslenskra króna]. Sig- urður Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Norðurlands hf., sagðist einnig tryggja hvem og einn farþega félagsins fyrir 20 þúsund bandaríkjadali. 36.500 gullkrónur alltof lág upphæð Bjami Bjamason, deildarstjóri hjá Reykvískri endurtryggingu hf. sagði að bæði Flugfélag Austurlands og Amarflug innanlands hefðu keypt farþegatryggingu sína hjá Reykví- skri endurtryggingu. „Á flugvélum Amarflugs innanlands,“ sagði Bjami „er 10 milljón bandaríkjadala [nú um 375 milljónir íslenskra króna] sameinað ábyrgðarmark vegna slysa á farþegum og tjóns sem vélamar geta valdið á mönnum og munum á jörðu niðri. Takmörkun- arflárhæð ábyrgðartrygginga flug- farþega, 36.500 gullkrónur, er alltof lág og það er alveg ljóst að 20 þús- und dala farþegatrygging sú sem Flugfélag Austurlands hefur keypt af Reykvískri endurtryggingu nægir ekki til að uppfylla skilyrði reglu- gerðarinnar um 36.500 gullkróna tryggingu. Tuttugu þúsund bandaríkjadalir nægðu til skamms tíma til að upp- fylla þetta skilyrði reglugerðarinnar. Vegna falls bandarílqadals hefur þessi upphæð hins vegar farið lækk- andi í íslenskum krónum talið. Við erum hins vegar að vinna að því að hækka þetta. Reykvísk endurtrygg- ing á að gera Flugfélagi Austurlands grein fyrir því að þessa upphæð þarf að hækka. Tryggingafélagið myndi því sjálft greiða mismuninn á milli 36.500 gullkróna og 20 þúsund dala ef greiða þyrfti farþega Flugfé- lags Austurlands sem svarar 36.500 gullkrónum í bætur vegna slyss sem hann lenti í nú. Nú kostar 20 þús- und dala farþegatrygging í eitt ár um 4 þúsund krónur. Þar til í janúar í fyrra voru minnstu flugvélamar tryggðar fyrir 100 þúsund bandaríkjadali [nú um 3,8 milljónir íslenskra króna] vegna tjóns sem þær kynnu að valda á mönnum og munum á jörðu niðri. 1 janúar í fyrra var þessi trygging hækkuð á litlu flugvélunum upp í 200 þúsund bandaríkjadali [nú um 7,5 milljónir íslenskra króna],“ sagði Bjami. Hámarksbætur manna á jörðu niðri 955.000 í 1. grein Reglna um vátryggingu vegna loftferða nr. 116/1965 segir að sá aðili, sem flytur farþega með loftfari, sé skyldur til þess að tryggja hvem einstakan farþega fyrir slys- um eða dauða fyrir 36.500 (gull)- krónur.í því sambandi telst maður farþegi, þó að hann sé fluttur án endurgjalds. f 8. grein reglnanna segir ennfremur að brot gegn þeim varði sektum eða varðhaldi. Hám- arksbætur, eða takmörkunarfjár- Lögboðnar vátryggpngarfjár- hæðir ábyrgðartrygginga ökutækja eru 38,8 milljónir króna fyrir hvert vélknúið öku- tæki sem fiytja má fleiri en tiu farþega en 19,4 milljónir króna fyrir önnur ökutæki. hæð, vegna dauða eða slyss sem flugvél veldur á mönnum á jörðu niðri eru samkvæmt reglunum 42.000 gullkrónur (nú um 955 þús- und íslenskra króna) fyrir hvem og einn sem slasast. Eiganda flugvélar er skylt að tryggja hana vegna tjóns sem hún gæti valdið á mönnum og munum á jörðu niðri fyrir ákveðna takmörkunarfjárhæð sem fer eftir þyngd flugvélarinnar. 1.500 kílógramma flugvél, eða léttari, skal tryggja fyrir 100 þúsund gullkrónur (nú um 2,3 milljónir króna), 1.501 til 5.000 kg flugvél skal tryggja fyrir 360 þúsund gull- krónur (nú um 8,2 milljónir íslenskra króna), 5,001 til 10.000 kg flugvél skal tryggja fyrir 530 þúsund gull- krónur (nú um 12 milljónir íslenskra króna), 10.001 til 40.000 kg flugvél skal tryggja fyrir 1,06 miljónir gull- króna (nú um 24,1 milljón islenskra króna) og 40.001 kg flugvélar og þyngri skal tryggja fyrir 2,12 millj- ónir guilkróna (nú um 48,2 milljónir íslenskra króna). Samkvæmt reglun- um skal flugvélaþyngdin miðast við mesta flugtaksþunga vélanna. Ef kröfur vegna slysa eða dauða, sem sönnur hafa verið færðar á að flug- vélar hafa valdið á jörðu niðri, eru hærri heldur en ofangreindar tak- mörkunar- eða hámarksfjárhæðir skal lækka kröfumar í hlutfalli við upphæð hverrar kröfu fyrir sig. Pétur Einarsson, flugmálastjóri, sagði að Loftferðaeftirlitið hefði lagt til við Flugráð, 10. mars síðastliðinn, að takmörkunarfjárhæðir ábyrgðar- tiygginga flugvéla, vegna tjóns sem þær kynnu að valda á mönnum og munum á jörðu niðri, hækkuðu til samræmis við vátryggingafjárhæðir ábyrgðartrygginga bifreiða. Á fundi Flugráðs, 28. apríl síðast- liðinn, var samþykkt að beina þeim tilmælum til samgönguráðuneytisins að það láti fara fram endurskoðun á takmörkunarfjárhæð ábyrgðar- trygginga flugvéla vegna tjóns sem þær kjmnu að valda á mönnum og munum á jörðu niðri. Leifur Magnús- son, formaður Flugráðs, sagði að samgönguráðherra gæti breytt þeirri fjárhæð með reglugerðar- breytingu en hins vegar þyrfti lagabreytingu til þess að breyta tak- Loftferðalögin kveða á um 36.500 gullkróna (nú um 830 þúsund íslenskra króna) hám- arksbætur flugfarþega vegna flugslyss. Ef stórkostlegt gáleysi eða ásetningur viðkomandi flug- félags hefur valdið slysinu er þó hugsanlegt að farþegi þess eigi rétt á hærri bótum. mörkunarfjárhæð ábyrgðartrygg- ingar flugfarþega. Fargjöld myndu trú- lega ekki hækka mikið Jón Karl Ólafsson, forstöðumaður fjárreiðudeildar Flugleiða hf., sagði að líkum mætti leiða að því að hækk- un á takmörkunarfjárhæð flugfar- þegatryggingar flugvéla úr 36.500 gullkrónum upp í t.d. 100 þúsund SDR hefði „takmörkuð áhrif“ til hækkunar á fargjöldum flugfélag- anna. „Farþegatryggingaiðgjöld flugfélaganna eru frekar lágt hlut- fall af rekstrarkostnaði," sagði Jón Karl, „auk þess sem flugfélögin tryggja farþega sína hvort eð er fyrir hærri upphæðir heldur en þá takmörkunarfjárhæð sem kveðið er á um í loftferðalögunum. Það er erfítt að segja til um það hvað hver og einn flugfarþegi okkar er tryggður fyrir háa upphæð. Flug- leiðir hafa keypt 300 milljón bandaríkjadala [nú um 11,2 millj- arða íslenskra króna] tryggingu vegna hvers einstaks tjóns sem flug- vélar félagsins gætu hugsanlega valdið á mönnum og munum erlend- is, jafnt innan flugvélanna sem utan, en hins vegar 150 milljón banda- ríkjadala [nú um 5,6 milljarða íslenskra króna] tryggingu vegna hvers einstaks tjóns sem flugvélar félagsins gætu hugsanlega valdið hérlendis. Flugleiðir sendu sam- gönguráðherra erindi í fyrra og lögðu til að takmörkunarfjárhæð flugfarþegatrygginga yrði hækkuð til samræmis við þær upphæðir sem gilda í nágrannalöndum okkar þar sem samgönguráðuneytið hafði ósk- að eftir umsögn Flugleiða um gildandi reglur um vátiyggingu flug- véla. Það er kveðið á um það í Montre- alsamþykktinni að takmörkunarfjár- hæð ábyrgðartryggingar flugfar- þega skuli vera 100 þúsund SDR. Þessi upphæð hefur verið staðfest á löggjafarþingum nokkurra þjóða, þ.e.a.s. Svíþjóðar, Noregs, Júgó- slavíu, ísraels, Egyptalands, Brasilíu og Venesúelu. Hins vegar hafa til dæmis Danir, Finnar, Bretar og Bandaríkjamenn skrifað undir Mon- trealsamninginn og þar með samþykkt þessa fjárhæð og miða við hana, enda þótt þessar þjóðir hafi ekki staðfest hana á löggjafarþing- um sínum," sagði Jón Karl. Þórður Jónsson, deildarstjóri Markaðsdeildar Amarflugs hf., sagði að flugfélagið væri nú einung- is með eina flugvél í rekstri þar sem félagið hefði leigt Amarflugi innan- lands aðrar flugvélar sínar. „Það er,“ sagði Þórður, „ekki hægt að segja til um það hvað farþegatrygg- ingin er há fyrir hvem og einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.