Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Sri Lanka: Indveijar lýsa yfir einhliða vopnahléi Colorabo, Sri Lanka. Reuter. INDVERSK heryfirvöld á Sri Lanka tilkynntu i gær, að þau mundu gera 48 stunda einhliða vopnahlé í landinu. K. Natwar Singh, utanríkisráð- herra Indlands, sagði þinginu í Nýju Delhi, að indversku hersveit- imar mundu gera vopnahlé kl. sjö (1.30 að ísl. tíma) á laugardag. Hann skoraði á skæruliða að leggja niður vopn. „Vonast er til að Tamílsku tígramir (LTTE) muni nota þetta tækifæri til að afhenda vopn sín og styðja skilyrðislaust samning Srilanica og Indlands," sagði Nat- war Singh, þegar hann tilkynnti vopnahléð. Indversk heryfírvöld á Sri Lanka sögðu, að hermennimir mundu að- eins nota skotvopn sín í sjálfsvöm, meðan vopnahléð stæði yfír. Tamflskir skæruliðar hafa hert árásir á bækistöðvar Indveija í norður- og austurhluta landsins, eftir að þeir afhentu 18 indverska hermenn, sem þeir hafa haft í haldi í heilan mánuð. Perú: Ritsljóri handtekinn Reuter Kimera Nakachian lætur vel að dóttur sinni Melodie eftir að hafa heimt hana úr klóm mannræningja. Spá: nn: Litlu stúlkunni bjargað úr klóm mannræningja Miði 1 veski kom lögreglu á sporið Estepona, Spáni, Reuter. LÖGREGLA á Spáni bjargaði í gær fimm ára gamalli telpu, Melodie Nakachian, úr klóm mannræningja. Melodie hafði verið tólf daga á valdi alþjóðlegs mannræningjahóps en komst ómeidd í faðm foreldra sinna. Lögreglan réðst snemma í gær- morgun inn í íbúðina þar sem mannræningjar höfðu Melodie litlu, dóttur líbansks kaupsýslumanns og kóreskrar söngkonu, í haldi. Einn mannræningjanna varð fyrir skoti lögreglu er hann reyndi að nota telpuna sem skjól. Hann særðist en Melodie slapp ómeidd. „Ekki gráta mamma, ég er ekki meidd," sagði Melodie þegar hún komst loks til foreldra sinna sem búa á Costa del Sol, 60 km í burtu. Að sögn lögreglu komst hún að því hvar Melodie væri haldið fanginni þegar veski fannst sem einn mann- ræningjanna hafði misst er hann var úti að skokka. Á miða í veskinu stóð Melodie og þannig komst lög- reglan á sporið. Fimm menn hafa nú verið handteknir vegna málsins, tveir Frakkar og Spánveiji sem voru í íbúðinni í San Rouge nærri Gíbraltar og tveir Spánveijar í Malaga. Lögregla leitar enn tveggja manna sem eru viðriðnir mannrá- nið. Nakachan, faðir telpunnar, sagði að hann hefði ekki borgað lausnar- gjaldið sem ræningjamir höfðu lækkað úr þrettán milljónum Bandaríkjadala niður í tvær milljón- ir. Samningaviðræður stóðu yfír í alla fyrrinótt. Nakachan var búinn að safna einni og hálfri milljón dala þegar björgun stúlkunnar tókst. „Ég var reiðubúinn að gera hvað sem er til að bjarga henni," segir Nakachan. Melodie hafði lést um þijú kfló í vistinni hjá mannræningjunum en þeir fóru að sögn vel með hana og gáfu henni aðallega kökur. Spánska þjóðin stóð á öndinni þá tólf daga sem Melodie litla var á valdi mannræningjanna. Útvarpið lék segulbandsupptöku með rödd Melodie sem ræningjamir sendu föður hennar. Dagskrá útvarpsins hófst í gær á þessum orðum: „Góð- an dag á deginum sem Melodie var bjargað". Fjöldi fólks sendi föður stúlkunnar fjárframlög ef það mætti verða til að bjarga henni. Lima, Reuter. RITSTJÓRI dagblaðsins E1 Diarío var á fimmtudag hand- tekinn á flugvellinum í Lima, höfuðborg Perú, er hann var á leið til Kanada þar sem hann hugðist sitja ráðstefnu um mann- réttindamál. Vinstri menn standa að útgáfu E1 Diario og hafa stjómvöld sagt blaðið vera málgagn skæruliða- hreyfíngar maóista sem kallast „Boðberar ljóssins". í tilkynningu innanríkisráðuneyt- isins sagði að ritstjórinn, Carlos Angulo, væri ákærður fyrir níð og niðrandi ummæli um stjóm landsins og hefði hann þráfaldlega neitað að mæta til yfírheyrslu fyrir þær sakir. Var Angulo jafnframt vænd- ur um að vera „friðarspillir" hinn versti. Loks var þess getið að hann væri nú í varðhaldi. Að sögn eins starfsmanns E1 Diario var Angulo handtekinn er hann hugðist stíga um borð í flug- vél á leið til Toronto í Kanda. Fundu 104 Víet- nama á Kínahafi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. DANSKA skipið Tunesian Ree- fer, sem er eign Lauritzen- útgerðarfélagsins, fann nýlega 104 víetnamska flóttamenn á litlu skipi á Suður-Kinahafi og tók þá upp. Danska skipið var á leið frá Kína til Singapour. Að sögn talsmanna útgerðarinnar tók flóttamanna- nefnd Sameinuðu þjóðanna við fólkinu í Singapour. Dagblaðið E1 Diario var ekki fáan- legt í Lima á fímmtudag og var ekki vitað hvort dreifíng þess hefði verið stöðvuð eða því meinað að koma út. Svíþjóð: Vopnaburður bannaður á almannafæri Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁKVEÐIÐ hefur verið að bannað verði með öllu að bera hnífa og önnur vopn á almannafæri í Svíþjóð. Að undanfömu hefur sænskur afbrotafræðingur, Leif Persson, unnið að rannsókn á glæpum í Svíþjóð. í skýrslu hans um efnið kemur fram að mjög hefur færtst í vöxt að afbrotamenn séu vopnaðir við iðju sína og hefur mest borið á hnífaburði. Reynsla lögreglumanna styður þessa niðurstöðu því að und- anfömu hafa þeir Iagt hald á fjölda vopna af öllum fáanlegum gerðum. Persson leggur til að gripið verði til ýmissa aðgerða í því skyni að draga úr vopnaburði en telur þó óhugsandi að banna hnífaeign með öllu. Hins vegar verður með öllu óheimilt að bera vopn á opinberum vettvangi og verða þeir sem telja sig þurfa að vera vopnaða á al- mannafæri annaðhvort að sitja heima eða skilja vopn sín við sig. Forsetakjör í Bandaríkjunum: Paul Simon sækir í sig veðrið meðal demókrata Þykir látlaus en traustvekjandi Washington, Reuter. DEMÓKRATINN Paul Simon virðist nú vera að vinna sér fylgi þrátt fyrir hrakspár fréttaskýrenda þegar hann til- kynnti að hann sæktist eftir tilnefningu flokks sins. Öld- ungadeildarþingmaðurinn, sem situr á þingi fyrir Illinois-fylki, hefur til þessa ekki þótt neitt sérlega „spennandi" frambjóð- andi, en nú hefur komið á daginn að helsti styrkur hans felst einmitt í því. Framkoma hans er blátt áfram — helstu vörumerki hans eru homspang- argleraugu og þverslaufa — og einmitt þessi sérkenni virðast hafa orðið honum til framdrátt- ar. „Ef þú sækist eftir snyrtilega pakkaðri markaðsvöru er ég ekki frambjóðandi þinn,“ segir hann áheyrendum sínum. „Ef þú vilt einhvem sem talar hreint út við þig og þú getur treyst — þá er ég frambjóðandinn sem þú leitar að.“ Þetta virðist falla kjósendum vel í geð, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningabaráttan er grundvölluð á kröfum um per- sónustyrk og almennar dyggðir. í skoðanakönnunum meðal demókrata í bændafylkinu Iowa hefur glögglega komið í ljós að Simon er sá frambjóðanda, sem mests fylgis nýtur. Þegar litið er til þjóðarinnar allrar hefur negr- inn Jesse Jackson enn forystu, en hann hefur ekki bætt við sig fylgi að undanfömu og almennt er ta- lið að hann muni ekki geti aflað sér nægilegs fylgis meðal hvítra demókrata til þess að hljóta út- nefningu flokksins. Yfírleitt er Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachusetts, í öðm sæti og Paul Simon í hinu þriðja. Simon hefur það þó umfram Dukakis, að fylgi hans eykst dag frá degi. Vinsældir Simon má rekja til gífurlegrar umræðu um traust milli almennings og fyrirmanna, sem sigldi í kjölfar vopnasölu- málsins, hneykslis vegna fjármála og kynlífs sjónvarpstrúboðans Jim Bakker, framhjáhalds Gary Hart og hvinnsku Josephs Biden þegar ræður og rit annarra manna vom annars vegar, en þeir tveir síðast- nefndu þurftu að draga sig í hlé úr kosningabaráttu demókrata nú á árínu. Yfírleitt geta stuðningsmenn Simon þess að þeim fínnist hann traustvekjandi og að það hafí ver- ið það, sem réði úrslitum. And- stæðingar hans em sama sinnis og Robert Michael, þingflokks- formaður repúblikana í fulltrúa- deildinni, segir að það verði ekki neitt fundið að Simon: hann hafí Paul Simon. flekklaust mannorð og sé þannig af Guði gerður að honum hafí aldrei hugkvæmst neitt misjafnt, hvað þá gert eitthvað slíkt. Kosningastjórar Simon hafa gert sér mat úr þessu og leggja ofuráherslu á að Simon sé „hr. Hreinn", jafnvel þó að sumir þeirra viðurkenni að fyrst þegar þeir heyrðu af framboði hans hafí þeir horft á gleraugnagláminn á myndinni, gotið augum til himsins og andvarpað. Paul Simon er óhræddur við að halda þeirri skoðun sinni á lofti, að framtíð Bandaríkjanna verði best tryggð með ríkisaf- skiptasemi líkt og Franklin D. Roosevelt gerði á sínum tíma með uppstokkun sinni og „nýrri gjöf“. Á hinn bóginn sakar hann keppi- nauta sína um að hafa sveigt af réttri braut í von um að ná til sín atkvæðum af hægri vængnum. Simon vísar öllu tali um hægri bylgju á bug og segir sókn vera bestu vöm demókrata. „Ég er ekki ný- eitt eða annað. Ég er demókrati", segir hann og vísar til klæðaburðar síns til um leið og hann segist ekki láta stjómmálaskoðanir sínar stjóm- ast af tískudyntum frekar en klæðaburð. Þessi afstaða hans kann e.t.v. að vinna honum fylgi í herbúðum demókrata. Repúblikanar kætast á hinn bóginn, því þeir telja hægð- arleik einn að afgreiða þessa gömlu „frjálslyndisstefnu" demó- krata og segja bandarísku þjóðina vera búna að fá sig fullsadda af sífelldri afskiptasemi stjómvalda, hvort sem þar ræðir um stjómina f Washington eða heima í héraði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.