Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 35 Áhafnir 101 fiskiskips: Óska fjárveitingar til slysavamaskóla sjómanna ÁHAFNIR 101 fiskiskips hafa lagt á það áherzlu með skeyti til fjármálaráðherra að gert verði ráð fyrir slysavarnaskóla sjó- manna á fjárlögum. Áhafnir 90 skipa skrifa beint undir viðkom- andi skeyti til ráðherrans og áhafnir 11 annarra hafa sent honum skeyti til stuðnings hin- um. Hér fer á eftir texti skeytisins til fjármálaráðherra og nöfn skipa beggja hópanna: „Við eftirtaldar skipshafnir krefj- umst þess eindregið með þessu skeyti til háttvirts fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að gert verði ráð fyrir slysavamaskóla sjó- manna á fjárlögum, svo hann geti starfað með eðlilegum hætti og orð- ið öflugur styrkur í framtíðinni, í Rasmus Kristian Rask von um færri slys eða manntjón og að sjómenn séu ekki að farast eða slasast að óþörfu, eingöngu vegna fáfræði í notkun björgunartækja sem komið hefur svo berlega í ljós hjá þeim sem sótt hafa þennan skóla. Þama erum við með ein- hveija þá hæfustu kennara sem völ er á. Þetta hefur verið þeirra ævi- starf og þeir hafa umgengist svo átakanlegar aðstæður sem aðrir þeklq'a ekki. Með fyrirfram þökk um öflugan íjárstuðning til slysavamaskóla sjó- manna. Tálknfirðingur, Örvar, Freri, Ás- bjöm, Ýmir, Höfðavík, Krossvík, Framnes, Amar, Sveinn Jónsson, Otur, Stakfell, Karlsefni, Skapti, Stálvík, Bergey, Sigluvík, Snæfell, Jón Baldvinsson, Sturlaugur H. Sýning í Lands- bókasafninu LANDSBÓKASAFN íslands efnir til sýningar í minningu tveggja alda afmælis Rasmusar Kristians Rasks og er þar lögð áhersla á þann þátt ævi hans og verka er snýr að íslandi og islenskum fræðum. Sýningin verður opnuð mánu- daginn 23. nóvember og stendur til áramóta á opnunartíma safns- ins, mánudaga-fostudaga kl. 9-19 og laugardaga kl. 9-12. Böðvarsson, Einir, Amames, Skipaskagi, Dagrún, Sölvi Bjama- son, Dagfari, Haukur, Baldur, Gyllir, Kaldbakur, Hrímbakur, Sig- urbjörg, Stapavík, Akumesingur, Sólberg, Þórður Jónasson, Svalbak- ur, Hegranes, Akureyrin, Hersir, Mánaberg, Hjörleifur, Bergvík, Sjóli, Súlan, Albert, Gísli Ami, Víkurberg, Svanur, Jón Finnsson, Magnús, Skarðsvík, Guðmundur, Ólafur, Fífill, Öm, ísleifur, Sigurð- ur, Rauðsey, Höfrungur, Eskfírð- ingur, Helga 2, Bergur, Sigurður Pálmason, Stakkanes, Eyborg, Ámi á Bakka, Dröfn, Margrét, Pétur Jónsson, Hafþór, Geisli, Jöfur, Röst, Júlíus Hafstein, Bliki, Geiri Péturs, Sólfell, Þórir, Galti,. Oddeyrin, Júpíter, Sólrún, Nökkvi, Þrymur, Gissur hvíti, Halkíon, Gídeon, Klakkur, Smáey, Þórshamar. Bjartur NK121, Sunnutindur SU59, Siglfírðingur SI150, Ljósa- fell SU70, Sólborg SU202, Otto Wathne NS90, Eyvindur Vopni NS70, Beitir NK123, Birtingur NK119, Hoffell SU80, Barði NK120.“ INNLENT Jón Múli og Jónas Ámasynir með hþ'ómplötu Jóns. Almenna bókafélagið: Sönglög Jóns Mála og Hinsegin blús Almenna bókafélagið hefur gefið út plötu með lögum Jóns Múla Ámasonar við texta Jónas- ar Ámasonar og aðra með jasstríóinu Hinsegin blús. í dag, laugardag, kl. 14.00 verða haldn- ir útgáfutónleikar í Iðnó. Á plötu Jóns Múla eru nokkur af þekktari lögum Jóns Múla og eitt lag til viðbótar sem ekki hefur áður verið gefíð út, lagið Það vaxa blóm á þakinu, og er textinn við það lag stílfærður úr 17. kafla í Höll sumarlandsins eftir Halldór Laxness. Öll em lögin á plötunni útsett af Eyþóri Gunnarssyni, Áma Scheving og Stefán S. Stefánssyni. Lögin syngja Bubbi Morthens, Bjami Arason, Ellen Kristjánsdótt- ir, Magnús Eiríksson, Sif Ragn- hildardóttir og þeir bræður Jón Múli og Jónas Amasynir. Plata Jóns Múla verður kynnt á tónleikum í Iðnó á laugardag. Á jassplötunni Hinsegin blús leik- ur tríóið Hinsegin blús, sem skipað er þeim Eyþóri Gunnarssyni, Gunn- laugi Briem og Tómasi R. Einars- syni, lög eftir þá Eyþór og Tómas. Gestaleikarar á plötunni em danski trompetleikarinn Jens Winther og saxófónleikarinn Rúnar Georgsson, sem leika í nokkmm lögum, en Jens kom hingað til lands þeirra erinda að leika inn á plötuna. Hinsegin blús mun einnig koma fram á út- gáfutónleikunum á laugardag og kemur Jens upp til að leika á þeim tónleikum. Yuval Yaron með ein- leikstónleika á vegnm Tónlistarfélagsins AÐRIR tónleikar Tónlistarfé- lagsins á þessu starfsári verða haldnir laugardaginn 21. nóvem- ber nk. Þar mun fiðlusnillingur- inn Yuval Yaron leika tvær partitur eftir J.S. Bach og fjögur verk fyrir einleiksfiðlu eftir tón- skáld sem þekkt eru sem afburða fiðluleikarar: Ysaýe, Kreisler, Paganini og Ernst. Yuval Yaron fæddist í ísrael árið 1953, og sem bam kom hann fram sem einleikari bæði með Sinfóníu- hljómsveitinni í Jerúsalem og ísraelsku kammerhljómsveitinni. Innan við tvítugt lék hann með Fflharmóníuhljómsveit ísraels undir stjóm Zubin Metha á tónleikaferða- lagi um Evrópu. Fiðluleikarinn Henryk Szeryung hvatti Yuval Yaron til að fara til náms í Bandaríkjunum árið 1972. Kennarar hans þar voru Joseph Gingold og Jasha Heifetz. Árið 1975 hlaut hann þrenn verðlaun í Síbelíusarkeppninni. í dag er Yuval Yaron einn af eftirsóttustu ungu fíðluleikurum heims og hefur hann leikið með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Yuval Yaron fiðluleikari. Evrópu og Bandaríkjanna. Tónleikamir verða í íslensku ópemnni og hefjast kl. 14.30. Nokkrir aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. (Fréttatílkynning) Alþjóðlegur „halló“ dagur FIMMTÁNDI alþjóðlegi „halló“ dagurinn er í dag en hann er haldinn til að minna á nauðsyn þess að fólk tali saman og leysi deilumál sín friðsamlega. Skorað er á allan almenning að taka þátt f deginum og heilsa tfu manns. Undanfarin ár hefur fólk í 131 landi um ailan heim tekið þátt í þessum degi. Þar á meðal tólf Nob- els verðlaunahafar. Þjóðhöfðingjar 89 landa hafa skrifað samtökunum og látið í ljós þá skoðun að „halló" dagurinn stuðli að varðveislu heims friðar. í frétt frá samtökunum seg- ir að með því að heilsa tíu manns leggi hver og einn fram sinn skerf til að ráða fram úr deilumálum og varðveita frið. Víða um heim gefi fólk sér tíma til að hringja eða skrifa gömlum vinum á þessum degi. (Ur fréttatilkynningu). Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Flísar Glæsilegar flísar á gólf og veggi Dúkalandi við Grensásveg fæst úrval forkunnar fallegra flísa á gólf og veggi í eldhúsið, á baðherbergið, í stofuna og á ganginn. Flísar í mörgum stærðum, gerðum og litum "Hjá okkur ná á ótrúlega góðu verði. gæbin^oeon- |Júkaland IZE5E553 V/SA Grensásvegi 13 sími 91-83577 og 91-83430 Við styðjum þátttöku íslands í Ólympíuleikunum íSeoul 1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.