Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 75 Um illt umtal o g óhróður Heiðraði Velvakandi. Um áratugaskeið hafa tíðkast hér þær venjur, eða öllu heldur óvenjur, að tala illa um fólk eða uppnefna það. Dæmi: 1) Mætur maður og merk- ur, Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra, varð fyrir slíkum árásum í lifanda lífi að fátítt mun og er þó af nógu að taka í þeim efnum. Nú fær hann ekki einu sinni að hvíla í friði í gröf sinni eins og alkunna er. Hér skal aðeins minnst á tvennt, sem stjóm St. J. St. kom til leiðar og ég vil nefna afreks- verk: Hið fyrra er setning land- grunnslaganna 1948, sem allar útfærslur landhelginnar, allt upp í 200 mflur, hafa byggst á. Hið síðara er inngangan í Atlantshafsbanda- lagið 1949, en þau samtök hafa komið í veg fyrir frekari yfírgang Rússa í hinum vestræna heimi. 2) Um langt skeið var einn merk- asti stjómmálamaður sem hér hefur verið uppi, Jón Þorláksson forsætis- ráðherra og síðar borgarstjóri, kallaður „urðarmáni íhaldsins" í blöðum andstæðinga. 3) Um það bil sem núverandi stjóm var mynduð upphófst heljar- mikill söngur í blöðum um það að óhæfa væri, að Jón Baldvin yrði gerður að kirkjumálaráðherra, því að hann hefði ekki verið skírður(?) Þetta varð til þess að doktor Jakob Jónsson lýsti því yfir í blaði einu, að hann hefði raunar skírt Jón Baldvin vestur á ísafírði. En ekki sáu þeir sem mest höfðu þanið sig út af þessu, ástæðu til að leiðrétta sögur sínar. Ótal önnur dæmi mætti nefna en hér verður látið staðar numið að sinni. Guðm. Guðmundsson Þessir hríngdu .. Eyrnalokkur Eymalokkur tapaðist á Hótel Sögur föstudaginn 13. nóvember. Um er að ræða ættargrip sem er sárt saknað. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í Ragnheiði í síma 12095. Hnappagöt Kona hringdi og spurðist fyrir um hvar hægt væri að fá gerð happagöt og er þeirri fyrirspum hér með komið á framfæri. Gula línan - góö þjónusta Þórhildur hringdi: „Ég vil koma á framfæri þökk- um til Gulu línunar fyrir mjög góða þjónustu. Ég hef tvisvar þurft að leita til þeirra og höfðu þeir töluvert fyrir því að afla upp- lýsinga fyrir mig í síðara skiptið. Þjónustan þama er til fyrirmynd- ar.“ Armband „Gullarmband með munstri tapaðist hinn 7. þ.m. á Hótel Loft- leiðum eða þar í grennd. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 21024. Tjarnarbakkinn ekki rétti staðurinn Guðrún Möller hringdi: „Ráðhúsið, sem nú er svo mikið talað um, er glæsilegt hús en 'Ijamarbakkinn er ekki rétti stað- urinn fyrir það. Þama yrði ein- faldlega alltof þröngt um þetta hús. Þá tel ég að Tjamargatan og Fríkirkjuvegurinn myndu ekki standa undir þeim umferðarþunga sem skapaðist ef ráðhúsið yrði reist þama.“ Peningaveski tapaðist í strætisvagni Fjórtán ára stúlka týndi á fímmtu- dag veski með peningum í strætis- vagni. Þetta gerðist í leið 7 milli klukkan 16 og 17 á leiðinni frá Kringlunni að Elliheimilinu Gmnd. Veskið er grænt með renn- ilás. Peningamir í veskinu voru andvirði happdrættismiða, sem stúlkan var að selja. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa sam- band í síma 15621. Hanskar „Rauðbrúnir hanskar töpuðust á Grettirsgötu sl. sunnudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringjaí Soffíu í síma 35160. Brúnn leðurjakki „Brúnn leðurjakki tapaðist laugardaginn 7. nóvember að líkindum á bflaplaninu við hjóna- garða eða á Aragötu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 11245. Fundarlaun. Bætum umf erðarmenn- inguna Ökumaður hringdi: „í þættinum 19:19 á Stöð 2 sl. miðvikudagskvöld var rætt um umferðarmenninguna hér á Fróni og kom mönnum saman um að hún væri ekki til fyrirmyndar. Ég hef ekið töluvert erlendis, bæði í Danmörku og Noregi, og verð ég að segia að umferðarmenningin hér á Islandi stenst illa saman- burðinn. Hér troðast allir áfram og margir telja það langt fyrir neðan sína virðingu að sína minnstu biðlund eða tillitsemi. Það fer ekki á milli mála að við íslendingar getum bætt okkur að þessu leyti og ættu allir ökumenn að líta í eigin barm og bæta sitt framlag til umferðarmenningar okkar. Það myndi áreiðanlega auka öryggið í umferðinni." CANNÖN RoyalFkmily. Amerísku handklæðin á góðu verði Stór498kr. Lrtil398kr. Góðar vörur á góðu verði — það borgar sig Opið í dag laugardag frá kl. 10-4 KÚPLINGSPRESSUR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSLEGUR Fyrir flestar tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubifreiða. Útvegum í allar helstu tegundir fólks- og vörubifreiða. Þeiœing Reynsla Þjónusta FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8. SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.