Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 47 Einar Jónatansson, 1. varaforseti bæjarstjómar, (t.v.) og Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, bera saman bækur sínar á skrifstofu bæjarstjóra. viðbyggingu við grunnskólann og er gert ráð fyrir að haldið verði áfram með það verk. Stóra verkef- nið framundan er hinsvegar hafnarframkvæmdir. Þannig háttar hér til að hinn gamli og góði brimbijótur er í senn at- hafnasvæði og vamargarður fyrir innri hafnarmannvirki. Árið 1985 skilaði Hafnarmálastofnun vand- aðri og greinargóðri skýrslu, þar sem lagðar eru línur um fjögurra ára áætlun í uppbyggingu hafnar- innar, og ef fjárveiting fæst er það næsta stóra verkefnið að byggja vamargarð norðan við brimbijótinn. Þetta mikla verk er áætlað á um 90 milljónir króna og það verður að vinnast í einum áfanga. Ég get að sjálfsögðu endalaust haldið áfram, en áður en ég hætti langar mig að nefna tvö verkefni til viðbótar, sem hljóta að verða á oddinum á næsta ári. Það er annarsvegar viðbygging við sjúkrahúsið hér í Bolungarvík og þá um leið bætt þjónusta við aldr- aðra, en í þeim efnum höfum við dregist nokkuð aftur úr. Hinsvegar er það bygging hót- els sem nokkrir áhugamenn um slíka byggingu hafa verið með í athugun og kynnt bæjarbúum að undanfömu. Hótelbyggingu þessari er ætl- aður staður ofan við félagsheimilið og er gert ráð fyrir að það teng- ist rekstri hótelsins. Bæjarsjóður hefur þama ekki fomstu um en mun veita þessu máli stuðning svo sem fjárhagsleg geta leyfír. Við emm mjög ánægðir með þetta framtak þessara manna og vonum svo sannarlega að af þessuu geti orðið. Ég gæti endalaust talið upp, en þetta em stærstu verkefnin sem bíða þess að í verði ráðist, en eins og svo oft áður er þetta allt spuming um peninga." — Gunnar Laddi er í hópi þeirra listamanna sem senda frá sér h(jómplötu á vegum Steina hf. fyrir jólin. Hér er hann í gervi Saxa læknis, sem gegnir veigamiklu hlutverki á plötunni. Jólaútgáfa Steina hf.: Ellefu nýjar hljóm- plötur fyrir jólm Hljómplötuútgáfan Steinar hf. gefur út ellefu nýjar plötur fyrir þessi jól. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er hér um óveqju mikla útgáfu að ræða, sem er bein afleiðing af mikilli grósku í íslenskri tónlist að undanförnu. Jólaútgáfa Steina hf. hófst með útgáfu á plötu Harðar Torfasonar „Hugflæði" í byijun október síðast- liðins. Þá kom út plata með Grafík í byijun nóvember. Platan ber heit- ið „Leyndarmál" og er fímmta plata hljómsveitarinnar. Hljómsveitin Rauðir fletir sendu frá sér sína fyrstu breiðskífu hinn 12. nóvember síðastliðinn. Nafn plötunnar er „Minn stærsti draumur" og inni- heldur hún 11 frumsamin lög. Sama dag kom út plata Bjartmars Guð- laugssonar „I fylgd með fullorðn- um“, þar sem hann nýtur aðstoðar Mezzofortemanna við hljóðfæraleik og upptökustjóm. Einnig koma þeir. Eiríkur Fjalar og Jakob Magnússon við sögu á plötunni. í fréttatilkynningu frá Steinum hf. segir að þeir félagar í Ríó tríói hafí lengi átt sér þann draum að hljóðrita íslensk þjóðlög og ættjarð- arsöngva og nú hafí sá draumur ræst. Þeir flytja 15 sönglög á plöt- unni „Á þjóðlegum nótum“. Lögin eru öll útsett af Gunnari Þórðarsyni. Fýrsta breiðskífa Greifanna er væntanleg á næstunni, en þeir fé- lagar hafa áður gefíð út tvær 4 laga plötur. Nýja platan ber heitið „Dubl i hom“ og em lögin á henni 10 talsins. Útsetningar og upptöku- stjóm annaðist Tómas M. Tómas- Iðnaðarráðherra á vetrarfundi SÍH og SÍR; Raf orkusala tíl útlanda at- hyglisvert umhugsunarefni Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, flytur ræðu sina á vetrarfundi SHR og SHÍ. Morgunblaflið/Sverrir VETRARFTJNDUR Sambands islenskra rafveitna og Sambands islenskra hitaveitna hófst að Hótel Sögu á fimmtudag. Friðrik Sop- husson, iðnaðarráðherra hélt rseðu við upphaf fundarins og ræddi hann m.a. raforkusölu til útlanda. Sagði hann aUt það mál vera á frumstigi en vissulega athyglisvert umhugsunarefni. Umræða af þessu tagi hlyti til að mynda að beina sjónum erlendra aðila að virkjunarmöguleikum hérlendis. Iðnaðarráðherra sagði þetta vera góðan tima til þess að ræða um skipu- lagsmál raforkudreifíngar. Undan- farið hefði starfað verkefnisstjóm er væri að undirbúa gerð rekstrarlikans til að kanna heildarhagkvæmni skipu- lagshugmynda. Stefnt væri að því að með þessu líkani væri hægt að kanna hagkvæmustu skiptingu lands- ins i orkuveitusvæði. Þeir sem að þessu stæðu væru Iðnaðarráðuneytið, Samband islenskra rafveitna, Lands- virkjun og Rafmagnsveitur ríkisins. Enn væri nokkuð í það að niðurstöð- ur lægju fyrir. Iðnaðarráðherra vék næst að flár- hagsvanda hitaveitna og sagði hann að sjö hitaveitur hefðu lent í slikum fjárhagslegum hremmingum að forr- áðamenn þeirra hefðu séð sig knúna til að leita til ríkisins um hjálp. Hér vöknuðu þær spumingar hvemig staðið hefði verði að fjárhagslegri uppbyggingu veitnanna og hvemig verðlagningu þeirra hefði verið háttað. Afskipti stjómvalda af verðlagn- ingu orkuveitna hér á árum fyrr hefðu verið ákaflega óheppileg og væmm við enn að súpa seyðið af því. Á miðju ári 1983 hefði sú breyting verið gerð á, að beinum afskiptum stjómvalda af gjaldskrármælum, var hætt. Þessu frelsi sem forráðamenn orkuveitn- anna nytu nú fylgdi vissulega ábyrgð. Orkuveitumar væm einokunaifyrir- tæki sem störfuðu án samkeppni við aðra aðila. Sem dæmi um lækkun á raforku- verði undanfarínna ára hjá RARIK, miðað við fast verðlag, mætti nefoa, að hjá heimili, sem notaði 4000 KWst til almennrar notkunar og 33.000 KWst til upphitunar hefði Iækkunin frá 1983 til ársins f ár numið 38%. Almenni taxtinn hefði lækkað meira en 46,5%, en hitataxt- inn um 35,6%. Skýringin á þessum mun væri að fellt hefði verið niður verðjöfnunargjald á almenna taxta. Hitakostnaður hefði hins vegar lækkað um 29%, og væri þá tillit tekið til, að niðurgreiðslur hefðu ver- ið óbreyttar í krónutölu. Olía hefði hins vegar lækkað um 60% á sama tíma, þannig að samanburðurínn við hana væri nú óhagstæðari innlendum orkugjöfum. Þegar verðjöftiunargjaldið var af- numið hefði veríð ákveðið að ríkið tæki jifir skuldir RARIK, þannig að fyrirtækið yrði jafnsett. Forráðamenn RARIK efuðust um að staðið hefði verið við þetta og iðnaðarráðuneytið hefði beðið um sérstaka athugun á því máli og stæði hún nú yfír. Um sölu á raforku til útlanda sagði iðnaðaráðherra að þær hugmyndir væru ekki nýjar af nálinni. Nokkrar athuganir hefðu farið fram á þessu á sfðarí árum án þess að slfkt þætti hagkvæmt. Enn væri þetta mál um sæstreng til Skotlands á algeru frum- stigi. Áður en nokkuð væri hægt að segja um það sem máli skipti þyrfti að rannsaka vandlega bæði tæknihlið málsins og Qárhagshliðina auk margs annars. A þessu stigi værí ekki hægt að segja meira um málin en það, að það væri athyglisvert íhugunarefni, auk þess, sem umræða af þessu tagi hiyti að beina sjónum erlendra aðila að virkjunarmöguleikum hér. í ræðu sinni vék iðnaðaráðherra einnig að raforkusölu til orkufreks iðnaðar, en hann kaupir nú um 53% af heildarstofnorku hér á landi. Unn- ið væri að því að kjmna erlendis möguleika á orkufrekum iðnaði hér á landi. Könnunarviðræður hefðu far- ið fram við ýmsa helstu álframleið- endur í Evrópu um byggingu nýs álvers við Straumsvfk en mikil sam- keppni rfkti nú milli ýmissa þjóða um að laða erlenda aðila til fjárfestinga f áliðju. Þau áform sem uppi væru vörðuðu byggingu á 180.000 tonna álveri, sem væri f raun tvöfalt stærra en ÍSAL. Allt of snemmt væri að spá um hvort af þessu gæti orðiö en yrðu áformin að veruleika þyrfti að virkja 300 MW til nota fyrir slfkt álver. Gunnar Þórðarson og ólafur Haukur Símonarson hafa unnið saman að nýrri plötu, „í loftinu", sem inniheldur lög Gunnars við texta Ólafs Hauks um ísland nútí- mans með hliðsjon af ljósvakabylt- ingunni. Margir þekktir söngvarar koma við sögu á plötunni og má þar nefna Egil Ólafsson, Eirík Hauksson, Björgvin Halldórsson og Jóhönnu Linnet auk hljóðfæraleik- ara úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitin Módel varð til í kringum Eurovision-keppnina og flutti þar lagið „Lífíð er lag“. Með- limir hljómsveitarinnar ákváðu að halda samstarfínu áfram og af- raksturinn varð stór plata. Hljóm- borðsleikarinn Don Snow var fenginn sérstaklega til landsins til að vinna að plötunni. Hann hefur starfað með mörgum þekktum er- lendum poppurum og kom hann hingað að lokinni hljómleikaferð með Tinu Tumer. Sverrir Storm- sker hefur gert samning við Steina hf. og er með 30 lög í vinnslu sem koma út á tvöfaldri plötu innan skamms. Laddi hefur verið lengi í skemmtiiðnaðinum og brugðið á leik á fjölda hljómplatna. Nú er hann með fjórðu sólóplötu sfna í smíðum og jafnframt þá fyrstu sem eingöngu inniheldur frumsamið efni. Á plötunni koma við sögu margar þjóðfrægar persónur svo sem Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Þórður húsvörður, Mói gamli og fleiri. Eilefta platan sem Steinar hf. gefa út fyrir þessi jól er „Jóla- stund", jólaplata, sem inniheldur 11 íslensk jólalög sem ekki hafa komið út á plötu áður. Þeir sem fljdja lögin eru: Stuðkompanfið, Bjartmar Guðlaugsson, Eyjólfur Kristjánsson, Ríó tríó, Kristfn Lil- lendahl, Helga Möller, Sverrir Stormsker, Hörður Torfason, Guð-? rún Gunnarsdóttir og Sniglabandið. Á blaðamannafundi f Stúdfó Stemmu í byijun nóvember söng 60 manna kór fjölmiðla- og lista- fólks lokastefíð f einu laginu „Jólalagi" eftir Bjartmar Guðlaugs- son. (Úr fréttatilkynningu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.