Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Minning: Ásta Þ. Pálsdóttir Stykkishólmi Fœdd 30. september 1900 Dáin 15. nóvember 1987 Ásta Þorbjörg Pálsdóttir, Silfur- götu 1, Stykkishólmi, andaðist í St. Fransiskusarpítalanum í Stykkis- hólmi þann 15. nóvember sl. og fer útför hennar fram f dag, þann 21. nóvember, kl. 2 frá Stykkishólms- kirkju. Hún fæddist í ögri við Stykkis- hólm 30. september aldamótaárið 1900. Foreldrar hennar, Páll bóndi, sjó- maður og vitavörður í Höskuldsey, Guðmundsson og kona hans, Ástríður Helga Jónasdóttir, bónda á Helgafelli í Helgafellssveit, voru af snæfellskum ættum, vel þekktum um Snæfellsnes og Breiðaflörð. Fólk þessara ætta hefir verið far- sælt, vandað til orðs og æðis og vel látið af sveitungum sfnum og samborgurum, hvarvetna sem það hefur búið eða leið þess legið. Þau Páll og Ástríður eignuðust 14 böm. Tvö þeirra dóu í bráðri bemsku, en 12 lifðu og komust öll til efri ára. Ásta var fimmta þeirra er upp komust, en sú áttunda, sem fer héðan. Enn eru flögur þeirra á lífi, öll við aldur, en þau era: Guð- rún, húsfreyja í Reykjavík; Jónas, búsettur í Stykkishólmi; Guðmund- ur, búsettur f Hveragerði, og Sofffa, búsett f Stykkishólmi. Hin látnu, auk Ástu, era: Magðalena, lengst- um húsfreyja í Stykkishólmi; Ágúst, var útvegsbóndi f Vfk við Stykkis- hólm; Kristín var húsfreyja í Stykkishólmi; Georg, var lengstum búættur í Reylcjavík; Una, var hús- freyja í Reylgavík; Sigurvin, var lengstum sjómaður í Keflavfk; Hös- kuldur, bátsformaður og bjó alla tíð í Stykkishólmi. 011 urðu þessi systkini atorku- og duðgnaðarfólk, sem barðist harðri lffsbaráttu til þess að sjá sér og sínum farborða og létu hvergi deigan síga á langri vegferð, þótt bamingsveður og svalviðri fengju þau oft f fang. Hafa afkomendur þeirra systkina erft þessa eiginleika í ríkum mæli, vaxið með viðfangs- efnum sfnum, reynzt traustir þegnar og hinir nýtustu borgarar. — Með þessum systkinum var alla tfð mjög kært, samgangur mikill millum þeirra og vináttu- og ættar- böndin sterk. Nftján ára að aldri, 25. október 1919, giftist Ásta Lárasi Elfassyni annaáluðum öðlingsmanni. Láras fæddist í Klettakoti í Fróðárhreppi 27. nóvember 1893. Var sjö ára aldursmunur á þeim hjónum. Láras ólst upp á Helgafelli, þeim fom- fræga stað, hjá Jónasi Sigurðssyni bónda þar, og Ástríði Þorsteins- dóttur, konu hans, afa og ömmu Ástu. í bemsku var Ásta mjög handgengin ömmu sinni og afa á Helgafelli og var þá oft þar í heim- sókn um lengri eða skemmri tfma og naut þar mikils ástrfkis allra á því fjölmenna heimili, sérstaklega Ástríðar ömmu sinnar og naut þar nafns. Asta minntist oft á hinar björtu bemskuminningar, sem hún átti um heimsóknir sfnar að Helga- felli. Ásta er tólf ára þegar Jónas Okkar vinsæla villibráðakvöld verður föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld í Blómasal Hótels Loftleiða. Villibráðahlaðborð: Villibráðaseyði, hreindýrapaté, sjávarréttapaté, grafinn silungur. Heilsteiktur hreindýravöðvi, ofnsteikt villigæs, pönnusteikt lundabringa, smjörsteikt rjúpu- bringa, ofnsteikt önd, hreindýrapottréttur. Heit eplakaka, tvær tegundir af krapís með ferskum ávöxtum og að sjálfsögðu okkar rómaði sérrétta matseðill. HÓTEL LDFTLEIÐIR FLUGLEIOA fm> HÓTEL afi hennar deyr. Á hennar efstu áram var henni enn í fersku minni hinn mikli mannsafnaður, er var við útför hans. Hann var mikill búhöldur og virtur af sveitungum sfnum. í „íslenzkum æviskrám" Páls Eggerts Ólasonar stendur þetta um afa hennar m.a.: „Jónas bjó á nokkram býlum í Helgafells- sveit, síðast að Helgafelli 1888—1911 og dvaldist þar síðan. Gerði miklar jarða- og húsabætur, varð efnamaður, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni...“ Af ættingjum og vinum þeirra Ástu og Lárasar hefir því lengi verið viðbragðið, hversu hamingju- samt hjónaband þeirra var, svo að aldrei bar þar skugga á. Þau vora einstaklega samrýmd og einhuga f öllu, sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Um allt sem laut að uppeldi barnanna og hvaðeina annað, sem varðaði hag heimilisins, vora þau sem einn hugur og ein sál. En oft fram eftir áram í hjúskap þeirra var Ásta ein um hituna að gæta bús og bama, þegar maður hennar var, um lengri eða skemmri tíma, flarverandi sökum sjómennsku sinnar. Bömin þeirra, sjö að tölu, bera því glöggt vitni, að þau hafa hlotið gott uppeldi f bemsku og æsku, enda Idppir þeim svo í kynið um gjörvileik, myndarskap og háttvísi í samskiptum við aðra að eftirtekt vekur. Ásta og Láras höfðu ekki af miklum veraldarauði að státa, þeim auði sem mölur og ryð fær grandað, en þau vora samt rík og sæl af sonum sínum og dætram. I bömunum var auðlegð þeirra og gifta fólgin. Böm þeirra Ástu og Lárasar era þessi: Bjami, kaupmaður f Stykkis- hólmi, kvæntur Hildigunni Hall- dórsdóttur. Svanlaugur Elías, kaupmaður í Stykkishólmi, kvæntur Ingu Bjartmars. Helga Kristín, gift Leó Guðbrandssyni, sparisjóðs- sfjóra f Ólafsvík. Lea Rakel, gift Agnari Möller, starfar hjá IBM. Hrefna, gift Eggert Magnússyni, húsasmíðameistara, Garðabæ. Ebba Júlfana, gift Þorgeiri Ibsen, fyrram skólastjóra, Haftiarfirði. Gunnlaugur, húsasmfðameistari, Stykkihómi, kvæntur Hönnu Ágústsdóttur. Alls era bamaböm Ástu og Lárusar 23 og bamabama- bömin 35. Láras Elíasson andaðist 9. des- ember 1971, sjötíu og átta ára að aldri. Höfðu þá Ásta og hann verið sextfu og tvö ár f hjónabandi. Láras var harðduglegur maður og féll aldrei verk úr hendi meðan honum entist heilsa og líf. Á unga aldri og frameftir áram stundaði hann aðallega sjómennsku og studdist við lítilsháttar landbúskap vegna síns margmenna heimilis. Um skeið tók hann þátt f útgerð með Ágústi, mági sfnum, útvegsbónda í Vík, og var seinna um langt árabil hafnar- vörður í Stykkishólmi. Var haft á orði, hversu vel og samviskusam- lega hann leysti það starf af hendi. Vegna greiðvikni sinnar og lipurðar við sjómenn, sem hafnarinnar nutu, varð hann einkar vinsæll meðal þeirra, enda sjálfur sjómaður á yngri áram. Þegar Láras féll frá varð skarð fyrir skildi hjá þessari góðu flöl-. skyldu. Viðbrigðin urðu að sjálf- sögðu mest hjá Ástu, en hin mikla Guðstrú hennar og gleðin yfír að eiga mannvænleg og góð böm mild- aði söknuðinn. Báðum var það sameiginlegt, Lárasi og Ástu, að leggja rækt við Guðstrú sína af ein- lægum og fölskvalausum huga. Hinar tíðu kirkjugöngur þeirra vora ekki sprottnar af sýndarmennsku, heldur ríkri innri þörf til þess að þjóna Guði sínum. Látleysi þeirra og dagfarsprýði bar þess óræk merki f einu og öllu, að þau vora sannkristnar manneskjur. Og eftir að Láras dó hélt Ásta uppteknum hætti til efstu ára, meðan heilsa og kraftar leyfðu, að ganga til helgra tfða í kirkju sinni í Stykkis- hólmi. Ásta Pálsdóttir var ekki vílgjöm kona. Alein hélt hún heimili eftir fráfall Lárasar og bjó f húsinu sfnu á hólnum, neðan við Þinghúshöfð- ann í Stykkishólmi, — allt þangað til hún flutti á heimili aldraðra í Stykkishólmi sökum heilsubrests og naut þar góðrar umönnunar. Á heimili þeirra Ástu og Lárasar var hvorki vítt til veggja né hátt til lofts, en þar var mikið hjartarými og hlýja í viðmóti við alla, gest og gangandi. Þau áttu ætfð góða ná- granna og margar nágrannakon- umar leituðu oft ásjár Ástu í daglegu amstri með vandamál sín og komu þar aldrei að tómum kof- unum. Allir, sem Ástu kynntust, vissu, að það var mannbætandi að vera í návist hennar og gott að hlíta ráðum hennar. Hún var tiygglynd og vinföst, langminnug á það sem vel var gert, en gleymdi skjótt hinu, sem út af brá. Hún vissi ekki hvað það var að vera langrækin. Það var sjaldgæft að sjá hana þykkjuþunga, en þá sjaidan, sem henni rann f skap, stóð það stutt við. Enginn Electrolux útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar með verulegum afslætti ! Afsláttur kr. TR1178 Tvískiptnr kælir/frystir 12.500,- TR1076 Tvískiptur kælir/frystir Frystiskápar þrjár stærðir.... RP1185 Kæliskápur............. ..10.000,- 8-17.000,- .. 7.500,- uppseldir Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.