Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Tvær leir- listarsýningar Myndlist Bragi Ásgeirsson Leir, form og litir nefnist sýning sem nú er í gangi í Galleríi Gang- skör og lýkur nú um helgina. Er hér um að ræða allmörg lítil leirlistaverk eftir Signði Laufeyju Guðmundsdóttur og mun þetta fyrsta einkasýning hennar. Leir- listaverkin eru aðallega unnin úr Limogés-postulíni, en einnig úr hálfþostulíni og eru þetta renndar skálar, sem síðan eru mótaðar og í flestum tilvikum skomar til að gefa þeim nýjan svip og nýtt rými. Þá eru notaðir leirlitir í óhlutlæga flatarmáls-skreytingu og eru hlut- imir ógleijaðir til þess að áferð leirsins njóti sín í sinni hreinustu mynd. Þetta er einkar látlaus sýning sem lætur lítið yfír sér, verkin hver öðm lík í gerð og útfærslu, þó virð- ist Laufey hafa verið full áköf við að beita hnífnum því að niðurskurð- ur forma er í mörgum tilvikum ekki nægilega hnitmiðaður. Helst stendur yfír sýning á leirverkum eftir Margréti Jónsdóttur. Ég hef ekki haft tækifæri til að koma í þetta gallerí áður, en það er hið vistlegasta og býður upp á mikið og mjög blandað úrval mynd- listarverka. Hér er mikil bjartsýni á ferð hjá eigendum því að ekki er ýkja langt síðan að annar en þó öllu minni sýningarsalur í næsta nágrenni varð ' að hætta vegna rekstrarörðugleika. Þessi salur er betur staðsettpr og í senn opnari og aðgengilegri þannig að kannski gengur dæmið upp, einnig í ljósi þess að vaxandi verslunammsvif eiga sér stað allt um kring og svæð- ið er hið vistlegasta. Þá er sýning Margrétar Jóns- dóttur fyrir margt í senn sérstæð og áhugaverð og ber vott um að hér sé á ferð leirlistarkona, sem búast má við ýmsu af í framtíðinni. Sýningin er ijölþætt hvað gerð og lögun leirmunanna snertir og má segja að gripimir vegi salt milli brúkshlutar og skúlptúrs. Á sýning- unni em skálar, vasar, kertastjakar og andlitsgrímur og er þetta allt í sérstæðri útfærslu sem gefur til kynna að listamaðurinn kann vel til verka og leggur sig allan fram í útfærslunni, kastar hvergi til höndunum. í stuttu máli, vandaður listiðnað- ur sem galleríið hefur sóma af að kynna og ánægja var að beija aug- um... Sigrún Ó. Ólsen Stutt er þannig í orkusvið fyrri tíma í húsinu en það skal ósagt látið hvort það hafi haft áhrif á listakonuna Sigrúnu Ó. Ólsen, en hins vegar þakka ég fyrir ánægju- legar stundir við skoðun mynda hennar. Margrét Jónsdóttir listakona. getur maður fallist á tilganginn í leirformum nr. 4, 5, 8 og 10, en þar sýnist hann markvissastur. En að öðm leyti segir þessi sýning mér ekki mikið. í húsakynnum hins nýja sýning- arsalar Gallerí list, í Skipholt 50b, Erum með mikið úrval af vönduðum, notuðum bílum. DAIHATSUUMBODIÐ, ARMUU\ 23, S. 685878 - 681733. ORKUVITUND Það verður að segjast eins og er að myndir Sigrúnar Ó. Ólsen í húsakynnum Þrídrangs, Tryggva- götu 18, em í óvenjulegra lagi. Hér em á ferðinni mjmdir sem fyrir sumt munu eiga að túlka orkusvið dulhyggju og sem slíkar minna þau svolítið á myndir Karls Einarssonar Dunganon þótt þær séu gjörólíkar í útfærslu. En það hafa þau tvö ótvírætt sameiginlegt að fyrir bregður listrænni glóð í myndgerð þeirra, sem er þeim eðlislæg og sjálfsprottin. Það þykir listrýninum í meira lagi skemmtilegt, að koma inn á sýningu sem kemur honum jafn mikið á óvart og er mjög svo frábmgðin öðmm sýninum á höfuð- borgarsvæðinu. Flestar em myndimar gerðar í vatnslitum með olíu, blaðagulli, túski og temperalitum í bland. Þetta em litlar myndir en gerðar af mikilli vandvirkni og einlægni og í þeim bregður fyrir ríkri artistí- skri kennd — laufléttum og lifandi strikum og litum er vinna með und- irmeðvitundinni. Þetta kemur einkum fram í myndaröðinni af Snæfellsjökli (nr. 1—10) og hér hefur Sigrúnu tekist að túlka hið sérstaka orkusvið sem í í jöklinum á að búa. Einnig ber sérstaklega að geta myndaraðarinnar „Minn- ingar" (31) fyrir það hve útfærslan er listræn og upphafín. Það er vissu- lega margt að ske í myndlistinni í Reykjavík og margt hefur verið brallað í þessu merkilega húsi Þrídrangs. M.a. var þar hinn nafn- togaði Ása-klúbbur lengi til húsa meðan hann var og hét á sjötta áratugnum. Þar var mikið hugsað og andríkir menn gengu á milli herbergja jafnframt því sem skák- gyðjunni var óspart blótað. Elina Liikanen við eitt verka sinna. ELINA LIIKANEN DAIHATSU CUORE nokkrum verkum árangur og af- rakstur dvalarinnar í málverkum, teikningum og fáeinum verkum efn- islegrar dýptar. Liikanen lauk sex ára listnámi í Helsingfors 1985 og fór meðan á því stóð námsferðir til London, New York (tvisvar) og Mexíkó. Þá dvaldi hún í Egyptalandi á þessu ári og hefur unnið á vinnustofum á Ítalíu, Danmörku, Spáni og nú síðast á íslandi. Þetta er held ég dæmigerður þverskurður á námsbraut norræns myndlistarmanns en rannsóknir á erlendri list er snar þáttur í náminu. Þá hefur Liikanen tekið þátt í ýmsum samsýningum, m.a. þrívegis í Sýningarhöllinni í Helsingfors en þetta mun hennar fyrsta einkasýn- ing. Þá hafa henni hlotnast ýmsir opinberir styrkir og hún á myndir í einu listasafni svo og ýmsum einkasöfnum og er ennfremur full- gildur meðlimur í fínnsku lista- mannasamtökunum. Þótt myndir listakonunnar beri það með sér að þær séu málaðar á afmörkuðu tímaskeiði dvalar henn- ar á vinnustofunni í Hafnarfirði þá sýna þær ljóslega að hún kann ýmislegt fyrir sér og er í senn næm sem opin fyrir áhrifum. Myndverkin eru flest máluð und- ir áhrifum frá dvöl hennar hér og í þeim speglast hughrif frá landi og fólki. Engir eru þetta uppdrætt- ir heldur bein hughrif í þeim sérstaka myndstíl sem hún hefur lagt út af og er að sumu leyti skyld- ur nýja málverkinu en á þó öðru fremur rætur í fínnskri erfðavenju. í útfærslu eru myndverkin harla ólík því sem maður á að venjast hjá jafnöldrum hennar hér heima þótt ýmislegt sé sameiginlegt um myndhugsun. Einkum kemur þetta fram í frá- brugðinni meðhöndlun litanna en einnig í hinni teiknuðu línu, sem er um sumt akademískari og þjálf- aðri. Liikanen hefur vissulega upplifað fsland á sinn eðlislæga hátt, sem kemur vel fram í hinni litlu en stemmningarríku bláu mynd „Huldusýn" (3), og einnig í hinum stærri og veigameiri verkum „Ég elska þig samt“ (8), og „Togstreita" (9). Nöfn myndanna bera og vott um að hún hefur ferðast um landið á meðan á dvöl hennar stóð og víða orðið fyrir áhrifum. Ég hafði ánægju af að skoða þessa sýningu líkt og margar sýningar nýgræð- inga í listinni og ekki skyldi mig undra þótt meira fréttist af nafninu Elina Liikanen í framtíðinni. Menningar- og listastofnun Hafnarflarðar kynnir þessa dagana og til sunnudags 22. nóvember fínnska listmálarann Elina Liikan- en, dvalargest í listamannaíbúð og vinnustofu Hafnarborgar. Mjmd- listarkonan hefur lokið dvöl sinni í listamannaíbúðinni og sýnir í KOMINN AFTUR OG VERÐIÐ AÐEINS FRA KR. 299.400 5 dyra, 5 gíra, kominn á götuna KANNTU ANNAN BETRI! 5 dyra, sjálfskiptur kr. 329.500.- 3ja dyra, 5 gíra, 4WD kr. 340.700.- Við fengum aðeins örfáa af þessum frábæru bæjarbílum, sem við seljum næstu daga á ótrúlega hagstæðu verði. DAIHATSU CUORE: Bíllinn, sem menn trúa ekki að sé smábíll! ~ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.