Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 9 til að hreinsa KÍSILSKÁN af vaskinum, baðkarinu eða sturtubotninum. Reynslan hefur sýnt að árangur naest með NUDDA. Fáðu þér pakka og prófaðu. Sölustaðirt.d.: Flestar matvöruverslanir og bensín- stöðvar Esso. HREINLÆTISÞJÓNUSTAN HF., sími 27490. Ert þú tílbúinn i vetraraksturínn? HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ I Gómmíkarlamir Borgartúni 36 Sími 688220 - - KAUPMNG HF Húsi verslunarinnar • sími 68 69 88 VEXTIR Á VERÐBRÉFAM ARKAÐI ^^Vikan 15.-21. nóvember 1987 Tegundskuldabréfs Vextir umfram verðtryggingu % Vextir alls% Spariskírt. ríkissjóðs lægst 8,0% 34,4% hæst 8,5% 35,0% Skuldabréf banka og sparisjóða lægst 9,3% 36,0% hæst 9,7% 36,5% Skuldabréf stórra fyrirtækja Lind hf. 11,0% 38,1% Glitnirhf. 11,1% 38,3% Verðtryggð veðskuldabréf lægst 12,0% 39,4% hæst 15,0% 43,1% Einingabréf Einingabréf 1 13,2% 40,9% Einingabréf 2 9,0% 35,6% Einingabréf3 12,0% 39,4% Lífeyrisbréf 13,2% 40,9% Fjárvarsia Kaupþings mismundandi eftir samsetningu verðbréfaeignar Heiidarvextir annarra skuldabréfa en einingabréfa eru reiknað- ir út frá hækkun lánskjaravísitölu síðastliðna 3 mánuði. Raun- og nafnávöxtun Einingabréfa og Lífeyrisbréía er sýnd miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurseija með litlum fyrirvara. Einingabréí er innleyst samdægurs gegn 2% innlausnargjaldi. Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í Fjárvörslu Kaupþings er oftast hægt að losa innan viku. Faðirinn eftir Strindberg Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Föðurinn eftir August Strind- berg síðla í septembermánuði. Bæði leikritið og höfundur þess rísa hátt í heimslist leikhússins. Staksteinar staldra í dag við grein í leikskrá „Að búa til gull; af Strindberg og föðurnum" eftir Sigurð Hróarsson. Strindberg og frúvonEssen Slgurður Hróarsson kemst svo að orði i grein um Strindberg og Fðður- inn: „Sem fyrr segir skrif- aði Strindberg þetta leikrit þegar þjónaband hans og Siriar von Essen var endanlega að leysast upp. Höfuðsmannsfrúin Lára er þó auðvitað eng- in spegilmynd af Siri, en sjúkleg afbrýðisemi Strindberg og heift hans vegna ótryggðar hennar hefur þó án nokkurs efa litað mynd Láru i leikrit- inu. Strindberg var einnig á þessum árum nýög efins um faðerni barna «inn« og er dsemi- gert að þær imyndanir endurfæðast i skáld- skapnum; hann orti alltaf sínar svörtustu geðs- hræringar inn i verkin. Ónnur atriði úr lifi Strindbergs sem endur- speglast í Föðurnum er Ld. sú sannfæring hans að femínistar stæðu að baki allri ógæfu hans — hann leit á konuna sem hættulegasta óvininn — og einnig trú hans á sefj- un; áorkun á hugsanir, tiifinningar og athafnir. Hann var til að mynda gagntekinn af Othello Shakespeares og sann- færður um að sefjun — álög hugans, væri öfl- ugra morðtól en eitur og vopn.“ Enskir eigin- mennog lampar Enn segir i greininni: „Og enn má finna sam- svaranir. Til að mynda þegar höfuðsmaðurinn þeytir lampanum á eftir konu sinni. t einu af bréf- um Strindbergs má fræðast um, hvaðan hug- mynd er sprottin. Þar stendur á einum stað að enskir eiginmenn grýti jafnan lömpum að eigin- konum sínum, og þegar haft sé í huga hvernig enskar konur eru inn- réttaðar, sé það vel skiijanlegt. Þess má og geta til gamans, að ekk- ert bendir til að Siri hafi nokkum tima reynt að hnýsast í bréf bónda síns, eða hindra samsldpti hnna við iunheiminn. Hinsvegar opnaði hann oft bréf hennar þegar tilrannir hans til að sanna á hana ótryggð stóðu sem hæst Samtal Bertu og fóstrunnar á sér einnig fyririnynd úr lífi hans — frá æskuárun- um og píetisku uppeldi heimnhÚRnnnn þar sem þjónustufólkið skemmti sér oft við að trylla krakkagreyin með draugasögum. Auk þess eru heimildir fyrir þvi að Strindberg og Siri hafi oft deilt óvægilega nm menntun barna anna. Þær deilur náðu hámarki um 1886 þegar hún, ekki af ástæðulausu, tók að efast um geðheilsu bónda síns, og eins og Lára lét hún kalla í lækni til að rannsaka sálsýki hans. Líkt og höfuðsmaðurinn var Strindberg skapari hnnn einnig fæddur fyrir tfmann, óvelkominn f heiminn, og stundaði misskilin visindastörf sem hefðu fært honum — að eigin dómi, frægð og frama, ef lævfsir og illa innrættir óvinir hans hefði ekki sameinast gegn honum og ónýtt fræðin.“ Listin er skyld lífinu Lftum enn i grein Sig- urðar: „August Strindberg hefur oft verið kenndur við kvenhatur, og er Föð- umum jafnan hampað sem ákæruslgali i þeim efnum. Menn spyijæ er höfuðsmaðurinn ekki holdgervingur kvenfyr- irlitningar — og Strind- berg meðsekur? Er hægt að hugsa sér öllu tegund- arhreinni fyrirlitningu á konum en þegar höfuðs- maðurinn segir að konur hafi svo litla vitund um eðlislæga heimsku sina, eða þegar hann segir: „Vei þér djöfuls kona og bölvað veri kyn þitt“? Geta nokkrir sagt þetta nema þeir sem trúa gagnrýnislaust á yfir- burði sina, þeir sem ganga til allra verka eins og húsbændur að hund- um - er þetta ekki lof- söngur um feðraveldið? Nei, svo einfalt er málið vist ekki; i skáld- skap hefur fólk nefni- Iega breyskleika og efasemdir þótt hálfhim- neskt sé. Það má alltaf spyija hvort hugur fylgi máli, hvort einhversstað- ar leynist ekki fronfa (háð) — eitt sagt, annað meint. Má ekki jafnvel skýra hroka höfuðs- mannsins sem bælda vantrú á eigin mátt, og geta ekki skáldaðar per- sónur verið haldnar sjálfsblckkingu? Það eht er vist að á sviði er aldr- ei allt sem sýnist — þanníg er galdur skáld- skaparins. Þvi má vissu- lega efast um að höfuðsmaðurinn hati konur og fyririfti — af- greht mál. I.istin er of skyld lifinu til að svo geti verið, og i lifinu vita jú flestir, „að sjaldnast gefur eht auga leið“ — eins og leikstjóri sýning- arinnar f kvöld hefur komist að orði i öðru samhengi. Það er með öðrum orðum varasamt að gera jafn greindu fólki og leikpersónum Strindbergs upp eina al- gilda skoðun. í öllum góðum skáldskap er fólki nefnilega púslað Mm»n úr mótsögnum og er þvi innst inni alveg jafn margrætt og við hin sem tejjumst raunveruleg."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.