Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987
__________Mynt________________
Ragnar Borg
Ég minnist enn, er ég gat þess
við kvöldverðarborðið heima hjá
foreldrum mínum, að við hefðum
verið að fjalla um Júlíus Sesar í
sögutíma í Menntaskólanum þann
daginn. Faðir minn, Óskar Borg,
hafði mikinn áhuga á mannkyns-
sögu, ég held hann hafí nærri
kunnað utan að „The decline and
fall of the Roman Empire" eftir
Gibbons. Rit þetta er um 2000 síður
og í stóru broti. Hann fór nú að
spyija nánar um allt, sem ég vissi
um Sesar, en það reyndist harla
lítið að hans mati. Hélt hann nú
um klukkutíma fyrirlestur um þenn-
an fræga mann. Fyrst var sagan
rakin í áratugum, síðan í árum, svo
f mánuðum, vikum og dögum, en
einasti dagurinn, sem hann lifði í
klukkustundum. Að tölunni lokinni
fór hann í bókaskáp inni í stofu og
sótti bók inn í bókahillu og rétti
mér hana, með þeim orðum, að
þetta væri leikrit Shakespears um
Júlíus Sesar. Þar væri að fínna eina
bestu, ef ekki bestu ræðu, sem sam-
in hefði verið, en það er ræða
Markúsar Antóníusar yfír líkbörum
Sesars, en hún hefst með orðunum:
„Friends, romans, countrymen lend
me your ears.“ Mér var svo uppá-
lagt að læra þessa ræðu utanbókar,
það gæti áreiðanlega komið mér
vel síðar. Ekki bara það. Hann fór
með ræðuna, svo sem honum var
einum lagið, og hlýddi mér síðan
jrfír hana til að fullvissa sig um að
ég hefði nú reynt að læra hana.
Eg hefí oft hugsað til þessarar
kvöldmáltíðar og blessað föður
minn fyrir að sjá um að ég kynnt-
ist einnig þessu leikriti.fyrir utan
allt, sem hann sagði um Sesar.
Fyrir myntsafnara er Sesar afar
áhugaverður. Hann lét slá nokkra
peninga sjálfur og peningamir hans
og aðrir peningar, sem slegnir voru
að honum lifandi og látnum eru
stórmerkir. Ég mun nú reyna að
segja söguna af Sesari nokkum
veginn eins og faðir minn sagði
mér hana fyrir tæpum 40 ámm,
en allmikið stytta þó.
Júlíus Sesar fæddist 100 ámm
fyrir Krists burð. Hann var af
þekkti ætt. Júlía frænka hans var
gift Maríusi, frægum foringja Pop-
ulares, eða alþýðufylkingarinnar,
og hafði _ verið Igörinn konsúll 7
sinnum. A þeim tíma vom 2 flokk-
ar í Róm. Hinn var Optimates,
„Hinir bestu". Báðir flokkamir
þóttust þjóna sinni tegund kjós-
enda, en í rejmd var einungis um
að ræða aðferð helstu ráðamanna
í borginni til að koma ár sinni fyrir
borð. Lýðurinn í Róm hafði lítið að
segja, nema þegar notast mátti við
hann til múgæsinga, er losna þurfti
við einhvem mann, eða kveikja í
húsi hans.
Sautján ára að aldri kvæntist
Sesar Komeliú, dóttur Cinna, sem
var foringi Populares. Þetta leiddi
til þess að hann slapp rétt hjá því
að Súlla léti drepa hann, en Súlla
var einvaldur og hataði Maríus, sem
var svo voldugur að ekkert beit á
honum. Súlla kallaði Sesar á sinn
fund og átti við hann eintal, en að
því loknu áleit Sesar að best væri
að láta sig hverfa úr Róm. Hann
gekk í herinn og kjmntist lífi her-
mannanna og bardögum. Hlaut
hann æðsta heiðursmerki hersins
fyrir djarfa frammistöðu er hann
bjargaði lífí félaga síns í ormstunni
um Mytilene.
Að Súlla látnum sneri Sesar aft-
ur til Rómar árið 78 f. Kr. og hóf
afskipti af stjómmálum. Hann þótti
efnilegur raeðumaður og fór hann
því til Rhódos, en þar var í þá daga
besti skólinn í ræðumennsku. Sjó-
ræningjar hertóku skip Sesars og
heimtuðu lausnargjald fyrir hann.
Hann kom sér út úr þessari klípu
með þeirri lagni, sem honum var
svo töm. í fyrstu hélt hann því fram,
að hann væri óendanlega mikils
Silfurdenarinn, sem Sesar lét slá
árið 44 f.Kr. og varð honum að
falli. Á peninginn er letrað:
CAESAR DICT PERPETO, sem
útleggst: Sesar einvaldur stöðugt
(eða eilíflega). Þess ber að geta
að allir eru peningamir sýndir
hér stækkaðir. Raunverulega eru
þeir flestir um 20 mm í þvermál
og vega um 4 grömm.
Frægasti rómverski peningurinn, en hann lét Brútus slá á Grikk-
landi eða f Asíu árið eftir morð Sesars. Á framhliðinni er mynd af
Brútusi, en á bakhliðinni eru tveir hnífar sitt hvoru megin við húfu
frelsisins. Textinn, EID MÁR táknar Ides Martii. Ég hefi spurst
fyrir um það þjá latfnukennara hvers vegna skrifað er EID en ekki
bara ID sem skammstöfun fjnrir Ides, og fengið það svar, að svona
hafi stundum verið gert og þá einkanlega á hátfðlegu máli. Pening-
ur þessi er fokdýr, en áður en menn kaupa hann fyrir milljónir er
rétt að láta sérfræðinga skera úr um hvort hann er ófalsaður eða
ekki, þvf hann hefir auðvitað verið margsinnis sleginn af myntfölsur-
um vegna þess, hve eftirsóttur hann er.
Súlla.
mundir sýnir Gallíu, sem konu með
úfíð hár, eftir erfíða tíma. Einnig
er mjmt með Vergingetorix höfð-
ingja Germana. Hann er sýndur
fanginn innanum herfang. Þekkt-
asta mjmt Sesars er þó peningurinn
með mynd af fíl á framhliðinni, en
fíllinn trampar þar á snák. Á bak-
hlið peningsins eru svo sýnd tign-
aráhöld æðstaprestsins. Myndimar
á myntinni segja þannig frá því að
hið góða (fíllinn) nær jrfírhöndinni
jrfír hinu illa (snáknum). Önnur
skýring á þessari myntd er að fíllinn
sé að troða á herlúðri galla, eða
með öðram orðum eigi að tákna
sigur Sesars á þeim.
Júlía, dóttir Sesars, var gift
Pompejusi, til að sfyrkja bandalag
þeirra. Hún dó af bamsföram með-
an Sesar var í Gallíu. Pompejus
hafði orðið fyrir þverrandi lýðhylli,
er Sesar var hvergi nærri. Senatið
fól honum að bæla niður uppreisn-
ir, sem leiddu til borgarastyrjaldar,
en hann notaði tækifærið og út-
nefndi sig æðsta mann alls róm-
verska hersins og gjörði svo
bandalag við Optimates („hina
bestu") til að koma í veg fyrir að
Sesar sneri aftur til Rómar. í það
minnsta reyndi hann að koma í veg
fyrir að Sesar kæmi til Rómar með
hinar sigursælu hersveitir sínar.
Kæmi hann án þeirra væri hann
auðveld bráð, sem dæma msetti
fyrir það hve lengi hann var að því
að ráða við gallana. Pompejus fékk
nú talið senatið á að Sesar skyldi
láta af herstjóminni hinn 1. janúar
árið 49 f. Kr. Tveir félagar hans,
Markus Antóníus og Quintus Crass-
us, voru þessu mótfallnir og beittu
neitunarvaldi, en sáu brátt sitt
óvænna og flýðu frá Róm. Sesar
tók nú óvænta ákvörðun. Hann
hélt yfír Rubikon-fljótið, sem mark-
aði landamæri Gallíu. Þannig var
hann nú orðinn uppreisnarmaður,
gegn ákvörðun senatsins, og ekkert
nema mikill hemaðarsigur gat
bjargað honum.
En Sesar hafði metið ástandið
rétt. Herdeildir Pompejusar gengu
honum á hönd hver af annarri og
í borg eftir borg fagnaði fólkið hon-
um. Ferðin til Rómar var ein
sigurganga. Pompejus og áhang'
endur hans flúðu suður á bóginn
og síðan til Grikklands. Mikið var
barist uns Sesar varð allsráðandi í
Róm. Árið 48 f. Kr. var her Pompej-
usar sigraður við Farsalíu, hann
flýði til Egyptalands , en var myrt-
ur um leið og hann steig þar á land.
Sesar elti hann þangað, en heillað-
ist um leið af Kleopötra, svo sent
margt hefír verið skrifað um. Hann
eignaðist son með henni og hún
endumýjaði metorðagimd hans og
baráttuvilja.
Nú fór Sesar í herför til landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem
hann sigraði Famakes, son Míþrad-
virði, en hótaði síðan ræningjunum,
að hann skyldi persónulega sjá svo
um að þeir jrðu allir krossfestir
fyrir glæpi sína, en að lokum skipu-
Iagði hann svo flota, sem kom
ræningjunum fyrir kattamef, á
þann hátt, sem Sesar hafði hótað
þeim.
Er hann kom aftur til Rómar,
sneri hann sér að því af alefli að
vinna sér hylli. Fór hann hratt upp
metorðastigann meðal ráðamanna.
Varð kvestor, svo edíll, síðan pretor
en jafnframt eyddi hann stórfé I
leiki fyrir lýðinn og nýbyggingar.
Skuldir hans jukust jafn fljótt og
frægð hans, en Sesar sá við skuldu-
nautunum á framlegan hátt. Árið
63 f. Kr. lét hann kjósa sig sem
æðstaprest, pontifex maximus.
Þetta var mikil heiðursstaða, sem
einkum var ætluð gömlum herfor-
ingjum, eða virtum þingmönnum.
Pontifex maximus var friðhelgur
gagnvart öllum dauðlegum mönn-
um og mátti því til dæmis ekki
dæma hann í skuldafangelsi. Varð
Sesar þannig stikkfrí gagnvart
rakkuranum og gat gefíð þeim
langt nef, án þess að eiga nokkuð
á hættu.
Embættið krafðist mikils virðu-
leika, og var sannarlega ekki ætlað
kvennamanni og eyðslusegg, sem
Sesar var. Rómveijar furðuðu sig
mikið á þessu tiltæki, og veltu því
fyrir sér, hvað kæmi næst.
Sesar kunngjörði nú, að hömlur
þær sem fylgdu embættinu ættu
einungis við, er hann væri í opin-
beram erindisgjörðum. Þar fyrir
utan mætti hann haga sér hvernig
sem hann vildi. Það gilti samt, eft-
ir sem áður, að ekki mátti taka
hann fastan fyrir skuldir eða
þvíumlíkt. Annar kostur við emb-
ætti æðstaprestsins var, að nú gat
hann losað sig við Komelíu. Hennar
skyldur vora að vera í forsvari fyr-
ir athöfnum, sem eingöngu vora
ætlaðar konum Það, sem þar fór
fram var leyndarmál. Kvöld eitt
læddist ungur maður inn í húsið
þar sen athöfn fór fram, en hann
náðist og varð þetta tilefni hneyksl-
is. Sesar skildi nú við Komelíu á
þeirri forsendu, að hún hefði verið
að halda fram hjá honum með þess-
um elskhuga sínum þama.
Áfram hélt nú Sesar á frama-
Margstækkuð mynd af Sesari á silfurdenar. Andlitsdrættir og lárvið-
arsveigur koma vel fram.
braut sinni. Hann fór í herferð til
Spánar, en var kjörinn konsúll er
hann kom aftur til Rómar. Þetta
var æðsta staðan í rómverska lýð-
veldinu. Rejmdar vora konsúlamir
tveir og var það gjört til að koma
í veg fyrir að einn maður réði öllu,
því samþykki beggja konsúlanna
þurfti í öllum málum. Ennfremur
höfðu fulltrúar borgaranna neitun-
arvald. Til þess að mál næðu fram
að ganga þurfti því stuðning borg-
arfulltrúa og einnig margra senat-
ora (þingmanna). Sesar gerði nú
bandalag við Pompejus, sem var
virtur hershöfðingi, og Crassus, er
var ríkasti maðurinn í Róm. Er
þetta nefnt „fyrsta þríeykið" í Róm.
Er Sesar hafði lokið starfsári sínu
sem konsúll var honum falið að
stjóma Gallíu (þar sem Frakkland
er nú). Vora honum fengnar til um
ræða 4 legíónir hermanna (6000
menn vora í legíó) og var hann
skipaður í embættið til 5 ára.
Rejmdar tók það hann 9 ár að
skikka gallana til, en inn í komu
herferðir austur yfír Rín og yfír
Ermarsund til Bretlands. Sesar reit
bækur um herferðir sínar, sem enn
era lesnar á frammálinu, latfnu, í
menntaskólum hér á landi. Hann
lét einnig slá mjmt. Rómversku
hershöfðingjamir sem vora kallaðir
imperatores á latínu, höfðu heimild
til að slá mjmt er þeir vora í herferð-
um utan Rómar. Þekktasti pening-
urinn sem Sesar lét slá um þessar
us, sonur hans vemdargyðju Spánar. Peningurinn er sleginn á Spáni
árið 46 f.Kr.
Algengasti peningur Sesars. Á
framhlið trampar ffllinn á snákn-
um og á bakhliðinni era áhöld
æðstaprestsins.
Maríus.
Myntin sem deyddi Júlíus Sesar