Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 fclk í fréttum JAKARTA Óvenjulegur ferðamáti J akartabúinnYantolæturfötl- un sína ekki á sig fá, en hann hefur verið bundinn við hjólastól frá sjö ára aldri. Hann er at- vinnulaus og til að drepa tímann ferðast hann 25 kílómetra á dag í hjólastólnum. Hluti af þessum 25 kílómetrum er leiðin frá heim- ili hans og til skólans sem dóttir hans Temy 12 ára stundar nú nám Þangað sækir hann hana á degi hveijum og „skutlar" henni heim. Það er einmitt í einni af heimferðunum sem myndin er tekin. M « *SSSl HVÍTA TJALDIÐ Diane vill framleiða Madonnu Diane Keaton, sem fyrir nokkr- um árum gerði garðinn frægan er hún lék myndum Woody nokkurs Allen og við sáum síðast í mynd hans „Á öldum ljósvakans" hefur snúið baki við kvikmynda- leiknum. Hun sneri sér þó ekki nema kvarthring og hefur nú hafíð framleiðslu á kvikmyndum. Hun ætlar sér ekki neitt smáræði í byij- un, ekkert minna en endurgerð á „Blue Angel", myndinni sem gerði Marlene Dietrich fræga árið 1930, dugir til. Það sem mesta athygli hefur þó vakið er hveija hún hefur valið sem arftaka Marlenar, en það mun vera sjálf Madonna. „Hún leik- ur af svo mikilli innlifun," segir Diane dreymin á svip. Og við sem héldum að hárprýði Madonnunnar hefði ráðið úrslitum. Sjálf hefur Madonna ekki látið hafa nokkum skapaðan hlut eftir sér um málið, enda önnum kafín við að sigla hjónabandi sínu og Sean Penn far- sællega í höfti. Madonna fer yfir minnispunkta þeirra hjóna, enn hárprúðari en henni er vant. COSPER Diane Keaton lætur sig dreyma um giæstan feril sem framleiðanda. GUÐFINNA JÓHANNSDÓTTIR OG DÓRÓTHEA M AGNÚ SDÓTTIR: Svona góður árangur hleypir í mann kjarki Norðurlandakeppni í hár- greiðslu fór fram í íþróttahúsi Digranesskóla þann 8. nóvember síðastliðinn, en hún er haldin annað hvert ár. Stóðu íslensku keppend- umir sig með sóma, Dóróthea Magnúsdóttir varð í efsta sæti í daggreiðslu, Guðfínna Jóhanns- dóttir varð þriðja í blæstri og íslenska landsliðið varð í þriðja sæti. Þessi árangur mun vera sá besti frá upphafí auk þess sem Guðfínna varð í sjötta sæti á Evrópumóti í hárgreiðslu sem fram fór í Búdapest þann 4. október. Fólk í fréttum ræddi við þær Guð- fínnu og Dórótheu og bað þær fyrst að segja frá keppninni í Búdapest. „Við vomm heillaðar af Búda- pest, hún er óskaplega falleg. Það kom okkur mjög á óvart hve Ung- veijamir gerðu keppnina vel úr garði en þeir em eina Austantjalds- þjóðin sem hefur tekið þátt í Evrópukeppninni. *>aggreiðsla he“ hlaut verðJaun f la«dakeppnin ™°?eI er Jé í»teindórsdótti Á keppnisdaginn var mæting klukkan 7.30 um morguninn og var byijað á viðhafnargreiðslu. Þá var daggreiðslan og síðan endað á blæstri. Keppninni lauk klukkan sex, og þá var ég orðin alveg dofín“ segir Guðfinna. „Þegar ég keppi, get ekki hugsað mér hárgreiðslu fyrr en daginn eftir. Ég bjóst alls ekki við að ná 6. sæti, gerði mér vonir um að ná því 10. því ég sá að blásturinn var góður hjá mér. Fyrstu tíu sætin í hveijum flokki vom lesin upp og það vom mikið sömu keppendumir sem lentu í verðlaunasætunum. Samvinna er það eina sem gildir Dórothea og Guðfínna hafa ásamt Helgu Bjamadóttur fylgst að í keppni frá byijun, fóm á námskeið í Bretlandi og Hollandi og hafa haft samvinnu um að þjálfa sig síðan, „Það hefur hjálpað okkur mikið, eini möguleikinn til að fá góða þjálfun er að fara erlendis. Það kom okkur einnig til góða fyr- ir Norðurlanda keppnina að hafa keppt í Búdapest því þá vomm við kommnar í keppnisþjálfun. „En það var samt alls ekki nóg,“ leggur Dórothea áherslu á og bætir síðan við, „samvinna er það eina sem gildir. Það þarf hreinlega að setja reglur um að fólk vinni saman að því að þjálfa sig fyrir keppni, það gengur illa að að fá fólk til að keppa hérlendis, því þetta er gífurleg vinna, fólk fær enga auglýsingu og það verður að sjá um og borga allt sjálft. Það þarf að gera landsliðinu kleift að fara utan og keppa minnst 2 til 3var á ári. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvemig hægt væri að nota sömu módelin ár eftir ár, hvemig fer það með hárið? „Jónheiður Steindórsdóttir hefur verið módelið mitt í mörg ár og er orðin þrautþjálfuð. Núna notum við miklu mildari efni en í fyrstu, næri módelið hárið vel, þá er það ekkert verra en almennt hjá íslendingum. Ástandið hér er slæmt, ástæðan er fyrst og fremt heita vatnið og svo er líka óheyrilega mikið um að fólk sé að fá sér strípur, hér vilja allir vera ljóshærðir, “ segir Dóróthea. „Módelin gefa okkur í rauninni hár- ið sitt,“ bætir Guðfínna við, „það skiptir öllu máli að samvinnan sé góð. Við bijótum niður hárið svo við getum gert það sem við viljum við það.“ Sigurinn var sætur En svo við snúum okkur að Norður- landakeppninni, hvað fannst þeim um hana? „Aðstaðan þar var til fyrirmynd- ar, keppendur vom allir sammála um að þetta hefði verið besta keppnisaðstaðan til þessa. „Þetta var hörkukeppni, því við vorum að keppa við Evrópumeistara Norð- manna. Sökum þess að mér gekk svona vel í Búdapest, þá varð ég að standa mig vel hér heima. Ég æfði linnulítið og hugsaði ekki um annað en þessa keppni," segir Guð- fínna. Dorothea tekur f sama streng, „Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði getað búist við ein- hveiju hjá sjálfri mér, og sigurinn var sætur, því daggreiðsla er talin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.