Morgunblaðið - 21.11.1987, Síða 67

Morgunblaðið - 21.11.1987, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 67 gegn hinum aldna héraðshöfðingja, Ama á Geitaskarði. Þótti mörgum þetta full mikið í fang færst, enda tapaði afi kosningunni. Fljótlega varð fleyg hnyttin vísa um atburð- inn: „Háum völdum heldur enn hærugrái kallinn. Skelli fá oft montnir menn. Mýra-pái er faliinn." Höfundurinn, Sveinn Hannesson frá Elivogum, var ekki alveg viss um að „páanum" hugnaðist kveð- skapurinn. En þó fór svo að afa þótti vísan góð og þakkaði Sveini hana með virktum. Með þeim tókst síðan góð vinátta og ævinlega lá Sveini síðar gott orð til afa í ljóði. Get ég ekki stillt mig um að nefna dæmi: „Þegar harðnar hagurinn og hæpnar vamir skapið þyngja, Mýra-Bjama mætan finn, máttarkjama Enghlíðinga.“ Og í Enghlíðingabrag, sem er mikið skopkvæði um alla bændur í hreppnum, segir m.a. um afa: „Mektugur er Mýra-Bjami máttarstærsti hreppsins kjami, deiglega þó að drengur bami dugir hann við hin smærri próf.“ Kosningavísan hans Sveins lifði lengi og þar með páa-nafnið. Þórar- inn Þorleifsson frá Skúfí sendi afa afmæliskveðju þegar hann varð 75 ára. Þar er líkingunni framhaldið: „Man ég háan, hreystiknáan, hlaupafráan ungan mann, Mátti sjá'ann, minnast á’ann Mýra-páann nýgiftan. Grána páa höfuðhárin, heldur máist íjaðraskraut. Til að ná í elliárin ekki smá er glímuþraut." Engan þarf að undra-þótt hugur afa væri bundinn Engihlíðarhreppi og fólkinu þar til hinstu stundar. Þar fæddist hann og bjó í 77 ár. Hann tókst á hendur hlutverk land- námsmannsins er hann keypti örreitiskot, norðan við Kaldbakið, í niðumíðslu, braut þar land, ræktaði og byggði, þar til að kostajörð var orðið. Hann kvaðst muna hvað hon- um „fundust mýraslægjumar ansi snöggar og öðm vísi en flæðiengin í Hvammi". Honum hefur verið þar svipað innanbijósts og Önundi tré- fæti forðum: „Kröpp em kaup, ef hreppi ek Kaldbak - en ek læt akra.“ En lengst af varð dvöldin á Efri- mýmm honum til ánægju. Fjár- mennska og hrossarækt vom honum yndi og einkum þó og ekki síst smalamennska. Fjallskilin vom honum enda hugleiknust af öllum embættisstörfum. Hann var gjör- kunnugur afréttarlöndum Enghlíð- inga og Vindhælinga, þekkti nær hverja þúfu allt frá Tröllabotnum til Ambáttardals að austan og til Langadalsfjalls að vestan. Mér em ógleymanleg þau skipti er ég fékk, sem unglingur, að fara með honum að reka stóð fram til fjalla. Hann bókstaflega „las“ landið fyrir mann. Ömefnin og sagan samtvinnuð og augu manns opnuð fyrir fegurð og margbreytileik náttúmnnar. Áð við hið hrikalega Gálgagil og heim- fúsum klámnum svo hleypt niður sléttar gmndirnar í Hvammshlíð- ardalnum. Oddvitinn sitjandi keikur á Grána sínum, troðandi sér í pípu og kveðandi einhverja hnyttna vísu, ósjaldan: „eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur." Þessi mynd er greipt í huga minn. Afa var yndi að því að rifja upp minningar. Honum var mjög ofar- lega í huga þakklæti til samferða- manna og samsveitunga. Þeir sýndu honum oft margvíslegan sóma á merkisdögum. Vænst þótti honum þó um kveðjuhófíð sem þeir héldu honum og ömmu sálugu 15. júní 1974, er þau kvöddu Norður- landið og fluttu suður. Þeim vom færðir þar margir góðir gripir. Eng- inn þeirra varð afa þó jafn hjart- fólginn og stafurinn góði, sem á var letrað: „Frá Enghlíðingum. Með virðingu og þökk.“ Stafínn skildi hann aldrei við sig síðan og hékk hann á höfðagaflinum hjá honum, er hann andaðist í Landspítalanum að kvöldi þess 10 sl. Þótt afi missti ömmu fljótlega eftir að þau fluttu til Keflavíkur, átti hann að mörgu leyti góð ár þar. í skjóli einkadóttur sinnar og tengdasonar naut hann öiyggis og umhyggju á ævikvöldi sínu, eins og best varð á kosið. Fósturbömin, Bjamhildur, Bára og Trausti, sýndu honum hlýhug, sem honum þótti vænt um, úr fjarlægð. Hann eignað- ist góða vini og marga kunningja. Gamlir vinir heimsóttu hann oft og eins fór hann norður á hveiju sumri framanaf. Meira að segja gáfust honum þá tækifæri til að sinna hugðarefni, sem lengst af hafði orðið útundan. Það vom ferðalög um landið Trausti fóstursonur hans og kona hans, Stella, gerðu þennan langþráða draum að vemleika. Þau fóm með afa vítt og breitt um landið í nokkmm ferðum. Þessar ferðir vom honum mjög mikils virði og eiga þau hjón miklar þakkir skildar fyrir ræktarsemi við hann alla tíð. Nú er hann afi minn allur, en eftir standa minningamar. Með honum er genginn frábær fulltrúi íslenskrar bændamenningar, í bestu merkingu þess orðs. Við Sólveig, kona mín, og Ögmundur sonur okk- ar kveðjum hann full saknaðar og biðjum þann sem öllu ræður að blessa minningu afa míns, og gemm orð hans sjálfs að okkar eigin: „Almáttugur góður Guð veiti oss eilífa umsjá og umbeðna fyrir- greiðslu." Bjarni Frímann Karlsson Afi minn, Bjami Ó. Frímannsson, frá Efri-Mýmm, verður borinn til grafar í dag frá Keflavíkurkirkju. Bjami andaðist í hárri elli fyrir tæp- um hálfum mánuði á Landspítalan- um, eftir skamma þrautalegu. Þótt mér sé málið skylt, þá held ég að það sé ekki ofsögum sagt að með brottför afa míns úr hinum jarð- neska táradal, sé fallinn í valinn ágætur fulltrúi aldamótakynslóðar- innar og þess manngildis sem íslensk bændamenning setti til vegs og virð- ingar. Bjami var Húnvetningur að lang- feðgatali. Hann var fæddur í Hvammi í Langadal, sonur hjónanna Valgerðar Guðmundsdóttur frá Sneis í Laxárdal fremri og Guð- mundar Frímanns Bjömssonar frá Mjóadal. Saman varð þessum lang- foreldrum mínum sjö bama auðið, en þau voru auk afa dætumar Halld- óra og Kristín og sonurinn Guð- mundur, er dóu öll ung að árum, og Guðmundur Frímann rithöfundur á Akureyri og Jóhann Frímann fyrr- verandi skólastjóri og skáld, einnig á Akureyri, og Hilmar Amgrímur bóndi á Fremstagili í Langadal, sem lést fyrir fáum árum. Afí var enn í foreldrahúsum og vinnumaður hjá foreldrum sínum, er hann gekk í hnapphelduna og setti upp hringana. Hann kjmntist ömmu, Guðnýju Ragnhildi Þórarins- dóttur, frá Jórvík í Hjaltastaðaþing- há á Héraði, í Hvammi, en hún hafði ráðist í kaupamennsku til þeirra Hvammshjóna Frímanns og Val- gerðar eftir skólavist á Kvennaskól- anum á Blönduósi. í þann tíð er afí minn hafði fastn- að sér lífsförunaut, festi hann kaup á Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi, kostarýrri jörð á nútímavísu. Húsa- kostur var fátæklegur og að hruni kominn og kargaþýfí í stað brotins lands. Á móti kom að jörðinni fylgdu úthagar góðir og beitarland víðfemt. Þetta hefur án efa verið ótvíræður kostur fyrir áhugasama og dugmikla ábúendur, sem reiðubúnir voru til að standa í búsvifum af lífí og sál. Á Efri-Mýrum bjuggu Ragnhildur og Bjarni mjmdarbúi í 51 ár eða til ársins 1974, er þau brugðu búi og fluttust suður til Keflavíkur, þar sem þau héldu heimili í nágrenni við for- eldra mína, einkabarnið Valgerði og mann hennar, Karl G. Sigurbergs- son. Samverustundir ömmu og afa sunnan heiða urðu skammvinnari en efni stóðu til. Ragnhildur andaðist 27. júlí 1976 og er víst að afí hafi ekki borið sitt barr fyllilega eftir það. Bjarni og Ragnhildur voru barn- góð og hjartahlý. Þessir kostir komu m.a. fram í því hve samtaka þau voru um að skjóta skjólshúsi til skemmri eða lengri tíma yfír þá, sem voru á einhvem hátt hjálparþurfí. Þau ólu upp fjögur fósturböm, sem þau unnu til jafns við dótturina. Margt það vinnufólk, sumarfólk og vetrarmenn sem réðst til starfa á Efri-Mýrum, hélt tiyggð við afa og ömmu þótt löngu væri gengið úr vistinni og haldið á vit annars starfa. Afí var mörgum mannkostum gæddur. Hann var hvers manns hugljúfi þegar hann vildi svo við hafa, greiðvikinn og ósérhlífínn, en um leið fylginn sér. Þessir mann- kostir komu ekki síst fram í öllu því félagsmálastússi sem hann var þátt- takandi í og sumpart frumkvöðull að heima í héraði. Eins og títt var með unga sveina á fyrstu áratugum aldarinnar, laðað- ist afí ungur að hugsjónum ung- menna- og samvinnuhreyfíngarinn- ar, enda lét hann þær hugsjónir njóta starfskrafta sinna ríkulega. En síðar meir á ævinni má segja að hann hafi fundið samnefnara æskuhug- sjónanna í Framsóknarflokknum, sem hann unni af lífi og sál, þótt aldrei sæktist þar eftir metorðum. Ég minnist þess síðari árin, meðan ég var enn í föðurhúsum, baldinn unglingur á mótþróaskeiði, að oft gat kastast í kekki við matborðið hjá foreldrum mínum, þar sem afí var kostgangari eftir andlát ömmu. Afa hljóp stundum svo kapp í kinn í pólitískum umræðum, sem spunn- ust við borðhaldið vegna óvarkárra ummæla dóttursonarins, að hann t Innilegar þakkir kæru ættingjar og vinir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, ÁGÚSTAR OTTÓS JÓNSSONAR frá Gróf, Tjarnarbraut 23, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Guðmundi Benediktssyni lækni og starfsfólki á deildum 11 og 13 G Landspítalanum. Einnig karlakórn- um Þröstum fyrir hans framlag við útförina. (stað þakkarkorta munum við láta andvirði þeirra renna til Krabba- meinsfélags fslands. Þóra Bachmann Stefánsdóttir, Stefán G. Ágústsson, Sjöfn Jónasdóttir, Jónfna Agústsdóttir, Ragnar Örn Ásgeirsson, barnabörn og systkinln frá Gróf. t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÁRNADÓTTUR, Hjaltabakka 10. Þökkum sérstaklega starfsfólki á Landspítalanum, deild 11-B, fyrir góða umönnun. Bryndfs Magnúsdóttir, Stella Magnúsdóttir, Elfsabet Magnúsdóttir, Magnús S. Magnússon, ingibjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Jóhannsson, Ragnar Svafarsson, Baldvin Elnarsson, Jóhanna F. Björnsdóttir, gekk frá borði. Þar giltu orð og gerðir Framsóknarflokksins eins og heilagt testamenti. Þrátt fyrir pólitískt bráðlyndi okkar langfeðga, var afi ávallt fyrri til sátta og hafði þar vit fyrir unglingnum, sem ekki hafði þann .félagsþroska að taka sönsum að fyrra bragði. Fyrstu bemskuminningar mínar um afa eru tengdar félagsmála- vafstri hans. Hefði hann verið uppá sitt besta í dag væri hann kallaður félagsmálatröll, sem er víst hnjóðs- yrði nú um stundir, og lítt talið til kosta í fari manna mitt í öllu sér- hagsmunastreðinu, sem veður uppi um þessar mundir. Meðal þeirra félagsmála- og trún- aðarstarfa sem afi var valinn af samsveitungum sínum til að gegna, má nefna að hann veitti ungmenna- félaginu Vorboðanum og Héraðs- sambandi ungmennafélaganna í A-Hún. formennsku um tíma og var gerður að heiðursfélaga þess síðar- nefnda á fímmtugsafmæli sam- bandsins. í hreppsnefnd Engihlíðar- hrepps átti afí setu í hart nær hálfa öld, og þar af gegndi hann oddvita- embætti í íjóra áratugi. Innan Kaupfélags A-Hún. naut hann margra vegtylla. Hann var deildar- stjóri, í stjóm í 10 ár, endurskoðandi samvinnufélaganna í ein 20 ár og fulltrúi á Sambandsfundum. Einnig sat hann um tíma á Búnaðarþingi og var stjómskipaður formaður fast- eignamatsnefndar Austur-Húna- vatnssýslu og er þá fátt eitt talið. Flest þessara starfa kröfðust mik- illa skrifta, en hvers kyns skriftir og bókhaldsfærslur vom afa mjög hugleiknar, sem sleitulaus dagbók- arskrif hans allt fram í andlátið bera vitni og má segja að hann hafi haft það fyrir lífsstef að lifa til að skrifa. Þrátt fyrir góða eiginleika, var sá ljóður á afa, að hann gat verið full örgeðja, þegar því var að skipta, og vildi henda að eigin sannfæring bæri rökvísina ofurliði. Slettist þá stundum uppá vinskapinn við þá samsveitunga sem stóðu honum næst í félagsmálastappinu. Þá gat enginn nema Ragnhildur amma ha- mið hugsjónagleðina í bijósti hans og borið klæði á vopnin, þegar kapp- ið hljóp með hann í gönur. Við bræður, Bjami Frímann og ég, vomm þess happs aðnjótandi að fá að kynnast afa og ömmu á töðu- velli lífs þeirra. Við bræður dvöld- umst á sumrin á Efri-Mýmm allt þar til við vomm komnir milli tektar og tvítugs. Jafnvel þó tilhlökkunin væri alltaf mikil að komast suður á malbikið á ný eftir að sumri tók að halla, var ákefðin ekki minni er sól tók að hækka á lofti, að komast í sveitina til ömmu og afa á sumri komanda. Eftir að gömlu hjónin vom flutt suður, var jafn mikils virði að sækja þau heim og áður. Afi var ræðinn. og frásagnargóður og gat á stundum farið mikinn, en amma hógvær og lítillát, geislaði af móðurlegri um- - hyggju þegar ættingjar og vinir ráku inn nefíð. Fyrir um það bil ári var komið að þeim tímamótum í lífi afa að hann gat ekki lengur dvalið einn í íbúð sinni. Fluttist hann þá á elli- heimilið Hlévang í Keflavík, sem er á næstu grösum við gamla heimilið og heimili dóttur og tengdasonar. Afí hélt fullri reisn allt fram í andlá- tið, þótt minni væri nokkuð farið að förla og elli kerling hefði sett á hann sitt mark. Hann hafði fótavist fram í andlátið og fór sínar daglegu heilsubótarferðir um nágrennið. Foreldrar mínir, þau Karl og Val- gerður, eiga miklar þakkir skyldar fyrir þá natni og umburðarlyndi, sem þau sýndu gamla manninum. Þar sem þau voru annarsvegar átti afí góða að. Endurminningin um afa er ljúf- sár. Þær fjölmörgu ánægjustundir sem ég átti með afa bera þó alla sorg og allt víl ofurliði í endurminn- ingunni, enda tel ég mig ríkari eftir að hafa kynnst þeim manni sem afí . minn var. Ragnar Karlsson t Þökkum innilega veitta samúö vegna andláts og jaröarfarar móö- ur okkar, tengdamóður og systur, JÓNU SVEINSDÓTTUR, Marargötu 4, Reykjavík. Sveinn Þorkelsson, Dóra Diego Þorkelsdóttir, Hjálmar Diego Þorkelsson, Þorkell Diego Þorkelsson, Jón Þorkelsson, Arnheiöur Sveinsdóttir, Þórunn Sveinsdóttir. Brynhildur Sigurðardóttir, Kristján H. Þorgeirsson, Dagbjört Bergmann, Halldóra Björk Ragnarsdóttir, Linda Ágústsdóttir, t Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, GUNNARS ÞÓRS JÓHANNSSONAR, Bárugötu 7, Dalvík. Ásta Sveinbjarnardóttir, Valgeröur Gunnarsdóttir, Örlygur Hnefill Jónsson, Jóhann Gunnarsson, Hulda Gunnarsdóttir, Gestur T raustason, Gunnar Gunnarsson, Edda Gunnarsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúö við andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA INGVARS KJARTANSSONAR, Garðavegi 14, Keflavík. Jóhanna Veturliöadóttir, Óli Baldur Bjarnason, _ Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Kjartan Bjarnason, Hrefna Guömundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúö viö andlát og útför fööur okk- ar, tengdafööur, afa og langafa, STEFÁNS GUÐJÓNSSONAR, Hólagötu 7, Vestmannaeyjum. Guöjón Stefánsson, Erna Tómasdóttir, Ingveldur Stefánsdóttir, Rögnvaldur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.