Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 44
AKUREYRI Sameiginleg gjaldheimta ríkis og sveitarfélaga: Tvöfalt innheimtii- kerfi verður eftir sem áður í gangi — segir Valtýr Sig- urbjarnarson bæjar- stjóri á Ólafsfirði „EKKI er búið að taka neina ákvörðun um staðsetningu gjaldheimtu í kjördæminu. Segja má að hér sem annars staðar sé aUt logandi í hrepp- aríg og menn ekki á eitt sáttir um staðsetningu gjaldheim- tunnar. Menn mega ekki leyfa sér að einblína á staðsetning- una sem einhvern meginþátt í þessu nýja kerfi þvi þá sjá menn aldrei skóginn fyrir tijánum," sagði Valtýr Sigurbjarnarson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, í sam- tali við Morgunblaðið. Tillaga gjaldheimtunefndar gerir ráð fyrir gjaldheimtu á einum stað á Norðurlandi eystra og sagðist Valtýr ekki geta útilokað að leyfð yrði gjaldheimta annars staðar á á svæðinu. Hinsvegar yrði það að skoðast í ljósi hag- kvæmninnar. Tilnefndir hafa verið þrír menn í nefnd til að vinna frekar að gjald- heimtumálum í kjördæminu, þeir Bjami Þór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, og Kristján Armannsson sveitarstjóri á Kópa- skeri, og óskað hefur verið eftir því að fjármálaráðuneytið skipi tvo fulltrúa sína í nefndina. Valtýr sagði að tíminn væri orð- in naumur fram að áramótum, eða þangað til lögin um staðgreiðslu tækju gildi, og yrði vafalaust farið út í það að semja við ríkið um viðtöku og skiptingu staðgreiðsl- unnar í samvinnu við fógetana til bráðabirgða. „Ég hef alltaf alið þá von í bijósti að hægt yrði að stofna gjaldheimtu, sem annaðist fleira en aðeins staðgreiðsluskatt- inn — gjaldheimtu, sem tæki að sér innheimtu allra opinberra gjalda fyrir sveitarfélögin, að með- töldum fasteignagjöldum og aðstöðugjöldum. í tillögum gjald- heimtunefndar er hinsvegar aðeins rætt um að koma upp gjaldheimtu fyrir staðgreðsluskattinn. Sveitar- félögin þurfa þá eftir sem áður að keyra hjá sér sérstakt gjald- heimtubókhald auk gjaldheimtu. Við verðum þá áfram í sama vit- leysisfarinu, með tvöfalt inn- heimtukerfi í landinu, bæði hjá ríki og sveitarfélögunum. Það fínnst mér ekki koma til greina. Menn verða að reyna að fínna ein- hveija hagkvæmni í þessu.“ Valtýr sagði að það væru fyrst og fremst hagsmunir sveitarfélag- anna að koma þessu undir einn hatt og „mín hugmynd var sú að nefnd heimamanna og fulltrúa ríkis fínndi út hagkvæmustu leið- ina í innheimtumálum ríkis og sveitarfélaga til frambúðar." Ekki eru allir á eitt sáttir um hvar gjald- heimtan skuli hafa aðsetur. Valtýr sagði að víða væri togstreita um staðsetningu, en menn yrðu að víkka sjóndeildarhringinn og hugsa til þess með hvaða hætti hægt sé að innheimta þau gjöld sem hagkvæmt þætti að samein- uðust í einni stofnun. „Umræðan hófst á öfugum enda og er enn í sama farinu. Hinsvegar virðist hlutverk gjaldheimtunnar skipta menn minna máli. Meginmálið hlýtur að vera með hvaða hætti sveitarfélög á tilteknu svæði geta innheimt ákveðin gjöld og komið þeim í hendur réttra aðila. Síðan, þegar fengist hefur nokkuð glögg mynd af því hvað hagkvæmast er í þessu efni geta menn farið að þrátta um staðsetningu fyrir- hugaðrar gjaldheimtu," sagði Valtýr. Frá fundi Kaupþings Norðurlands hf. þar sem fjallað var um verðbréfamarkaði. Morgunblaðið/GSV íslensk fyrirtæki ná ekki inn á Wall Street án aukins hlutafjár - segir Davíð Björnsson rekstrarhagfræðingur „Miklar líkur eru taldar á því að íslendingar geti farið að festa fé i erlendum verðbréfum. íslendingar hljóta því að vilja fylgjast meira með erlendum verðbréfaviðskiptum, en hingað til hefur tíðkast," sagði Davíð Björnsson rekstrarhagfræðingur hjá Kaupþingi hf. í Reykjavík, en hann hélt erindi um erlend og innlend verðbréfavið- skipti á Akureyri sl. miðvikudag á vegum Kaupþings Norðurlands hf. Davið sagði að ekkert íslenskt fyrirtæki uppfyllti þau skilyrði sem sett væru til að komast inn á mark- aði í New York. Fyrir það fyrsta þyrftu fyrirtæki að hafa selt hluta- bréf fyrir 16 milljónir dollara, eða sem svarar 640 milljónum íslenskra króna auk þess sem árlegur hagn- aður þyrfti að vera að minnsta kosti tvær milljónir dollara undanfarin tvö ár. Þá þarf lágmarksfjöldi hlut- hafa að vera að minnsta kosti 1.000 og verða þeir að eiga_yfir 100 hluta- bréf hver um sig. SIS myndi ef til vill ná þessu marki ef það væri hlutafélag, en önnur fyrirtæki yrðu að auka hlutafé sitt verulega til að ná þessu marki auk þess sem í flest- um tilfellum er hlutabréfaeign ekki jafndrelfð og þama er gerð krafa um. Hinsvegar væru til minni mark- aðir víða í Evrópu sem ekki settu svo ströng skilyrði og væri hugsan- legt að íslensk fyrirtæki kæmust inn á þá markaði. Hann sagði að hlutabréfamark- aðir skiptust í tvennt, frummarkað og eftirmarkað. Frummarkaði mætti lýsa sem verki eins til tveggja manna sem væru að hefja rekstur á nýju fyrirtæki og vildu gera það að almenningshlutafélagi. Þeir byijuðu á að gefa út hlutabréf í fyrsta sinn, venjulega með aðstoð fíárfestingafélaga og öfluðu sér þannig fjár með útboði. Þannig munu stórfyrirtækin Apple og Wang, sem í fyrstu voru einkafyrir- tæki, hafa aukið starfsemi sína og dæmi eru um að þijú fyrirtæki hér- lendis hafí boðið út bréf á frum- markað á undanfömum árum, íslenska útvarpsfélagið hf., Hamp- iðjan og Fjárfestingafélag íslands. Öll hlutabréf þeirra voru til sölu á almennum markaði. Eftirmarkað- imir em þeir stóm markaðir sem flestir þekkja til, eins og til dæmis markaðurinn _á Wall Street sem oft er í fréttum. íslensk fyrirtæki, sem verslað er með á eftirmarkaði, em til dæmis Eimskip, Flugleiðir, Hampiðjan, Almennar tryggingar auk tveggja norðlenskra fyrirtækja, Útgerðarfélags Akureyringa og Skagstrendings á Skagaströnd. Davíð sagði að yfír 1.100 rnanns stcrfuðu við kauphöllina í Wall Street í New York og skiptust störf þeirra niður á fímm svið. Starfs- menn keyptu sér sæti í kauphöllinni sem seldust á um hálfa milljón doll- ara á velmektardögum Wall Street, en sætisverð væri nú komið niður í um 200.000 dollara. Davið sagði að menn ættu varla eftir að sjá eins mikið hmn og gerð- ist árið 1929 með þeim afleiðingum að heimskreppa varð. Ýmsir var- naglar væm nú á því að slíkt endurtæki sig. Til dæmis mættu viðskiptabankar nú ekki versla hlutabréf með fé almennings, eins og áður. Menn yrðu að leggja 50% af eigin fé til kaupanNa í stað 5% áður. Innistæður í bönkum væra tryggðar upp að 100.000 dolluram auk þess sem rannsóknir á fyrir- tækjum væm mun algengari en áður. Sérfræðingar meta hvort ákveðnar atvinnugreinar em í hættu á hinum ýmsu tímum svo menn ættu síður að geta keypt köttinn í sekknum. Davíð sagði að hlutabréf á verð- bréfamörkuðunum hefðu hækkað um þriðjung á síðustu fjóram ámm, úr 900 stigum upp í 2.700, en eftir hmnið er varð um daginn hefðl sú tala farið niður í um 2.000 stig. Miðað er við hina margumræddu Dow Jones vísitölu, sem er vísitala 30 mest seldu hlutabréfa á mark- aðnum. „Bréfín fóm að stíga í verði árið 1982. Menn sáu fyrir sér aukna þenslu í þjóðfélaginu. Olíuverð fór hækkandi. Þjóðarframleiðsla fór upp á við og almenn bjartsýni ríkti á meðal fólks. Arðgreiðslur fyrir- tækjanna jukust og auknar vænt- ingar urðu um verðþróun bréfanna. Fleiri fóm að kaupa hlutabréf vegna fyrirsjáanlegrar hagsældar og svo fór að hlutabréfín vom farin að hækka meira en eðlilegt gat talist vegna spákaupmennskunnar en ekki vegna efnahagslegra fram- fara. Enda leyfa engar efnahags- legar forsendur verðbréfum að hækka um þriðjung á svo skömmum tíma. Því hlaut að koma að falli á markaðnum. Jafnvægi náðist ekki á markaðnum og verðiÐ hélT áfram að hrapa.“ Davíð sagðist álíta að íslendingar muni koma til með að versla erlend verðbréf í gegnum sjóði hérlendis. Hinsvegar gætu stærri aðilar og jafnvel lífeyrissjóðir fundið sér miðl- ara erlendis. Á Islandi em hlutafjár- eigendur í almenningshlutafélögun- um um það bil 15.000 talsins eða 6,25%, þar af um 11.000 í Eimskip. Til samanburðar má geta þess að hátt í 16% af bandarísku þjóðinni á hlutafé í fyrirtækjum, eða rúm- lega 38 milljónir manna. Tímaritið Súlur hef- ur göngu sína á ný Morgunblaðið/GSV Nýja brúin yfir Glerá var opnuð fyrir umferð sl. fimmtudag og eru brýrnar yfir ána þá orðnar þijár talsins. Ný brú yfir Glerá NÝ BRÚ yfir Glerá á Hjalteyrar- götu hefur verið opnuð fyrir umferð. Heildarkostnaður við byggingu brúarinnar neraur um það bil átta milljónum króna. Bygging brúarinnar var boðin út í júní 1987 og fékk Híbýli hf. verkið. Tilboð þeirra hljóðaði upp á rúmlega 6,9 milljónir króna. Hönn- uðir vom þeir Einar Hafliðason verkfræðingur, Pétur Ingólfsson verkfræðingur og Rögnvaldur Gunnarsson tæknifræðingur. Brúin er 17 metrar að lengd, breiddin er 13,5 metrar, akbraut 7,5 metrar og gangstéttir beggja vegna. TÍMARITIÐ Súlur er komið út á nýjan leik eftir þriggja ára hlé. Það er Sögufélag Eyfirðinga sem sér um útgáfuna en ritstjóri er Arni J. Haraldsson og aðrir í rit- nefnd eru Angantýr H. Hjálmars- son og Bjartmar Kristjánsson. Stefnt er að því að Súlur komi út einu sinni á ári héðan í frá. í 27. hefti, sem nýkomið er út, er meðal annars grein um fomleifa- rannsóknir að Gásum og víðar í Eyjafírði árið 1986, skrifuð af Margréti Hermannsdóttur. Jón Sig- urgeirsson frá Helluvaði segir frá hestagöngum og Hjalti Finnsson skrifar ágrip af sögu bílflutninga í Saurbæjarhreppi. Þá em í ritinu greinar um dulræna reynslu, kaflar úr gamansögum Jónasar Rafnar, stökur auk annars efnis. Að sögn Áma hóf tímaritið Súlur göngu sína árið 1971. Jóhannes Oli Sæmundsson hleypti Súlum af stokkunum og gaf sjálfur út fyrstu tíu heftin, en afhenti síðan Sögufé- lagi Eyfirðinga ritið. Þetta er norðlenskt tímarit fyrst og fremst þótt vissulega berist greinar annars staðar frá einnig. Ámi sagði að nú þegar væri til efni í næsta hefti sem mun koma út með vorinu. Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971. Stjóm félagsins skipa nú Birgir Þórðarson formaður, Þórgnýr Þórhallsson gjaldkeri, Hörður Jóhannsson ritari, Haraldur Hannesson og Jón Pétursson með- stjómendur. Stjómin leggur nú áherslu á að vel verði staðið að útgáfu Súlna og jafnframt hefur verið ákveðið að ljósprenta þau hefti sem uppseld em hjá félaginu þann- ig að ritið verði fáanlegt í heild. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.