Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 fjvn. Alþingis að rejma að ná tökum á slíkum málum." Skiljanlegt er það að fjárveit- ingavaldið vilji gera þá kröfu til þeirra er með almannafé fara, að þar sé vandað til allra verka og þess gætt í hvívetna að kostnaður af lögboðinni þjónustu ijúki ekki upp úr öllu valdi. Væri þess óskandi að íjárveitingavaldið vildi sýna þennan vilja sinn í verki með því að ganga á undan og gefa gott fordæmi, þannig að skilja að við ákvörðun fjárveitinga til reksturs grunnskóla hvers umdæmis yrðu lagðir til grundvallar nákvæmir kostnaðarútreikningar fræðslu- stjóra, þeirra embættismanna er raunhæfastar niðurstöður geta lagt á borðið. Reynsla undanfarandi ára sýnir jú og sannar að niðurskurður Ijárveitingavaldsins á „áætlunum" fræðslustjóra fær ekki staðist, þar eð þeirri þjónustuframkvæmd og skipan er þeir hafa samþykkt og staðfest og ekki hefur verið haggað hefur síðan fylgt sá kostnaður er ætlað hafði verið. Afleiðingin hefur því eðlilega orðið ósamræmi milli framkvæmdalöggjafar og fjárlaga og lagasmiðir benda sfðan á bakar- ann til hengingar. Fræðslustjóri er gerður ábyrgur fyrir því ófremdar- ástandi, sem hann hefur reynt að afstýra, með því að leggja sig allan fram um að fínna fram sem raun- hæfasta og nákvæmasta kostnaðar- tölu er leggja mætti til grundvallar fjárlögum. Samkv. 2. gr. reglugerð- ar nr. 182/1976 um störf fræðslu- stjóra þá skal hann fylgjast með því að fylgt sé lögum, reglum og fyrirmælum um fræðslumál í þeim skólum, sem kostaðir eru sameigin- lega af ríki og sveitarfélögum. Fræðslustjóra er því að sjálfsögðu algerlega óheimilt að skerða upp á sitt eindæmi þá lögboðnu þjónustu er umdæmi hans skal njóta, þó svo fjárveitingavaldinu hafí orðið á þau mistök að lítilsvirða áætlun hans og aðvörun og veita of litlu fé á ijárlögum til þess að framfylgja þeirri löggjöf er Alþingi hefur áður sett um grunnskólahald, samkvæmt þeim reglum, samningum og ákvæðum sem í gildi eru hverju sinni. Endanleg uppgjör skólakostnað- ar staðfesta þetta einnig — lögboðin þjónusta greiðist af ríki svo sem grunnskólalög og reglugerð um rekstrarkostnað grunnskóla mæla fyrir um, þó svo að fjárveitingar á fjárlögum hrökkvi ekki til og er þá annaðhvort gripið til aukafjárveit- ingar eða kostnaður fluttur milli ára eins og nærtæk dæmi sanna. Svo ég leiðrétti fv. fjármálaráð- herra enn einu sinni, þá er ástæða þess að fræðsluumdæmi fara fram úr fjárlögum einfaldlega sú, að fjár- lög eru óraunhæf — lægri en óvefengdir kostnaðarútreikningar fræðslustjóra leiða í ljós. Allt tal um það, að heimiluð hafí verið of mikil yfírvinna og aukavinna, sem og það að of mikill kostnaður sé af þeim þáttum rekstrarins, sem greiddur er eftir á og sveitarfélög þá leggja út, er því í engu samræmi við staðreyndir málsins og er vand- séð hveijum tilgangi slíkt þrástagl gæti þjónað, öðrum en þeim að óffægja fræðslustjóra og gera tor- tryggilegan. Hitt er náttúrlega sönnu nær, að ef ríkisvaldið beitir greiðslutöfum á fræðsluumdæmi, sem komið er fram úr áætlun með m heildarkostnað vegna skólahalds, þá er um tvær leiðir að velja. Draga úr eða tefla launagreiðslur til kenn- ara eða vega að endurgreiðslum til sveitarfélaga og reikningshaldara, svo sem gert hefur verið. Ætla má að tæknilegar ástæður valdi þar mestu um, að sú leið er valin en ekki raunsæi eða sanngimi, það er ólíklegt er að einungis endur- greiðsluliðir skólahaldsins í N. eystra hafí farið 50—100% fram úr áætlun á meðan kennslulaun öll — föst laun sem yfirvinna — helst innan áætlunar, svo sem þá er yfír- lýst í verki, þar sem yfírvinna kennara var meira að segja greidd áður en hún gjaldféll. Það þarf eng- ar íjármálaherdeildir á hæla fræðslustjóra til þess að ná tökum á fjármálamisferli eða meðferð þeirra á opinberu fé. Það sem þarf að gerast er það að fræðsluskrif- stofum sé tryggt rekstrarfé að lögum, störf fræðslustjóra varðandi áætlanagerð sérstaklega verði tekin eins og þau em og eftir niðurstöðum hans farið og hann síðan gerður ábyrgur fyrir „eigin" verkum en ekki hrakyrtur fyrir mistök ann- arra, sem hann reyndi að afstýra og hefur því miður engin ráð til að bæta fyrir. Ég vænti þess að þing- menn ætli embættismönnum skóla- kerfísins það hlutverk að sjá svo um að farið sé að lögum um skóla- hald allt og þeir vinni störf sín samvkæmt gildandi reglugerðum og ákvæðum þar um. Með fjárlög- um verða þingmenn síðan að tiyggja en ekki hindra framkvæmd gildandi laga um skólahald. Enn mælir fv. fjármálaráðherra: „Ég held að menn verði að skilja að alþm. megi ekki hegða sér í þessu sambandi eins og óábyrgir þrýstihópar, vegna þess að það er eitt af verkefnum þeirra að úthluta fé í fjárlögum til að sinna þeim þörfum, sem alþm. sjálfir telja að beri að sinna, og afla fjár til þeirra starfa. Alþm. hljóta einnig að krefj- ast þess, að eftir þeim vilja sé am.k. reynt að fara eftir því sem menn framast orka. Það er a.m.k. ekki æskilegt að mjög mikill mismunur geti orðið á milli stofnana eða fræðsluumdæma, þannig að emb- ættismönnum t.d. og starfsmönnum ríkisins, sem eru mjög aðhaldssam- ir og reyna að fara eftir fyrirmælum Alþingis, sé beinlínis refsað fyrir það með því að sagt sé við þá: Þakka ykkur fyrir. Þetta er gott. En næsta manni, sem e.t.v. hugsar ekki eins mikið um slíka hluti, sé leyft að fara fram úr þeim fjárveit- ingum, sem Alþingi ætlar til hans, eins og honum dettur í hug. Það er ekki æskileg málsmeðferð." Ég tel mig skilja það að alþm. megi ekki haga sér eins og óábyrg- ir þrýstihópar — því það er jú eitt af verkefnum þeirra að úthluta fé á fjárlögum til að sinna þörfum þjóðfélagsins á þann hátt, sem þeir sjálfir hafa áður ákvarðað með lög- um — en ekki að óvirða þær fyrri lagasetningar sínar með því að þrýsta fjárveitingum langt niður fyrir það, sem nákvæmir og óve- fengdir kostnaðarútreikningar þeirra aðila, er best til þekkja hafa leitt í ljós. Sá vilji alþingismanna er þama er rætt um hlýtur að birtast í grunn- skólalögum og tel ég það því mjög alvarlega aðdróttun er lesa má úr þessum orðum, þ.e. að ég o.fl. fræðslustjórar, við „reynum" ekki einu sinni að fara eftir grunnskóla- lögum. Það er mjög alvarlegur hlutur, ef gefíð er í skyn um emb- ættismann skólakerfísins, sem skipaður er til að starfa samkv. reglugerð og sjá til þess að lögum, reglum og fyrirmælum um fræðslu- mál sé framfylgt, að hann reyni ekki einu sinni að fara eftir grunn- skólalögum. Það er nú svo, að aðhald í skólafjármálum er ekki á valdi fræðslustjóra, nema þá er tek- ur til rekstrar fræðsluskrifstofu og sem forstöðumann fræðsluskrif- stofu má líta á fræðslusfjóra sem forstöðumann ríkisstofnunar, og sem slíkur getur hann nokkru ráðið um rekstrarkostnað þeirrar stofn- unar, eða allavega tekið á sig óþægindin af fjármagnsskorti, s.s. með forgangsröðun verkefna, sjálf- boðavinnu o.fl. Ég hef leitast við það hvort tveggja í starfí mínu sem fræðslu- stjóri að ná því fram að vilji Alþingis sé virtur og farið að lögum um grunnskólahald allt svo og að nýta sem best það takmarkaða rekstr- arfé, er fræðsluskrifstofu hefur til fallið. Á árinu 1978 voru skrifstof- unni lögð 42,22% af fullnaðar rekstrarfé skv. 85. gr. grunnskóla- laga og á árinu 1979 44,44% svo sem fyrr er frá greint. Ég leyfi mér að fullyrða í þessu sambandi, að framlög til fræðsluskrifstofu N. eystra séu með þeim lægstu sem þekkjast og ríkissjóður hefur ekki haft þyngri byrðar af rekstri fræðsluskrifstofunnar en annars staðar, nema síður sé eins og ég geri ráð fyrir_ að við fv. ijárm.rh. vitum báðir. Ég hefði því í bama- skap mínum talið það hrós, ef sagt hefði verið við mig: Þakka þér fyr- ir. Þetta var gott. Mig varðar svo kannski ekkert um það, þó næsta manni sé leyft að fara fram úr þeim íjárveitingum, sem Alþingi ætlar til hans eins og honum dettur í hug eins og fv. ijmrh. er vafalaust fullvel kunnugt um. Að lokum segir fv. ijmrh.: „Ég ítreka það svo að lokum að allt það sem ég hef sagt hér í sambandi við skipti sveitarfélaga og ríkissjóðs, hef ég beint eftir fjmm. og stofnun- um í tengslum við jmm. og menntamm., sem um þessi mál fjalla. Ég held að það sé mjög vara- samt að fullyrða sýnkt og heilagt, að þær upplýsingar séu rangar, þær séu ekki réttar og byggðar á rang- indum, öðmvísi en að afla sér haldbetri upplýsinga frá aðilum sem vita betur." Sé það nú svo, að fv. fjmrh. hafí viljað leita réttra upplýsinga í þessu máli, þá má það undarlegt heita, að hann skuli þá ekki hafa leitað þeirra frá fyrstu hendi, þ.e. hjá 53 , þeim embættismönnum er skv. reglugerð áætla og/eða úrskurða greiðsluhluta ríkissjóðs (endur- greiðslur til sveitarfélaga) í skóla- kostnaði og em því þeir aðilar, sem best þekkja til stöðu mála hveiju sinni. Nei — í stað þess er á þá ráðist og sá þeirra er staðfestir fréttir úr umdæmi sínu er lagður í einelti og yfír hann ausið ólíkleg- asta óhróðri, ósannindum og dylgj- um og þá aðallega stuðst við upplýsingar úr menntamálaráðun. Lái mér það svo hver sem vill, þó ég uni því illa að liggja óbættur eftir slíkar meðfarir, þar eð ég tel mig ekkert hafa til saka unnið. Hins vegar er það ljóst, að sam-v særi þetta er af því komið að með því að geta sannar og réttar upplýs- ingar um ástand mála í umdæminu, þá staðfesti ég það að fv. fjmrh. hefur hlaupið of hratt í fjölmiðla**. og „gleymt" að gefa um skuld við sveitarfélög vegna skólakostnaðar upp á 100—200 milljónir. Mistök em mannleg og jafnvel ráðhermm geta orðið á mistök en það er fyrir neðan virðingu ráð- herra að bregðast við, sem hér hefur orðið, er leitast er við að fá sannleik- ann fram. Það er ótrúlegt að í siðmenntuðu þjóðfélagi skulu emb- ættismenn eiga það á hættu að vera ofsóttir fyrir það eitt að rækja störf sín af skyldurækni og segja satt. Til glöggvunar má geta þess að fjármálaráðherra 1980 og mennta- málaráðherra 1987 byggðu mál- flutning sinn og niðurstöður á" upplýsingum frá sömu deild menntamálaráðuneytisins í þing- ræðum sínum. Annar ráðherrann sat í þijá mán- uði, hinn á annað ár, því ráðherrar koma og fara, en sami deildarstjóri situr enn í Qármáladeild mennta- málaráðuneytisins. Höfundur er fyrrverandi fræðslu■ stjóri i Norðurlandskjördæmi eystra. *♦**!»*. ARO? <veml9 má M fólk tll mb olla f starfi? Haltu þér ungpm og u^Jýstum Öiðskipta- og tölvublaðið er upplýsingarit fyrir þá sem fylgjast með því nýjasta í viðskipta- og tölvuheiminum. 5. tölublað er komið út. Áskriftasíminn er: 91 -82300. Sr áiokkur? HUndrabami6u Blll Qafes l«m stofnaðl Microsoft. forrltun mo6 fptaskrám clntosh $1 Frjálstframtak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.