Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 27 FFSÍ þingar á þriðjudag ÞING Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands verður sett þriðjudaginn 24. nóvember næst- komandi klukkan 14. Þetta er 33. þing sambandsins. Helztu mál þess verða öryggismál, stjórnun fiskveiða, skattamál, kjaramál og menntamál. Þingið hefst með setningarræðu forseta sambandsins Guðjóns A. Kristjánssonar og gestir munu væntanlega ávarpa þingfulltrúa, sem verða um 80 talsins. Þingið stendur til 27. nóvember, en sam- fara þinghaldi munu fulltrúar kjmna sér tækjabúnað Landhelgis- gæzlunnar á flugvelli og um borð í varðskipi. Kristni- boðsfé- lagkvenna með basar ÁRLEGUR basar Kristniboðs- félags kvenna í Reykjavík verður haldinn í Betaníu að Laufásvegi 13 laugardaginn 21. nóvember. Á basamum verður margt góðra muna, kökur ofl. Basarínn hefst kl. 14.00. Allur ágóði rennur til Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga sem rekur umfangsm- ikið kristniboð og hjálparstarf í Eþíópíu og Kenýju. Doktor í jarðeðl- isfræði DR. HJÁLMAR Eysteinsson jarð- eðlisfræðingur varði doktorsrit- gerð í jarðeðlisfræði við Brown University í Rhode Island-fylki í Bandaríkjunum í júní sl. Ritgerðin nefnist „Two dimensi- onal inversion of magnetotelluric and magnetic variation data“ og fjallar um túlkun mælinga á eðli- sviðnámi jarðskorpunnar. Slíkar rafleiðnimælingar gefa upplýsingar um eðli og ástand bergs niður á allt að 100 km dýpi. Hjálmar er fæddur í Reykjavík 1. apríl 1957 og er sonur Margrét- ar Þorvaldsdóttur hjúkrunarfræð- ings í Kópavogi og Eysteins Péturssonar flugvélstjóra sem lést 1970. Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MK 1977 og BS prófi í eðlis- Dr. Hjálmar Eysteinsson fræði frá Háskóla íslands 1981. Hann lauk síðan masterprófi frá Brown University og hélt áfram doktorsnámi við sama skóla. Hann starfar nú hjá Orkustofnun. Hjálmar Eysteinsson er kvæntur Rögnu Karlsdóttur verkfræðingi og eiga þau tvíbura. Söguþættir eftir Þorstein frá Hamri Tákn Bókaútgáfa hefur gefið út nítján söguþætti eftir Þorstein frá Hamri í bók sem nefnist Ætternisstapi og átján vermenn. I formálsorðum getur höfundur þess, að söguþættimir eigi rætur að rekja til þátta sem hann flutti á kvöldvökum ríkisútvarpsins á árum áður. Heiti þáttanna eru: Hóla- mannahögg, Ættemisstapi, Ungur sagnaþulur, Tvær hæðir, Eitthvað mun hann Eggert minn svamla, Nú fara þeir sex, Sigurður Breið- fjörð og hundurinn Pandór, Urðar- máni, Selkolla, Jóra í Jórukleif og Fjalla — Margrét, Ása Hrútafjarð- arkross, Hann bar skjótt yfír, Narfi í Hólum og Valgerður vararlausa, Gyðingurinn gangandi, Abrahams í opið skaut, Grátt fress og ullar- hakk, Fagurgalið blakar blítt , Margt býr í þokunni og Hrosshár í strengjum. Bókin er 192 blaðsíður. Aftast er skrá yfír heimildir og svo nafna- skrá. PÓSTSENDUM Bankastræti 10, sími 13120 Kringlunni, sími 689122 0PINN KYNNINGARFUNDUR AA DEILDANNA í REYKJAVÍK VERÐUR HALDINN í HÁSKÓLABÍÓISUNNUDAGINN 22. NÓVEMBER1987 KL. 14. AITTR VFTKOMNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.