Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Baðherbergi með„stæl“ Sænsku BOKÉ baðinnrétting- arnar bjóða upp á ótal marga samsetningarmöguleika - svo nálgast það að vera barna- leikur að setja þær saman. Líttu inn og sjáðu þessar gullfallegu innréttingar. BYKO KÓPAVOGI SÍMI 41000 HAFNARFIRÐI SÍMI 54411 „í bæjarstjórastarfinu ertu allan sólarhrmginn44 segir Ólafur Kristjánsson nýráðinn bæjarstgóri Bolungarvíkur Bolungarvfk. ÞAÐ VAR mikið að gera hjá Ólafi Kristjánssyni, nýr- áðnum bæjarstjóra Bolungarvíkur, er fréttaritari Morgunblaðsins leit inn til hans á dögunum. Ólafur var að búa sig til farar til Reykjavíkur ásamt bæjarráðir.u til að reka þar ýmis mál við þing- menn og stofnanir. Ólafur Krist- jánsson hefur um rúmlega 20 ára skeið verið atkvæðamikill í sveit- arstjómar- og Qórðungsmálum. Auk þess hefur hann átt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum, var t.d. í 4. sæti D-listans við síðustu alþingiskosn- ingar. Þekki vel til mála Það lá því nokkuð beint við að spyrja Ólaf hvers vegna hann hafí sótt um starf bæjarstjóra Bolungarvíkur. „Það sem veldur því að ég sótti um var kannski í fyrsta lagi það að í 22 ára starfí hér í sveitar- stjóminni og í góðu samstarfi við Guðmund heitinn Kristjánsson hef ég þekkt þessi mál, bæði innan og utan dyra. Þessi ákvörðun var ekki tekin af mér einum. Fjöl- margir vinir mínir og samstarfs- menn bæði hér innanbæjar og utan hvöttu mig til þess að sækja um. Að síðustu vil ég nefna það að ég fann óneitanlega hlýhug hjá fólkinu í bænum, semm taldi að það væri eðlilegt að það væri heimamaður sem áfram gengdi störfum bæjarstjóra." — Margir velta því fyrir sér, Ólafur, hvort þú munir draga þig út úr pólitík. „Það er alltaf erfítt að gefa yfírlýsingar fram í tímann. Hall- dór E. Sigurðsson, fyirum ráð- herra, alþingismaður og þar áður sveitarstjóri, sagði eitt sinn við mig að ef hann ætti að bera sam- an þessi þijú embætti eða störf þá hefði sveitarstjórastarfíð verið skemmtilegast. Hvort ég verð sama sinnis þegar þar að kemur, það verður tíminn að leiða í ljós.“ — Nú ert þú formaður Orkubús Vestfjarða, skólastjóri Tónlistar- skóla Bolungarvíkur og fleira. Hefurðu tíma til að sinna öðrum störfum en bæjarstjórastarfínu? „Nei, starf bæjarstjóra er 24 tíma starf og ég mun engu öðru starfí sinna. Hvað varðar tónskól- ann, þá hefði ég ekki hlaupið frá því öðru vísi en að vera búinn að fryggja kennara við skólann. Það er mikill uppgangur þar. Núna eru §órir kennarar við skólann, allt velmenntaðir tónlistakennarar. Ég býst við að ég verði skóla- stjóri án kennsluskyldu fram til vors, en þá verður starfíð auglýst. Varðandi Orkubúið mun ég ekki gefa kost á mér til endur- kjörs í formannssæti þar næsta vor. Þar hef ég átt sæti í níu ár. Það er auðvitað viss söknuður að fara þaðan út, því þar hefur ríkt góður andi meðal traustra sam- starfsmanna, en það geta óhjá- kvæmilega komi upp árekstrar milli bæjarfélagsins og orkubúsins og það er útilokað að vera báðum megin við borðið." Góð regla á hlutunum — Er ekki létt verk fyrir þig með áratuga reynslu af sveitar- stjómarmálum að taka við starfí sem þessu? „Það er nú bæði og. í fyrsta lagi er ákaflega létt verk að taka við starfí af Guðmundi heitnum vegna þess að hér er allt í mikilli reglu og fjármál í góðu lagi. Guð- mundur var alveg einstakur reglumaður í starfí og því mjög aðgengileg öll gögn sem á þarf að halda til að reka mál. Hinsveg- ar er erfítt að taka við þessu starfí því skarð Guðmundar er vandfyllt og ég geri mér grein fyrir því að það að setjast í sæti Guðmundar kallar á mikla ábyrgð og vinnu ef maður á að komast með tæmar þar sem hann hafði hælana. Ég vil hins vegar taka það fram að ég hefði aldrei sest í stól bæjarstjóra ef hér hefði ríkt úlfúð innan bæjarstjómar. Sem betur fer er hér gott samstarf milli allra bæjarfulltrúa, bæði meirihluta og minnihluta, og ég vona að það haldist og menn standi þétt saman að uppbygg- ingu Bolungarvíkurkaupstaðar." Aðkallandi hafnarframkvæmdir — Hvaða verkefnum er bæjar- félagið að vinna að núna? „Þau em að sjálfsögðu fjöl- mörg, en í sumar var gatnagerð stærsti verkþátturinn. Bundið slit- lag var sett á um 20 þúsund fermetra, og eru nú allar íbúðar- götur bæjarins lagðar bundnu slitlagi. Þá er verið að reisa mikla Morgunblaðið/Jón Sigurðsson PáU Svavarsson mjólkurbústjóri, Kristófer Sverrisson verkstjóri og Kristján Frímannsson pökkunarmeistari standa við pökkunarvélina og með nýju framleiðsluna, jarðabeija- og blábeijasúpur. Nýjung á íslandi: Súpur í femum fram- leiadar á Blönduósi Blttnduósi. HAFIN ER á Blönduósi framleiðsla á fljótandi súpum í femum og er þetta nýjung á íslandi. Súpurnar era tilbúnar beint til neyslu hvort heldur kaldar eða heitar. í fyrstu eru einungis framleiddar tvær gerðir af súpum, þ.e. blábeija- og jarðaberjasúpur en i framtí- ðinni er von á fleiri tegundum. Þetta er samvinnuverkefni súpugerð- arinnar Vilko á Blönduósi og Mjólkursamlagsins á Blönduósi og tilraun til að laga sig að breyttum neysluvenjum i landinu. Páll Svavarsson er mjólkurbú- stjóri á Blönduósi og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að núna væru súpumar komnar í verslanir á Blönduósi og Skagaströnd og fyr- irhugað væri að koma súpunum á markað í Reykjavík um næstu mán- aðamót. Páll sagði að ekki væri enn búið að fá dreifingaraðila í Reykjavík en það stæði til bóta. Pökkunarvélar Mjólkursamlagsins era nýttar til að pakka súpunum og eru þær í samskonar umbúðum og húnvetnska mjólkin. Páll sagði að það væri hagkvæmt að nýta þær vélar sem væru til staðar og með minnkandi nýtingu véla vegna sam- dráttar í mjólkurframleiðslu væri þetta kærkomin viðbót. Páll Svavarsson gat þess einnig að súpur sem þessar hafa verið framleiddar í Svíþjóð um árabil á vegum skánsku mjólkursamlag- anna og verið vinsælar. í samstarfi við Mjólkursamlagið og Vilko á Blönduósi auk skánsku mjólkur- samlaganna um þessa súpufram- leiðslu hafa verið Alfa Laval og Osta- og smjörsalan. Páll Svavarsson mjólkurbústjóri sagði ennfremur að þessar súpur væri kælivara og væri geymsluþolið 5 mánuðir en stefnt væri að því að gera súpumar að G-vöru þannig að ekki þyrfti að geyma þær í kæli. — Jón Sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.