Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 15 atesar konungs Parþa. Sesar gjörði senatinu orð um framgang mála sinna þarna með hinum frægu orð- um „Vendi, vidi, visi“. Ég kom, sá og sigraði." Að því búnu hélt hann aftur til Rómar til að útbúa herferð til Afríku þar sem seinustu tveir óvinir hans höfðu hreiðrað um sig. Þeir voru sigraðir í orrustunni við Þapsus árið 46 f. Kr. Denarinn, sem Sesar lét slá og gaf hermönnum sínum til minningar um sigurinn, sýnir Ceres, gyðju komsins, og á hún að tákna Afríku, en þaðan kom mikill matur til Rómar. Á bakhlið- inni eru svo aftur helgitákn æðsta- prestsins. Sesar varð nú einvaldur og voldugasti maðurinn í öllum heiminum. Urðu allir að sætta sig við það, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Þótt Sesar væri nú einráður, reyndist hann mildur og fyrirgaf öllum mótherjum sínum andstöðu þeirra. Nokkrir þeirra, þar á meðal Brútus, hlutu háar stöður og aðrir áttu þær í vændum. Gera átti Cass- ius að landstjóra á Sýrlandi til dæmis. Þessir menn vom því fullir þakklætis og höfðu hægt um sig. Sesar tók nú til við að stjóma. Meðal umbóta þeirra, sem hann beitti sér fyrir, var breyting tíma- talsins, en hann hafði kynnst því á Egyptalandi að tímatal þarlendra var miklu nákvæmara en hið róm- verska. Hann stofnaði mörg ný ríkisfyrirtæki til að minnka atvinnu- leysi, sem var talsvert. Ný lög vom sett varðandi innheimtu skulda og skuldafangelsi, svo og gjaldþrota- lög. Hann jók tekjur ríkisins, en ríkiskassinn hafði alltaf verið tóm- ur, lækkaði skattabyrði héraðanna til ríkisins og setti nýja og heiðar- lega landstjóra víða í hinu mikla Rómaveldi. Hermönnum sínum launaði hann ríkulega og gaf þeim lendur. Hann þrefaldaði fjölda sena- toranna, svo þeir yrðu viðráðan- legri. Sesar hafði dvalið skamma stund ; í Róm, er honum bámst fregnir af því, að synir Pompejusar tveir, þeir Cneius og Sextus, hefðu gjört upp- reisn á Spáni. Hann fór því þangað og sigraði eftir erfiða baráttu. Sext- us slapp þó lifandi frá þessu. Er Sesar var aftur í Róm , segir sagan að hann hafi haft uppi áform um að kalla sig konung og Markús Antóníus skýrði opinberlega frá því, að hann vildi gefa honum kór- ónuna. Sesar fann það, að lýðnum féll ekki þetta áform hans, og hafn- aði því kórónunni. Flokkur „hinna bestu“, Optimates, sem börðust gegn honum, þóttust nú unna lýð- veldinu afskaplega mikið, og Brútus lét slá pening í minningu forföður sín, sem 500 ámm áður hafði hrak- ið seinasta konung Rómar frá völdum. Sesar var nú orðinn 56 ára og hafði mörg jám í eldinum. Hann fór því hratt yfír, líklega fullhratt, því andstæðingum hans fór fjölg- andi. Nokkmm mánuðum fyrir dauða sinn hafði hann talið senatið á að leyfa sláttu myntar með mynd af sér, en þetta hafði aldrei áður verið gert í Róm. Veijendur lýðveld- isins í Róm, og þar á meðal Brútus, töldu að með þessu væri hann að sölsa undir sig völdin og ætlaði sér að verða keisari eða konungur, og lýðveldið, sem var margra alda gamalt, liði undir lok. Því var það, að hann var myrtur í senatinu hinn 15. mars árið 44 f. Kr. eða Ides Martii, eins og þessi dagur hét sam- kvæmt rómverska tímatalinu. Allt frá dauða Sesars hafa menn deilt um það, hvort morðið hafí verið réttlætanlegt eða ekki, og mikið hefír um þetta verið skrifað í aldanna rás. Það er athyglisvert, að peningurinn, sem hann lét slá síðast, skyldi verða valdur að dauða hans, en skylt er að hafa í huga, að myntin var þá mikill fjölmiðill. Sesari var ljóst, að mynt með mynd hans var feiknarlegt áróðurstæki, sem náði til alls hins víðfeðma Róm- arveldis. Á myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins við Einholt 4 eru til margir rómverskir peningar, sem vert er að skoða. Safnið er opið á sunnudögum milli klukkan 2 og 4. ■ - - .............................. Stjórnin veiti þjóðinni lausn Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Bertolt Brecht: KVÆÐI OG SÖNGVAR 1917-56. Þorsteinn Þorsteinsson annaðist útgáfuna. Forlagið 1987. í prýðilegum inngangi Kvæða og söngva skrifar Þorsteinn Þorsteins- son m.a. um Bertolt Brecht og mat manna á honum: „Eftir sigurgöngu sem á sér fáa líka hafa leikritin nú verið í nokkurri lægð um sinn, a.m.k. í Vestur-Evrópu, en vegur prósahöf- undarins og einkum ljóðskáldsins vaxið að sama skapi“. Ekki er óeðlilegt að leikrit Brechts hafí þokað til hliðar eins mikið og þau hafa verið leikin á undanfömum áratugum. Og ljóðin hafa þá kosti að þau eru aðgengileg, höfða beint til iesenda. Ekki síst hafa áður óbirt ljóð eftir Brecht dýpkað myndina af honum. Skáldið var ekki jafn hallt undir pólitíska einstefnu og látið var í veðri vaka. Gagnrýni hans beindist ekki síst að stjómvöldum í Austur- Þýskalandi þar sem hann var búsett- ur síðustu æviárin. Brecht lést 1956. Tvær snilldarþýðingar á ljóðum eftir Brecht hafa öðru fremur vakið athygli fslenskra lesenda á ljóðskáld- inu. Sú fyrri er Bamamorðinginn María Farrar í þýðingu Halldórs Lax- ness, hin síðari Til hinna óbomu gerð af Sigfúsi Daðasyni. Þessar þýðingar eru báðar í Kvæðum og söngvum ásamt mörgum fleiri. Svo viðamikil er bókin að hún verður að teljast all- góð kynning á skáldskap Brechts þótt um þýðingamar sjálfar megi vitaskuld deila. Þorsteinn Þorsteins- son segir um þýðingasafnið að því sé ætlað „að vera kynning á skáldinu fremur en sýnisbók um vinnubrögð þýðenda". Bertolt Brecht í augum Rudolfs Schlichter 1928. Þýðingamar em að mínum dómi misjafnar, tveggja hinna veigamestu er áður getið. Flestar þeirra era við- unandi, fáar era þannig úr garði gerðar að þær veki beinlinis athygli fyrir það hve snjallar þær era. Marg- ar era stirðlegar, nokkrar flatneslq'u- legar. Sumar lýtir sérviska í máli og nokkrar eru varla annað en venjuleg íslensk hagmælska. Sjálfur þýðir Þorsteinn Þorsteinsson mikið og þýð- ingar hans era alls ekki með þeim verstu í bókinni. Á stöku stað tekst honum meira að segja vel upp. Best þykja mér þau ljóð Brechts sem era myndir og hugleiðingar úr einkalífí hans, ekki síst frá útlegðar- árunum. Með hversdagslýsingum sínum segir hann mikið um sjálfan sig, flölskyldu sína, föðurlandið og um leið heiniinn. Eitt þessara ljóða er Vorið 1938, ort á Fjóni, þýðingin eftir Þorstein Þorsteinsson: í dag, snemma á páskadagsmorgni gekk snarpur hriðarbylur yfir eyna. A milli laufgaðra limgerða festi snjó. Ungur sonur minn teymdi mig útað litlu apríkósutré við húsvegginn á brott frá kvæði þar sem ég veittist að þeim sem nú eru að undirbúa styijöld er eytt gæti meginlandið, þessa ey, þjóð minni, flölskyldu og mér. Þegjandi lögðum við poka yfir skjálfandi hrísluna. Mörg ljóða Brechts era í marxísk- um anda, ádeiluljóð í þágu kommún- isma. En sumarið 1953 þegar uppreisn var gerð í Austur-Berlín gat Brecht ekki orða bundist og orti Lausnina sem einnig er þýdd af Þor- steini Þorsteinssyni: Eftir uppreisnina 17. júní lét formaður Rithöfundasambandsins dreifa flugritum í Stalinallee. Á þeim gat að lesa að þjóðin hefði fyrirgert trausti ríkisstjómarinnar og gæti þvi aðeins endurheimt það að hún legði á sig tvöfalda vinnu. En væri ekki nær að sijómin veitti þjóðinni lausn og veldi sér aðra? Eins og fleiri góðum skáldum var Brecht tamt að efast og var að minnsta kosti í skáldskapnum frekar á bandi þjóðar sinnar en ríkisstjómar. ERTÞÚÍ HÚSGAGIMALEIT? Anelín sútað steinrifið leður. Verð 3+1+1 120. OOO staðgr. Verö 3+2+1 130.000 staðgr. Nýjar sendingar af sófasettum og hornsófum í miklu úrvali. Opið til kl. 16.00 í dag. VALHÚSGÖGN ÁRMÚLA 8, SÍMI 82275, 685375 sem fylgiast meo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.