Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 AIPAM UÓSAPERUR LOGA LENGUR FINNSK FRAMLEIÐSLA Undirbúningnr leiðtogafundarins: Ákvæði um haldgott eftirlit örðugasti hjallinn Heildsolubirgölr JpÞYSK-ISLENSKAHF I ■ Lynghálsi 10-110 Reykjavik - Sími: 826TX& eftirívar Guðmundsson FRUMRIT að samningi um út- rýmingu skamm- og meðal- drægra kjamorkuflauga á landi, sem búist er við að undirritað verði á fundi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga hér í Washington í byrjun desember, er að mestu fullgert. Kom þetta fram á fundi er Paul Nitze aðal- ráðunautur Reagans forseta og Shultz utanríkisráðherra i af- vopnunarmálum átti með erlend- um blaðamönnum á dögunum í Washington. „Við höfum unnið sleitulaust og höldum áfram daglega, að vinna að frumriti samningsins, sem lagð- ur verður fyrir leiðtogana, er þeir koma saman til fundar hér í Wash- ington í byijun næsta mánaðar. Örðugasti hjallinn varðar ákvæði um ráðstafanir til að tryggja öruggt eftirlit með að öllum atriðum samn- ingsins verði fylgt út í ystu æsar. Við leggjum aðaláhersluna á þetta atriði. Meðal annars kreij'umst við þess, að eftirlit fari fram fyrirvara- laust á staðnum leiki grunur á, að samningurinn hafi ekki verið hald- inn,“ sagði Paul Nitze. „Enn hefur ekki verið gengið fyllilega frá nokkrum atriðum sem varða eftirlitsþáttinn," bætti hann við. „En við ræddum málið við Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétrílqanna, er hann var hér í Washington á dögunum. í þessu sambandi bentum við sér- staklega á aðgerðarleysi samninga- manna Sovétstjómarinnar í Genf hvað þetta atriði snertir. Utanríkis- ráðherrann sagðist myndi fylgja málinu eftir og gera ráðstafanir til þess, að samkomulag gæti náðst í náinni framtíð. Sovésku fulltrúamir tala um, að frumrit að samkomulagi geti verið fullbúið kringum 20. til 25. nóvem- ber. Ég tel, að þetta geti tekist, ef trúa má Shevardnadze hvað snertir eftirlitsatriðin. Hitt er svo annað VtNSÆLUSTU TOLVUR1EVROPU / DAG Nú getum við boðið þessar frábæru tölvur með aukabúnaði og forritum á verði og greiðslukjörum sem aðeins AMSTRAD getur boðið. AÐ 12 MÁN. Kr. 47.400.- Kr. 56.900.- Kr. 87.590.- Kr. 19.980.- AMSTRAD PC 1512M 1. drif 14“ sv/hv pergarn. skjár. Litaskjár auka kr. 17.900.- AMSTRAD PC 1512M 2 drif. 14" sv/hv pergam. skjár. Lita- skjár auka kr. 17.900.- AMSTRAD PC 1512M 20 MB. HD. 14“ sv/hv pergam.skjár. Litaskjár auka kr. 17.900.- AMSTRAD PRENTARI A4 DMP 3160. Hraði 160 stafir pr.sek. NLQ gæöaletur, PC staðall. Kr. 86.570.- Kr. 95.980.- Kr. 126.870.- Kr. 32.500.- AMSTRAD PC104O ECD 14“ ECD hágæöa litaskjár. EGA, Hercules, CGA kort. 1 drif. Mús og íslenskuö GEM forrit. AMSTRAD PC 1640 ECD 14“ ECD hágæöa litaskjár. EGA, Herkules, CGA kort. 2 drif. Mús og íslenskuð GEM forrit. AMSTRAD PC 1640 ECD 14“ ECD hágæða litaskjár. EGA, Herkules, CGA kort. 20MBHD. Mús og íslenskuö GEM forrit. AMSTRAD PRENTARIA3 DMP 4000. Hraði: 200 stafir pr. sek. NLQ gæöaletur. PC staðall. VIÐGERÐARÞJÓNUSTA: Tækniverkst. Gísla J. Johnsen. MÓTTAKA: AMSTRAD verslunin v/ Hlemm. NÁMSKEIÐ: Tölvufræislan, Borgartúni 56. fjárhagsbókhald, viðskiptamanna, i-og lagerkerfi. AMSTRAD PC1512 M 20 MB HD. KR. 119.900.- AMSTRAD PC1640 ECD 20 MB HD. KR. 159.900.- H0FUM 0PNAÐ STORGLÆSILEGA 200FERMETRA VERSLUN VIÐ HLEMIUI. z' AMSTRAD er breskt fyrirtæki meö útibú um allan heim. AMSTRAD framleiöir 21 gerð af tölvum auk hljómtækja og myndbanda. AMSTRAD tölvur eru nú lang vinsælustu tölvur I Evrópu. AMSTRAD hefur tvöfaldað veltuna árlega síðan 1983. AMSTRAD hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir framleiðslu og markaðssetningu. AMSTRAD hefur nú opnaö útibú í Bandaríkjunum. 800 tölvuverslanir þar selja nú AMSTRAD. AMSTRAD markaös8etur nýja byltingarkennda feröatölvu ó ótrúlega lágu veröi I jan.'88. AMSTRAD hefur boðaó 15-20 nýjungar á órinu 1988. AMSTRAD framleiðir vöru, sem er tilbúin til notkunar, kostar lltiö en gefur mikiö. Oplð laugardaga kl. 10-16. VERSLUN V/ HLEMM/S. 621122. Bökabúö 1XwíkOZk Laugavegi 116, a5a 105 Reykjavík, TÖLVUDEILD s: 621122. Akranes: Bókaskemman / Keflavfk: Bókab. Keflav. Akureyri: Bókav. Edda / ísafj. Hljómtorg Eduard Shevardnadze (til vinstri) utanrikisráðherra Sovétríkjanna og hinn bandariski starfsbróðir hans, George Shultz, við upphaf viðræðna þeirra í Washington í lok síðasta mánaðar. mál, að við getum ekki verið örugg- ir fyrr en síðasti stafkrókurinn er kominn á blað. Óvæntir atburðir hafa gerst og ýmislegt óvænt á vafalaust eftir að gerast því eins og alkunna er leynist Qandinn sjálf- ur ávallt í skúmaskotunum." Næsta skref: START- fundurinn í Moskvu að ári „Á meðan við bíðum eftir hvað gerist í samningaumleitunum um meðal- og skammdrægar kjam- orkuflaugar er ef til vill ekki úr vegi, að skyggnast inn í framtíðina og ræða fækkun langdrægra kjam- orkuflauga, ógurlegustu dráps- tækja, sem maðurinn hefír framleitt," sagði Nitze. „Þessi vopn em hraðskreið, fara um himingeim- inn með ofsahraða og koma að skotmarkinu fyrirvaralaust eins og þmma úr heiðskíru lofti,“ bætti hann við. „Risaveldin hafa gert með sér óformlegt samkomulag um hvemig skuli snúist við þessum voða, sem gæti á svipstundu leitt auðn, dauða og fímbulvetur yfír gjörvalla jarð- kúluna. Leiðtogar risaveldanna hafa ákveðið, að eiga samningavið- ræður um þessi vopn í Moskvu á næsta ári, ef fundurinn í Washing- ton í næsta mánuði reynist árang- ursríkur." Viðræður risaveldanna um fækkun langdrægra kjamorku- vopna bera ensku skammstöfunina START (Strategic Arms Reductions Talks). Paul Nitze gerði START-fundin- um nokkur skil er hann ræddi við erlendu blaðamennina. „Hér er um að ræða hugsanlegt samkomulag, sem gerir ráð fyrir helmings fækk- un kjamorkusprengja í 1.600 eld- flaugar og önnur langdræg kjamorkuvopn, og að heildarfjöldi kjamaodda í langdrægar eldflaugar verði ekki meiri en 6.000. Aðalat- riði hugsanlegs samnings um fækkun langdrægra kjamorku- vopna varða heildarfjölda þeirra kjamaodda, sem risaveldin mega eiga í vopnabúrum sínum og mikil- vægt er að fjöldi þeirra verði innan við 6.000. Við leggjum til,“ sagði Nitze, „að talan verði bundin við 4.800 kjamaodda, 3.300 langdræg- ar kjamorkuflaugar, 1.800 til 2.000 kjamaodda, sem skjóta má frá kaf- bátum og ekki fleiri en 800—900 flaugar. Við getum ekki gengið að þeim lágmarkstölum sem Gorbach- ev hefur lagt til. Það myndi þýða, að við yrðum að fækka þeim flaug- um okkar, sem komið hefur verið um borð í kafbáta, um meira en 50 prósent. Nitze minntist á fund leiðtoganna í Reykjavík í fyrrahaust en þar náðu þeir óformlegu samkomulagi um að stefna að upprætingu meðal- drægra flauga og helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna. Við- ræðumar sigldu hins vegar í strand er Gorbachev Sovétleiðtogi krafðist þess að samkomulag varðandi þennan vopnabúnað yrði bundið samkomulagi um takmarkanir á til- raunum með geimvopn. „Við eigum langan og strangan veg ófarinn í viðræðum um geimvamir. Báðir aðilar hafa skýrt frá og gefið yfír- lýsingar um frest, sem þeir vilja fá áður en þeir nota sér rétt sinn til að segja upp aðild sinni að ABM- samningnum svonefnda frá árinu 1972 um takmarkanir gagneld- flaugakerfa," sagði Nitze. Sam- kvæmt honum er ekki heimilt að koma upp vamarkerfum í geimn- um. Umræður um geimvamir era þríþættar, að dómi Nitzes. Fyrsta atriðið sem hann nefndi varðar lengd uppsagnarfrests ABM-sátt- málans. Bandaríkin vilja að frestur verði veittur til að aðilar geti notað sér fullan rétt í þessu efni. Nitze telur, að þegar hafi nokkuð miðað í samkomulagsátt. Sovétmenn hafa samþykkt, að tilteknar tilraunir með vamarkerfí í geimnum séu leyfílegar samkvæmt ABM-sátt- málanum. Áður vildu þeir einskorða allar rannsóknir á þessu sviði við tilraunir í rannsóknarstofum eins og fram kom á leiðtogafundinum í Reykjavík. „í öðra lagi,“ bætti Nitze við, „eru Sovétmenn teknir að tala um hemaðarlegt jafnvægi. Við fögnum þessari hugarfarsbreytingu. Við höfum löngum verið þeirrar skoðun- ar, að þetta sé einmitt kjami málsins. Þessi skoðun hefír verið aðalatriðið í tillögum okkar að samningi um fækkun langdrægra kjamorkuflauga og hefur jafnframt mótað viðhorf okkar til geimvam- aráætlunarinnar. Við munum áfram fylgja sömu stefnu í þessu þýðing- armikla máli en um leið munum við leggja áherslu á vilja okkar til að taka til greina áhuga Sovétstjómar- innar á að komið vérði á jafnvægi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.