Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 10
10-
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM JOH ÞORÐARSON HOL
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Lítil sérhæð í gamla bænum
3ja herb. Irtil efri hœð í járnkl. timburh. Sérhiti, sérinng. Tvft). Hálfur
kj. fylgir. Eignarlóð. Nánari uppl. á skrifst.
Besta verð á markaðnum í dag
3ja og 4ra herb. stórar og glœsil. fb. í byggingu v/Jöklafold i Grafar-
vogi í sjöfbhúsi. Fokh. á nœstu dögum. Fullb. u. trév. í júlí nk. Öll
sameign fullfrág. Byggjandi er Húni sf. Frábœr grkjör.
Skammt frá Sundhöllinni
Endurbyggt timburh. m. 4ra-5 herb. íb. á hæð og rish. auk kjallara.
Eignarl. Trjágarður. Laust fljótl.
Nýlegt og vandað einbýlishús
á stórri ræktaðri lóð á útsýnisstað í Garöabæ. Húsiö er rúmir 300
fm. Aðalíb. er á efri hæð. 2 aukaherb., snyrt., saunabað, geymslur og
tvöf. bílsk. m. vinnuaðst. á neðri hæð. Eignask. mögul. Teikn. á skrifst.
í viku hverri
kemur til okkar fjöldi manna í húsnæðisleit, en framboðið er allt of
Irtið. Þess vegna eru makaskipti oft rétta lausnin. Látið Almennu fast-
eignasöluna um fyrirhöfnina. Með allar upplýsingar er fariö sem
trúnaðarmál sé þess óskað.
Opið í dag
laugardag
kl. 11.00-16.00.
AIMENNA
FASTEIGNA5A1AN
LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370
80 sænskar grafíkmynd-
ir í Norræna húsinu
í NORRÆNA húsinu í dag kl.
15.00 verður opnuð sýning á 80
grafíkmyndum eftir 12 lista-
menn frá Svíþjóð. í tilefni þess
flytur sendiherra Svíþjóðar, Per
Olof Forshell, ávarp við opnun-
ina.
Sýning þessi kemur frá Svíþjóð
á vegum „Grafiska sállskapet", sem
er félag grafíklistamanna þar í
landi.
©
INNLENT
O P IÐ F RÁ KL. 10-2 í DAG
TVIBYLISHUS
Nýr byggingarstíll
í Kópavogi
//
K L A S I"
Arkitekt: Guöfinna Thordarson.
Byggaðili: Halldór Svansson hf.
Brúttó stærð: 164fm.
Afh.: 10 mán.
eftir sölu.
Verð.frá 4.900
-5.500 þús.
Höfum tekiö í
einkasölu 10sér-
hæðir í svokölluðum
„Kiasa" við Hlíðarhjalla.
íbúðunum verður skilað
tilbúnum undirtréverk að inn-
an, og sameign fullfrágenginni.
Bílgeymsla fylgir íbúðunum.
íbúðirnareru ca 135fmen með
sameign og bílgeymslu ca 164 fm.
3-4 svefnherb. verða í íbúðunum.
Sérþvottahús og -geymsla á hæðinni
Skjólgott svæði.
Mikið útsýni.
Fasteignaþjonustan
Austurstrætí 17, s. 26600
Þorstoihn Stamgrímtson M
. lögg. fsttsignauli. ■*
Listamennimir sem eiga myndir
á sýningunni eru: Maria Hordyj,
Mariana Manner, Minako Masui,
Karl Gustav Nilsson, Krystyna Pi-
otrowska, Ursula Schiitz, Gerard
Steffe, Nils G. Stenquist, Mariisa
Vasques, Ulla Wennberg og Eva
Zettervall.
í fréttatilkynningu frá Norræna
húsinu segir að sýningin gefi gott
yfirlit yfir það helsta sem er að
gerast í grafíkinni í Svíþjóð, því að
listafólkið er á öllum aldri og eru
sumir meðal þekktustu grafíklista-
manna Svíþjóðar. Flestar myndim-
ar eru til sölu.
Sýningin verður opin daglega kl.
14.00-19.00 framtil 15. desember.
Maria Hordyj er ein af tólf
sænskum listamönnum sem sýna
grafíkmyndir i Norræna húsinu.
M ..
*
Sólheimasala í
Templarahöllinm
HIN ÁRLEGA Sólheimasala
verður í Templarahöllinni í
Reykjavík sunnudaginn 22. nóv-
ember og hefst kl. 14.00.
Sjálfseignarstofnunin Sólheimar
í Grímsnesi er elsta starfandi heim-
ilið fyrir þroskahefta hér á landi,
en það hóf starfsemi sína árið 1930.
A Sólheimum dvelja nú 40 ein-
staklingar sem stunda þar vinnu
eða sækja skóla, allt eftir getu og
hæfileikum hvers og eins. Á Sól-
heimum er smíðastofa, vefstofa,
kertagerð og ylrækt, auk lítilsháttar
búskapar. Við ræktun og fram-
leiðslu hefur ávallt verið leitast við
að nota ómenguð og náttúruleg
efni og er svo enn. Allt grænmeti
á Sóiheimum er ræktað með að-
ferðum lífrænnar ræktunar.
í Templarahöllinni á sunnudag-
inn verða framleiðsluvörur Sól-
heima til sölu, kerti, tréleikföng,
mottur og ofnir dúkar. Foreldra-
og vinafélag Sólheima verður með
kökubasar, kaffíveitingar og flóa-
markað.
Allur ágóði af sölunni fer til upp-
byggingar starfsins á Sólheimum.
(Fréttatilkynning)
Tveir einþáttung-
ar frumsýndir
EIH-LEIKHÚSIÐ frumsýnir
annað verkefni leikhússins á
þessu hausti sunnudaginn 22.
nóvember. Að þessu sinni verða
frumsýndir tveir einþáttungar
eftir A. Tsjékhov „Bónorðið" í
þýðingu Vals Gíslasonar og „Um
skaðsemi tóbaksins" í þýðingu
Geirs Kristjánssonar.
Leikritið „Saga úr dýragarðin-
um“ hefur verið sýnt 15 sinnum
og gengið mjög vel. Nú eru örfáar
sýningar eftir á „Sögu úr dýragarð-
inum“ og verður aðeins sýnt á
sunnudagskvöldum. Eih-leikhúsið
er komið til að vera. í lok febrúar
er gert ráð fyrir því að frumsýna
þriðja verkefni leikhússins. Sýning-
ar eih-leikhússins fara fram f
Djúpinu, kjallara veitingastaðarins
Homið, Hafnarstræti 15 í
Reykjavík, og er boðið upp á veit-
ingar ef sýningargestir óska þess.
Leikarar eru Jón Símon Gunnars-
son, Guðjón Sigvaldason, Biyndís
Guðjón Sigvaldason og Jón
Símon Gunnarsson í hlutverkum
sfnum.
Petra Bragadóttir og Hjálmar
Hjálmarsson. Leikstjóri er Þröstur
Guðbjartsson.
(Úr fréttatiikynniiigu)