Morgunblaðið - 21.11.1987, Side 16

Morgunblaðið - 21.11.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Tvær leir- listarsýningar Myndlist Bragi Ásgeirsson Leir, form og litir nefnist sýning sem nú er í gangi í Galleríi Gang- skör og lýkur nú um helgina. Er hér um að ræða allmörg lítil leirlistaverk eftir Signði Laufeyju Guðmundsdóttur og mun þetta fyrsta einkasýning hennar. Leir- listaverkin eru aðallega unnin úr Limogés-postulíni, en einnig úr hálfþostulíni og eru þetta renndar skálar, sem síðan eru mótaðar og í flestum tilvikum skomar til að gefa þeim nýjan svip og nýtt rými. Þá eru notaðir leirlitir í óhlutlæga flatarmáls-skreytingu og eru hlut- imir ógleijaðir til þess að áferð leirsins njóti sín í sinni hreinustu mynd. Þetta er einkar látlaus sýning sem lætur lítið yfír sér, verkin hver öðm lík í gerð og útfærslu, þó virð- ist Laufey hafa verið full áköf við að beita hnífnum því að niðurskurð- ur forma er í mörgum tilvikum ekki nægilega hnitmiðaður. Helst stendur yfír sýning á leirverkum eftir Margréti Jónsdóttur. Ég hef ekki haft tækifæri til að koma í þetta gallerí áður, en það er hið vistlegasta og býður upp á mikið og mjög blandað úrval mynd- listarverka. Hér er mikil bjartsýni á ferð hjá eigendum því að ekki er ýkja langt síðan að annar en þó öllu minni sýningarsalur í næsta nágrenni varð ' að hætta vegna rekstrarörðugleika. Þessi salur er betur staðsettpr og í senn opnari og aðgengilegri þannig að kannski gengur dæmið upp, einnig í ljósi þess að vaxandi verslunammsvif eiga sér stað allt um kring og svæð- ið er hið vistlegasta. Þá er sýning Margrétar Jóns- dóttur fyrir margt í senn sérstæð og áhugaverð og ber vott um að hér sé á ferð leirlistarkona, sem búast má við ýmsu af í framtíðinni. Sýningin er ijölþætt hvað gerð og lögun leirmunanna snertir og má segja að gripimir vegi salt milli brúkshlutar og skúlptúrs. Á sýning- unni em skálar, vasar, kertastjakar og andlitsgrímur og er þetta allt í sérstæðri útfærslu sem gefur til kynna að listamaðurinn kann vel til verka og leggur sig allan fram í útfærslunni, kastar hvergi til höndunum. í stuttu máli, vandaður listiðnað- ur sem galleríið hefur sóma af að kynna og ánægja var að beija aug- um... Sigrún Ó. Ólsen Stutt er þannig í orkusvið fyrri tíma í húsinu en það skal ósagt látið hvort það hafi haft áhrif á listakonuna Sigrúnu Ó. Ólsen, en hins vegar þakka ég fyrir ánægju- legar stundir við skoðun mynda hennar. Margrét Jónsdóttir listakona. getur maður fallist á tilganginn í leirformum nr. 4, 5, 8 og 10, en þar sýnist hann markvissastur. En að öðm leyti segir þessi sýning mér ekki mikið. í húsakynnum hins nýja sýning- arsalar Gallerí list, í Skipholt 50b, Erum með mikið úrval af vönduðum, notuðum bílum. DAIHATSUUMBODIÐ, ARMUU\ 23, S. 685878 - 681733. ORKUVITUND Það verður að segjast eins og er að myndir Sigrúnar Ó. Ólsen í húsakynnum Þrídrangs, Tryggva- götu 18, em í óvenjulegra lagi. Hér em á ferðinni mjmdir sem fyrir sumt munu eiga að túlka orkusvið dulhyggju og sem slíkar minna þau svolítið á myndir Karls Einarssonar Dunganon þótt þær séu gjörólíkar í útfærslu. En það hafa þau tvö ótvírætt sameiginlegt að fyrir bregður listrænni glóð í myndgerð þeirra, sem er þeim eðlislæg og sjálfsprottin. Það þykir listrýninum í meira lagi skemmtilegt, að koma inn á sýningu sem kemur honum jafn mikið á óvart og er mjög svo frábmgðin öðmm sýninum á höfuð- borgarsvæðinu. Flestar em myndimar gerðar í vatnslitum með olíu, blaðagulli, túski og temperalitum í bland. Þetta em litlar myndir en gerðar af mikilli vandvirkni og einlægni og í þeim bregður fyrir ríkri artistí- skri kennd — laufléttum og lifandi strikum og litum er vinna með und- irmeðvitundinni. Þetta kemur einkum fram í myndaröðinni af Snæfellsjökli (nr. 1—10) og hér hefur Sigrúnu tekist að túlka hið sérstaka orkusvið sem í í jöklinum á að búa. Einnig ber sérstaklega að geta myndaraðarinnar „Minn- ingar" (31) fyrir það hve útfærslan er listræn og upphafín. Það er vissu- lega margt að ske í myndlistinni í Reykjavík og margt hefur verið brallað í þessu merkilega húsi Þrídrangs. M.a. var þar hinn nafn- togaði Ása-klúbbur lengi til húsa meðan hann var og hét á sjötta áratugnum. Þar var mikið hugsað og andríkir menn gengu á milli herbergja jafnframt því sem skák- gyðjunni var óspart blótað. Elina Liikanen við eitt verka sinna. ELINA LIIKANEN DAIHATSU CUORE nokkrum verkum árangur og af- rakstur dvalarinnar í málverkum, teikningum og fáeinum verkum efn- islegrar dýptar. Liikanen lauk sex ára listnámi í Helsingfors 1985 og fór meðan á því stóð námsferðir til London, New York (tvisvar) og Mexíkó. Þá dvaldi hún í Egyptalandi á þessu ári og hefur unnið á vinnustofum á Ítalíu, Danmörku, Spáni og nú síðast á íslandi. Þetta er held ég dæmigerður þverskurður á námsbraut norræns myndlistarmanns en rannsóknir á erlendri list er snar þáttur í náminu. Þá hefur Liikanen tekið þátt í ýmsum samsýningum, m.a. þrívegis í Sýningarhöllinni í Helsingfors en þetta mun hennar fyrsta einkasýn- ing. Þá hafa henni hlotnast ýmsir opinberir styrkir og hún á myndir í einu listasafni svo og ýmsum einkasöfnum og er ennfremur full- gildur meðlimur í fínnsku lista- mannasamtökunum. Þótt myndir listakonunnar beri það með sér að þær séu málaðar á afmörkuðu tímaskeiði dvalar henn- ar á vinnustofunni í Hafnarfirði þá sýna þær ljóslega að hún kann ýmislegt fyrir sér og er í senn næm sem opin fyrir áhrifum. Myndverkin eru flest máluð und- ir áhrifum frá dvöl hennar hér og í þeim speglast hughrif frá landi og fólki. Engir eru þetta uppdrætt- ir heldur bein hughrif í þeim sérstaka myndstíl sem hún hefur lagt út af og er að sumu leyti skyld- ur nýja málverkinu en á þó öðru fremur rætur í fínnskri erfðavenju. í útfærslu eru myndverkin harla ólík því sem maður á að venjast hjá jafnöldrum hennar hér heima þótt ýmislegt sé sameiginlegt um myndhugsun. Einkum kemur þetta fram í frá- brugðinni meðhöndlun litanna en einnig í hinni teiknuðu línu, sem er um sumt akademískari og þjálf- aðri. Liikanen hefur vissulega upplifað fsland á sinn eðlislæga hátt, sem kemur vel fram í hinni litlu en stemmningarríku bláu mynd „Huldusýn" (3), og einnig í hinum stærri og veigameiri verkum „Ég elska þig samt“ (8), og „Togstreita" (9). Nöfn myndanna bera og vott um að hún hefur ferðast um landið á meðan á dvöl hennar stóð og víða orðið fyrir áhrifum. Ég hafði ánægju af að skoða þessa sýningu líkt og margar sýningar nýgræð- inga í listinni og ekki skyldi mig undra þótt meira fréttist af nafninu Elina Liikanen í framtíðinni. Menningar- og listastofnun Hafnarflarðar kynnir þessa dagana og til sunnudags 22. nóvember fínnska listmálarann Elina Liikan- en, dvalargest í listamannaíbúð og vinnustofu Hafnarborgar. Mjmd- listarkonan hefur lokið dvöl sinni í listamannaíbúðinni og sýnir í KOMINN AFTUR OG VERÐIÐ AÐEINS FRA KR. 299.400 5 dyra, 5 gíra, kominn á götuna KANNTU ANNAN BETRI! 5 dyra, sjálfskiptur kr. 329.500.- 3ja dyra, 5 gíra, 4WD kr. 340.700.- Við fengum aðeins örfáa af þessum frábæru bæjarbílum, sem við seljum næstu daga á ótrúlega hagstæðu verði. DAIHATSU CUORE: Bíllinn, sem menn trúa ekki að sé smábíll! ~ ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.