Morgunblaðið - 10.03.1988, Side 32

Morgunblaðið - 10.03.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Tíbet: Fjölmennt lögreglu- lið á götum Lhasa Talið að 16 munkar hafi fallið í árás á Johkang-musterið Peking. Reuter. TÍBESKIR búddamunkar fóru hópum saman um Lhasa í síðustu viku og kröfðust upprætingar alls þess, sem væri kommúnískt og kínverskt. Var skýrt frá þessu í málgagni kínverska kommún- istaflokksins í gær en þá var haft eftir íbúum í Lhasa, að fjöl- mennt lögreglulið væri á götum borgarinnar til að koma í veg fyrir frekari mótmæli. „Brjótum allt, sem tilheyrir kommúnistaflokknum, allt, sem er kínverskt," hrópuðu sumir munk- anna og aðrir hrópuðu „frjálst Tíbet“. Sagði í Dagblaði alþýðunn- ar, að munkamir hefðu kveikt í nokkrum bifreiðum en áhersla var lögð á, að upphlaupsmennirnir væru aðeins „fámennur hópur aðskilnað- arsinna". Vestrænum fréttamönn- um þykir þó merkilegt, að frá mót- mælunum skuli hafa verið skýrt. íbúar í Lhasa segja, að mjög V estur-Þýskaland: Kiesinger látinn öflugur lögregluvörður sé á götum borgarinnar til að girða fyrir mót- mæli í líkingu við þau, sem urðu á fimmtudegi í síðustu viku. Er orð- rómur á kreiki um, að 16 munkar hafi fallið þegar öryggislögreglu- menn réðust inn í Johkang-muster- ið sl. laugardag til að bæla niður andkínversk mótmæli. Á fimmtudaginn minntust Tíbet- ar þess, að 29 ár eru liðin frá upp- reisninni gegn yfirráðum Kínvetja árið 1959 en talið er, að tugþúsund- ir Tíbeta hafi þá fallið og enn fleiri flúðu til Indlands ásamt trúarleið- toganum Dalai Lama. Bonn, Reuter. KURT Georg Kiesinger, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, lést í gær, 82 ára að aldri. Hann var þriðji kanslari landsins eftir síðari heimsstyrjöldina, og leiddi samsteypustjórn kristilegra demókrata og sósíaldemókrata á árunum 1966 til 1969, þrátt fyrir þrálátar deilur um hlutverk hans í Þriðja ríkinu. Kiesinger vísaði alltaf á bug þeim staðhæfingum að hann hefði starf- að undir stjórn Josephs Goebbels, áróðursmeistara nasista, og Joach- ims Ribbentrops, utanríkisráðherra. Kiesinger var yfirmaður útvarps- deildar utanríkisráðuneytis nasista, en hélt því fram að hann hefði gerst fráhverfur nasistastjóminni þegar hún hefði tekið völdin árið 1933. Nasistafangarinn Beate Klarsfíeld rak Kiesinger kinnhest á flokks- fundi kristilegra demókrata árið 1968 til að brennimerkja hann sem nasista, og vakti sá atburður at- hygli víða um heim. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði að með fráfalli Kiesingers hefði Vestur-Þýskaland misst einn af sínum merkustu mönnum. Kiesinger hefði átt mikinn þátt í að byggja land sitt upp eftir ERLENT Reuter Japanskir bílarfluttir út til Japans Honda Accord-bílum var í gær ekið um borð í skip sem flutti þá til Japans. Þetta er í fyrsta skipti sem japanskt fyrirtæki flytur út bíla, framleidda í Bandarikjunum, til Japans. Viðræður um vopnahlé í Nicaragua: Skæruliðar hafna til- lögu um dagsetningu Reuter Georg Kiesinger, fyrrum kansl- ari Vestur-Þýskalands. stríð, auk þess sem hann hefði ver- ið mikill baráttumaður fyrir einingu Evrópuþjóða. Miami, Reuter. LEIÐTOGAR kontra-skæruliða gengu ekki að tillögu sandínista- stjórnarinnar um að vopnahlés- viðræður þeirra hæfust á miðviku- dag í næstu viku. Adolfo Calero, leiðtogi sendinefndar kontra-liða, sagði á þriðjudag að sandínista- stjórnin hefði ákveðið einhliða hvar og hvenær viðræðurnar færu fram, og að kontrá-liðar gætu ekki Tíu ár frá ráninu á Aldo Moro: Páfi vildi semja við Rauðu herdeildimar - segir Giulio Andreotti, utanríkisráðherra Italíu Mílano. Frá Benedikt Stefánssyni, ÍTALSKA þjóðin minnist þess um þessar mundir, að tíu ár eru lið- in, frá þvi að Rauðu herdeildirn- ar rændu Aldo Moro, formanni Kristilega demókrataflokksins, og myrtu hann eftir 55 daga gíslingu. Um helgina lýsti Giulio Andreotti utanríkisráðherra því yfir í viðtali við ítalskt tímarit, að Páll páfi VI hafi náð sam- bandi við mannræningjana og verið tilbúinn að reiða fram lausnargjald til þess að frelsa Moro. Talsmaður Páfagarðs staðfestir, að páfi hafi boðið fram féð, en ber til baka þá full- yrðingu ráðherrans, að samband hafi verið haft við hryðjuverka- mennina. Andreotti var forsætisráðherra á þessum tíma og átti stóran þátt í þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar og Kristilega demókrataflokksins, að engir samningar skyldu reyndir við Rauðu herdeildimar. Þessi af- staða hefur æ síðan verið umdeild, fréttaritara Morgunblaðsins. ekki síst fyrir þá sök, að í bréfum Moros, sem hann skrifaði úr prísundinni, gagnrýndi hann félaga sína harkalega fyrir að hafa ekki reynt að frelsa sig. í síðasta bréf- inu, sem skrifað er skömmu fyrir aftökuna, afneitar Moro fyrrum flokksfélögum sínum, þeirra á með- al Andreotti, og kallar þá til ábyrgð- ar. Á sama vettvangi er haft eftir Bettino Craxi, formanni Sósíalista-. flokksins, að hann hafí reynt til þrautar að fínna samningaleið, á meðan Moro var haldið í gíslingu. Giovanni Leone forseti hafi verið reiðubúinn að láta lausa hryðju- verkamenn í skiptum fyrir Moro, en andstaða annarra stjómmála- manna hafí gert þessa áætlun að engu. Þegar þessi ummæli eru bor- in undir Andreotti, svarar hann þurrlega, að Craxi hafí ekki komið með neina tillögu um frelsun Moros. Moro var rænt 16. mars 1978, sama dag og greiða átti atkvæði í ítalska þinginu um myndun meiri- \ 11 AssasNÍnato! Mynd af Aldo Moro, sem Rauðu herdeildirnar sendu til dag- blaðs í Róm. hluta með þátttöku Kommúnista- flokks Ítalíu. Það hefði verið í fyrsta sinn í sögunni, sem flokkurinn hefði átt aðild að ríkisstjóm. Moro var hvatamaður að því að koma á sögu- legum sáttum með kristilogum demókrötum og kommúnistum, en dauði hans olli því, að þessi meiri- hluti sá aldrei dagsins ljós. Margir hafa bent á, að það geti vart verið tilviljun, að ránið hafí borið upp á sama dag og vænst var þessara þáttaskila í ítölskum stjómmálum. Á hitt em menn ekki sáttir, hvaða öfl hafi séð sér hag í því, að Moro hyrfí af sjónarsviðinu með svo svip- legum hætti. samþykkt ákvörðun þeirra. Hins vegar vilja skæruliðarnir að við- ræðurnar hefjist 20. eða 21. mars. Calero sagði í viðtali við alþjóðlegu sjónvarpsfréttastofuna Visniews að kontra-skæruliðar gætu fallist á að viðræðumar fæm fram í Sapoa, við landamæri Nicaragua og Costa Rica, en þeir kræfust þess að sandínistar tryggðu öryggi skæruliðanna á ferð þeirra til og frá fundarstaðnum. Fyrirhugað er að Calero leiði sendi- nefnd kontra-liða og hann sagði að þeir væm tilbúnir að ganga til við- ræðna undir þeir skilyrðum sem Or- tega setti í síðustu viku, það er að segja að einungis yrði rætt um vopna- hlé. Hann sagði hins vegar að sendi- nefnd kontra-liða ætlaði að reyna að ganga úr skugga um hvemig sandín- istar hygðust koma á lýðræði í landinu. Hann bætti við að kontra- líðar kræfust þess enn að Miguel Obando y Bravo, sem Ortega setti af sem sáttasemjara í síðustu viku, fengi að taka þátt í viðræðunum. Calero sagði að þrátt fyrir að kontra-liðar hefðu hafnað dagsetn- ingu sandínistastjómarinnar væri líklegt að viðræðumar fæm fram „í mjög náinni framtíð." Kontra-liðar gæfu sandínistum tíu daga frest til að samþykkja hvenær og hvar við- ræðumar fæm fram og til að tjá sig um tillögu kontra-liða um dagskrá viðræðnanna. Málgagn sovézka kommúnistaflokksins: Ljótar Lenínstytt- urverði fjarlægðar Moskvu. Reuter. PRA VDA, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, sagði í gær að fella bæri hundruð Ijótar Lenín- styttur af stalli víða um land. Þær væru flestallar sprungnar og fam- ar að molna og væm móðgun við minningu föður Sovétríkjanna. Blaðið birti átta lesendabréf máli sínu til stuðnings. í þeim var kvartað sáran yfír alltof mörgum ömurlegum fjöldaframleiddum styttum af Lenín, sem orðnar væm fráhrindandi. Þær væm gerðar úr lítt varanlegu efni og komnar í niðumíðslu. Yfirmaður safns, sem sér um við- hald á sögulegum minnisvörðum, rit- ar eitt bréfanna. Þar segist hann nýlega hafa fundið 17 Lenín-styttur, hveija annarri verri, í borginni Belovo í Síberíu. Hann sagði að aðeins stytt- ur eftir hinn kunna myndhöggvara Lev Kerbel, væm vandaðar. „Allar aðrar styttur af Lenín, sem skipta hundmðum, era msl og ósamboðnar minningu hans,“ sagði safnvörðurinn. Safnvörðurinn sagði að ráðamenn virtust almennt ekki vilja eiga fmm- kvæði að því að styttur af Lenín yrðu fjarlægðar, ekki einu sinni þær verstu. Auðvelt væri að leggja til að vandaðar styttur af leiðtoganum látna yrðu settar upp í þeirra stað. Lenín er goð á stalli samkvæmt hug- myndafræði sovézka kommúnista- flokksins. Árið 1917 stjómaði hann byltingu bolsévika, sem leiddi til stofnunar Sovétríkjanna. Pravda hvatti menningarmála- ráðuneytið, opinber samtök lista- manna og aðrar stofnanir, til þess að gera eitthvað í málinu. „Það er skylda okkar að sjá til þess að stytt- umar skammarlegu verði fjarlægð- ar,“ sagði blaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.