Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Lilja Vikar Finnboga dóttir—Minning Fædd 10. apríl 1900 Dáin 12. apríl 1988 í dag er til moldar borin amma okkar, Lilja Vikar Finnbogadóttir, er lést í Landspítalanum 12. apríl sl. Lilja var fædd á Galtalæk í Land- sveit þann 10. apríl árið 1900, var hún því nýorðin 88 ára er hún dó. Foreldrar hennar voru Finnbogi bóndi, Finnbogasonar bónda á Gaitalæk og Margrét Jónsdóttir, Tómassonar bónda á Hárlaugsstöð- um í Holtum. Amma missti foður sinn á bams- aldri og gekk þá Finnbogi Kristó- fersson, síðarí eiginmaður Margrét- ar, henni í föður stað. Amma átti eina systur, Jónu Guðrúnu, og tvær hálfsystur, Ragn- heiði og Svanlaugu. Svanlaug er sú eina sem enn er á lífi. Á Galtalæk var stórt heimili og var gestagangur mikill. Þar stopp- uðu sveitungar og ferðamenn áður en lagt var á Heklu. Amma sagði okkur oft sögur frá þessum árum þá einkum af útlendingum sem hún uppvartaði allt frá bamsaldri. Á sautjánda ári lá leið ömmu til náms í Reykjavík. Lærði hún fyrst handavinnu o.fl. hjá nunnunum í Landakoti og síðar matreiðslu hjá fiú Isebam í Kirkjustræti auk þess sem hún lagði stund á klæðskera- saum. Árið 1921 giftist hún Guðmundi Bjamasyni Vikar klæðskerameist- ara, Magnússonar steinsmiðs í Reykjavík. Þau vom gift allt til 1941 er Guðmundur dó langt um aldur fram. Allan sinn búskap bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust fimm böm. Þau era: Finnbogi, bóndi á Hjalla í Ölf- usi, Margrét húsmóðir, Edda ritari, Karl húsasmiður, dáinn 1983, og Sólveig húsmóðir. Árið 1942 hóf amma sambúð með Jóni Guðjónssyni húsasmið og giftust þau nokkram áram síðar. Jón lést árið 1955. Amma lifði oft erfiða tíma. Mót- læti bar hún með stakri prúð- mennsku og efldist hún við hverja raun. Amma var reglusöm og búkona mikil. Oft passaði hún okkur systk- inin er foreldrar okkar vora erlend- is. Þá setti hún reglur og eftir þeim var farið. Reglumar þóttu okkur stundum full strangar. Einkum þeg- ar við þurftum að klára matinn okkar áður en við fengum að smakka á hinum glóðvolgu og góm- sætu flatkökum sem hún bakaði svo oft. Höfðum við þá stundum á orði hvort hún væri ekkieinum of ákveð- in. Þá sagði hún: „Ég segi það sem rétt er og því ber að fara eftir" og þar við sat. Gott var að heimsækja ömmu í Hátún 4, þar sem hún bjó í nær 20 ár. Þar var maður öraggur um að fá heitt súkkulaði, sultuköku, og heyra nokkrar sögur frá því í gamla daga. Hún þreyttist seint á því að segja frá lifnaðarháttum frá fyrri tímum og bera þá saman við nútímann. Var þá ekki sjaldan minnst á óþarfann sem henni þótti viðgangast í lifnaðarháttum okkar, unga fólksins, bar þá gosdrykkja- þamb oft á góma. Amma hafði áhuga á dulrænum fyrirbrigðum og kvaðst hún hafa upplifað slíkt sjálf. Hún hafði einn- ig gaman af sögum af huldufólki enda kvað hún huldufólk hafa búið í nágrenni við Galtalæk er hún var ung. Síðustu árin bjó amma hjá Margréti, móður okkar í Starmýri. Þar þótti henni gott að vera enda var vel um hana hugsað. Þrátt fyr- ir háan aldur var hún hress og fylgdist vel með því sem var að gerast og aldrei var hún spör á álit sitt um hvað betur mætti fara. Við þökkum ömmu fyrir þau ár sem við áttum samleið og þann fróð- leik og reynslu sem hún miðlaði. Við og móðir okkar viljum þakka starfsfólki á deild 14E á Landspítal- anum fyrir frábæra umönnun og umhyggju fyrir ömmu þá tæpu tvo síðastliðnu mánuði sem hún iifði. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur B., Jón Yngvi og Lilja Ólafsböm. í dag verður til moldar borin amma okkar, Lilja Vikar Finn- bogadóttir frá Galtalæk í Land- sveit. Hún ólst upp á Galtalæk til 16 ára aldurs en þá flutti hún til Reykjavíkur, þar sem hún bjó til æviloka ef undan era skilin tvö ár þegar hún bjó á Hjalla í Ölfusi. Síðustu æviár sín bjó hún hjá dótt- ur sinni, Margréti Svövu. Þegar hún kom til Reykjavíkur sótti hún nám í hannyrðum hjá systranum í Landakoti. Síðar sótti hún einnig námskeið í matreiðslu og tungumál- um. Árið 1921 giftist hún fyrri manni sínum, Guðmundi Vikar Bjamasyni klæðskera, og segja kunnugir að þau hafí hvarvetna vakið athygli fyrir glæsileika og virðulega framkomu. Lilja var alltaf mjög iðin og átti bágt með að horfa upp á aðra vinna án þess að taka til hendi sjálf. Við systkinin minnumst þess að þegar gamla konan kom í matarboð í Hlé- gerði lagði hún alltaf leið sína beint í eldhúsið til að athuga hvort hún gæti ekki orðið að einhveiju liði og erfitt var að neita henni um það. Amma lifði tímana tvenna, það sáum við systkinin oft. Þegar við voram lítil rákum við upp stór augu, þegar amma drakk soðið af ýsunni og þótti mjög gott. Nú á dögum rafmagnsljósa rifj- aði gamla konan oft upp með okkur endurminningar um álfa og huldu- fólk sem lifðu í hólmanum heima á Galtalæk. Einnig sagði hún oft sög- ur af ferðamönnum sem gistu hjá þeim á leið upp á Heklu, en Galta- lækur var tilvalinn áfangastaður á þeirri leið. Þar þjónaði hún þeim til borðs og vann tilfallandi húsverk aðeins tíu ára gömul. Heilsufar hennar var mjög gott alla tíð, það var ekki fyrr en á átt- ræðisaldri sem hún þurfti á sjúkra- húsvist að halda. Hún átti alltaf erfítt með að sætta sig við veikindi sín og talaði um að fara heim um leið og hún gat sest upp í rúminu. Viljum við þakka starfsfólki hjartadeildar Landspítalans fyrir góða umönnum síðustu vikumar. Guð veri með henni. Guðmundur Vikar Einarsson Hjördís Sigurgísladóttir Hilmar Sigurgíslason Sjöfn Sigurgísladóttir í dag kveð ég tengdamóður mína, Lilju Vikar Finnbogadóttur frá Galtalæk í Landsveit, en þar fædd- ist Lilja 10. apríl á aldamótaárinu. Foreldrar hennar vora Margrét Jónsdóttir fædd 29. júlí 1873 á Hárlaugsstöðum og Finnbogi Finn- bogason, fæddur á Galtalæk 24. ágúst 1870. Foreidrar hennar bjuggfu á Galtalæk og þar ólst hún upp til 16 ára aldurs. Lilja átti eina alsystur, Jónu Guðrúnu, fædda 25. desember 1904 og tvær hálfsystur, Ragnheiði, fædda 10. júní 1914 og Svanlaugu, fædda 4. mars 1917. Nú er Svanlaug ein eftirlifandi af þeim systram. Lilja var alin upp á stóra heimili, Galtalæk, sem var á þeim tíma stórbýli, þar sem aldrei skorti neitt. Foreldrar hennar bjuggu þar stórbúi, eftir þvi sem gerðist á þeim tíma. Föður sinn missti Lilja árið 1908 þá aðeins átta ára gömul og Jóna systir henn- ar var þriggja ára. Lilja minntist oft á að það hafí verið mikið áfall að missa foður sinn svo ung að áram. Margrét móðir hennar bjó áfram á Galtalæk, en árið 1913 giftist hún seinni manni sínum, Finnboga Kristóferssjmi. Hjá þeim bjó Lilja, þar til hún ung stúlka tekur sig upp og fer til Reykjavíkur til að afla sér frekari menntunar. Það þótti sjálfsagt á þeim tíma að bændur sem höfðu góð efni sendu dætur sínar til Reykjavíkur til frek- ara náms. Lilja giftist árið 1921 Guðmundi B. Vikar klæðskerameistara, dáinn 1941, en hann rak klæðskeravinnu- stofu og fataverslun í Reykjavík um margra ára skeið. Hann þótti mjög góður klæðskeri. Guðmundur og Lilja eignuðust fimm böm. Finn- boga búfræðing sem býr á Hjalla í Ölfusi, giftur Þuríði Guðmunds- dóttur húsmóður, Margrét Svava húsmóðir, ekkja Ólafs Jonssonar Iögfræðings, Edda Ingveldur skrif- stofumaður, gift Sigurgísla Sig- urðssyni innanhússarkitekt, Karl húsasmiður, dáinn 1983, Sólveig húsmóðir, gift Þorkatli P. Pálssyni skipstjóra. Lilja átti alls átján bamaböm. Guðmundur Vikar missti heils- una á besta aldri og dó árið 1941. Þá stóð Lilja uppi ein með fimm böm, sem var ekki létt á þeim áram. Lilja giftist síðan seinni manni sínum Jóni Guðjónssyni bygginga- meistara, sem var duglegur og traustur maður. Þau vora mjög samrýmd. Þegar ég kom fyrst á heimili Lilju, með Eddu dóttur henn- ar, var hún gift Jóni Guðjónssyni og bjuggu þau þá á Grenimel 30. Ég man sérstaklega eftir því hvað heimili þeirra var snyrtilegt og þau góð heim að sækja. Lilja var mér sérstaklega kær, hún var mjög dagfarsprúð, myndar- leg og húsleg kona. Lilja var glæsi- leg kona og bar aldur sinn mjög vel, enda var reglusemi í hávegum höfð. Lilja átti sína drauma þegar hún var ung, sem ekki rættust, en það var að verða hjúkranarkona, enda bar hún mikla virðingu fyrir því starfi eins og læknastarfinu. Hún hafði mjög mikinn áhuga á trúmálum, sérstaklega trúði hún á að eitthvað annað tæki við að þessu jarðneska lífí loknu. Hún var alla tíð mjög hraust, enda kenndi hún eigi lasleika fyrr en um áttrætt. Starfsfólki á hjartadeild Land- spítalans sendir Qölskylda mín bestu þakkir fyrir mjög góða umönnun, sem henni var veitt síðustu vikumar sem hún lifði. Blessuð sé minning hennar. Sigurgísli Sigurðsson Halldór B. Runólfs son - Kveðjuorð Fæddur 24. júlí 1939 Dáinn 10. apríl 1988 Það er sárt að sjá á eftir góðum' félaga. í dag kveðjum við heiðurs- manninn Halldór Runólfsson, einn af stofnendum JC-Kópavogs. Sagt er að lengi búi að fyrstu gerð og á það svo sannarlega við um okkar 16 ára gamla félag því vel var hlúð að því á fyrstu áram þess og þar fór Halldór fremstur meðal jafningja. Það hefur verið okkur ómetanlegur styrkur í gegn- um árin að geta leitað til þessara manna eftir góðum ráðum og að- stoð. Halldór hefur allt frá stofnun starfað mikið í félaginu og var for- seti þess starfsárið 1973—1974. Auk þess sat hann t ótal nefndum og stýrði fjölmörgum góðum verk- efnum sem unnin vora á þes^um árum. Hann hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir störf sín í JC en vænst þótti honum um þá viðurkenningu er hann hlaut þegar hann var út- nefndur senator, en það er æðsta viðurkenning sem JC-félagi getur öðlast. Auk þess er hann einn af 32 heiðursfélögum JC-íslands. Það má því með sanni segja að í dag kveður JC-Kópavogur góðan félaga sem alltaf var tilbúinn til aðstoðar hvenær sem á þurfti að halda. En Halldór stóð ekki einn, hann var kvæntur Björgu Stefánsdóttur og eignuðust þau tvö börn, þau Stefán og Jóhönnu. Björg tók allan tímann þátt í starfí JC með Hall- dóri þótt ekki væri hún félagi fyrst um sinn einfaldlega vegna þess að á þeim áram var JC eingöngu fyrir karlmenn. Hún gekk til liðs við JC-Vík en sterkar era taugarnar til JC-Kópavogs. Þegar undirrituð gekk í JC-Kópavog í desember 1979 kynntist ég fljótlega þeim Halldóri og Björgu. Þau tóku vel á móti mér og gáfu sér góðan tíma til að upp- lýsa mig um tilgang og takmark JC. Árið 1982 tók ég þátt í mælsku- og rökræðukeppni JC-íslands og var það mín gæfa að það var eng- inn annar en senator Halldór Run- ólfsson, sem þjálfaði liðið. Þarf ekk- ert að orðlengja það frekar að Halldór skólaði okkur vel til þennan vetur, okkur gekk vel t keppninni, komumst alla leið í undanúrslitin en það hafði ekki tekist í okkar félagi í nokkur ár. Þennan vetur lagði Halldór granninn að velgengni JC-Kópavogs í ræðukeppnum sem hefur skilað sér þannig að sl. 4 ár hefur félagið unnið í ræðukeppni innan Reykjanesssvæðis, handhafí bikarsins í rökræðueinvígi svæðis- ins er einn úr liðinu sem Halldór þjálfaði og JC-Kópavogur vann fyr- ir tæplega ári síðan mælsku- og rökræðukeppni JC-íslands. Margs er að minnast af kynnum okkar af Halldóri og Björgu. Alltaf var mikil gleði og hlátur þar sem þau voru á ferð og einnig heitar umræður því bæði höfðu þau ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðasta stundin sem við félagam- ir í JC-Kópávogi áttum með Hall- dóri var á 15 ára afmælishófí fé- lagsins fyrir ári. Tók hann ásamt fleiri fyirverandi forsetum þátt í undirbúningi þess og stjómaði hann síðan veislunni af sinni alkunnu snilld og léttleika. JC-Kópavogur vottar þér Björg og ykkar bömum og bamabömum okkar dýpstu samúð við fráfall okk- ar kæra félaga Halldórs Runólfs- sonar. Fátt er hægt að segja til huggunar á slíkri stund en minning- in um góðan dreng mun lifa. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. F.h. JC-Kópavogs, Sigríður Björnsdóttir. Við urðum harmi slegin þegar hringt var í okkur um hádegi sunnu- daginn 10. apríl og sagt að hann Dóri væri dáinn. Við vissum að hann var búinn að vera veikur og fara nokkram sinnum inn á sjúkra- hús á stuttum tíma, en stunda sína vinnu þess á milli, en okkur gran- aði ekki að svona myndi fara og svona fljótt. Við ætlum ekki að rekja ættir Dóra, það verða áreiðan- lega aðrir sem gera það. Halldór Runólfsson var fæddur í Reykjavík 24. júlí 1939. Hann kvæntist ungur Björgu Stefáns- dóttur og áttu þau 2 böm, Stefán og Jóhönnu Sigríði, og bamabömin orðin 3. Dóri og Björg bjuggu alla tíð í Reykjavík fyrir utan nokkur ár í Kópavogi þar sem við kynntumst þeim. Einhvem veginn er ekki hægt að tala um annað þeirra, svo sam- hent og samrýnd vora þau hjónin. Það verða alltaf Dóri og Björg. Dóri var mikil félagsvera. Hann gekk í JC-Kópavog árið 1972 og starfaði þar mjög mikið, bæði sem forseti félagsins og í öllum nefnd- um. Hann var ákaflega jákvæður og bóngóður maður þegar til hans var leitað. Hann var frábær leið- beinandi á námskeiðum og var út- nefndur „senator", en það er æðsta viðurkenning JC-hreyfíngarinnar. Dóri var mjög bamgóður. Þær vora ófáar stundimar sem hann gaf sér fyrir írisi okkar að tala við hana og hvatti hana til að teikna fyrir sig. Við áttum margar yndislegar stundir með þeim, bæði hér heima og erlendis. Það vora veiðiferðir upp á heiðar og norður í land og ýmsar uppákomur innan JC á landsþingum og víðar. Þó er líklega fyrsta Lon- don-ferðin minnisstæðust, þegar við fóram til breska flugfélagsins að leigja Concord-þotu, til þess að fara með hóp JC-félaga á heimsþing á Filipseyjum. Þetta gekk auðvitað ekki, en það sýnir dugnaðinn og bjartsýnina hjá Dóra. Oft var hleg- ið að þessu uppátæki eftirá, enda var hann sérstaklega léttlundaður og gamansamur og hafði lag á þvi að koma öllum, sem hann umg- ekkst, í gott skap. Elsku Björg, Stefán og Hanna Sigga og bamaböm, minningin um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Guð blessi ykkur öll. Viktoría og Örn Sævar í dag kveðjum við vin okkar og vinnufélaga, Halldór B. Runólfsson. Við vissum að hann hafði átt við erfíð veikindi að stríða síðustu mán- uði. En að kallið kæmi svona fljótt granaði okkur ekki þegar við kvöddum hann hér að loknum síðasta vinnudegi fyrir páska. Við vissum að hann átti að fara á sjúkrahús strax eftir páskana og trúðum því að hann kæmi fljótlega til starfa aftur. En maðurinn með ljáinn spyr ekki hvers við óskum. Halldór var traustur og glaðlynd- ur maður. Þegar hann kom til starfa með okkur fyrir rúmum fjóram áram fengum við góðan og tryggan starfsmann og félaga. Halldór var kvæntur Björgu Stef- ánsdóttur og áttu þau tvö uppkom- in börn og bamabömin vora orðin þijú. Halldór og Björg kynntust mjög ung að áram og vora sérstaklega samhent hjón, sem studdu dyggi- lega við bakið hvort á öðru í félags- málum sem heima. Halldór var virk- ur félagi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og því hefur hann skil- að miklu starfí á stuttri ævi. Kæra Björg, Stefán, Jóhanna og bamaböm. Við vottum ykkur sam- úð okkar. Megi guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Vinnufélagar lyá Vélar og verkfæri hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.