Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 13 Það sem eldurinn hikar við að segja Békmenntir Jóhann Hjálmarsson í febrúar lést franska skáldið René Char, en hann var fæddur í Provence 1907 og kaus að búa þar mestan hluta ævinnar. Char verður að teljast eitt af helstu ljóðskáldum samtímans og fór orðstír hans vax- andi með árunum. A yngri árum bjó René Char nokkur ár í París. Hann fagnandi byltingu súrrealista, gekk í hreyf- ingu þeirra og tók þátt í að setja saman ljóðabók ásamt André Bret- on og Paul Eluard. Char var meðal þeirra skálda sem gátu ekki þegar fram liðu stundir sætt sig við ákveðnar kröfur hreyfingarinnar og sagði sig úr henni. Súrrealismi var áfram áberandi í ljóðum hans, en hann vildi vera hamar án meistara eins og hann nefndi eina ljóðabók sína. A stríðsárunum ortu skáldin bar- áttuljóð, ekki síst Paul Eluard og Luis Aragon, gamlir félagar René Char. Afstaða René Char birtist með þeim hætti að hann greip til vopna, gerðist foringi andspymu- sveitar í fjallahéruðum Provence. Dulnefni hans var Alexandre kapt- einn. Tvær ljóðabækur urðu til á andspyrnuárunum, en þær em ekki pólitískar í venjulegri merkingu, enda forðaðist René Char stjórn- málaflokka. En siðferðileg afstaða var alltaf rík í lífi hans og skáld- skap. Eins og bent hefur verið á taldi René Char hlutverk skáldsins afar René Char mikilvægt. Skyldur þess em sið- ferðilegar að hans mati. I ljóðinu dregur skáldið fram hin sönnu verð- mæti lífsins, það bendir á leiðir til framtíðar og glatar ekki voninni. Ekki kemur á óvart að meðal helstu aðdáenda og vina René Char var Albert Camus. Skáld endurfæð- ingarinnar kallaði Camus Char. Skáldskapur René Char er ekki auðveldur aflestrar. Hann er meitl- aður og meira fyrir að gefa í skyn en segja bemm orðum. Aftur á móti em þau ljóð sem sækja yrkis- efni í daglegt líf í Provence, einnig þjóðtrú og ekki síst sögur af farand- skáldum, með léttara yfirbragði en önnur ljóð skáldsins. Char var að sögn kunnugra hljóðlátur maður sem ekki vildi láta mikið á sér bera, undi sér best í kyrrð og ró Provence. Sum ljóða René Char em í ætt við spakmæli, ekki nema fáeinar línur. Flest ljóðanna em mjög hnit- miðuð, einnig prósaljóðin, en hann var meistari slíkra ljóða sem em svo einkennandi fyrir frönsk skáld. í þeim getur hann minnt á Arthur Rimbaud sem hann orti til, skáldið sem sneri baki við yfirborðs- mennsku Parísarborgar og hélt á vit ævintýra. Æði og dul kallaði Char eina ljóðabók sína og segir titillinn töluvert um átökin innra með skáldinu. Ljóð Char sveiflast milli skauta sem annars vegar em gjörðir og vissa og hins vegar spumir og ofurviðkvæmni. Þetta má að vísu segja um fleiri skáld því að erfitt er að hugsa sér að mikill skáldskapur spretti ur mjög hversdagslegu lífi og eintórpu jafn- vægi tilfmninga. „Segðu það sem eldurinn hikar við að segja,“ stendur í ljóði eftir Char. René Char verður m.a. metinn fyrir það að hann gerði alltaf mest- ar kröfur til sjálfs sín. Siðferðis- boðskapinn á hann sameiginlegan með mörgum skáldum. En fá skáld samtímans hafa ort betur, verið jafn trú skáldskapnum og hann. Nýr dælu- prammi sjó- settur á Stöðvarfirði Dýpkunarfélagið færir út kvíarnar Nýr dæluprammi var tekinn í notkun við dýpkim hafnarinnar á Stöðvarfirði í sumar. Það er Dýpkunarfélagið hf. á Siglu- firði sem hefur tekið prammann á leigu frá Noregi. Fyrir á fé- lagið dýpkunarskipið Gretti sem það keypti í fyrra. Nýi pramminn var fluttur hing- að með þungaflutningaskipi sem hefur krana um borð með 250 tonna lyftigetu. Pramminn sjálfur getur dælt upp efni af allt að 16 metra dýpi og losað sig við það í allt að 3000 metra ijarlægð. Jó- hannes Lárusson framkvæmda- stjóri Dýpkunarfélagsins segir að þeir eigi möguleika á að kaupa prammann síðar ef áhugi verður á því en hann reiknar með að’ næg verkefni verði fyrir bæði skipin næstu 2-3 árin að minnsta kosti. Frá því að Dýpkunarfélagið fékk Gretti hefur það ddælt alls um 200.000 rúmmetrum af sandi úr höfnum víða um landið og raun- ar segir Jóhannes að skipið hafi verið við störf allan sólarhringinn frá því það kom hingað til lands í fyrrasumar. Næsta verkefni Grettis var síðan á Skagaströnd en nýji pramminn, sem ber heitið Mjölnir, fór til Isafjarðar eftir að framkvæmdum var lokið þar. Noregur: Fjársjóður finnst við suð- urströndina Ósló. Reuter. NORSKIR kafarar hafa fundið dýrmæta silfurpeninga úr segl- skipinu Sampson, sem sökk und- an suðurströnd Noregs fyrir rúmlega tvö hundruð árum, að því er myntsérfræðingar sögðu í gær. Myntimar eru norskar og dan- skar og eru allt frá ijórða áratug sautjándu aldar. Þær gætu verið nokkura milljóna norskra króna virði (tugi milljóna íslenskra). Kafaramir fundu peningana ná- lægt Kristjánssandi fyrir þrem vik- um. Þeir eru um 3.000 að tölu og vega um tuttugu kíló. Þarft þú UW-LYFTINGU? Þarftu að lyfta 1250 kg. eða 50.000 kg. ? Kraftajötnarnir frá Caterpillar fara létt með það. Eigum eftirtalda lyftara til afgreiðslu strax: 2,5 tonna og 3 tonna rafknúna, og 4 tonna með dieselvél. Sérlega liprir í þrengslum — Tölvustýrð stjórnun Loftfylltir hjólbarðar — Veltistýri — Sjálfvirk hemlun KJÖRGRIPIR FRÁ CATFRPILLAR HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Simi 695500 Caterpillar, Cat ogEeru skrásett vörumerki CATERPILLAR SALA S ÞUQNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.