Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 23 Hvers konar afurðir úr lífríki sjávar bíða kaupenda. Úr búð eins smásalans. rekinn á allmörgum stöðum innan borgarmarkanna. Stærsti markað- urinn er Tsukiji í miðborginni. Markaðssvæðið er 225 þúsund fer- ■ metrar. Þar hafa 7 fiskiheildsalar ' starfsleyfi og 4 ávaxta- og græn- metisheildsalar. Þar selur 1101 | fisksali sjávarafurðir til neytenda og 124 ávaxta- og grænmetissal- ar. Þá hafa 393 aðrir kaupendur heimild til að bjóða í fisk og 1223 kaupendur í ávexti og grænmeti. Um 17.300 manns starfa á Tsukiji-markaðnum og um 46 þús- und aðilar gera þar innkaup sín á dag. Arið 1987 voru seld 815 þúsund tonn af sjávarafurðum á Tsukiji- markaðnum, 331 þúsund tonn af grænmeti og 142 þúsund tonn af ávöxtum. Uppboð á fiski hefst kl. 5.20 að morgni og er lokið á 1—2 tímum. Uppboð á grænmeti og ávöxtum hefst kl. 6.30. Þeir sem kaupa af smásölunum á markaðssvæðinu, t.d. verzlanir og veitingahús, gera innkaup sín á tímabilinu 7—11 árdegis. Það er mikið líf og fjör á mark- aðnum þegar uppboðin hefjast. Þegar undirritaður heimsótti físk- markaðinn voru væntanlegir kaupendur í óðaönn að skoða físk- inn, m.a. var þama mikið af tún- físki, bæði nýjum og frosnum. Uppboðin fara fram á fjölmörgum stöðum og þegar uppboðshaldar- inn er tilbúinn hringir hann bjöllu án afláts og þyrpast þá menn að. Boðið er i með handauppréttingum og fíngramáli og auðvitað hreppir sá vöruna sem hæst býður. Svo mikill handagangur er í öskjunni, að maður má vara sig á að vera ekki fyrir lyfturum eða öðrum vögnum, sem eru á þeytingi um svæðið. Uppboðin á hvetjum stað virðast ganga fljótt fyrir sig, en óðar heyrist í bjöllum í næsta ná- grenni. Það sem gerir Tsukiji-markað- inn svo sérstæðan, auk gífurlegrar stærðar, eru fiskbúðimar úti um allt. Við fljótlega yfírsýn virtust margir fisksalarnir sérhæfá sig í ýmsum tegundum sjávarafurða og úrvalið var með ólíkindum fjöl- skrúðugt, ferskt og frosið, reykt, saltað, þurrkað og jafnvel soðiö. Víða mátti sjá lifandi krabba, ála og vatnafíska. Fyrir Islendinga var það stórmerkilegt að sjá af hvílíkri alúð og virðingu fiskurinn var meðhöndlaður. Hann var þveginn og strokinn, settur í kassa og öskj- ur eða pakkaður inn í sellófan. Hreinlæti var áberandi í meðferð vömnnar. Maður kveður fiskmarkaðinn með það sterklega á tilfinningunni að íslenzkir útflytjendur, útgerðar- menn og sjómenn og aðrir, sem vinna að meðferð aflans, gætu margt og mikið lært af Japönum. Það er markaður fyrir íjölmargar ónýttar tegundir af íslandsmiðum — afurðir sem nú fara í súginn en gætu breytzt í gull frá mestu fískneyzluþjóð í heimi. TEXTI OG MYNDIR: Björn Jóhannsson ________Brids___________ Amór Ragnarsson Sumarbrids Stöðugt er góð þátttaka í Sum- arbrids. 54 pör mættu til leiks sl. fímmtudag og var spilað í íjórum riðlum. Úrslit urðu (efstu pör): A: Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 269 Gunnar Þórðarson — Sigfús Þórðarson 268 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 235 Ólína Kjartansdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 234 Guðrún Jóhannesdóttir — Gróa Guðnadóttir 226 Eyjólfur Magnússon — Vilhjálmur Þórsson 217 B: Elín Jónsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 203 Jón Hersír Elíasson — Jóhannes Jónsson 191 Murat Serdar — Þorbergur Ólafsson 172 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 169 Hermann Lárusson — ViðarJónsson 164 Anton R. Gunnarsson — J örundur Þórðarson 164 C: Helgi Gunnarsson — Jóhannes Sigmarsson 178 Halldór Ámason — Jón Viðar Jónmundsson 175 Ari Konráðsson — Kjartan Ingvarsson 174 Auðunn Hermannsson — GylfíGíslason 174 Friðrik Jónsson — Sigurleifur Guðjónsson 169 Karen Vilhjálmsdóttir — Þorvaldur Óskarsson 165 D: Bjöm Jónsson — Þórður Jónsson 131 Gísli Hafliðason — Gylfí Baldursson 126 Jón Ingi Bjömsson — Hermann Tómasson 120 Ámi Hálfdánarson — Guðjón Kristjánsson 119 Og eftir 31 spilakvöld i Sum- arbrids er staða efstu spilara orðin þessi: Sveinn Sigurgeirsson 397, Anton R. Gunnarsson 300, Jín Stefánsson/Guðlaugur Sveins- son/Magnús Sverrisson 251, Jakob Kristinsson 249, Steingrímur Þóris- son 217, Sveinn R. Eiríksson 215, Sigfús Þórðarson 205 og Lárus Hermannsson 193. Alls hafa nú 268 spilarar hlotið stig á þessu 31 spilakvöldi, þar af 64 konur. Meðalþátttaka er komin í 45 pör (tæplega) eða 90 pör á viku. Sumarbrids er á dagskrá alla þriðjudaga og fímmtudaga fram til fimmtudagsins 9. september, en þá lýkur Sumarbrids 1988. Spilað er í Sigtúni 9 (húsi Bridssambandsins) og verður húsið opnað kl. 17. Síðasti riðill fer af stað um kl. 19. Sanitas-bikarkeppni Brids- sambandsins Sveit Braga Haukssonar sigraði sveit Delta nokkuð örugglega í 3. umferð keppninnar. í sveit Braga eru: Sigtryggur Sigurðsson, Ásgeir P. Ásbjömsson, Hrólfur Hjaltason, Guðmundur Pétursson og Jónas P. Erlingsson. Sveitin mætir sveit Ragnars Haraldssonar frá Grundar- firði í 4. umferð. Laugardaginn 20. ágúst verða tveir leikir í keppninni, í Sigtúni. Modem Iceland spilar gegn Hellu- steypunni í 4. umferð og Grímur Thorarensen gegn Kristjáni Guð- jónssyni í 3. umferð. Leikimir hefj- ast kl. 10.30 f.h. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Við fækkum um eina sætaröð í öllum innanlandsvélunum og aukum bilið til þess að betur fari um þig.* Fljúgðu innanlands og finndu muninn *Breytingunum verður lokið á öllum Fokkerflugvélunum 1. september. FLUGLEIÐIR AUK/SlA k110d20-172

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.