Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 26

Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Aldrei hafa jafnmargir gert eins lítið fyrir svo fáa Leifur Kr. Þórarinsson Fríðjón Þórðarson Ingi Tryggvason Matthías Bjamason Stefán Guðmundsson Böðvar Stefán Pálsson Pálsson Ragnar Fríðrík Arnalds Sophusson Hákon Bjarni Sigurgrímsson Helgason Steinþór Gestsson Guðmundur Jónsson Refanefnd ríkisstjórnarinnar: Friðrik Sophusson, Halldór Ásgrímsson, Jón Baldvin Hannibalsson. Refanefnd stjórnarflokkanna: Halldór Blöndal, Stefán Guðmundsson, Ámi Gunnarsson. Bankastjórar Búnaðarbankans: Jón Adolf Guðbjömsson, Stefán Arthúrsson, Stefán Pálsson. Forstöðumaður bygginga- stofnunar Landbúnaðarins: Gunnar M. Jónsson, Reykjavfk. Forstöðumaður Stofnlána- deildar Landbúnaðarins: Leifur Kr. Jóhannesson. Búnaðarmálastjóri: Jónas Jónsson. Framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda: Hákon Sigurgrímsson. Formaður stjórnar Framleiðni- sjóðs Landbúnaðarins: Jóhannes Torfason, Torfalæk. Formaður sambands íslenzkra loðdýrabænda: Einar E. Gislason. Framkv.stj. Byggðastofnunar: Matthías Bjamason (formaður). Búnaðarfélag íslands: Hjörtur E. Þórarirtsson, Tjöm, Svarfaðardal, formaður. Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, Borgarfírði. Steinþór Gestsson, Hæli. Stéttarsamband bænda: Haukur Halldórsson, formaður. Þórólfur Sveinsson, Eerjubakka 2, Borgarhreppi, varaformaður. Þórarinn Þorvaldsson, Þóroddsstöðum, Staðarhreppi. Böðvar Pálsson, Búrfelli, Grímsneshreppi. Bjami Helgason, Laugarlandi, Borgamesi. Birkir Friðbertsson, Birkihlíð, Suðureyrarhreppi, Suðureyri. Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellsbæ. Ari Teitsson, Hrísum, Reykdælahreppi, Húsavík. Þórður Pálsson, Refsstað, Vopnafirði. Byggðastofnun: Matthías Bjamason, formaður. Stefán Guðmundsson. Halldór Blöndal. Ragnar Amalds. Eltn Alma Arthursdóttir. Stefán Valgeirsson. Ólafur Þ. Þórðarson. Stofnlánadeild Landbúnaðarins: Stefán Valgeirsson. Friðjón Þórðarson. Ingi Tryggvason. Þórunn Eiríksdóttir. Haukur Helgason. Halldór Blöndal. Samband íslenzkra loðdýraf ramleiðenda: Jónas Jónsson, Pálmholti, Hellu. Emil Sigurjónsson, Ytri-Hlíð, Yopnafirði. Ágúst Gíslason, Fagraholti 10, Ísafírði. Einar E. Gislason, Skörðugili, Varmahlíð. Haukur Halldórsson, Sveinbjamargerði, Akureyri. eftirEgil Jónsson Um þessar mundir eru liðnir u.þ.b. átta mánuðir frá því að verð- fall á refaskinnum þriðja árið í röð var staðfest. Síðan kom í ljós að verð á refaskinnum hélt áfram að falla eftir því sem á leið. Á þessum sama tíma hafa málefni refabænda verið til umræðu, nefndir og stjóm- ir unnið að tillögum á ýmsum svið- um þessara mála — en að mestu án nokkurs umtalsverðs árangurs. Að undanfömu hefur einkum verið fjallað um skuldir refabænda sem safnast hafa við þau erfiðu rekstr- arskilyrði sem að framan eru greind, og þá hvemig unnt sé að breyta þeim í föst lán. En það er forsenda þess að annan vanda í loðdýrabúskap sé unnt að leysa. Það sem sérstaklega vekur at- hygli í þessari umræðu eru sífelldar yfirlýsingar um að ekki sé hægt að „bjarga öllum refabændum" og hafa loðdýrabændur sjálfir ekki verið eftirbátar annarra í þessum efnum. Þessi málatilbúnaður hefur verið Stofnlánadeild landbúnaðar- ins kærkomið tækifæri til að ná fram í þjóðfélagsumræðunni nei- kvæðu viðhorfí gagnvart þeim vanda sem hér er við að fást, en þannig hefur deildinni tekist að styrkja afstöðu sína gagnvart mál- efninu. Til að rökstyðja þetta nánar minni ég á að áður en 40 refabænd- um var tilkynnt að þeir væru orðn- ir gjaldþrota var frétt um það kom- ið á framfæri í Ríkisútvarpinu. Eft- ir framkvæmdastjóra deildarinnar héldu síðan sams konar fréttir áfram að birtast í dagblöðum. Fyrir fáum dögum birtist svo frétt í Ríkisútvarpinu þar sem fram- kvæmdastjóri Stofnlánadeildarinn- ar lýsir yfir að skekkjur kunni að leynast í mati deildarinnar á eignum refabænda og sú almenna skýring gefin að bændur landsins láti ekki meta fasteignir sínar til að komast hjá greiðslu fasteignagjalda. Áður en þessi frétt birtist hafði ég hugleitt að leggja fram á Al- þingi fyrirspum til landbúnaðarráð- herra um hversu skilvísir bændur hefðu reynst í viðskiptum sínum við Stofnlánadeild landbúnaðarins. Nú sé ég að á því heimili er einnig hægt að fá upplýsingar um tölu skattsvikara í þeirri stétt og er nú vissulega fróðlegt að sjá og heyra hvemig bændafomstan tekur þess- um áburði. Það sem þó er allra verst er að málatilbúnaður Stofn- lánadeildar er í veigamiklum atrið- um ýmist hæpinn eða rangur. Skal ég nú víkja að því í einstökum atrið- um. 1. Veðleysis — eða réttara sagt gjaldþrotadómurinn — er kveð- inn upp af forstöðumanni Bygg- ingarstofnunar landbúnaðarins. Sú stofnun fær sitt fjármagn að langmestum hluta frá Stofn- lánadeild landbúnaðarins og em því hagsmunatengslin augljós. Hér er því ekki um óvilhalla nið- urstöðu að ræða eins og matið ber raunar með sér. 2. Heimildir til skuldbreytinga em miðaðar við lagareglur sem vom í gildi til ársins 1984 en þá vom með breytingu á lögunum um Veðdeild Búnaðarbankans veitt- ar rýmri heimildir til skuldbreyt- inga. Þegar svo starfsemi Veð- deildarinnar var breytt með lög- um árið 1986 vom sömu heimild- ir að því er varðaði viðskipti bænda við Stofnlánadeildina bundnar í lögum deildarinnar. Þetta er ótvírætt samkvæmt texta laganna en til öryggis hef ég fengið til frekari staðfesting- ar sjónarmið lögfræðinga um þessi efni. 3. Neikvæð afstaða Stofnlánadeild- arinnar staðfestist enn frekar Egill Jónsson „Svartasti bletturinn á allri þessari fram- kvæmd og umræðu er sá háttur sem nú er á hafður á afgreiðslu af- urðalána til refabænda. Þegar Stofniánadeildin kvað upp Salómonsdóm um gjaldþrot 40 refa- bænda var brugðist skjótt við í Búnaðar- bankanum og afhend- ing lánanna stöðvuð en þess í stað voru þau tekin til greiðslu á fyrri vanskilum. Hér er engu eirt.“ þegar litið er til þeirra mats- reglna sem beitt er, en þær veita nálega ekkert ráðrúm til skuld- breytinga — og í sumum tilvik- um em eignir stórlega van- metnar. Sérstaklega á þetta við um íbúðarhús en þar em dæmi um að nýlegt íbúðarhús er virt á sama verði og fokhelt iðnaðar- húsnæði. Svartasti bletturinn á allri þess- ari framkvæmd og umræðu er sá háttur sem nú er á hafður á af- greiðslu afurðalána til refabænda. Þegar Stofnlánadeildin kvað upp Salómonsdóm um gjaldþrot 40 refa- bænda var bmgðist skjótt við í Búnaðarbankanum og afhending lánanna stöðvuð en þess í stað vom þau tekin til greiðslu á fýrri vanskil- um. Hér er engu eirt. Búnaðar- bankavaldið varðar ekkert um rekstur búanna fram á haustið og þaðan af síður um þarfír þeirra fjöl- skyldna sem hér eiga hlut að máli. Nei, hér gildir bankavaldið eitt, það skulu menn vita og muna. Mér er með öllu óskiljanlegt hvemig það fólk, sem hér á hlut að máli, kemst fram úr þeim vanda sem búið er að stefna málum þess í. En nú er mér það ljóst að refa- bændur hafa átt — og eiga trúlega enn — góða stuðningsmenn. Þar vitna t.d. um störf þeirra þriggja þingmanna sem lögðu fram tillögur til lausnar á vanda loðdýrabúskap- arins á sl. vetri. Mér er enn fremur kunnugt um að sumir þeirra þing- manna — kannski allir — hafa reynt að vinna að lausn þessa vandamáls og sama gildir um fleiri áhrifamenn á þessum vettvangi. Samt sem áður verður ekki hjá því komist að spyrja: Hvað ætla menn nú að gera? Fyrir liggur að allir frestir í þessum mál- um eru löngu útrunnir. Þessari spumingu beini ég til Búnaðarfé- lags Islands, Stéttarsambands bænda, Framleiðnisjóðs landbúnað- arins og Byggðastofnunar. Hér er nefnilega fleira í húfí en afkoma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.