Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Reuter Langferðabifreið breska hersins sem IRA sprengdi í loft upp nærri Omagh á Norður-írlandi á laugardag. 0 & Atta breskir hermenn látast í sprengingu á N-Irlandi: Allar öryggisráðstafan- ir hersins endurskoðaðar Vinningstölurnar 20. ágúst 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.807.289,- 1. vinningur var kr. 1.907.557,- Aðeins einn þátttakandi var með5réttartölur. 2. vinningur var kr. 571.332,- og skiptist hann á milli 188 vinningshafa, kr. 3.039,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.328.400,- og skiptist á miili 5.400 vinn- ingshafa, sem fá 246 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Saint Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrir- skipað endurskoðun á öllum öryggisráðstöfunum hersins vegna morða írska lýðveldishersins (IRA) á átta breskum hermönnum síðastliðinn laugardag. Hún hefur útilokað að gefa yfirvöldum á Norður-írlandi heimild til að halda mönnum í fangelsi um óákveð- inn tíma án ákæru. Byssur, skotfæri og tæki til að búa til sprengj- ur fundust á spítala um helgina. Þegar eftir að fréttist um morð- in, á laugardagsmorguninn, hélt frú Thatcher til Lundúna frá Com- wall, þar sem hún var í leyfi. Á laugardagskvöld hélt hún langan fund með Tom King, ráðherra sem fer með málefni Norður-írlands, og yfirmönnum hers og lögreglu á Norður-írlandi. Eftir þann fund fyrirskipaði hún endurskoðun á öllum öryggisráðstöfunum hersins. Enginn hefur þó verið sakaður um brot á öryggisreglum vegna þess- ara morða. Talið er að útsendarar IRA hafi séð hermennina koma á flugvöll- inn, en þeir voru ekki einkennis- klæddir, og séð þá leggja af stað í rútunni sem síðan var sprengd í loft upp. Rútan gat ekið um tvo vegi og auðvelt var að sjá hvor yrði valinn og undirbúa sprengj- una. Ekki er talið að IRA hafi út- sendara innan hersins sem hafi aflað upplýsinga um ferðir her- mannanna og rútunnar. í sprengingunni létust sjö her- menn þegar í stað en einn lést af sárum síðar á laugardag. Tuttugu og sjö særðust í sprengingunni, sex þeirra mjög alvarlega. Margir hinna voru einnig illa slasaðir. Á sunnudag fundust birgðir af skotfærum, byssum og tækjum til að búa til sprengjur á sjúkrahúsi í Belfast, þar sem tveir hermann- anna liggja þungt haldnir. Lögregl- an i Dyflinni fann einnig á sunnu- dag nokkurt magn af sprengiefni, sem talið er að IRA hafi átt. Stjómmálaleiðtogar og kirkj- unnar menn hafa lýst viðbjóði sínum á þessum síðustu morðum IRA. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði að þessi morð væru glæpsamleg grimmdar- verk unnin af blóðþyrstum mönn- um. Tomas O’Fiaich, kardináli og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar á írl- andi, hvatti alla hermdarverka- menn til að láta af iðju sinni. Dr. Robin Eames, erkibiskup ensku biskupakirkjunnar í Armagh, sagði Afganistan: Skæruliðar vinna sigra á suðurvígstöðvunum Islamabad, Moskvu. Reuter. SKÆRULIÐAR í Afganistan hafa náð mikilvægri herstöð nærri borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans á sitt vald að þvi er heimildarmenn í Pakistan sögðu á sunnudag. TASS, hin opinbera fréttastofa Sovétríkjanna, skýrði frá því í gær að talið væri að skæruliðar hefðu beitt efnavopnum í átökum við afganska stjórnar- herinn í bardögum nærri landamærum Pakistans. Fréttastofan greindi ekki frá því hvenær bardagar þessir áttu sér stað og mannfalls var ekki getið. Hins vegar sagði í fréttinni að búpeningur hefði drepist er ský steig á loft eftir stórskotaliðsárás- ir skæruliða. „Talið er að sprengj- ur og hleðslur þær sem öfgamenn- irnir notuðu hafi geymt eiturefni," sagði í fréttinni. Á laugardag náðu skæruliðar á sitt vald herstöð einni í Arg- handab-fjöllum um átta kílómetra norður af borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans. Heimild- armenn Reuters-fréttastofunnar í Pakistan greindu frá þessu á sunnudag en frelsissveitirnar höfðu setið um herstöðina í þrjá mánuði. Hersveitir Sovétmanna hurfu á brott frá Kandahar fyrr í þessum mánuði samkvæmt ákvæðum samningsins um brott- flutning sovéska innrásarliðsins úr landinu og sögðu fyrrnefndir heimildarmenn sýnt að frelsis- sveitirnar myndu brátt ná borginni á sitt vald. Útvarpið í Kabúl, höf- uðborg Afganistans, sagði 40 skæruliða hafa fallið í bardögum í Kandahar-héraði. að ástandinu á Norður-írlandi yrði ekki með orðum lýst. Enginn friður væri mögulegur fyrr en lögin kæmi höndum yfir þá ofbeldismenn, sem unnið hefðu þetta ódæðisverk. Frést hefur að stjórnin hafi til athugunar að breyta þeirri reglu að grunaðir hafi rétt til að þegja án þess að það skaði málstað þeirra fyrir rétti. Stjómin hefur einnig til athugunar að taka upp nafnskír- teini á Norður-írlandi og skrá fingraför allra íbúa þar. A þessu ári hefur IRA ráðið af dögum 21 breskan hermann. Uppboð á eig- um Bítlanna Lundúnum, Reuter. MUNIR sem voru í eigu bresku Bítlanna og fleiri frægra tón- Iistarmanna verða seldir á upp- boði þjá fyrirtækinu Christie’s í Lundúnum í þessari viku. Meðal þess sem selt verður á uppboðinu eru teikningar eftir Paul McCartney, bréf sem John Lennon skrifaði, ljósmyndir og árituð hljómplötuumslög Bítlanna. Uppboðshaldari hjá Christie’s sagði að auk muna frá Bítlunum yrðu einnig boðnar upp ljósmynd- ir af David Bowie, Bee Gees, fatn- aður af gítarsnillingnum Jimi Hendrix og skór af Michael Jack- son. Talið er að teikningar McCart- neys verði slegnar á 6.000 sterl- ingspund (480.0000 ísl. kr.) en skór af Michael Jackson á allt að 3.000 pund (240.000 ísl. kr.). Sothesby’s uppboðsfyrirtækið í Lundúnum hefur einnig á pijón- unum að halda uppboð á eigum frægra manna í næsta mánuði. Verða þar boðnir upp persónuleg- ir munir sem voru í eigu Pete Best, sem var meðlimur Bítlanna áður en þeir urðu frægir. Upp- boðið hjá Sothesby’s verður hald- ið 12. september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.