Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir BENEDIKT STEFÁNSSON Verðhrun og aflabrest- ur veldur þungnm bú- sífjum í Stykkishólmi STYKKISHÓLMUR býr við fjölbreyttara athafnalíf en mörg bæjarfélög við sjávars- iðuna. Ferðaútvegur er vax- andi, í bænum er öflug skip- asmíðastöð og rótgróinn byggingariðnaður. Stór hluti bæjarbúa hefur atvinnu af opinberri þjónustu og heilsu- gæslu á sjúkrahúsinu sem er sennilega stærsti vinnustað- urinn. En að undanförnu hef- ur hvert áfallið á fætur öðru dunið yfir sjávarútveg við Breiðafjörð. Eftir gró- skutímabil árin 1986 og 1987 sem Sturla Böðvarsson bæj- arstjóri nefnir „myljandi góð- æri“ hrynur verð á skelfiski. Vetrarvertíðin skilar sáralitl- um þorskafla og til að bæta gráu ofan á svart bregst grá- sleppan, sem malaði gull fyrir trillukarla á síðasta ári. „Við reynum að halda okkar striki og vinnum i samræmi við þær staðreyndir sem við blasa,“ sagði Ellert Kristinsson fram- kvæmdastjóri Sigurðar Ágústs- sonar hf. Hjónin Svanborg Siggeirsdóttir og Pétur Ágústsson reka í félagi við þriðja mann feijur sem sigla reglulega til Flateyjar og um Suðu- reyjar á Breiðafirði. Þau telja að ferðamannaútvegur geti hæglega orðið Stykkishólmi lyftistöng í framtíðinni. Með lækkandi afurðaverði og aflabresti rýrna tekjur sjó- manna svo um munar. Heita má að í vetur hafi engum Breiðaúarð- arbáta tekist að afla upp í kvóta af þorski. Því má nærri geta að sjómenn bera skarðan hlut frá borði. Sturla segir að eini ljósi punkturinn sé sá að staðgreiðslu- kerfi skatta hefur verið tekið upp. Miðað við þær góðu tekjur sem flestir bjuggu við í fyrra hefðu skattar greiddir eftir á komið illa við mörg heimilanna. Uppsagnir í Rækjunesi og óviss framtíð Fiskverkendur eru ekki síður uggandi um sinn hag. Eitt fyrir- tæki, fiskiðjan og útgerðarfélagið Rækjunes, hefur stöðvast. Starfs- mennimir, sextíu talsins, fengu uppsagnarbréf í hefidur áður en sumarleyfi hófust um síðustu mán- aðamót. Siguijón Helgason forstjóri seg- ir að unnið sé að endurskipulagn- ingu rekstrarins og kveðst vongóð- ur um að hægt verði að renna stoð- um undir fyrirtækið. Það byggi á traustum grunni miðað við aðstæð- ur, eiginfjárstaðan sé góð en lausa- fjárstaðan mjög slæm. Siguijón telur að vandi Rækju- ness orsakist fyrst og fremst af verðfalli á afurðunum samhliða hömlulausri hækkun kostnaðar innanlands. Verð á hörpudiski hafi verið lágt í hálft annað ár og sölu- aðilar í Bandaríkjunum staðið illa í skilum. Hann segir að fyrirtækið sé ekki ýkja skuldugt og sú leið verði ekki farin að fjármagna reksturinn með lánsfé. Rækjunes er þó eitt þeirra fyrirtækja sem sótti um erlent lán til endurskipu- lagningar í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar og bíður af- greiðslu í viðskiptabanka þess, Búnaðarbankanum. I Rækjunesi störfuðu um 15% „Ef ekkert verður gert af hálfu stjórnvalda stoppar allt af sjálfu sér innan tíðar. Gengisfelling er engin lausn út af fyrir sig. Það þarf að gera ráðstafanir sam- hliða henni," sagði Kristinn Ólaf- ur Jónsson stjómarformaður í Þórsnesi. vinnandi manna í Stykkishólmi. Bæjaryfirvöld leggja áherslu á að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl og á á þriðjudag fór atvinnu- málanefnd bæjarins til fundar við bankastjóra Búnaðarbankans. Bæjarstjóri segir að bankinn hafi lofað svari eftir helgina. „Við töldum það skárri kost að setjast niður og hugsa málið en að ana áfram og stingast síðan á bólakaf í fenið. Það gerir það eng- inn með ljúfu geði að horfa á bak starfsfólki sínu með uppsagnarbréf upp á vasann. Við vinnum að því dag og nótt að endurskipuleggja fyrirtækið. Ég vonast til að geta sett í gang að nýju jafnvel innan fárra daga. Það Iítur út fyrir að við getum endurráðið flesta starfs- mennina," segir Sigurjón. „Okkar útreikningar í upphafi gerðu ráð fyrir því að það tæki okkur þijú ár að ná jafnvægi í rekstrinum. Miðað við að við framleiðum úr 2.000-2.500 tunn- um á ári og seljum fyrir skikkan- legt verð er þessi verksmiðja vel arðbær,“ sagði Finnur Jónsson framkvæmdastjóri kavíarverk- smiðjunnar Bjargar. Við reynum að halda okkar striki Hljóðið er þungt í öðrum fisk- verkendum sem blaðamaður ræðir við. Ellert Kristinsson fram- kvæmdastjóri hjá Sigurði Ágústs- syni hf. segir að uppsagnir séu ekki fyrirhugaðar. Fyrirtækið leit- ist við að halda fullri atvinnu þátt fyrir lágt afurðaverð og vaxandi kostnað á öllum sviðum. Við veiðar og vinnslu hjá fyrir- tækinu starfa um 80 manns. Sig- ' urður Ágústsson gerir út tvo báta„ Svan og Hamrasvan. Fiskverkunin byggir að mestu á skelfiskvinnslu en saltfiskur er verkaður á Rifi. Aflabresturinn á vetrarvertíð var því töluvert áfall. Ellert segir að haldið hafi verið uppi atvinnu með „Við ætlum okkur að klöngrast út úr þessum erfiðleikum. Það er enginn bilbugur á mönnum að horfast í augu við þessa erfið- leika,“ sagði Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. því að kaupa þorsk af fiskmörkuð- um og togurum. „Við reynum að halda okkar striki og vinnum í samræmi við þær staðreyndir sem við blasa. Þegar ríkisstjómin finnur þær lausnir sem hún leitar að munu þær eflaust koma okkur til góða eins og öðrum en við sitjum ekki auðum höndum og bíðum. Gengisskráningin er röng, það sýnir gífurlegur innflutningur. En gengisfelling er ekki það sem leys- ir vandann þótt hún kunni að vera fljótlegasta lausnin. Hún yrði skammgóður vermir nema að hlið- arráðstafanir komi til,“ segir Ell- ert. Afkoman mjög’ léleg í ár Þórsnes rekur tvo báta, Þórsnes eitt og tvö sem eru 150 og 170 tonna skip. Að fiskvinnslunni með- talinni veitir það um sjötíu mönn- um atvinnu. Unnin eru jöfnum höndum skelfiskur, bolfiskur og rækja. Skelfiskurinn vegur þó þyngst, um 45-50% af tekjum fyr- irtækisins hafa verið af sölu hans undanfarin ár. Kristinn Ólafur Jónsson, stjórnarformaður, segir að afkoma fyrirtækisins sé mjög léleg í ár. „Ef ekkert verður gert af hálfu stjómvalda stoppar allt af sjálfu sér innan tíðar. Gengisfelling er engin lausn út af fyrir sig. Það þarf að gera ráðstafanir samhliða henni. Það hlýtur að vera hægt að skapa sjávarútveginum rekstr- argrundvöll og það er skylda stjómvalda að fínna leiðir. Annars verða það ekki bara fyrirtækin sem fara á hausinn heldur landsmenn allir,“ segir Kristinn. Fyrir tveimur árum, þegar útlit- ið var ögn bjartara, réðst .fyrirtæk- ið í þá fjárfestingu að smíða yfir báða bátana. Breytingarnar sem kostuðu um 30 milljónir króna á hvoru skipi voru að hluta greiddar með láni úr Fiskveiðasjóði. Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina og lána- byrðin reynist fyrirtækinu þyngri en ætlað var í upphafí. Áður þurfti að kaupa kvóta til að halda uppi vinnslunni en nú nær Þórsnes ekki að veiða nema brot af leyfilegum afla. Kristinn segir að útlitið sé mjög svart í þorsk- veiðunum, togararnir stundi smá- fiskadráp í stórum stíl. Sjómenn við Breiðafjörð hafa sjálfviljugir tekið upp stærri möskva en reglu- gerð kveður á um, 7 mm að sögn Kristins. Þegar net með smærri möskvum slæddist með í veiðitúr annars af skipum Þórsness í vetur kom árangurinn fljótt í ljós — fullt net af tveggja til þriggja punda fiski. í haust verður báðum bátunum stefnt á síldveiðar en þess freistað að fá önnur skip til að veiða þorsk- kvóta Þórsnessbáta og landa hjá fískverkunarstöðinni á meðan síldarvertíðin stendur yfír. „Bjart- asta vonin í þessum útgerðarmál- um er síldin. Það hefur tekist vel til með að byggja síldarstofninn upp í samræmi við tillögur fiski- fræðinganna. Nú þurfum við líka að bregðast hart við varðandi þorskinn. Það nær engri átt að vera að gera út á smáfiskinn, hér þarf að hugsa um framtíðina og geyma fískinn í sjónum meðan hann vex og dafnar," segir Krist- inn. Offramboð á kavíar í kjölfar mokveiði Á síðasta ári tók til starfa ka- víarverksmiðjan Björg í Stykkis- hólmi í nýbyggingu með afkasta- miklar vélar. Að sögn Finns Jóns- sonar framkvæmdastjóra, sem á fyrirtækið í félagi við bræður sína tvo og Ágúst Sigurðsson, ríkti mikil bjartsýni í upphafí. Verðið á tunnu af grásleppuhrognum hafði hækkað úr 1.050 þýskum mörkum, um 26.000 krónum, í 1.200 mörk eða 30.000 krónur. Söluhorfur virtust góðar, vorið 1987 nær ka- víarverðið hámarki í eftirspum. Um sumarið var mokveiði. En siðan hallar skyndilega undan fæti, gífurleg samkeppni á heimsmark- aði leiðir af sér verðhrun í vetur. „Þessi mikla aukning afla síðastliðið vor skilaði um 20.000 tunnum á land umfram eftirspurn á heimsmarkaði. Nú hefur heldur rofað til, veiðin í ár verður að líkindum á bilinu 20-30.000 tunnur alls og verður nokkuð innan við 10.000 tunnur hér innanlands. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.