Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 47
vonumst því til að næsta vor verði aftur náð jafnvægi," segir Finnur. En getur ungt fyrirtæki á borð við Björgu sem býr við mikla verð- bólgu og háa raunvexti þraukað mögru árin? „Við eigum fyrningar sem við framleiðum úr fram á næsta vor. Heildarkaupin í ár verða því ekki nema brot af því sem við keyptum í fyrra. Okkar útreikning- ar í upphafi gerðu ráð fyrir því að það tæki okkur þrjú ár að ná jafn- vægi í rekstrinum. Miðað við að við framleiðum úr 2.000-2.500 tunnum á ári og seljum fyrir skikk- anlegt verð er þessi verksmiðja vel arðbær. En það er ekkert launung- armál að reksturinn er mjög erfíð- ur.“ Þeir athafnamenn sem blaða- maður ræðir við í Stykkishólmi ljá „gengisfellingarkómum" ekki rödd sína. Þótt þeir hafí orðið fyrir afla- bresti og verðfalli á sama tíma og verðbólga geisar, telja viðmælend- ur gengisfellingu skammtíma- lausn. Finnur Jónsson kveðst vænta viðunandi lausna úr ríkisstjóm, en gengisfelling sé ekki æskileg leið. „Ég býst við að ríkisvaldið grípi til þeirra ráða sem duga, það er ekkert sem bendir til annars en að menn séu að leita lausnar. Gengisfelling kæmi okkur ekki til góða. Svo stór hluti af aðföngum okkar eru í erlendri mynt að slíkt myndi bara koma í bakið á okkur aftur." Leitað á önnur mið Þegar kreppir að í útvegi leita sumir á önnur mið. Dæmi um það eru hjónin Pétur Agústsson og Svanborg Siggeirsdóttir sem reka í félagi við Oskar Eyþórsson fyrir- tækið Eyjaferðir. Þau hófu starf- semi fyrir fjórum ámm á trillu sem notuð var yfir sumarmánuðina til þess að flytja fólk um Breiðafjarð- areyjar. I sumar halda þau úti reglulegum ferðum til Flateyjar á nýrri 60 farþega fetju og útsýnis- ferðum um Suðureyjar á smærri báti. í lok mánaðarins vonast for- ráðamenn Eyjaferða til að flytja tíu þúsundasta farþegann í sumar, sem þýðir rúmlega helmings aukn- ingu frá því í fyrra. Þá hafa þau opnað þjónustumiðstöðina Egils- hús í 120 ára gömlu höfðingjasetri við höfnina þar sem boðið er uppá veitingar og gistingu í tíu herbergj- um. Pétur og Svanborg telja að ferðamannaútvegur í Stykkishólmi eigi bjarta framtíð fyrir sér. Bær- inn geti hæglega dregið til sín jafn marga ferðamenn og Mývatn eða Vestmannaeyjar. Það sem helst skorti sé fjölbreytni í ferðaþjón- ustu, fólk í sumarleyfi sé í leit að tilbreytingu og afþreyingu. Þar sé því óplægður akur. „Ferðaþjónustan hjálpar okkur að brúa bilið. Við höfum alltaf leg- ið við bryggju á sumrin, en síðan fannst okkur tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. Þetta hefur síðan undið upp á sig,“ segir Pét- ur. „í vetur lenti útgerðin í mestu hremmingum síðan ég byrjaði árið 1962. Gæftir voru fádæma lélegar, við fengum aðeins þriðjung af því sem við erum vanir að veiða af þorski. Sama aflamagn gaf af sér helmingi lægra verð en fyrir tveim- ur árum,“ segir Pétur. Bæjaryfirvöld hafa reynt að slá lítið af í framkvæmdum þótt bæj- arstjóri bendi á að að skertar tekj- ur fyrirtækja og einstaklinga hafí ekki síður komið niður á bæjar- sjóði. Sturla segir að þau áföll sem dunið hafa yfir undanfarið ár geti í raun ekki verið verri. Styrkur fískvinnslunnar sé þó sérhæfing í skelfískvinnslu og mikilvægum áfanga yrði náð ef hærra verð fengist fyrir hörpudisk. „Við ætlum okkur að klöngrast út úr þessum erfiðleikum. Það er enginn bilbugur á mönnum að horfast í augu við þessa erfíð- leika," sagði Sturla Böðvarsson bæjarstjóri S Stykkishólmi. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 47 Flugleiðir: Reglur settar um móttöku erlendrar smámyntar í flugvélum HJÁ Flugleiðum hafa verið sett- ar reglur varðandi móttöku á erlendri smámynt um borð í flug- vélum fyrirtækisins. Framvegis verður einungis tekið við smá- mynt í ákveðnum gjaldmiðlum og lágmark sett um verðgildi myntar. í frétt frá upplýsingadeild flug- leiða segir að tekið verði við smá- mynt í eftirfarandi gjaldmiðlum: Bandaríkjadalir, lágmark 25 sent, bresk pund, minnst 20 pens, danskar krónur, lágmark 5 krónur, norskar krónur, minnst 5 krónur, sænskar krónur, lágmark 5 krónur, fínnsk mörk, lágmark 2 mörk, belg- ískir frankar, minnst 20 frankar, franskir frankar, minnst 5 frankar og þýsk mörk, lágmark 1 mark. Ennfremur segir í fréttinni að sala um borð í Flugleiðavélum hafí aukist til muna frá því að tollfijáls verslun hófst þar. Mikið magn hafi borist af erlendri mynt sem íslensk- ir bankar kaupa ekki og þess vegna sjái Flugleiðir sér ekki fært að taka við annarri mynt en að framan greinir og að sjálfsögðu allri íslenskri mynt. n # Verðtrygging er eitt - vextir umfram verðbólgu er annað! Verðtrygging heldur í við uppgefna verðbólgu, en þarf ekki endilega að gefa neina ávöxtun. Vextir umfram verðbólgu gera meira en bara varðveita raungildi fjármuna - þeir gefa eigendum fjármuna raunhæfa ávöxtun og auka við höfuðstólinn. Hefðu betur keypt ÁVÖXTUNARBRÉF! Á síðasta ári töpuðu sparifjáreigendur milljörðum á almennum sparisjóðsbókum með neikvæðum vöxtum. Þeir hefðu betur keypt ÁVÖXTUNARBRÉF! Áhyggjulaus ávöxtun Hlutu „Stórt silf ur“ fyrir frímerkja- söfn sín Frímerkjasýningin „Scarex 88“ var haldin dagana 11.—14. ágúst í bænum Skara í Svíþjóð. Sýning þessi var landssýning sænskra frímerkjasafnara 1988 í tengslum við 1000 ára afmæli bæj- arins. I sýningunni tóku þátt af íslands hálfu þeir Hjalti Jóhannesson úr Reykjavík og Óli Kristinsson frá Húsavík. Hlutur þeir báðir stórt silfur fyrir íslandssöfn sín. VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: ÁVÖXTUNARBRÉF 3 mán. 14,0% 6 mán. 15,0% 12 mán. 14,1% REKSTRARBRÉF - MEÐ 6 MÁN. UPPSAGNARFR. 3 mán. 18,0% 6 mán. 19,68% / i / - örugg og ábatasöm! ÁVÖXTUNARBRÉFIN eru til í fjórum verðflokkum: Kr. 1.000.-, kr. 10.000.-, kr. 50.000.-, og kr. 100.000.- Gott að vita: Enginn aukakostnaður er dreginn frá andvirði bréfanna við innlausn. ÁV()XTUN HHi) Fjáimálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 II ■\ __ /n /Æs ’iíiíííR . AsöaðSuðVrlapriB»f|r&rSta rfl e A f V&* ^gS&ty?****'**' ŒB AUGIÝSINGAWÓNUSTAN / SlA Sudurlandsbraut 4 sími 38550
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.