Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 51 Hann var orðinn stæltur og sterkur og sótti af ákefð á vit ævin- týra. Muggur fór því á sjóinn og varð fyrr en varði fullgildur sjómað- ur á fískiskipum og á tveim, þrem árum eftirsóttur í skipsrúm. Ég veit, að hann kom sér vel, var þrek- mikill og duglegur. Hann eignaðist marga vini og félaga. Ævintýrin leiddu hann víða um strendur lands- ins, alltaf eitthvað að starfa, ýmist á sjó eða landi. Allstaðar var eitt- hvað nýstárlegt að sjá og upplifa. Margt þurfti að skoða og kynnast ýmsu aJf eigin raun. Hann dvaldist um tíma í Færeyjum, hafði góðar tekjur eins og jafnan og leið þar að mörgu leyti mjög vel. Síðan hélt hann til Kaupmannahafnar, fer að skoða sólarstrendur Miðjarðarhafs, en er svo nokkiu síðar kominn heim til Islands á ný. Eins og ég nefndi áður var Mugg- ur sóldýrkandi mikill — bæði í beinni og óbeinni merkinu — enda eru ævintýrin jafnan böðuð f sól- skini hugarheima. Hann sótti fast í sólskinið og ákefðin var svo mik- il, að hann gekk í gegnum það og inn í niðadimmt og helkalt tómarúm á bak við, en mörgum reynist vand- ratað aftur til baka til ljóssins og lífsins. Hann var einn af þeim lán- sömu, tókst að rata til mannheima á ný. Muggur var þakklátur Guði og mönnum fyrir að komast heilu og höldnu til lands úr háskasiglingu sinni. Hann var þakklátur fyrir að öðlast nýja lífssýn og raunhæft mat á ýmsum þeim tálsýnum, er áður höfðu virst svo gimilegar og spenn- andi. Hann settist nú um kyrrt í Reykjavík og fékk fasta vinnu. Brátt kynntist hann ungri, yndis- legri stúlku, sem hann varð mjög hrifínn af. Hún er Elísabet Jóns- dóttir frá Melum í Hvítafírði. Kynni þeirra Muggs og Elísabetar leiddu brátt til sambúðar og fyrir fjórum árum eignuðust þau yndislega dótt- ur, Hallveigu. Þau höfðu eignast góða íbúð fyrir nokkru og allt lék í lyndi, enda gengu þau í heilagt hjónaband 19. maí í vor og héldu til Flórída í brúðkaupsferð með litlu dótturina með sér. Þau höfðu mikla ánægju af þessari ferð og ljómuðu af hamingju. Muggur vann af kappi ásamt eiginkonu sinni, að því að búa fjöl- skyldunni gott heimili. Hann hóf leigubílaakstur fyrir fáum mánuð- um, enda þótt hann fyrirhugaði ekki að gera það að framtíðarat- vinnu sinni. Muggur eignaðist son áður, Jóhannes Frey, sem nú er tvítugur að aldri. Eg vil muna Mugg bróður, eins og hann var jafnan, geislandi af lífsgleði og hamingju, jákvæðni og stundum svolítið stríðinn. Hann var skemmtilegur „húmoristi", fundvís á það sem vakti gleði, græskulaus og elskulegur. Megi góður Guð halda verndar- hendi yfír sálu hans, styrkja konuna hans og bömin, foreldra hans og aðra ástvini. Rósa Thorsteinsson Að morgni laugardagsins 13. þm. barst sú harmafregn að einn okkar hefði farist í umferðarslysi. Já, hann Guðmundur er dáinn. Hvers vegna ungur maður í blóma lífsins er hrif- inn brott veit enginn, en það mun vera, að þeir deyja ungir sem guð- imir elska. Guðmundur Thorsteinsson hóf störf á bifreiðastöðinni Hreyfli fyrir rúmu ári. Hann kom okkur fyrir sjónir sem ákaflega lífsglaður mað- ur. Hann hafði gaman af að glett- ast með félögunum þegar tóm gafst til milli ferða. Hann var ósérhlífinn og heiðarlegur. Dugnaður hans var rómaður, en hjá honum var mark- miðið greinilega fyrst og síðast að búa fjölskyldu sinni gott heimili. Okkur er mikil eftirsjá að Guð- mundi og kveðjum hann með virð- ingu. Eftirlifandi kona hans er Elísabet Jónsdóttir og áttu þau eina dóttur, Hallveigu. Einn son átti Guðmundur einnig. Við biðjum góð- an Guð að styrkja þau í þeirra djúpu sorg. Hreyfilsfélagar t Útför eiginkonu minnar, RÚNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Fjölnisvegi 8, Reykjavfk, verður gerö frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Magnús Guðmundsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON fyrrverandl sfmritari, Kambsvegi 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 23. ágúst, kl. 15.00. Matthildur Þórðardóttir, Leifur Þórarinsson, Inga Bjarnason, Kristján Árnason, Sigríður Asdís Þórarinsdóttir, Oddur Ólafsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi okkar, BALDUR TRAUSTI EIRÍKSSON, Mánabraut 24, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, þriðjudag 23. ágúst, kl. 14.15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ifknarstofnanir. Aldfs Dúa Þórarinsdóttir, Birgir Baldursson, Kristfn Baldursdóttir, Jóhannes Friðriksson, Danfel Baldursson, Þórleif Alexandersdóttir, Elsa Baldursdóttir, Ólafur Matthfasson, Anna Þóra Baldursdóttir, Magnús Ólafsson, Eirfkur Baldursson, Gréta Guðlaugsdóttir, Unnur Sigtryggsdóttir, Ásgrfmur Ingólfsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, HREFNU JÓHANNSDÓTTUR hjúkrunarforstjóra. Kristfn Sverrisdóttir, Arnbjörg Sverrisdóttir Jóhann Sverrisson. t Þökkum innilega samúð og styrk við andlát og útför litlu dóttur okkar og systur, GUÐNÝJAR EINARSDÓTTUR, Sundstræti 30, (safirði. Aðalbjörg, Einarog systur. t Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar- hug við fráfall og útför TÓMASAR GUÐMUNDAR GUÐJÓNSSONAR, Rauðalæk 61, Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliös Vffilsstaðaspítala. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda Elfn Bergsvelnsdóttir, Jóna Þuríður Tómasdóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Kristberg Tómasson, Ásthildur Torfadóttir, Elfn Erla ingadóttir, Páimi Thorarensen og barnabörn. Lokað verður vegna jarðarfarar í dag kl. 14-17. Pallar hf., Vesturvör 27, Kópavogi. Lokað verður vegna jarðarfarar í dag kl. 14-17. Véla- og pallaleigan hf., Fosshálsi 27. Lokað verður vegna jarðarfarar í dag kl. 14-17. Brimrás hf., Kaplahrauni 7, Hafnarfirði. Ás-tengi áL Tyr Allar gerðlr Tengið aldrei stál-í-stál StatjBuigjuD' tJKani©®®^ & <S® VESTURGOTU 16 SIMAR 14680 ?1480 BASIC Skrifstofuhúsgögn Finnskhönnun Hagstættverð GRÁFELDUR Borgartúni 28. simi 62 32 22. Remedía hf. j BORGARTÚNI 20, SÍMI 27511. Ertu þreytt í vinnunni? Betri skór gætu hjálpað. Við höfum fengið nýja sendingu af ameriskum hjúkrunarskóm sem éru sérstaklega lagaðir fynr pær sem purfa mikið að ganga eða standa í vinnunni. Skómir'eru níðsterkir, handsaumaðir úr mjúku leðri og fást i mörgum litum. Sondum í pöstfuöfu BETRILÍÐAN í BETRISKÓM KÚPLINGSPRESSUR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSLEGUR Fyrir flestar tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubifreiða. Útvegum í allar helstu tegundir fólks- og vörubifreiða. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUCURLANDSBRAUT 8. SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.